Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 11
Laugardagur 11. febrúar 1961 MORGUNBLAÐIÐ 11 Árni Árnason trésmíðameist ari Akranesi — Minning HINN ÞRIÐJA þessa mánaðar lést í sjúkrahúsinu á Akranesi fjölhæfur athafnamaður hátt á sjötta ári hins níunda tugar. Ent- ist honum starfsgleðin, athafna- þráin og vianuþrekið vel og lengi. A áttugasta og þriðja ár_ inu stóð hann enn keikur við vinnuvélar sínar og beitti þar isög og hefli, tegldi og smíð- aði borð og skápa og hverskon- ar smíðavarning annan af þeeirri gerð og í þeim stíl er samhæfist kröfum nútímans. Þessi maður var Arni Árnason trésmíðameistari. Árni var fæddur að Ósi í Skilmannahreppi. Voru foreldr- ar hans Árni Árnason húsmaður þar og Sigríður Hansen. Naut hann umsjá foreldranna skamma hríð. Móðir hans lézt er hann var á fjórða ári. Var móðurmissirinn þungt áfall hinum unga syni. En fljótt og vel rættist úr fyrir hon um því hjónin á Efraskarði, Magnús Magnússon bóndi þar og ■kona hans Þórunn Árnadóttir tóku haann í fóstur og gengu honum í foreldra stað og ólu hann upp sem sitt eigið barn. Var Þórunn föðursystir _Árna. Á Efraskarði dvaldist Árni til tvítugsaldurs. Stundaði hann, er honum óx þroski til jöfnum hönd um sjó_ og sveitavinnu eins og þá var títt um unga menn í sveitum. Réri hann á vetrar- vor- og haustvertíðum, en vann að heyöflun á sumrum. Þessu hélt hann áfram fyrstu árin eftir að hann fór frá Efraskarði. En er halla fór undan fæti með útgerð árabáta og skútuöldin rann upp snérist hugur hans að þeirri út- gerð. Hér kom til sögunnar, nýtt verksvið sem heillaði hug ungra manna. Við það að losna úr þeim þröngu skorðum sem érabátaútgerðin bjó sjómönn- um vorum og þau höft, sem með henni voru lögð á stórhug þeirra í sjósúkninni, en geta í þess stað siglt lengra og lengra út á hið breiða og fisksæla haf til aflafanga, óx þeim ásmegmn; enda rann þá upp blómlegt skeið í fiskveiðasögu þjóðar vorrar. Árni stundaði fiskveiðar á skútum um hríð' af miklum dugnaði og fannst mikið til um þá breytingu sem á var orðin. En einhvernvegin var það þð þannig að þótt hann gengi með atorku að fiskveiðum og land- búnaðarstörfum, þá voru þó jafnan innra með honum önn- ur hugðarefni er stóðu hug hans nær. Árni var hagleiksmaður af náttúru og léku þau verk, er I hagleiks kröfðu, í höndum hans. Sú hugsun varð því snemma á- leitin við hann að klýfa til þess þrítugann hamarinn að komast í smíðanám. í því ljósi sá þessi æskumaður framtíðina brosa við sér. Hann venti því sínu kvæði í kross og ákvað að ganga út á smíðabrautina og helga því starfi krafta sína. En áður en að því er vikið þykir mér, sem lín- ur þessar rita, hlýða að geta um enkennilegt atvik sem skeði á öndverðum sjómannsárum Árna Árnasonar. Þegar þetta skeði var Árni ráðinn 1 skiprúm hjá Teiti for- luanni Brynjólfssyni í Bakka- gerði og voru róðrar hafnir. Teitur var kvæntur Guðríði frá Efraskarði Magnúsdóttur, upp- eldissystur og frænku Árna. Um þessar mundir flytur maður tiokkuð við aldur, sem brugðið hafði búi í nágrenni Akraness, búferlum þangað. Þetta var fjöl skyldumaður og atvinnuþurfi. Um aðra atvinnu en sjóróðra var þá ekki að ræða en fullráðið var á öll skip í verstöðinni. Aðkomumaður þessi, sem kunn- ugur var Teiti, kom að máli við hann um þau vandræði sem hon um og fjölskyldu hans voru bú- in af þessum sökum. Yarð þetta til þess að Árni bauðst til, af veglyndi sínu, að standa upp úr skiprúmi fyrir aðkomumanni svo leyst yrði atvinnuþörf hans. Var þetta þegið. Brátt rættist úr fyrir Áma, sem var eftir- sóttur sjómaður, um annað skiprúm. En nokkrum dögum eftir þessi manna skiptj skeður það að skip Teits fórst með aliri áhöfn er það var að koma úr beitifjöru í Hvalfirði. Slík fyrir- bæri sem þessi, eru harla tor- ræð, en að því er til þeirra tek ur hefir það lengi verið almanna rómur að þegar svona ber að, þá skilja_á milli feigs og ófeigs. Þegar Árni Árnason hafði, eins og fyrr greinir, tekið ákvörðun um að snúa sér að smíðanámi, hóf hann námið hjá Guðna Odds- syni trésmíðameistara í Reykja vík. Að námi loknu fluttist hann til Akraness og settist þar að og átti þar heima æ síðaji. Vann hann að smíðunum af miklu kappi og lagði þar margt á gjörfa hönd. Byggði hann fjölda húsa, vann að skipasmíðum þegar þess þurfti við. Um langt skeið vann hann á sumrum a3^ vitabyggingum víðsvegar um land. Með þátttöku sinni í vita- byggingum hefir hann lagt fram margt þarft handtak til þess að lýsa upp ströndina, greiða götu sæfarandans fram hjá boðum og blindskerjum, sem mikil hætta stafar af hvarvetna við strendur lands vors. Árni var hamhleypa til verka og skilaði miklu dags verki. Þegar til lands vors fórn að berast fregnir um nýýja tækni í þessari iðngrein, vélar í stað handverkfæra, sem gerðu hvor- tveggja, að létta erfiði manna og auka stórum afköstin, var Árni mjög næmur fyrir því hvað hér væri á seiði og brann í skinninu af löngun til þess að komast í kynni við þessar nýj- ungar. Varð Árni til þess fyrst- ur manna á Akranesi að kaupa og taka þar í notkun trésmíða- vélar sem hann síðar jók við og endurbætti, því hann fylgdist jafnan vel með þróuninni á því sviði. Síðari árin, er aldurinn færð- ist yfir, vann Árni eingöngu á verkstæði, en lagði niður úti- vinnu við byggingar sem áður hafði verið aðalstarf hans. Árna Árnasonar verðu ávalt minst sem merks brautryðjanda á sviði byggingariðnaðarins á landi voru. Það eftirmæli á hann með réttu skilið. Þeir menn, sem náð hafa háum aldri eins og Árni Árnason, og nú eru að kveðja, mega muna tvenna tímana. Á uppvaxtarár- um þeirra verður vart sagt að sést hafi rofa fyrir þeim degi umbóta og framfara hér á landi, sem nú skín heiður og fagur yfir landi voru. Og minnugir skyldu þeir jafnan vera, sem landið erfa úr höndum þessara manna þess landnámsstarfs, sem ^þeir hafa aif höndum innt á öllum sviðum þjóðlífs vors. Árni Árnason var greindur maður og gætinn. Á þeim grunni reisti hann stórhug sinn og fram faraviðleitni á atvinnusviðinu. Hann var mikill áhugamaður um héraðsmál. og fylgdist vel með stjórnmálum og var eng- inn veifisnati í skoðunum í þeim málum. Hann var vinsæll mað ur, hlýr og geðþekkur í um- gengni, ræðinn og glaðsinna. Árni var kvæntur ágætri konu, Margréti Finsdóttur, ætt aðri af Akranesi. Var hún manni sínum stoð og styrkur í hví- vetna. Umhyggjusöm húsmóðir, sem bjó manni sínum og böm- um gott og ánægjulegt heimili. Einlægni, eindrægni og ástúð ríkti í hjónabandi þeirra. Mar- grét var mjög félagslynd kona og tók þátt í félagsmálum byggð arlagsins og lagði hvarvetna gott til mála. Margrét lifir mann sinn. Við lát hans höfðu þau hjónin lifað í farsælu og hamingju- sömu hjónabandi í nærfelt sex áratugi. Þau hjónin eignuðust fjóra syni, sem allir eru á lífi, búsett- ir á Akranesi. Allir kvæntir menn. Aðalsteinn, múrarameist ari, Finnur, framkvæmdastjóri, var um langt sketið verkstjóri við hafnargerðina á Akranesi, Jón alþingismaður og Liárus málarameistari. Eina stúlku Gíslínu Kristjáns- dóttur, systurdóttur Margrétar, ólu þau upp. Er hún á lífi og dvelur hjá fóstru sinni og frænku. Þessum látna hollvini mínum færi ég skilnaðarkveðju og þökk fyrir gott og dáðríkt starf, löng og hugstæð kynni, tryggð og vináttu. Pétur Ottesen. f í DAG verður til moldar borinn frá Akraneskirkju Árni Áma- son, trésmíðameistari. — Hann andaðist 3. febr. sl. í Sjúkrahúsi Akraness eftir 5 mánaða legu þar. Árni var fæddur 15. maí 1575, að Ósi í Skilamannate'eppí, son- ur Sigríðar Hssísen og Árna Árnasonar. Hefði hann því orð- ið 85 ára 15. maí nk., ef hann hefði lifað. Þegar Árni var fjögurra ára gamall missti hann móður sína. Var honum þá komið fyrir á Efra-Skarði« í Leirársveit, til hjónanna Þórunnar Árnadóttur og manns hennar, Magnúsar, en Þórunn var föðursystir Árna. Þar ólst hann upp og var þar til tvítugsaldurs. Fór hann þá út á Akranes og stundaði þar sjóróðra, bæði á opnum bátum og skútum, í 3—4 ár. Eitt sinn var Árni búinn að ráða sig í skiprúm hjá formanni, er Teitur hét og var kenndur við Bakka- gerði, en gekk úr skiprúmi fyr- ir annan og réði sig til Sigurð- ar Jðhannessonar á Sýruparti, föður þeirra kunnu skipstjóra Þórðar og Jóhannesar. Teitur í Bakkagerði fórst stuttu seinna með allri sinni áhöfn, er hann fór til beitifjöru, sem kallað var. Sannaðist það, eins og svo oft áður, að enginn má sköpum renna. Eftir veruna til sjós liggur leiðin til Reykjavíkur. Þó að Ægir hafi e. t. v. heillað Árna, var hugur hans fremur bundinn við að læra handiðn. Lærði hann trésmíði hjá Guðna Odds- syni, trésmíðameistara; var hann hjá honum í tvö ár og lauk sveinsprófi. Árni átti í fór- um sínum tvö sveinsbréf. Þá- verandi sýslumaður hefur senni- lega ekki munað eftir, að hann Framh. á bls. 17. Söhiskattur Dráttarvextir falla á söluskatt og iðgjaldas. X fyrir 4 ársfjórðung 1960, svo og vangreiddan sölu- skatt og útflutningssjóðsgjald eldri ára, hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi hinn 15. þ.m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari að- vörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunúm. Reykjavík, 10. janúar 1961 Tollstjóraskrií'stofan, Amarhvoli Úthoð Tilboð óskast í efni og smíði úti- og innihurða í barnaskólann við Öldutún. — Útboðslýsinga og teikninga m.á vitja á skrifstofu mína gegn kr. 200.00 skilatryggingu. — Tilboðum skal skilað á skrif- stofu mína fyrir kl. 14, 15. febrúar 1961. Bæjarverkfræðingurinn í Hafnarfirði Kostakjör Við bjóðum yður hérmeð Ferðabók Þorvaldar Thorodd- sens, 4 bindi, með mjög hagkvæmum afborganakjörum. Þér fáið öll bindin með aðeins kr. 182.90 útborgun. Af- gangurinn greiðist á sex mánuðum. Þeir sem greiða öll bindin í einu, kr. 914 65, geta fengið Jarðfræðikort Þor- valdar Thoroddsens (kr. 150.00) ókeypis meðan birgðir endast. Það er rétt á benda á, að fyrsta bindi Ferðabókarinnar er senn þrotið. Á hitt þarf ekki að banda, að Ferðabókin er prýði í hverju bókasafni. Kynnist landinu. Lesið Ferðabók Þorvaldar Thoroddsens. Sntrtö8mlíónssfra&íb.h.f THE ENGLISH BOOKSHOP Hafnarsiræti 9 Símar 11936 — 10103. obbbbbbbbbbbbLbbhbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb El Skrúfstykki Þvingur ggingavövur h.f. Siml 35697 Laugaveg 178 b b b b b b b b b b b .b

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.