Morgunblaðið - 10.02.1961, Síða 17

Morgunblaðið - 10.02.1961, Síða 17
Föstudagur 10. febrúar 1961 MORCUNBLAÐIÐ 17 — ÓJafur Lárusson Framh. af bls. 11. fyrr og síðar. Embættispróf sitt itók hann á fyrsta ári Háskóla íslands, og leið ekki á löngu, áður en hann varð þar kennari [(settur prófessor 1915—17, skip- aður 1919) og gegndi hann því starfi allt til 1955, er hann lét af embætti af aldurs sökum. Sem ikennari mótaði hann því nálega alla íslenzka lögfræðinga, síðan ■Háskólinn var stofnaður. En Ikennarinn seildist þó út fyrir sitt. þrönga svið, bæði var, að hann vann margvísleg störf í þágu þjóðlífsins í kringum sig, m.a. mikil dómarastörf í Hæstarétti, og þrívegis var hann rektor Há- skólans — og hann vann mikil og mikilsverð fræðistörf í grein sinni. Var hann eigi aðeins kunn- ur hér á landi fyrir þau, heldur og í öðrum löndum; til marks um álit það, sem hann naut þar, er það, að hann var gerður heið- ursdoktor í Ósló 1946, en í Hels- ingfors 1955, auk þess sem hann var að vonum félagi eða heiðurs- félagi í ýmsum erlendum vísinda félögum. Hitt er þó einkennilegra, að Heimspekideild Háskóla íslands gerði hann heiðursdoktor í sín- um fræðum árið 1945. Svo mikils verðar taldi Heimspekideildin rannsóknir hans í íslenzkri sögu, menningarsögu og yfirleitt ís- lenzkum fræðum. Ólafur Lárusson hafði óvenju hreina og fölskvalausa ást á ís- landi, íslenzku þjóðinni og menn ingu hennar. Þessi ást hans kem ur víða fram í hvatningarræðum hans og greinum um íslenzkt þjóðerni og sjálfstæði. En það er einnig ylurinn í öllum ritsmíð- um hans um íslenzk fræði og raunar öllum störfum hans. En menn gæti vel að því, að þessi ást villti honum þó ekki sýn í vísindarannsóknum hans. Þær einkenndust af eftirtakanlegu iraunsæi, um leið og ritsmíðarnar yljuðust af hans heila hug. Eins og Ari fróði forðum daga beindist athygli Ólafs einkum að hinum heildstæðu öflum í sögu jþjóðarinnar og rás þróunarinnar hann ritaði um þjóðfélag og þjóð líf, lög, stofnanir, byggðina og breytingar hennar, trú og þjdS- trú, hann hugði að fjárhag og stéttum. Þegar hann ritaði um ættfærslur, skýrðist það með því, hve ættin var lengi vel mikill jþáttur. Skrá um rit hans og rit- gerðir má finna meðal annars í Afmælisriti hans 1955, í skrám um rit háskólakennara; er Iþví ekki ástæða til upptalningar hér. Nefna má, að tvívegis komu út bækur með úrvali greina eftir hann, hét önnur Byggð og saga, hin Lög og -saga. Hugsa hefði mátt sér líka safn með heitinu „Nöfn og saga“, því að Ólafur rannsakaði mikið bæði manna- nöfn og örnefni — þegar feng- inn var maður til að rita um is- lenzk örnefni í Nordisk kultur, ritsafn það er svo heitir, varð hann fyrir valinu, og síðasta bók frá hans hendi, sem nú er að koma út hjá Bókmenntafélaginu, var um manntalið 1703. Mikið yndi var honum að sjá, hve lítið íslenzk mannanöfn voru þá enn spillt. Gott dæmi um vinnubrögð hans er greinin Úr byggðarsögu íslands (fyrst pr. í Vöku 1929). Að vonum er hér stuðzt við sögu legar heimildir, bæði sögur og skjöl og lög, en auk þess er margt ráðið af staðháttum (Ólaf ur hafði víðtæka 'þekkingu á stað fræði íslands) og ekki sízt er hér stuðzt við yfirgripsmiklar örnefnarannsóknir. Þessi notkun margra fræðigreina einkennir vísindamennsku hans; þar sem ein grein sér getur ' ekki gefið nóga fræðslu eða örugga vissu, geta þær allar saman gert það. Ólafi var jafn sýnt um skiln- íng á meginstraumum og smáat- riðum. Oft var mjög gaman að fylgjast með smárannsóknum hans. Hann rakst einhvers staðar á einkennilegt smáatriði, sem menn höfðu lítt veitt athygli, skeiðað framhjá, eða grunað um að væri markleysa eða innskot. Ólafur lofaði þessu „vitni“ að tala, spurði, hvað í vitnisburðin um fælist, án þess að dæma hann í svip. Síðan fór hann að skyggn ast eftir öðrum vitnisburðum og var furðu athugull og vandvirk- ur í þeirri leit. Að því búnu grófst hann eftir eldri kenning- um eða skýringum; vó síðan allt og mat og felldi sinn dóm. Þann- ig gróf hann úr gleymskunni margan vitnisburð og gaf vís- indunum marga nýjung. Og oft varð þá smáatriðið að lokum vitni um eitthvert meginatriði. Um bókmenntir skrifaði Ólaf ur lítið, en hafði þó miklar mætur á þeim, ekki sízt kvæðum. Til bókmenntasögu má þó telja sumt af ritverkum hans. Nefna má hina einkar skemmtilegu grein Undan Jökli, um Bárðar sögu Snæfellsáss, Egilssögu varð ar ritið Ætt Egils Halldórssonar (1937), Landnámu bækurnar Landnám í Skagafirði (1940) og Landnám á Snæfellsnesi (1945), og mjög mikiisverðar nýjungar til skýringar á Grágás eru í fyrir lestri þeim, er það nafn ber (pr. í Lögum og sögu og víðar). Ánægjulegt' var það, að nú litlu fyrir áramót kom út á norsku úrval ritgerða (,„Lov og ting“) eftir Ólaf í safni þýðinga ís- lenzkra vísindarita, sem Universi tetsforlaget í Ósló hefur hafið út gáfu á. Hefur sú bók án efa glatt hann síðustu daga sevi hans. Eins og þegar var sagt, var Olaf ur Lárusson mikill vitsm'unamað- ur, og kom það jafnt fram í vís- indum hans sem hversdagslífi. Ef hann kunni skil á bókum, þá kunni hann ekki síður skil á mönnum, mannglöggur og fljót ur að sjá, hvað í mönnum bjó. En mest var vert um mannkosti hans. .Hann var í verunni geð- rikur, en stilltur vel, grandvar maður, alvörumaður með fasta lífsstefnu, góðviljaður maður, sem vildi af heilum hug láta gott af sér leiða. Hann lagði það til mála, sem hann vissi bezt, var velviljaður samferðamönnum, og leysti margs manns vandræði. Hlýr var hann og hjálpsamur lærisveinum sínum, svo sem fað- ir væri, og tók hann málstað þeirra, ef á þá var hallað. Hann var vinfastur, langminnugur; ef hann festi tryggð við mann, bil aði vinátta hans aldrei. Þó að hann væri alvörumaður, var hann gleðimaður, þegar svo bar við, og gæddur mikilli kímni gáfu, og má vera, að þess vari þá menn sízt, sem aðeins þekkja rit hans. Ólafur var á efri árum nokkuð veill til heilsu, en vann þó af miklu kappi lengi vel. Mikil sorg var honum, þegar hann missti 1952 konu sína, Sigríði Magnús- dóttur, ágæta konu, sem hann unni af öllum hug, og mun hon- um síðan hafa þótt minna vert um gleði og frægð þessa heims. Þó ritaði hann alla tíð nokkuð, og sálarkröftum hélt hann, þang- að til hann veiktist seint í janúar vegna æðastíflu í höfði og var síðan mikið til milli heims og heljar, unz hann fékk hægt og rólegt andlát morguninn 3. þ.m., á 76. aldursári. Mikill sjónarsviptir er að þess um merkilega persónuleik, mikla vísindamanni og góða og trygga vini. Requiescat in pace. Einar Ól. Sveinsson. t Kveðja frd Orator, fél. laganema f DAG er til moldar borinn dr. jur. & phil. Ólafur Lárusson prófessor. Með honum hverfur af sjónarsviðinu einn helzti for- vígismaður íslenzkra lögvísinda. Prófessor Ólafur Lárusson inn ritaðist í lagaskólann árið 1908 og var einn af fyrstu nemend- um hans. Hann lauk prófi frá Háskóla íslands vorið 1912. Pró- fessor við lagadeildma var hann skipaður árið 1919 og gegndi því starfi til ársins 1955, lengst allra manna, er lög hafa kennt á fs- landi. Tengsl prófessors Ólafs við lagadeildina voru þyí mikil og löng og var hann lærifaðir nær allra þeirra lögfræðinga sem nú eru starfandi. Fæstir og jafnvel engir þeirra, er lög nema nú við Háskóla ís- lands hafa átt þess kost að njóta kennslu prófessors Ólafs Lárus- sonar. Hitt er víst, að allir laga- nemar verða greinilega varir þeirra miklu áhrifa, er hann hefur haft á lagakennslu og laganám. Laganemar minnast hins látna prófessors með þakklæti og virðingu fyrir allt það, sem hann hefur lagt íslenzkum iög- vísindum til af þekkingu sinni og vizku. Minning hans verður bezt varðveitt með því að halda heiðri þær réttarhugmyndir, sem hann hefur átt svo sterkan þátt í að þróa með íslenzkum lögfræðingum. Konkordía I. Stefáns- dóttir — Minning Allir dagar eiga kvöld um síðir, allir dagar strangir eða blíðir. Nokkur dagur ei svo langur er, að eigi hafi kvöld í för með sér. ÞANNIG hóf Valdimar Briem erfiljóð, er hann kvað eftir mann Guðmundur Jónsson bifreiðastj. — Kveðja MIG setti hljóðan, er ég spurði ;hið sviplega fráfall fornvinar míns Guðmundar Jónssonar bif reiðarstjóra að Barmahlíð 1 hér í bæ, hinn 5. þessa mánaðar. Gamlar minningar frá æsku- dögunum austur í Landsveit rifj- uðust upp og um leið var. ég enn einu sinni minntur á það, hve skammt er fótmálið milii lífs og daða. Guðmundur kom hem frá vinnu sinni laust eft- ir miðnætti og lagðist til svefns eftir vel unnið dagsverk. Hann vaknaði eigi aftur af þeim svefni. Guðmundur var fæddur í Hrólfsstaðahelli á Landi, 3. apríl 1900, og voru foreldrar hans Jón Hannesson frá Haukadal á Rangárvöllum og Steinunn Gunn laugsdóttir frá Læk í Hoitum Guðbrandssonar. Þau Jón og Steinunn fluttust litlu siðar að næsta bæ, Húsagarði, hinni fornu landnámsjörð, og bjuggu [þar allajn sinn búskap. Þeim búnaðist vel, voru bæði annál- uð fyrir dugnað og snyrti- mennsku í umgengni utan húss sem innan. Jón var m.a. fræg- ur hleðslumaður og var feng- inn til þess víða um sveitina að hlaða húsveggi, sem vanda þurfti til, háa hlöðuveggi, bæj- argöng og því um líkt, og standa sumar af þeim byggingum enn í dag, en margir tóku hið stíl- fagra byggingarlag Jóns sér til fyrirmyndar. Auk Guðmundar eignuðust Húsagarðshjónin þrjár dætur, Bjarnrúnu, sem dó upp- komin, og Sigurbjörgu og Sigur- laugu, sem eru báðar giftar kon- ur hér í Reykjavík. Næstu tvö árin fyrir ferm- 't inguna var ég snúningadrengur í Hrólfstaðahelli, en þar bjó þá hinn mikli fróðleiksmaður Árni, bróðir Jóns í Húsagarði. Vorum við Guðmundur þá nágrannar, og tókst með okkur vinátta og félagsskapur, enda vorum við á líku reki og gengum í skóla saman. Kom þá þegar í ljós kapp og dugnaður Guðmundar bæði við nám og vinnu, og varla mun hinu eldra fólki hafa getað dul- izt það, að þar óx upp gott mannsefni, sem hann var. Nokkru eftir fermingu tók Guðmundur að leita eftir at- vinnu syðra á þeim tímum árs, sem minnst var að gera heima, stundaði þá sjó á vertíðum og önnur störf þess í milli, en vann heima á búi foreldra sinna á sumrum. Er mér sagt, að nær hafi hann verið tveggja manna maki til sláttar og annarrar hey vinnu. Hinn 22. sept. 1923 gekk hann að eiga eina af efnilegustu ungum stúlkum í heimasveit sinni, Kristínu Lýðsdóttur frá Hjallanesi. Þau fluttust alfarin til Reykjavíkur þá um haustið, reistu þar heimili og þar bjuggu þau síðan. Þegar eftir að Guðmundur settist hér að, gerðist hann sjó- maður og var á togurum í um það bil 15 ár. Reyndist hann þar hinn ötulasti og skiprúm stóðu honum jafnan opin. Er hann hætti sjómennsku, réðst hann í húsabyggingar hér í bænum um skeið og reisti að eigin framtaki þrjú íbúðarhús. Gerði hann þetta á svo hagstæðum tíma, að hann varð stórefnaður. Síðan vann hann um tíma við kjöt- verzlun Hjalta Lýðssonar, mágs síns, en á stríðsárunum gerðist hann atvinnubílstjóri hér i bæ og hafði þann starfa með hönd- um síðan. Hann var einn af stofnendum Borgarbílstöðvarinn ar og í stjórn hennar frá upp- hafi. Guðmundur var maður dulur og fáskiptinn um annarra hagi og dró sig nokkuð í hlé. Engu að síður var hann vinsæll meðal starfsbræðra sinna og naut ó- skoraðs trausts þeirra. Hann var hygginn og ráðdeildarsamur og jafnframt greiðvikinn og hjálp- fús. Þegar fundum okkar bar saman á seinni árum, fann ég fyrir sama góða drenginn, sem ég kynntist í æsku. Þau Guðmundur og Kristín, kona hans, áttu fallegt og vel búið heimili, þar sem góður andi ríkti. Gestrisni þeirra var frá- bær, hvort sem að garði bar skylda eða vandalausa, og áttu þar gamlir sveitungar margir öruggt athvarf, því að tryggð þeirra við æskustöðvamar var ávallt söm og jöfn. Um þetta | voru þau hjón öldungis sam- hent, þótt hlýja og höfðings- lund húsfreyjunnar fengi síður dulizt. Börn þeirra hjóna voru tvö: Björgvin bifreiðastjóri, kvæntur Kristínu Jónsdóttur frá Flateyri, og Bryndís, gift Guðjóni B. Jónssyni skrifstofumanni. Þau eru bæði búsett hér í Reykja- vík. Um leið og ég þakka Guð- mundi gömul og góð kynni, sendi ég ástvinum hans, konu, börnum og öðru venzlafólki inni lega samúðarkveðju frá okkur hjónum og Nínu, dóttur okkar. í dag göngum við á vit góðra minninga. Guðni Jónsson. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögm en.j. Þórshamrj við Templarasund. Samkomnr Frá Guðspekifélaginu Reykjavíkurstúkan heldur fund í kvöld föstud. 10. þ.m. kl. 8,30 á venjulegum stað. Fundar- efni: Hvað er synd? Grétar Fells svarar þeirri spurningu og fleir um. Gesttir velkomnir. Kaffi að lokum. einn, sem lengi hafði verið blindur og átt við vanheiisu að búa. — Mér flaug þetta erindi í hug, er ég frétti lát Konkordíu Stefánsdóttur, sem í dag verður til moldar borin hér í Reykjavík og kvödd hinztu kveðju. Hún var háöidruð orðin. Sjúkdóms- leiðin hafði verið löng og stund- um ströng — og lausnin frá lík- amsfjötrunum vissulega kærkom- in. Konkordía sál. var fædd 13. júní 1876, að Kúfustöðum í Svart- árdal, A.-Húnavatnssýslu, og þar ólst hún upp, en ættir henn- ar kann ég ekki að rekja. Tvít- ug að aldri fluttist hún til Skaga- fjarðar, og fáum árum síðar, eða tuttugu og þriggja ára 'gömul, giftist hún bigurði Björnssyni frá Hofstöðum í Viðvíkursveit. Reistu þau bú á Syðribrekkum í Akrahreppi, en fluttust þaðan að fjórum árum liðnum, árið 1903, að Hofstaðaseli í Víðvíkur- sveit. Þar bjuggu þau rausnar og myndarbúi til ársins 1939, en þá andaðist Sigurður. Þau Kondordía og Sigurður eignuðust eina dóttur, Björgu að nafni, og til hennar fluttist Konkordía sama árið og maður hennar dó, en hún var þá búsett hér í Reykjavík, gift Sigurði Gíslasyni lögregluþjóni, sem mörgum Reykvíkingum er að góðu kunnur — og raunar fleiri landsmönnum, sem komnir eru á efri ár. Hjá dóttur sinni og tengdasyni átti Kondordía nú heimili til ársins 1947, er Sigurð- ur lézt. Arið eftir 1948 varð hún vistmaður á Elliheimilinu Grund og dvaldist þar um fimm ára skeið, en fluttist aftur til dóttur sinnar fyrir tæpum átta árum, og dó á heimili hennar 25. janúar síðastliðinn. Þetta er í örfáum dráttum ævi- saga Kondordíu sálugu, einföld og óbrotin, vistaskiptin ekki mörg eða víða farið. Sjálfsagt er hún í höfuðatriðum æði svip- uð sögu margra kvenna, sem fæddust á síðara helmingi 19. aldar, áður en skóla og breyt- ingatímarnir hófust á Islandi og ungar voTu manni gefnar. Eg gat þess í upphafi máls míns, að Konkordía hefði átt við langvarandi sjúkleik að stríða. Arið 1911 herjaði skæð barna- veiki Skagafjarðarhérað. Barst veiki þessi að Hofstaðaseli og veiktist dóttir hjónanna og fleira heimilisfólk. Hjúkraði húsfreyja sjúklingunum eins og að líkum lætur og lagði á sig vökur og erfiði, en er fólkinu fór að batna, tók hún veikina sjálf, þá sár- þreytt. Hún var þá aðeins tæpra 35 ára gömul, en eftir þessa sjúkdómslegu náði hún aldrei fullri heilsu. Eg kynntist Konkordíu ekki fyrr en hér í Reykjavík á heim- ili dóttur hennar, en þá var hún þrotin mjög að heilsu og kröft- um. En faðir minn heitinn, Jón G. Sigurðarson, sem ólst upp á Skriðulandi í Kolbeinsdal og föðurfrændur mínir þar, höfðu miklar mætur á heimilinu í Hofstaðaseli, og var hin kærasta Frh. a bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.