Morgunblaðið - 10.02.1961, Side 10
10
MORGl'NBLAÐIÐ
Föstudagur 10. febrúar 1961
im.
Stdr-
grdði
HIN skyndilega og stórkosr-
lega aukning ansjósuveiðanna
við Perú-strendur í Suður
Ameríku, getur orðið þeim
þjóðum bæði fyrirmynd og
viðvörun sem hyggjast efla
fiskveiðar sínar. Þessar veið-
ar við Peru hafa haft víðtæk
áhrif um heim allan.
Arlegar fiskveiðar Perú-
manna voru til skamms tíma
um 50 þúsund tonn. En árið
1959 veiddu þeir 2 milljónir
tonna af fiski. Þar af voru um
1,8 milljón tonn af ansjósuteg
und þeirri, sem lifix þarna í
Kyrrahafinu. Langmestur
hluti aflans fór í fiskimjöl.
Þessi stórkostlega aukning
aflamagnsins í Perú hefur
valdið margskonar erfiðleik-
um og orsakað ýmis. vanda-
mál. Fiskideild FAO — Mat-
vælastofnunar SÞ hefur tekið
þau til athugunar og hefur
F. E. Popper, einn af forstjór-
um fiskideildarinnar gert
nokkra grein fyrir þeim.
Hætt við ofveiði
Perústraumurinn í Kyrra-
hafinu, liggur norður með
ströndum Perú og er mjög
auðugur af sjávardýralífi. Þar
er og mikið af hvölum, höfr-
ungum og selum og urmull af
sjófuglum lifir á fiskinum í
hafinu, segir Popper í skýrslu
sinni.
En þó fiskimiðin séu auðug
er óvíst að þau þoli þær miklu
veiðar sem nú eru farnar að
tíðkast þarna á síðustu árum,
sérstaklega ef viðhalda á
stofni sjófuglanna, en fuglarn-
ir eru einnig mikilvægir fyrir
a *■.■■■ *••• ; *
og vandamál
Perú-menn, vegna fugladrits-
ins eða gúanósins.
Þetta er eitt erfiðasta vanda
málið í samtoandi við fiskveið-
ar Perú. Menn óttast að þær
kunni að verða endasieppar
vegna ofveiði.
Þá eru önnur vandamól,
sem snerta fiskimjölsiðnaðmn
í Perú.
Verðhrunið
á heimsmarkaðnum
Þegar ansjósuveiðarnar hóf-
ust í stórum stíl fyrir nokkr-
um árum þá var aðstaðan slík,
að fiskimjölsframleiðendur
gátu auðgast stórlega á þeim á
skömmum tíma. Það var eng-
inn vandi að fá nóg hráefrtt
— ansjósuna —, því að toát-
amir gátu fyllt sig tvisvar á
uag, meira að segja sökkfyllt
sig. Vegna þess að enginn hörg
ull var á hráefni, reksti'rs-
kostnaður var lítiil og aðstað-
an var að öðru leyli mjög hag
stæð, þá varð skyndilega mik-
il útþensla í fiskimjölsiðnaði
Perú. Lögðu bankar og ein-
staklingar fram fjármagn til
bygginga fjölda fiskimjöis-
verksmiðja.
Nær öll framieiðslan var
seld til útflutnings, en þegar
svo mikið magn af fisaimjöh
kom skyndilega inn á heims-
markaðinn varð brátt verð-
hrun á vörunni. Verð hennar
féll úr 130 dollurum á tonn
niður í 75 dollara ó tonn og
stendur þar nú. Þetta verð-
fylgja ansjósu-
veióum Perú-
mantta
hrun hefur víðtækar og alvar
legar afleiðingar í för með sér
ekki aðeins fyrir fiskimjöls-
iðnað Perú, heldur fyrir fiski-
mjölsiðnað alls heimsins.
En fiskveiðar eru orðnar all
mikilvægar fyrir atvinnulíf og
efnahagslíf Perú. Er nú áætl-
að að um 3% af þjóðartekjun-
um komi af fiskveiðum og um
7% af útflutningi landsins.
Fiskveiðarnar veita meira en
27 þúsund manns fulla at-
vinnu.
Samtengt vandamálum fisk-
iðnaðarins er vandamál gúanó
framleiðslunnar.
Fugladrit undirstaða
landbúnaðar
Gúanó-fuglarnir í Perú lifa
á ansjósunni. Er áætlað að
fuglarnir eti að minnsta kosti
4 milljón tonn af ansjósu á ári.
Fjöldi sjófuglanna er nokk-
uð misjafn frá ári til árs. Eru
sveiflurnar í stofninum tald-
ar hreyfast allt á milli 10
milljón og 30 milljón fuglar.
Enginn veit með vissu hvern-
ig stendur á þessum stofn-
sveiflum. Sumir halda að fugl
inn hrynji niður, þegar fisk-
stofninn minnkar. Aðrir halda
að fuglarnir deyi niður af völd
um sníkjudýra eða sjúkdóma.
An þess að skorið sé úr því,
hvað er rétt í þessu, þá virð-
• ist það Ijóst, að fuglastofn-
inn viðhaldist ekki, ef fisk-
inn vantar.
En dritið úr þessum fuglum,
eða gúanóið eins og það er
kallað, er stór þýðingarmikið
fyrir efnahagslíf Perú. Arlega
er safnað saman um 6% millj.
tonna af gúanó. Mestan hlut-
ann nota perúskir bændur til
áburðar, en ein milljón tonna
er seld til útflutnings. Gúanó-
ið er svo mikil undirstaða
ræktunar í landinu, að ríkis-
stjórnin verðbætir það til þess
að perúskir bændur geti feng-
ið þennan áburð á lágu verði.
Af þessu ætti það að vera
auðskilið, að ríkisstjórn Perú
hefur haft miklar áhyggjur
af hinni stórfelldu ansjósu-
veiði og hefur jafnvel nú um
sinn bannað byggingu nýrra
f iskimj öls verksmiðj a.
Rannsókna- og alþjóða
ráðstefna
Vegna ástandsins í þessum
málurn hefur Matvælastofnun
SÞ ákveðið að beita sér fyrir
ýtarlegum fiski- og hafrann-
sóknum við Perú, til þess að
kanna grundvöll fiskveiðanna
þar. Það er áætlað að rann-
sókn þessi kosti minnst 1,7
milljón lollara á fyrstu fjór-
um árunum. Kostnaður verð-
ur greiddur sameiginlega af
ríkisstjórn Perú og sjóðum
Sameinuðu þjóðanna. Auk
þess sem lífsskilyrðin í hafinu
verða rannsökuð á haffræði-
legan og líffræðilegan hátt,
munu sérfræðingar FAO veita
Perú-mönnum leiðbeiningar
um tæknileg og efnahagsleg
atriði og kenna aðferðir við
stofnun og rekstur fiskiðnað-
arfyrirtækja og við geymslu
og flutning á fiskafurðum.
Hin skyndilega framleiðslu-
aukning á fiskimjöli og verð-
hrunið á heimsmarkaðnum
hefur komið óþyrmilega við
útvegsmenn og ríkisstjórnir
margra landa og þess hefur
verið farið á leit við Matvæla-
stofnunina, — FAO, að hún
hlutist til um aðgerðir sem
tryggi örugga framtíð fiski-
m j ölsiðnaðarins.
Astandið eins og það er nú
hefur valdið því, að fram-
leiðsla fiskimjöls hefur minnk
að í mörgum löndum, og hefur
það skert tekjur fiskimanna
og annarra sem lifa af sjáv-
arútvegi.
Nú er ákveðið að alþjóða-
ráðstefna verði haldin um
þetta vandamál og munu sitja
hana fjölmargir fulltrúar rík-
isstjórna ásamt ráðunautum
úr fiskimjölsiðnaðinum. Verk-
efni ráðstefnunnar verður m.
a. að kanna árlega meðalnotk-
un á fiskimjöli í heiminum og
leita nýrra leiða til að auka
neyzlu þess.
En vandamál sjávarútvegs-
ins í Perú eru aðeins eitt sýn-
ishorn af hættum þeim sem
yfir vofa, þegar náttúruauð-
æfi eru nýtt á óskipulagðan
hátt. Samræmi. er nauðsyn-
legt að hafa milli aukinnar
framleiðslu, og markaðsmögu
leika. Skorti allt slíkt sam-
ræmi, þá getur svo farið að
allar framfarirnar og kostn-
aðurinn sem í þær er lagður
verði að engu og valdi bæði
heimamönnum sem öðrum
þjóðum stórfelldu tjóni.
Kópavogur
Aðgöngumiðar að Þorrablóti Sjálfstæðis-
félaganna, sem verður laugardag. 11. J».m.
verða afhentir að Melgerði 1, í kvöld kl.
8,30—11 e.h.
Skemmtinefndin
Skrifsfofuhúsnæði
óskast í miðbænum 25—40 ferm. — Þarf að vera
á götuhæð. — Tilboð merkt: „Skrifstofuafgreiðsla
—1459“, sendist afgr. Mbl. fyrir mánudag.
LaxveiÓi
Stangaveiðifélag Keflavíkurflugvallar
óskar eftir að taka á leigu laxveiðiá eða hluta úr
laxveiðiá næsta sumar eða í lengri tíma. — Upplýs-
ingar í Reykjavík í síma 14495, eftir kl. 7 á virkum
dögum og eftir hádegi á helgum. — Fyrirspurnir
má einnig senda til félagsins í pósthólf 94 í póst-
hús Keflavíkurflugvallar.
Málflutninsrsskrifstofa
JÓN N. SIGURÐSSON
hæstaréttarlögmaður
r.augav«gi 10, — Sími: 14934
Malflutningsskrifstofa
PÁLL S. PÁLSSON
flæstaréttarlögmaður
dankastræti 7. — Sími 24-20H
íbúð óskast
Mig vantar 4ra til 5 herb. íbúð til leigu nú þegar
eða fyrir 14. maí.
HELGI HJARTARSON, símar 14361 eða 37578
GISLAVED
SNJÓDEKK
560x13
590x13
640x13
590x14
750x14
560x15
590x15
670x15
760x15
BlLABÚO sls