Morgunblaðið - 10.02.1961, Síða 11

Morgunblaðið - 10.02.1961, Síða 11
Föstudagur 10. febrúar 1961 MORCVNBLAÐIÐ 11 Prófessor Ólafur Minriingarorð PRÓFESSOR Ólafur Lárusson andaðist fyrir réttri viku, hinn 3. febr. sl., eftir skamma sjúk- dómslegu. Með honum er geng- inn einn hinn merkasti vísinda- maður, er þjóð vor hefir alið, og einn hinn virtasti landi vor innan lands og utan. I. Frófessor Ólafur Lárusson var fæddur í Selárdal í Barða- etrandarsýslu hinn 25. febrúar 1885 og var því vant þriggja vikna á 76 ára aldur. Foreldrar hans voru prestshjónin þar, frú Ólafía Ólafsdóttir og síra Lárus Benediktsson. Standa að honum kunnar ættir á báða vegu. Ólafía móðir hans var dóttir síra Ólafs Pálssonar, dómkirkju- prests, síðast prófasts á Mel- stað, en kona síra Ólafs var Guðrún Ólafsdóttir Stephensen, dóttir Ólafs jústizráðs Stephen- sens Magnússonar dómstjóra. Var prófessor Ólafur því fjórði maður frá Magnúsi dómstjóra, sem var langmerkasti lagamað- ur sinnar tíðar og mikilvirkur rithöfundur í lögfræði og sagn- fræði, en fimmti maður var hann á tvo vegu frá Ólafi stift- amtmanni Stefánssyni Og sjötti maður frá Magnúsi amtmanni Gíslasyni. Hann var og fjórði maður frá síra Þorvaldi Böðv- arssyni og fimmti maður frá síra Jóni Steingrímssyni. í föð- urætt var próf. Ólafur af hinni kunnu Kjarnaætt, og var hann þriðji maður frá Þórði Pálssyni á Kjarna. Ennfremur var hann í föðurætt af hinni kunnu Hrappsey j arætt. Ólafur lauk stúdentsprófi 1905, og átti hann því 55 ára stúd- entsafmæli sl. vor. Urðu þeir stúdentar 17 saman, og lifa nú þrír þeirra. Ólafur stundaði nám í náttúrufræði við Kaup- mannahafnarháskóla á árunum 1905—1908, en hvarf þá frá námi. Var hann alla stund mik- ill áhugamaður um þá fræði- grein og mjög vel að sér í ýms- um greinum hennar. Haustið 1908 settist hann í lagaskólann og var í fyrsta nemendahópn- um, sem sótti þann skóla. Flutt- ist hann með lagaskólanum í háskólann, er hann var stofn- aður, og var hann í hópi fyrstu kandídatanna, sem brautskráðir voru úr háskólanum vorið 1912. Urðu þeir fjórir lögfræðikandí- datar saman, og var brautskrán- ing þeirra merkisviðburður í sögu íslenzkrar lögfræðingastétt- ar. Gerðist Ólafur nú um skeið málflutningsmaður, en jafnframt stundaði hann störf hjá borgar- stjóranum í Reykjavik, og var um stund settur borgarstjóri. Vera má, að rekja megi að ein- hverju leyti hinn mikla áhuga hans og þekkingu á sögu Reykja víkur og nágrennis til þess tíma, en vist er, að hann var einn margfróðasti og gagnfróð- asti maður um sögu Reykjavík- ur og raunar landnáms Ingólfs. II. Ævistarf sitt vann prófessor ólafur mestmegnis við háskól- ann. Hann tengdist háskólanum þegar 1915 og var þá settur prófessor til 1917 í ráðherratíð Einars Arnórssonar. Síðan kom hann að nýju að háskólanum, er prófessor Jón Kristjánsson andaðist í nóv. 1918. Gegndi hann upp frá því prófessors- embætti óslitið allt til 1955, er hann hvarf frá starfi vegna ákvæða laga um aldurshámark opinberra starfsmanna. Eftir það kenndi hann þó réttarsögu í einn vetur. Telst mér til, að hann hafi starfað allra manna lengst sem prófessor við háskól- ann, eða í full 38 ár. Jafnframt má benda á, að hann er eini prófessorinn í lögfræði, sem horfið hefir frá embætti aldurs vegna. Vann hann háskólanum allt það, er hann mátti, og stóð dyggan vörð um sæmd skólans og rétt í hvívetna. Prófessor Ólafur Lárusson á fleiri nemendur í hópi íslenzkra lögfræðinga en nokkur annar maður. Brautskráðir kandídatar í kennaratíð hans eru nærfellt 360, en alls hafa 428 kandídatar í lögfræði lokið embættisprófi hér frá stofnun háskólans. Eftir að próf. Ólafur hvarf frá kenn- arastarfi sínu, hafa lokið prófi 48 kandídatar, en þeir eru þó flestir nemendur hans að nokkru. Má því heita, að hann sé kennari allra starfandi lög- fræðinga landsins, heillar aka- demískrar stéttar, og eru slíks engin dæmi önnur um akadem- íska stétt, jafnvel ekki hér á landi, hvað þá í grannlöndun- um. Orkar ekki tvímælis, að próf. Ólafur hefir mótað ís- lenzka lögfræðinga í ríkara mæli en nokkur máður annar. Hafa íslenzkir lögfræðingar enda iðulega sýnt, hversu mik- ils þeir virða hann. Á merkum afmælum hans hafa þeir ávallt stofnað til samsæta honum til sæmdar. Þeir gáfu út afmælis- rit, sem helgað var honum, á sjötugsafmæli hans 1955, og hann er eini heiðursfélagi Lög- fræðingafélags íslands. Naut hann sín ávallt vel í hópi nem- enda sinna, og vissulega þótti oss vænt um að hafa hann meðal vor. Innan Háskóla íslands hefir próf. Ólafur notið mikillar virð- ingar samkennara sinna. Hafá þeir t. d. falið honum rektors- embætti þrívegis, 1921—22, 1931—32 og 1945—48, "Og hann var um árabil formaður stjórn- ar happdrættis háskólans. Yfir- leitt var hann mjög sóttur að ráðum í málefnum háskólans, og voru tillögur hans ávallt mikils- metnar. Prófessor Ólafur gegndi oft störfum varadómara og setu- dómara í Hæstarétti, og hefir hann oftar verið nefndur til þeirra starfa en nokkur annar. Var hann og um hríð settur hæstaréttardómari, á árabilinu 1923—26 og síðan 1930—32 og 1933—34. Hann átti um langt árabil sæti í merkjadómi Reykjavíkur. Eru > dómstörf merkur þáttur í starfi hans, þótt ekki verði frekar um þau fjallað hér. Hann hefir og starf- að mjög að samningu lagafrum- varpa, og haft með því heilla- vænleg áhrif á íslenzka lög- gjöf. Prófessor Ólafur Lárusson hef- ir starfað mikið í ýmsum félög- um og gegnt þar trúnaðarstörf- um. Hann var meðal stofnenda Vísindafélags íslendinga 1. dés. 1918 og var forseti þess 1944— 47, í stjórn Hins íslenzka forn- leifafélags hefir hann átt sæti í nærfellt 40 ár, og hann hefir setið í stjórn Hins íslenzka fornritafélags frá stofnun þess 1928. Þá hefir hann átt sæti í stjórn Sögufélagsins, í stjóm Hins íslenzka bókmenntafélags og Ferðafélags íslands. í Frí- múrarareglunni hefir hann og unnið mikið starf. Honum hef- ir verið sýnd margs konar sæmd vegna vísindastarfa sinna. Árið 1945 kjöri heimspekideild Háskóla íslands hann heiðurs- doktor í heimspeki, og árið 1946 sæmdi háskólinn í Ósló hann doktorsnafnbót í lögfræði, og hið sama gerði háskólinn í Helsingfors árið 1955. Ennfrem- ur sæmdi laga- og viðskipta- deild Háskóla Islands hann doktorsnafnbót í lögfræði árið 1958. Þá hefir hann verið kjör- inn heiðursfélagi í ýmsum er- lendum vísindafélögum, þar á Lárusson meðal Vísindafélagi Norðmanna, og heiðursfélagi var hann í lög- fræðingafélagi Finna. Á 75 ára afmæli hans í febr. sl. var hann særridur æðsta tignar- merki þjóðarinnar. Hafa fáum íslendingum hlotnazt slíkar sæmdir, og vita þó allir, sem um það eru dómbærir, að allt er það að verðleikum. Sóttist hann og persónulega aldrei eft- ir neinni upjfhefð — slíkt var víðs fjarri honum. III. Kennslustörf sín stundaði próf. Ólafur af einstakri alúð og kostgæfni, og var kennsla hans öll svo yönduð sem bezt varð á kosið. Kennslulag hans einkenndist fyrst og fremst af einstökum skýrleika. Hann hafði fágæta hæfileika til að lýsa efni, sem var tyrfið og strembið í kennslubókum á þá lund, að það lægi ljóst fyrir. Annað auðkenni á kennslu hans var hin ríka hneigð hans og hæfi- leiki til að skilja sundur aðal- atriði hvers máls og aukaatriði. Hann lagði sig ekki í fram- króka um að gagnrýna skoðanir kennslubókahöfunda, en þegar hann gerði það, var gagnrýnin markvís og sannfærandi. Hann hikaði ekki heldur við að ganga í berhögg við dóma, þótt gagnrýni hans á þeim væri ávallt hófsamleg. Okkur nem- endum hans var það ljóst, að kennarinn hafði gagnhugsað hvert það atriði, sem reifað var, og hafði brotið það til mergjar, hversu hagfelldast væri að skýra það fyrir mönnum, sem kunnu lítt til laga. Það er ómetanlegt lán að hafa notið slíkrar afburðakennslu. Fyrir okkur nemendur hans skipti hitt og ekki minna máli, að ut- an kennslustunda nutum við oft handleiðslu harrs og hollráða. Margir nemendur hans hafa og átt hann að trúnaðarmanni og ráðgjafa löngu eftir að skólavist lauk. Ætla ég, að svo náin tengsl milli kennara og nem- enda séu fágæt. IV. Prófessor Ólafur Lárusson hefir verið mikill afkastamaður um ritstörf. í afmælisriti hans frá 1955 er skrá um flest rit hans og ritgerðir. Eftir að sú skrá var gerð birtist m. a. eftir hann rannsókn hans á manna- nöfnum í manntalinu frá 1703 og ritið Lov og ting, sem hefir að geyma nokkrar veigamiklar ritgerðir hans í norskri þýð- ingu. Sýnir sú skrá ljóslega, hve fjölgáfaður hann var og hversu fjölbreytt rannsóknar- efni hans voru. Rit hans eru einkum á sviði lögfræði, þar á meðal réttar- sögu, sagnfræði og mannfræði. Um rit hans í sagnfræði og mannfræði hefir heimspeki- deild Háskóla íslands kveð- ið upp ótvíræðan dóm, er hún sæmdi hann doktorsnafn- bót í heimspeki. Segir m. a. svo í formála deildarinnar fyrir sem raun ber vitni milli þess* doktorskjöri: „Allar rannsóknir ^ ara tveggja fræðigreina og auðg- hans bera vitni um frábæra aði með því báðar. þekkingu, vandvirkni og glögg- skyggni á stór atriði sem smá“. Munu þess fá dæmi, að prófess- or í lögfræði vinni sér til slíkr- ar sæmdar með verkum sínum í annarri fræðigrein. Rit og ritgerðir próf. Ólafs í lögfræði eru flestar á vettvangi > fjármunaréttar og réttarsögu, en þó eru til ritgerðir eftir bann ( um almenn lagaleg efni, þ. á m. ritgerð hans í Vöku um lögbók íslendinga, þar sem hann hvetur til þess, að íslend- ingar setji sér lögbók. Höfuðrit hans í fjármunarétti eru Fyrir- lestrar í eignarétti, Kaflar úr kröfurétti, Víxlar og tékkar og Sjóréttur, en auk þess hefir hann ritað margar ritgerðir um einstök, afmörkuð verkefni í þessari grein. I ritum um fjár- munarétt kemur glöggt fram frjálslyndi hans og félags- hyggja. Hann hafnar í ritum sínum gersamlega' hinni svo- nefndu konstruktivu lögfræði —■ hugtakalögfræðinni. í ritum hans gætir mjög félagslegra og hagrænna sjónarmiða og við- horfa, svo og tillitsins til þess, sem sanngjamt er og eðlilegt um samskipti manna. í réttarsögu ritaði próf. Ól- afur tvær bækur, Grágás og lögbækurnar, sem er fylgirit með árbók háskólans 1921—22 og svo kennslubókina Yfirlit yfir íslenzka réttarsögu. Þessi rit bæði eru reist á mjög víð- tækum og traustum rannsókn- um, og er mér kunnugt um, að þeir menn, sem reynt hafa eft- irleit á slóðum þessara rita, hafa ekki hlotið mikla eftir- tekju. Því miður nær yfirlits- rit hans um réttarsögu aðeins yfir brot úr íslenzkri réttarsögu. Enginn maður hefði þó verið honum færari til að rita slíkt yfirlitsrit, jafn fjölfróður og glöggskyggn og harín var um það efni, hvar sem niður var gripið. Dugir nú ekki um að sakast, en vissulega er fordæmi hans, elja og kostgæfni við vís- indaleg vinnubrögð, yngri mönn- um hvöt til að takast á við þetta meginverkefni, sem nú bíður úrlausnar. Bót er þó í máli, að próf. Ólafur hefir skrifað margar og merkar rit- gerðir um einstök rannsóknar- efni í íslenzkri réttarsögu. Er þeim ritgerðum hans, svo og ýmsum ritgerðum í fjármuna- rétti, safnað saman í eina heild, í ritgerðasafni hans, Lögum og sögu, er Lögfræðingafélag Is- lands gaf út 1958, og kom það rit út sama dag og laga- og viðskiptadeild sæmdi hann doktorsnafnbót, 25. okt. það ár. Öll ritverk prófessors Ólafs í lögfræði og réttarsögu eru geysivönduð. Þau auðkennast af skýrleik í framsetningu, sem aldrei skeikar, skarpskyggni, traustri dómgreind og hófsemi í ályktunum. Þau eru reist á rannsóknum, sem eru svo vand- aðar og traustar, að oftast sýn- ist ógerlegt að bæta um eða hnekkja. Ritin lýsa miklum lærdómi höfundar og jafnframt fágætri vísindalegri vandvirkni og hugkvæmni. Málfar hans var vandað og meitlað, laust við tyrfni og tildur, og yfir allri framsetningunni er einstök heiðríkja. Hér verður ekki vikið að rit- störfum hans í sagnfræði og mannfræði. A hitt skal bent, að hann var skiptur milli Iögfræði og sagnfræði, og þó jafnvígur á báðar. Get ég þessa fyrir þá sök, að engan mann hefi ég þekkt, sem var jafn heilsteypt- ur persónuleiki sem hann og fjarri því að vera „stykkevis og delt“, svo að hermd séu um- mæli Brands. En hér er þess að gæta, að próf. Ólafur rakti rétt- inn til menningarsögulegra róta, og frá því sjónarmiði renna lög og saga í einn farveg. Fyrir ís- lenzka vísindastarfsemi í heild sinni, hygg ég, að það hafi ver- ið lán, að hann skipti sér svo V. Svo ágætur, sem Ólafur Lár* usson er af verkum sínum, er hins ekki síður að geta, að per- sónuleiki hans var ógleymanleg- ur öllum þeim, sem ai honum höfðu kynni. Harín var mann- kostamaður, strangur á ytra borðinu, en allra manna mild- astur og mannúðlegastur, er á reyndi, réttlátur og réttdæmur í mati sínu á mönnum og mál- efnum, vinfastur og trygglynd- ur, vitur og velviljaður. Hann var mikill jafnvægismaður, og hvíldi yfir honum ró og festa. Hann var maður hógvær og Iaus við yfirlæti. Hann var að eðlisfari dulur, fáskiptinn nokk- uð og hlédrægur, en hann naut sín þó vel á mannfundum og lék þá oft á als oddi. Hapn kunni ógrynni af sögum Um kímileg atvik og var. mikill húmoristi. Hann var ljúfmenni í dagfari sínu og eindæma bam- góður. Þar sem hann var, fór saman „vitsins, andans og hjart- ans menning“. Prófessor Ólafur Lárusson var hamingjumaður í lífi sínu. Vís- indalegur orðstír hans er slik- ur, að hann má telja einn mesta afburðamann þjóðar vorrar. Hann eignaðist ágæta konu, Sigríði Magnúsdóttur, og voru þau í hjúskap í 30 ár. Var svo kært með þeim hjónum, að fá- gætt mun vera. Heimili þeirra var mikið menningarheimili, sem sérstæður þokki hvíldi yf- ir. Frú Sigríður andaðist árið 1952, og var hún honum harm- dauði. Þau voru barplaus, en margir ættingjar þeirra dvöld- ust með þeim hjónum, ekki sízt, meðan þeir voru á námsbraut. Eiga margir, þ. á m. nemendur prófessors Ólafs, kærar minn- ingar frá heimili þeirra, sem seint mun fyrnast yfir. VI. Á norræna lögfræðingamót- inu, sem haldið var hér í Reykjavík í ágúst í sumar, flutti prófessor Ólafur Lárus- son erindi í hátíðasal háskólans um nokkra þætti í félagsmála- löggjöf Grágásar. Var það síð- asta erindið, sem hann flutti opinberlega, og sennilega síð- asta ritverk, sem hann samdi um fræðilegt efni. Þeim, sem viðstaddir voru, mun seint líða úr minni þau sérstæðu hughrif, sem flutningur erindisins vakti þeim. Hér var einn mesti réttar- sögufræðingur Norðurlanda að skýra fyrir frændum vorum það, sem merkast var í hinni fomu löggjöf vorri — einu mesta menningarafreki nor- rænna manna. Þytur sögunnar lék um oss. Hér fjallaði lög- lærðasti maður vor fslendinga um lög þjóðveldisaldar — minntí. það ekki á lögsöguna og lögsögumanninn, sem að jafnaði var meðal lögfróðustu manna landsins? Vér höfðum og á vitundinni, að þetta væri síð- asta erindið, er hann flytti osa — fræðileg kveðjuorð hins aldna vísindamanns. Felur ekki val hans á verkefni sínu í sér brýningu til vor um að taka upp þráðinn, þar sem hann féll niður — að leiða íslenzka rétt- arsögu til þess öndvegis, sem henni hefði átt að vera búið fyrir löngu, með stofnun sér- staks prófessorsembættis í þeirri grein. íslenzk lögfræðingastétt þakk- ar í dag leiðsöguna og blessar minningu prófessors Ólafs Lár- ussonar. Háskóli íslands þakk- ar tryggðina og ómetanleg störf, sem verið hafa skólanum til sæmdar. íslenzk þjóð á á bak að sjá einum sinna beztu sona. Ármann Snævarr. t Þegar Ólafur Lárusson andað- ist, féll í valinn Nestor íslenzkra lögfræðinga og án efa einn hinna mestu lögfræðinga þessa landa Framhald á bLí. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.