Morgunblaðið - 10.02.1961, Síða 13

Morgunblaðið - 10.02.1961, Síða 13
12 MORGUNBLAÐIÐ Fðstudagur 10. februar 1961 Föstudagur 10. febrúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 .inttMiiMfr Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Símj 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SAMEIGINLEG BARÁTTA // CJíðastl. miðvikudag birti^ Tíminn, aðalmálgagn Framsóknarflokksins, frétt um það, að á fundi verka- lýðsmálanefndar Framsókn- arflokksins fyrra laugardag, hefðu nefndarmenn lagt fram nokkra fjárhæð til allsherjarsöfnunar þeirrar, sem Alþýðusamband íslands gengst fyrir til styrktar verkamönnum í Vestmanna- eyjum, og vegna hinnar al- mennu kjarabaráttu sem framundan er. Sagði Tíminn, að verkalýðsnefndin vildi með þessu vekja áhuga laun- þega og undirstrika á þann hátt, að hér væri um sam- eiginlega hagsmuni að ræða, sameiginlega baráttu laun- þega í landinu fyrir bættum kjörum. Vænti nefndin þess að sem flestir launþegar sæu sér fært að láta nokk- urt fé af hendi rakna í þessu skyni. Hvað felst nú í þessari yfirlýsirigu? Hvorki meira né minna en það, að Framsóknarflokkur- inn hefur tekið ákvörðun um það að standa í einu og öllu við hlið kommúnista í því niðurrifsstarfi, sem þeir nú hafa hafið, og þeirri styrjöld, sem þeir hafa lýst yfir á hendur framleiðslunni í land inu. Eftir þetta veit alþjóð, að um er að ræða „sameigin- lega baráttu" Framsóknar- manna og kommúnista fyrir nýju kapphlaupi milli kaup- gjalds og verðlags, fyrir nýrri verðbólguöldu, fyrir nýrri gengisfellingu íslenzkr- ar krónu. í raun og veru boðar þessi ýfirlýsing jafnframt full- kominn samruna Framsókn- arflokksins og kommúnista- flokksins. Hvað segja nú íslenzkir bændur og forystumenn sam vinnufélaganna um þessa ráðabreytni forystumanna Framsóknarflokksins ? Sá stjórnmálaflokkur, sem hingað til hefur fyrst og fremst talið sig vera flokk framleiðenda í sveitum landsins og eina verndara samvinnufélaganna, sem ann ast dreifingu á vörum bænd- anna, hvetur nú almenning í landinu til þess að leggja fram fé til þess að koma framleiðslunni til sjávar og sveita á vonarvöl! Þetta atferli Framsóknar- manna sýnir betur en nokk- uð annað, hversu sturluð og ábyrgðarlaus stjórnarand- staða þeirra er og hversu gersamlega þeir eru hlaupn- ir yfir á snæri kommúnista. VERKFALLIÐ I EYJUM A Imenningur í Vestmanna- eyjum er að vonum orð- inn mjög uggandi út af hinni langvarandi stöðvun atvinnulífsins þar. — Þegar menn leita að lausn deilunn- ar, er eðlilegast að byrja á að gera sér grein fyrir or- sökum hennar, en þær eru í stuttu máli á þessa leið: Framan af vetri urðu mikl ir flokkadrættir innan komm únistaflokksins um það, hvernig heppilegast væri að koma á stöðvun atvinnulífs- ins. Lúðvík Jósefssyni tókst þá að telja flokksmönnum sínum trú um, að hann nyti slíkra vinsælda meðal út- vegsmanna, að hann mundi á fundi þeirra í desember- mánuði geta komið því til leiðar að þeir stöðvuðu flot- ann og krefðust nýs uppbóta kerfis. Ríkisstjórnin hafði lýst skýlaust yfir, að hún mundi aldrei fallast á nýjar uppbætur og þannig .bjóst Lúðvík við að flotinn yrði stöðvaður um ófyrirsjáanleg- an tíma. Karl Guðjónsson fylgdi Lúðvík í þessu máli eins og yfirleitt öllum öðr- um. —• Niðurstaðan varð sú, sem allir vita, að útvegsmenn höfnuðu leiðsögn Lúðvíks. Hann og hans flokkur hafði þá margundirstrikað, að hag ur útgerðar- og vinnslu- stöðva væri með þeim hætti, að skattleggja yrði almenn- ing til að styrkja þennan atvinnuveg. Af því leiddi svo aftur að erfitt var að snúa við blaðinu og segja, að sjáv arútvegurinn gæti greitt hærri laun og þess vegna væri hægt að efna til verk- falla. Eftir ósigra Lúðvíks varð hann fyrir mjög miklu að- kasti innan flokks síns og aðrir menn hófust þar til áhrifa. Ákallaði hann þá fylgismenn sína að reyna að koma éinhvers staðar af stað verkfalli til að afsanna þá kenningu flokksbræðra sinna að hann hefði eyðilagt alla kaupkröfupólitík. —• Enginn varð hinsvegar við þessum bænum Lúðvíks nema hinn pólitíski einkavinur hans, Karl Guðjónsson. Þarna er orsaka deilunnar að leita, og hún leysist ekki fyrr en verkamenn taka ráð- in af þeirri klíku, sem Karl Guðjónsson stjórnar og gera sér grein fyrir því að þeir Með Jens Hansen STÖKU sinnum sjá íbú- arnir umhverfis Reykja- víkurflugvöll dökkmálað- ar og hálf þunglamaleg- ar hervélar með langan hala koma lágt inn yfir flugbrautina, sem liggur upp að Öskjuhlíðinni. — Þær lenda ekki, heldur hækka flugið og hverfa jafnsnögglega og þær koma. Þessar flugvélar eru úr varnarliðinu. Þeg- ar þær fljúga yfir Reykja víkurflugvöll eru áhafnir eru leiksoppar valdabröltsins innan kommúflistaflokksins. ALLIR Á MÓTI VERÐBÖLGU Ckrif Þjóðviljans þessa dag- ^ ana eru býsna skemmti- leg. í 5 dálka forsíðufrétt blaðsins í gær er um það rætt, að ákveðnir menn inn- an Sjálfstæðisflokksins krefj ist verðbólgu. Þessi fullyrð- ing er svo aftur notuð til árása á ríkisstjórnina fyrir það að standa gegn verð- bólguþróun. Við vitum nú að vísu ekki um, að einhverjir Sjálfstæðis menn heimti verðbólgu að nýju. En látum það liggja á milli hluta. Hitt virðist liggja nokkuð beint við, að við för- um að verða samherjar hér á Morgunblaðinu og þeir við Þjóðviljann. —• Mbl. styður sem sagt ríkisstjórnina og hún hefur marglýst því yfir, þannig að engum fær dulizt, að fyrsta og síðasta boðorðið sé, að hindra verðbólgu og koma í veg fyrir frekari skerðingu krónunnar. Þess vegna erum við mót- fallnir pólitískum verkföll- um, sem miða að því að koma af stað nýrri verð- bólguskriðu, sem óhjákvæmi- lega hefði annað tveggja í för með sér, samdrátt og at- vinnuleysi eða þá nýja geng- isfellingu. Hins vegar mun- um við krefjast þess, að verkalýður og launþegar fái réttláta hlutdeild í þeirri framleiðsluaukningu, sem ör- ugglega fylgir í kjölfar bætts efnahagsskipulags og höfum raunar bent á leiðir, sem þegar væri hægt að fara til þess að ná raunverulegum kjarabótum. Þjóðviljinn lýsir því nú yf- ir, að hann sé mótfallinn því að koma af stað nýrri verð- bólguþróun. Hann segist líka berjast fyrir bættum kjörum launþega. Er því ekki annað sýnna en að hann geti stutt stefnu ríkisstjórnarinnar ná- kvæmlega á sama veg og Morgunblaðið gerir. vélanna að æfa aðflug eftir radíóvitum, því lok- ist Keflavíkurflugvöllur vegna veðurs meðan vél- arnar eru á flugi verða þær að leita til Reykja- víkur — og flugmenn- irnir þurfa þá að þekkja öll aðflugsskilyrði hér. Neptune, heita þessar vél. ar, og eru úr flugdeild bandaríska flotans. Þetta eru óvopnaðar vélar, en engu að síður vel útbúnar. Verkefni þeirra er sem sagt að fylgjast með ferðum rúss neskra kafbáta á stóru haf- svæði umhverfis landið, en jafnframt gegna þær því þýðingarmikla hlutverki að hafa gát á ísnum, sém rek- ur súður með austurströnd Grænlands og vara sæfar- endur við, ef stórir borgar- ísjakar eða ísbreiður nálg- ast siglingaleiðir. Þannig er ísbreiðan meðfram allri Grænlandsströnd kortlögð reglulega tvisvar í viku og allar upplýsingar sendar við komandi alþjóðlegum stofn unum, sem annast öryggis- mál sjófarenda. Meginhlutverk Neptune er, eins og fyrr segir, að fylgjast með rússnesku kaf- bátunum, sem eiga tíðar ferðir fram með ströndum íslahds, Það er ekkert nýxt, að sMkar könnunarvélar hafi aðsetur hér á landi. Fyrsta könnunarsveitin þeirr ar tegundar kom hingað 6. ágúst 1941 — og það voru Katalínubátar, vel vopnað- ir og skeinuhættir þýzku kafbátunum. Katalínurnar reyndust mjög mikilvægar til verndar stkipalestunum, sem sigldu meðfram íslandi áleiðis til Murmansk — eða þaðan vestur á bóginn. Að styrjöldinni lokinni var þessu könnunarflugi hætt, en það hófst aftur skömmu eftir að Varnarlið- ið kom hingað eftir að Kór- eustríðið skall á. Nú er þessi starfsemi orðin geysimikil- vægur þáttur í vörnum og viðvörunarkerfi Atlantshafs bandalagsins. Neptune-vélar fljúga í könnunarferðir að nóttu sem degi, frá miklum fjölda bækistöðva beggja vegna hafsins og hér á ís- landi hafa þær stöðvar svo til miðja vegu milli strand- lengjanna í austri og vestri. Þessi þáttur varnarstarf- semi Atlantshafsbandalags. ins verður mikilvægari með hverju árinu sem líður. Það gildir hið sama um hertækn- ina á sjó og í lofti. Venju- legar flugvélar, jafnvel hrað fleygustu þotur, eru að verða úreltar til beinna hern aðaraðgerða. Flugskeytin taka við. Þróunin er hin sama á sjónum. Gildi ofan- sjávarflotans rýrnar ár frá ári — og kafbátarnir taka við. Það er ekki út í bláinn, að Rússar hafa á undanförn- um árum lagt þvílikt ofur- kapp á smíði kafbáta, að þeir eiga nú stærsta kafbáta- flota sem sögur fara af, a. m. k. 450 að því er leynlþjón í könnunarflugi á Neptune Commander Jens Hansen usta Vesturveldanna upplýs- ir. Það er deginum ljósara, að kafbátar eru ekki fram- leiddir svo hundruðum skipt ir - í friðsamlegum tilgangi. En Vesturveldin áttuðu sig ekki í tima á fyrirætlunum kommúnista. í „logninu“ sem varð eftir síðari heims- styrjöldina tóku Vesturveld. in að afvopnast samtímis og Rússar hertu enn hergagna- framleiðslu sína. Vesturveld in eiga að vísu mikinn fjölda kafbáta nú orðið, en samt ekki nema lítinn flota miðað við þann rússneska. —•— Kjarnorkukafbátarnir — mynda vafalaust sjóher fram tíðarinnar. Þeir geta verið í kafi mánuðum saman, geta kafað dýpra en hinir gömlu og náð langtum meiri hraða í kafi en „venjulegu" bát- arnir. I styrjöld er hlutverk kjarnorkukafbátanna allt annað en hinna þýzku í heimsstyrjöldinni. Kjarn. orkukafbátamir eru ekki ætlaðir til að elta uppi skip á úthöfunum og granda. Þeir eru bún- ir fjarstýrðum flugskeytum, geta jafnvel skotið skeytun- um úr kafi — og lagt heilar borgir í rúst í einu skoti. Kjarnorkubáturinn getur því orðið miklu hættulegri en flugskeytastöðvar á landi. Enginn veit fyrirfram hvar kafbátarnir skjóta upp koll- inum. Víst er talið, að Rússar eigi rrú þegar einn eða fleiri kjarnorkubáta, enda þótt enginn hafi enn sem komið er sést á höfunum. Banda- ríkjamenn eiga þegar lið- lega 10 slíka, en áætiað er, að þeir þurfi 90 til þess að verða jafnokar Rússa Víð- tækar áætlanir hafa þegar verið gerðar til að flýta smíði bátanna, enda eru bandarisku kjarnorkubát- arnir með Polaris-flugskeyt in nú taldir einna öflugasta vopn Vesturveldanna. —•— Það er því sjálfsagt og eðlilegt fyrir Atlantshafs- bandalagið að fylgjast sem bezt með ferðum rússnesku kafbátanna. Jafnan er urm- ull af þeim í Atlantshafi og þar sem vitað er, að Rússar eiga a. m. k. 450 kafbáta, eins og fyrr greinir, má gjarn an minnast þess, að Þjóð- verjar áttu ekki nema fá- eina tugi báta, þegar þeir létu sem mest að sér kveða á styrjaldarárunum. ' Rússnesku kafbátarnir í Atlantshafi hafa flestir stöðvar í höfnum norður- strandar Rússlands, við Bar- entshaf — svo og við Eystra- salt. Enginn vafi þykir leika á því, að leið kafbátanna úr Barentshafi suður að austur strönd Bandaríkjanna ligg- ur um sundið milli íslands og Grænlands. Þess vegna er varðstaða á íslandi mikil- vægt fyrir varnarkerfi alls Atlantshafsbandalagsins. Hvað allan útbúnað snert- ir eiga Neptune-vélarnar, sem annast þetta könnunar- starf, lítið sameiginlegt með Katalínubátunum, sem eltu Myndin var tekin yfir ís- breiðunni við Grænlands- strönd. Ljóskastarinn, sem um getur í greininni, er framan á geyminum á væng- endanum. þýzku kafbátana á styrjald- arárunum. Tækninni hefur fleygt fram á síðustu árum og jafnhliða vaxandi viðvör. unarkerfi Atlantshafsbanda- lagsins vinna skarar vísinda- manna að því að finna upp nýjar aðferðir og ný tæki til að finna hugsanlegan ó- vin, hvort sem hann er í haf- djúpinu eða háloftunum, áður en hann gerir sjálfur vart við sig og lætur vopn. in tala. Neptune er búin öllum fullkomnustu tækjum til kaf bátaleitar og auk þess er flugvélin gamalreynd og traust. — Fyrsta vélin þess- arar gerðar flaug í maí 1945. Liðlega ári síðar flaug sams- konar vél frá Perth í Ástra- líu til Columbus, Ohio, í Bandaríkjunum án viðkomu. Vegalengdin var 17976 km, flugtíminn 55 klst. 17 mín. i— og benzánið, sem hún brenndi á leiðinni, var að þyngd 1,5 sinnum það, sem flugvélin vó tóm. Þetta langflugsmet án viðkomu og án eldsneytistöku í lofti, er enn þann dag í dag gild- andi heimsmet. —•— Á þessum 15 árum hefur Neptune verið endurbætt mjög mikið stig af stigi — og gerðirnar eru nú orðið ekki færri en sjö. Samtals hafa um þúsund Neptune- vélar verið framleiddar og þær eru ekki aðeins í þjón- ustu bandariska flotans, heldur og Hollands, Frakk- lands, Kanada, Ástraliu, Brazilíu, Japans og Argen- tínu. Með aukinni tækni hefur nýjum könnunartækjum stöðugt verið bætt í Neptune og um skeið var svo komið, að hreyflarnir tveir báru vart meira. Þá var tveimur þýstiloftshreyflum, sem hvor um sig gefa 3.600 punda þrýsting, bætt á Nep_ tune. Að jafnaði eru þeir aðeins notáðir í flugtaki, en þegar nauðsyn krefur er gripið til þeirra á flugi. Frá því að þeir eru ræstir og þar til þeir gefa fullt afl iíða aðeins 10 sekúndur. —•— Fréttamanni Mbl. gafst á dögunum tækifæri til að fara með Neptune-vél í könnun- arferð. Að vísu var ætlunin ekki beint að skyggnast um eftir rússneskum kafbátum. Þetta var öllu heldur ískönn unarflug meðfram Græn- landsströnd. Um þessar mundir er það in og heimastöðvar hennar eru í Brunswick, Maine, í Bandaríkjunum. Aðeins helmingur sveitarinnar er hér, hinn helmingurinn hef ur stöðvar á Spáni sem stendur. Commander Jens Hansen er yfirforingi 10. svéitarinnar hér. Hann er danskrar ættar eins og nafn ið bendir til. Báðir afar hans ,.Ef fallhliiin þín opnast ekki — kondu þá og fáðu aðra'4 og ömmur voru danskir inn- flytjendur, settust að í Mic. higan — og þar sleit Han- sen barnsskónum. — Og nú ætla ég loksins að láta verða af því að heim- sækja land feðra mmna, sagði Hansen brosandi, úr því að ég er komina hálfa leið. Eg á mikið af skyld- mennum í Danmörku, en því miður tala ég hvorki né les dönsku. —•— Skrýtið að heita Jens Hansen, en tala ekki dönsku. Synir hans tveir í Bruns- wick heita reyndar líka Hansen og þeir tala heldur ekki dönsku. í 10. flugsveit- inni er mikið af norrænu blóði. Flestir piltanna gætu allt eins verið Vestur-fslend- ingar. — Allmargir eru írsk. ættaðir og einn þeirra sagði brosandi: „Ef þú talar við Bandaríkjamann, sem segir Grikkinn við ratsjána 10. flugsveit bandaríska flot ans, sem annast könnunar- flugið frá stöðvum Atlanz. hafsbandalagsins á íslandi. Þetta er elzta Neptune-sveit Úr nefn flugvélarinnar er gott útsýni þér ekki að fyrra bragði inn- an tveggja mínútna hverrar ættar hann er, þá vill hann leyna þig því, að hann ex ekki íri“. —•— Klukkan sex að morgni er áhöfnin mætt út í flugskýli flotans á Keflavíkurvelli. Menn fara tímanlega á fæt- ur, því góða stund tekur að undirbúa ferðma. Comman- der Hansen ætlar að fljúga með í þessari ferð svo að flugmennirnir eru þrír. Flug stjórinn er Carlson, ljós- hærður, grannvaxinn og myndarlegur piltur, kominn af sænskum og finnskum innflytjendum. Hansen og Carlson bregða sér yfir á veðurstofuna, sem íslend- ingar og Bandaríkjamenn reka í sameiningu. Þar er flugáætlunin tilbúin og Hlynur Sigtryggsson, veður- fræðingur, fer með flug- mönnunum yfir síðasta veð. urkortið. Spáin er ljómandi, sól og blíða meðfram allri Grænlandsströnd, en fer þó heldur versnandi eftir því sem austar dregur. Að svo búnu er gengið endanlega frá flugáætlun Framh. á bls. 15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.