Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. febniar 1961 Myrkraverk 2 eftir Beverley Cross i þýðingu Bjarna Arngrimssonar Þegar rökkva tók, var kveikt á stórum kínverskum Ijóskerum, og þau sveifluðust yfir dansfólk- inu eins og ótal gulir mánar. Öðru hvoru sást flugeldur springa yfir reykháfunum og andlit þjóna og tónlistarmanna voru böðuð svita. Mér fannst þrumuveður í aðsigi, en svo virt- ist sem þessar þúsundir af ung- um herrum í hvítum skyrtum, er hömuðust við að sveifla stúlk- um eftir tónlistinni á stéttinni framan við kirkjuna tækju ekki eftir því. Einhver barði á öxl mér og mjúk amerísk rödd hvislaði í eyra mér: „Fyrirgefið herra minn, en leikið þér á þetta banjó?“. Ég sneri mér við og sá tvo Amerikumenn beygja sig yfir mig. Báðir voru þeir hávaxnir, burstaklipptir, grannvaxnir og báru þverslaufur. Annar þeirra, sá sem hvíslað hafði, bar tromp- et, og hinn hélt á löngu svörtu trombónið á báðum örmum. Þeir voru báðir mjög laumulegir, og þegar ég kinkaði kolli til svars, settust þeir við borðið hjá mér. Sá fyrri lagði trompetið frá sér vandlega og nákvæmlega á mitt borðið, síðan beygðum við okk- ur allir þrír yfir hljóðfærið, eins og samsærismenn kringum sprengju eða nornir kringum kristalskúlu. Þeir voru lengi að koma sér að efninu, en eftir langan formála komst ég að raun um að þeir voru skólanemendur á ferðalagi og voru að reyna að vinna sér fyrir fargjaldinu heim. Þeir höfðu leikið í Zúrich og trombón-leikarinn dró fram þykkan bunka af blaðaúrklipp- um, aðallega á þýzku, en engu að síður glæsilegum. Nafn hans var Harry og trompetleikarinn sagðist heita Chuck. Loks þegar kynningarathöfnin var afstaðin, barði Chuck í trompetið og leit laumulega um öxl. Við beygðum okkur nær hver öðrum. „Mergurinn málsins er, herra minn, að við höfum fengið hug- mynd hvernig við gætum unnið okkur inn svolitla peninga". „Já“, sagði ég eins kæruleysis- lega og ég gat. „Þér hafið kannski tekið eftir þessum götuhljómsveitum þarna hinum meginn". Harry gretti sig og muldraði eitthvað eins og „úmmp-úmmpa“. „Já, nú okkur datt í hug að dálítið af raunverulegri tónlist mundi vekja alla af dvalanum. Trompet, trombón, banjó, það er hin fullkomna hljómsveit. Ég er viss um að þau verða öll vitlaus við örlítið af „Dippermouth““. Ég sá að „raunveruleg músík“ þýddi djass. „En ég hef aldrei leikið Dixie- land“ sagði ég. „Ég er þjóðlaga- söngvari". „Þú kannt að lesa nótur, er það ekki?“ sagði Chuck, „Þú þekkir áreiðanlega tólf áttundu takt, þegar þú sérð hann “ Ég ypti öxlum. „Ef ykkur vantar aðeins undir leik, þá býst ég við að ég gæti hjálpað ykkur“. „Undirleik!" sagði Harry. „Herra minn. Allt sem við þurf- um er sláttur". Við tókumst í hendur, skild- um kassann undan trombóninu og bakpokann minn eftir hjá barþjóninum og gengum síðan út á götuna. Við tróðumst gegnum þröng- ina og beygðum fyrir horn inn í þrönga hliðargötu. Chuck ýtti á ventlana á trompeti sínu með fingrunum og vætti munnstykk- ið með tungunni. „Hvað eigum við að leika?“ spurði h*ann. Ég hristi höfuðið og horfði á Harry, sem liðkaði trombón sitt og þefaði út í loftið. „Hvað sem við spilum.'þá höf um við það fjörugt". sagði hann. „Það er að koma stormur, við skulum ná inn peningunum, áð- ur en allir hlaupa á brott“. „Kannt þá „The Saints go marohing in“?“ spurði Chuck. „í F eða B?“ spurði ég. „Við leikum það í F“, sagði hann. Hann dró djúpt andann, síðan sló hann taktinn á gang- stéttina með fætinum. „Einn, tveir, einn, tveir, þrír“, og svo byrjum við. Ég er ekki fróður um hefð- bundinn djass, en ég veit nógu mikið til að skilja að Ghuck var mjög góður. Hann lék snöggt og nákvæmt, tónn hans var skær og mikill, hann bar vitni um góð lungu og talsverða reynslu. Hann stældi Armstrong allmikið og eftir því sem á leið sá ég, að hann hafði lært mikið af tækni sinni af plötum. Lítið af henni var frumleg, en hún var sterk, hljómurinn hávær og skær. Harry lét sér nægja að leika undir, og allt sem ég þurfti að gera var að slá taktinn með eins miklum hávaða og ég gat, án þess að missa allt skinnið af fingurgómunum. Ég hafði lesið um djassbanjóleikara sem sór og sárt við lagði að ekkert væri varið í tónlistina, nema að hann sæi blóðið leka. Nú vissi ég hvað hann átti við. Strax og fyrsti blásturinn dundi í götunni fengum við á- heyrendur. Fólkið sneri sér strax frá keppinautum okkar í „úmpa“-hljómsveitunum og tók að dansa eftir hinni æsandi tón- list okkar, meðan við gengum beint niður götuna og inn á torg- ið, framan við turn Saint-Ger- main kirkjunnar. Við notuðum bekk fyrir hljómsveitarpall. Við þrumuðum síðasta kórinn og mannþröngin trylltist. Þeir æptu á meira og nokkrir byrjuðu að kasta peningum. Tötralegur 15 ára aðdáandi safnaði saman pen- ingunum fyrir okkur, fyllti vas- ana af smámynt og æpti skrækri röddu: „Pour les artistes, s’il vouz plait! Pour les artistes!" „Hvað næst?“ spurði Ohuck. Á meðan ég sau á mér fingurna, hvísluðust hinir tveir grann- vöxnu tónlistarmenn á. Þeir ákváðu að halda áfram að leika hávært og hratt. Chuck byrjaði á „Dippermouth“ æðarnar tútn- uðu út á enni hans og hann klemmdi augun aftur af áreynsl unni. Fólk streymdi að frá kaffi- húsunum á hornunum unz torg- ið var troðfullt. Hinar hljóm- sveitirnar höfðu gefizt upp við samkeppnina; aðdáendur okkar, sem ekki voru ánægðir með að heyra aðeins í okkur heldur vildu einnig sjá okkur, höfðu þrengt þeim niður af pöllum þeirra. Ég sá fólk streyma niður Rue Bonaparte í átt að 'skæru kalli trompetsins. Og litlir strák- ar börðust um sæti á grindverki litla garðsins. Þarna lékum við í 20 mínútur án þess að stanza. Og þegar við loks stönzuðum, neyddist Chuck til þess að setjast niður bak við bekkinn og hvíla andlitið milli hnjánna. Ekkert var að Harry og hann lét sér nægja að hristá munnvatnið úr hljóðfæri sínu, en ég varð hvíldinni feginn. Hit- inn var ógurlegur og stálstreng- ir banjósins höfðu skorizt inn í harða skinnpúðana á fingurgóm- um mínum. í hléinu tróðst um- boðsmaðurinn okkar fram og aftur í þrönginni, og vasarnir á jakkaræflinum hans tóku ekki meira. Ég sór að við mundum verða rikir þetta kvöld. Við sáum að ef ekki kæmi regn til að dreifa áheyrendum, yrði erfitt að komast í burtu, því eftir tveggja mínútna hlé heyrðust þegar óþolinmóð óp: „Bis“ og: „Encore". Okkur fannst varla sæmandi að klífa niður og stinga af til að skipta peningunum. Svo virtist sem eina leiðin til þess að sleppa úr þvögunni væri að leika okkur út. Því gengum við með götustrák- inn mitt á milli okkar gegnum þröngina og inn í aðalgötuna og lékum um leið. Tveir bandarísk- ir hermenn fylgdu í kjölfar okk- ar og annar þeirra byrjaði að syngja með ástriðuhita hins frelsaða: Oh when the Saints! Oh when the Saints! Oh when the Saints go marohing in! I’m going to be there of the number Oh when the Saints go marohing in! Fleiri fylgdu og þegar við lit- um um öxl, utan við Mabillion, sáum við að heill her fylgdi okk- ur. Engin leið virtist vera til að losna við þá. Og þá sáum við fánana. Ann- ar her kom niður götuna á móti okkur. Hægfara skniðfylking, sem í fyrstunni virtist vera ein- hvers konar kröfuganga þjóð- ernissinna frá Alsír, því göngu- menn voru aðallega Norður- Afríkubúar. Þeir héldu sauðar- lega á kröfuspjöldum, kuðluð föt þeirra og alpahúfur gáfu þeim öryggðar- og feimnissvip. Á spjöldunum voru allskonar slag- orð: „Þingfulltrúa handa Frakk- landi handan hafsins!“ (þ. e. Alsír) stóð við hliðina á: „Frels- ið Henri Tisson!" Þjóðernis- hreyfingin og kommúnistar hvað innan um annað. Mér varð star- sýnt á eitt spjaldið og eitt augna- blik hætti ég að leika. Á því stóð: „Marot skal deyja!" í fyrstunni mundi ég ekki hvar ég hafði séð það áður unz ég sá fyrir hugskotssjónum mínum tíg ulsteinsbyrgið frá því um morg- uninn. Ég hafði heyrt getið um Henri Tisson en enn gat ég ekki munað hver Marot var. Meðfram göngunni voru lög- reglumenn og við Danton neðan- jarðarbrautarstöðina sáum við glitta í skuggalega hjálma óeirða lögreglunnar. Þetta var greini- lega Bastilludagskröfuganga, meira að segja opinber, því að fyrir fylkingunni riðu tveir lög- reglumenn á mótorhjólum. Er þ<tir komu nær, drukknaði tón- list okkar í hávaðanum frá mót- orhjólunum. Við vikum til hlið- ar og múgurinn sem fylgdi á eftir okkur, stanzaði til þess að láta lögreglumennina og kröfu- gönguna komast áfram. Við sáum strax tækifæri til að losna við aðdáendaherinn. Um leið og lögreglumennirnir drun- uðu framhjá, flýttum við okkur að koma okkur fyrir bak við þá, framan við fremstu fánaber- ana, tvo brosandi Alsírmenn, er bösíuðu við að halda á lofti flóknum og blóðþyrstum slag- orði á arabisku. Um leið og við komum í kröfugönguna, hóf Chuck að leika mars, er hann samdi á staðnum, að því er virt- ist úr John Browns Body. Og þarna þrömmuðum við niður götuna undir fánum og dinglandi lömpum. Fólk hallaði sér út úr gluggum og stóð á stólum í kaffi húsunum, sem enn voru þéttset- in, og við þrumuðum viðlag- ið með hundruðum fána í röð- um að baki okkar og opinbert fylgdarlið fyrir framan. Það var eins og rómversk hersveit að koma heim að unnum sigri. Við vorum að nálgast Rue de Bac, þegar fyrstu regndroparnir féllu. Tónlistin lognaðist út af, kröfugangan hikaði og þegar stormurinn skall á og lamdi silf- urglitrandi regnið eftir götunni, hlupu kröfugöngumenn, tónlist- armenn og áhorfendur í skjól. Chuck, Harry og ég stefndum á lítinn bar til hægri við götuna. Strákurinn flæktist með fyrstu Alsírbúunum, sem þutu í áttina að brautarstöðinni á gatnamót- unum, þar sem lögreglusveitin hímdi í skjóli við bíl sinn. Hann reyndi að hlaupa með okkur, en peningarnir þyngdu hann niður og í stað þess varð hann að hlaupa með æstum, æpandi Norður-Afríkumönnunum til að verða ekki troðinn undir. Ég tók ekki eftir, að drengurinn var ekki lengur með okkur, fyrr en ég var kominn inn á barinn. Gegnum dyrnar gat ég séð hann, mitt á meðal hinna fremstu, hlaupandi með hendur í vösum til þess að hindra peningana í að falla á götuna. Síðan sá ég, eins og í draumi eða ógeðslegri hæggengri fréttamynd, að einn af lögreglumönnunum hljóp fram úr skjólinu við vagninn og tók sér stöðu framan við regn- Umkringdur urrandi úlfum . A meðan, ekki langt í burtu. I vegna þess að það er fullt tungl! upp á frásögn mína! Við skulum felur Ulfur King litla undir fölln I — Hlustaðu Andy . . . úlfar að Þetta gæti verið mynd til að lífga koma! ^ «Éaa trjábol og snýst til varnar. | bítast! Þeir æsast svona upp skelfda Alsírmennina með riffil sinn reiðubúinn. Hann var mjó- sleginn unglingur. Ég man að ég kallaði, orgaði til að yfirgnæfa hávaðann í mannfjöldanum og hvæsið í storminum: „Regnið! Regnið! Þeir eru að hlaupa undan regninu". Enginn heyrði óp mitt og lög- reglumaðurinn tók í gikkinn. Múgurinn stanzaði eins og riffii- hvellurinn hefði slegið þá töfra- sprota. Enginn hreyfðist. Lög- reglumaðurinn, sem skotið hafði, stóð grafkyrr, og síðan gekk drengurinn eitt skref áfram, rið- aði, fálmaði út í loftið og valt hægt niður í rennusteininn. Pen- ingaseðlarnir dreifðust í kring- um hann, skiptim^ntin hoppaði og skoppaði yfir götusteinana. Allir horfðu á hann deyja en enginn hreyfði sig. Fyrst heyrð- ist þytur eins og af flugvél í fjarska. Reiðimuldur óx hægt og hræðilega, unz það varð ógur- legt hatursorg. Rigninguna hafði stytt upp, jafnsnögglega og hún hafði skollið á, en enginn tók eftir þvi þegar múgurinn byrj- aði að hreyfast. Þeir köstuðu sér yfir lögregluna og tröðkuðu þann niður, sem skotið hafði, eins og reið nautahjörð. gPUtvarpiö Lúmgardagur 11. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfreffnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 Öskalög sjúklinga (Bryndís Sig« urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur: Baldur Möller flytur 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur (Hallur Símonar* son.) 16.30 Danskennsla (Heiðar Ástvalds* son danskennari). 17.00 Lög unga fólksins (Jakob Möll« er). 18.00 Utvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra í skógin- um" eftir Önnu Cath.-Westly; X, (Stefán Sigurðsson kennari). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung« linga. Jón Pálsson flytur. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Pólsk þjóðlög sungiii og leikin af þarlendu listafólki, 20.20 Leikrit: „Erfðaskráin og æran" eftir Elmer Rice, í þýðingu Helga J. Halldórssonar. — Leikstjóri; Gunnar Eyjólfsson. Leikendur; Herdís Þorvaldsdóttir, Helgi Skúlason, Steindór Hjörleifsson, Indriði Waage, Guðbjörg t>or« bjarnardóttir, Guðrún Ásmunds* dóttir, Inga Þórðardóttir og t>or« steinn Ö. Stephensen. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Ur skemmtanalífinu (Jónas Jón* asson). 22.45 Danslög. 24.00 Dagskrárlok. Samkomur Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. — Á morgun; Sunnudagaskólinn kl. 2 e. h. —« Öll börn velkomin. Zion Austurg. 22 Hafn. Á morgun sunnudagaskóli kl. 10.30. Almenn samkoma kl. 4. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. Ytri-Njarðvík og Keflavík Mánudagskvöld æskulýðsvika I Njarðvík. — Firnmtudagskvöld samkoma í Tjarnarlundi kl. 8.30. „Kristur einn er sannleikurinn er hann lifandi í okkur?“. Velkomin. Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20.30: Samkoma fyrir hermenn og nýfrelsaða. — Verið velkomin. Zion, Óðinsgötu 6 A. Á morgun sunnudagaskóli kl. 10.30. Almenn samkoma kl. 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. K. F. U. M. Á morgun: Kl. 10.30 sunnudagaskóli. Kl. 1.30 drengir. Kl. 1.30 e. h. æskulýðssamkoma. Ræðumenn Birgir G. Albertsson kennari og Gunnar Sigurjónsson guðfræðingur. Allir velkomniir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.