Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 17
Laugardagur 11. febrúar 1961
MORGUNBLAÐIÐ
17
— Minníngarorð
1 Framh. af bls. 11.
var búinn að senda bréfið og
sendi annað, svo að það mátji
með sanni segja, að Árni vseri
ekki alveg réttindalaus.
Ekki var Árni lengur 1
Reykjavík en þessi tvö ár.
Skaginn hinum megin við sund-
ið laðaði hann til sín. Er ég
ekki grunlaus um, að þá þegar
hafi hann verið búinn að festa
ráð sitt. Það var mikill ham-
ingjudagur í lífi Árna, er hann
gekk að eiga eftirlifandi konu
sína, Margréti Finnsdóttur, 14.
nóvember 1902. Var hjónaband
þeirra mjög hamingjuríkt, svo
að aldrei bar neinn skugga á.
Eignuðust þau fjóra syni, sem
allir eru á lífi og búsettir á
Akranesi, en þeir eru: Finnur,
trésmíðameistari, kvæntur Ey-
gló Gamalíelsdóttur; Jón alþing-
ismaður, kvæntur Ragnheiði
Þórðardóttur; Lárus, málara-
meistari, kvæntur Helenu Hall-
dórsdóttur, og Aðalsteinn, kaup-
maður, kvæntur Ingibjörgu
Bjamadóttur. Ennfremur ólu
þau upp. Gíslínu, systurdóttur
Margrétar, sem enn er þar
heima, en hefur dvalið land-
dvölum í sjúkrahúsum og hefur
átt við mikla vanheilsu að
stríða.
Fyrst. eftir að Árni kom til
Akraness, vann hann við hús-
byggingar og byggði hér mörg
hús. Tímakaupið var ekki hátt
í þá daga, aðeins 25 aurar um
tímann; myndi ýmsum þykja
það lítið nú. Við, sem tilheyrum
yngri kynslóðinni, gerum okkur
ekki grein fyrir, við hvaða
kjör og aðstöðu sú kynslóð átti
við að búa, sem nú er óðum að
hverfa. Þá var ekkert rafmagn,
enginn sími, engir bílar, sam-
göngur litlar, bæði á sjó og
landi. Það óskar að visu enginn
eftir að þeir tímar komi aftur,
en það gerir ekkert til þó við
stöldrum við og íhugum, hver
reginmunur er á kiörum þeim,
sem við búum við, eða afar
okkar og ömmur.
Á árunum 1918—1920 var
Árni við vitabyggingar og
byggði m. a. vitana í Svalvogum
við Dýrafjörð, Gjögurvita, Arn-
arnesvita við ísafjörð og vitann
í Elliðaey við Breiðafjörð. Vit-
inn á Gjögri var þeirra stærst-
ur, eða 20 metrar.
Árið, 1926 kaupir Árni sam-
byggða trésmiðavél, þá fyrstu,
sem hingað er geypt. Vélina var
hægt að nota sem afréttara,
þykktarhefil, sög, bandsög og
borvél; mátti því segja að hann
væri brautryðjandi á þessu
sviði. Eftir að hann fékk vél-
ina, vann hann eingöngu á verk
stæði, þar til hann hætti að
vinna fyrir tveimur og hálfu
ári. Var Árni orðlagður fyrir
hversu afkastamikill hann var
við vinnu og hefðu margir, sem
ungir eru, verið fullsæmdir af
því, er hann afkastaði á níræðis
aldri.
Iðnaðarmannafélag Akraness
gerði Árna að heiðursfélaga sín-
um, þegar hann varð áttræður.
Var hann einn af stofnendum
þess félags og meðlimur þess til
dauðadags.
Kunningsskapur okkar Árna
hófst þegar ég var aðeins fjög-
urra ára. Buðust þau hjón til
eð taka mig í nokkurn tíma,
vegna lasleika móður minnar,
cn við áttum heima í Nýhöfn,
næsta húsi við Lindarbrekku,
húsinu, sem þau áttu heima í
þá. Alla tíð síðan var eins og
þau teldu mig einn af fjölskyld-
unni og var ég upp frá því tíð-
ur gestur á heimili þeirra. Þau
voru líka bæði mjög gestrisin
og vildu miklu fremur vera
veitendur en þyggjendur. Þegar
Árni lá sína síðustu legu í
sjúkrahúsinu, hafði hann jafnan
við orð, er ég heimsótti hann:
„Það er verst, að geta ekki einu
sinni gefið kaffisopa". Þannig
var honum gestrisnin í blóð bor-
ín. —
Ámi varð aldrei fjáður maður
4 veraldarvísu, en hann var
þeim mun ríkari af öðru, sem
hvorki mölur né ryð fær grand-
að. Honum var gefið sérlega
gott skap og það er eitt af því
bezta, sem hverjum manni
hlotnast. Þeir voru margir litlu
drengirnir, sem áttu Árna að
vini, aldrei lét hann þá synj-
andi frá sér fara, er þeir komu
inn á verkstæði og spurðu
hvort hann gæti gefið sér spýtu.
Hann var mikill hamingjumað-
ur í einkalífi. Það er stundum
sagt, að gott heimili sé paradís
hér á jörð. Sannarlega átti Árni
slíka paradís. Og síðast, en ekki
sízt, var Árni trúmaður og þeg-
ar klukkur Akranesskirkju
hljóma í dag, kveður kirkjan
einn sinn trúfastasta liðsmann.
Ég vil votta Margréti og að-
standendum hennar mína ynni-
legustu samúð og þakka vin-
áttu liðinna ára.
Blessuð sé minning hans.
Geirlaugur Árnason.
-<t>
Magnús AgusHsson
sexfugur í dag
MAGNÚS Ágústsson, héraðs-
læknir, er sextugur í dag. Hann
hefur nú um ellefu ára skeið
verið læknir Ölfusinga, Hver-
gerðinga og Selvogsmanna, en
læknisstörf hefur hann stundað
alls þrjátíu og tvö ár. Stúdent
varð hann 1921, og lauk prófi
í læknisfræði árið 1927. Vann
hann um hríð við sjúkrahús í
Noregi, Danmörku og Þýzka-
landi, en gerðist síðan héraðs-
læknir í Borgarfirði og gegndi
því starfi í nítján ár. Þá flutt-
ist hann til Reykjavíkur, en
skömmu síðar var hann skipað-
ur héraðslæknir austan fjalls og
settist að í Hveragerði. Fyrir
nokkrum árum keypti hann svo
Þóruhvamm í Ölfusi, en það er
fagur gróðurreitur, austan við
ána, skammt frá Garðyrkju-
skóla ríkisins. Þar reisti hann
sér fallegt íbúðarhús og býr
þar nú, ásamt frú sinni, Magn-
eu Jóhannsdöttur. Hæfir vel að
segja um heimili þeirra það,
sem orkt var um bæ eins hinna
borgfirzku bændahöfðingja
snemma á öldinni: „Þar er bæði
úti og inni ylur, næði, birta og
skjól“. Eru hjónin bæði sam-
valin í rausn og höfðingsskap,
og margir eru þeir, innan lands
og utan, sem notið hafa gest-
risni þeirra og hlýlegs viðmóts.
Magnús Ágústsson er glæsi-
menni hið mesta, fríður sýnum
og karlmannlegur. í starfi sínu
er hann kunnur að skyldu-
rækni, ljúfmennsku og umbuið-
arlyndi, enda á hann frábærum
vinsældum að fagna meðal
almennings. Og í kunningjahópi
er hann manna skemmtilegast-
ur. Hann er söngmaður ágætur
og músíkalskur vel; er því oft
„tekið lagið“ á heimili þeirra
hjóna. Eiga vinir og kunningjar
margra yndisstunda að minnast
þaðan, er liðu við söng og hljóð
færaleik.
Starf héraðslæknis er erfitt
og ábyrgðarmikið. Almenningur
gerir sér naumast grein fyrir
hversu erfitt það er. Aftur á
móti er sjaldan stillt í hóf
kröfum þeim, sem menn gera
til læknis síns. Það kemur sér
því vel að læknir hafi til að
bera skapstyrk og stillingu, en
þetta hvorttveggja er Magnúsi
Ágústssyni gefið í ríkum mæli,
auk annarra góðra kosta. Hann
á óskoraðá virðingu allra, sem
þekkja hann.
En í dag munu vinir hans
minnast hans fyrst og fremst
sem félagans góða og hins
glæsilega samkvæmismanns, er
flestum betur kann að gleðjast
með glöðum.
Kristmann Guðmundsson.
VeÚtzt að kaþólsku kirkj-
unni í Ungverjalandi
*
Atla klerkar handfeknir
Búdapest, Ungverjalandi,
8. febrúar (Reuter).
STAÐFEST var af hálfu hins
opinbera í dag, að 9 menn og
ein kona hefðu verið tekin hönd-
um, sökuð um samsæri. Engar
nánari skýringar hafa verið
gefnar á atburðinum.
f tilkynningu frá innanríkis-
ráðuneytinu er fólk þefta sagt
hafa forystu í samtökum nokkr-
um, en ekki kveðið nánar á um
hvers eðlis þau samtök séu.
Þykja ummæli ráðuneytisins
benda til þess, að fleiri handtök-
ur séu í nánd.
Hinir handteknu eru: fimm
prestar, þrír fyrrverandj munk-
ar, liðsforingi, sem þjónaði í her
Ungverjalands í heimsstyrjöld-
inni síðari undir stjórn Hoirthys,
aðmiráls, og ein kona, sögð fyrr-
verandi greifaynja. Sagt er, að
tveir prestanna hafi jafnframt
gert sig seka um siðferðisbrot.
Handtökur þessar eru taldar eitt
harðasta högg, sem kaþólsku
kirkjunni í Ungverjalandi hefur
verið veitt í mörg ár.
Dagblöð í Ungverjalandi
skýrðu stuttlega frá handtök-
unum í dag, en tilgreindu ekki
ástæður. Hinsvegar skýrði út-
varpið frá þeim í kvöld og sagði,
að fólkið hefði verið handtekið
á mánudag og samkvæmt upp-
lýsingum innanríkisráðuneytis-
ins myndu a. m. k. nokkrir prest-
anna hljóta fangelsisdóm.
Fyrir tveim vikum hermdu ó-
staðfestar fregnir, að fimmtíu
kaþólskir prestar hefðu verið
handteknir, en því var afdráttar-
laust neitað af opinberri hálfu.
Átta hinna handteknu eru frá
Búdapest, einn frá Pecs og einn
frá Szekesfehervar.
Fiársöfnun
SAMKVÆMT fréttatilkynning
frá Alþýðusambandi Islands mu
það gangast fyrir fjársöfnun t
styrktar verkalýðsfélögunur
„vegna launadeilna þeirra sei
nú standa yfir og framunda
eru”. I fjársöfnunarnefnd er\
Snorri Jónsson, Sveinn Gamal
elsson, Tryggvi Emilsson, Jón
Guðjónsdóttir og Þorsteinn Pé
— Hugsjón
Framh. af bls. 13
honum. Af ,,hugsjónum“ er nóg
í heiminum og þær eru allar und-
ir lögmálinu. Menn þykjast
fylgja þeim og fylgja þeim þó
ekki. Trúi menn hins vegar að
Kristur sé Drottinn, sannur Guð
og sannur maður, þá fer að verða
tilgangur í að fylgja honum, þótt
vér náum ekki fullkomnun hans,
því þrátt fyrir mannlegan veik-
leika er hann máttugur og fær
um að leiða til sigurs.
Þeim fer fækkandi sem halda
því fram að Pílatus hafi kross-
fest einhvern „Konung Gyðinga”
sem ekki vf.r til eða að keisar-
inn í Róm hafi ofsótt söfnuði,
sem ekki voru til. Þeir sem ganga
með þá fordóma, eru ekki að
leita sannleikans. — Þá er það
fjarstæð húgmynd að ætla að
telja mönnum trú um að norska
kirkjan hafi aðeins prédikað
„Frelsarann sem fyrirmynd".
Hún hefir boðað hann bæði sem
Frelsara mannanna og sem fyrir-
mynd til eftirbreytni af því að
hún tekur trúanlegan vitnisburð
hans. Og þar sem það er gert,
ríkir enginn ótti — hvað sem
öllum ýkjum og brellum rithöf-
undanna líður. Otti við styrjald-
ir og aðrar hörmungar kann að
knýja að dyrum — en hann ríkir
ekki þar sem fagnaðarboðskapn-
um er trúað — ekki heldur neinn
ótti við endalok þessa heims.
Mönnum er talin trú um að
þjónar Drottins fylgi ekki dæmi
hans í norsku kirkjunni. Það
gerir enginn maður fullkomlega,
en bæði norska kirkjan og hin
norska sæmdarþjóð ganga rösk-
lega fram í góðum verkum. Tök-
um t. d. fýrirsagnir um miðjan
janúarmánuði: 17. jan.: ,,I gær
gaf Osló 1000 Kongó-börnum mat
í. einn mánuð“. Og frá annarri
borg: ,,A 3 tímum söfnuðu 100
nemendur við Danvík kristelige
Ungdomsskole 10.000 krónum".
Halvard Lange utanríkisráðherra
sagði í útvarpi þann 16. jan.:
„Verum allir með að forða fjölda
Kongómanna frá dauða . . . Nú
er aðeins eitt að gera: Það er að
hjálpa". Bak við þetta sjáum
vér vinnandi þjóð og vinnandi
kirkju — sem verið er að níða
meðal vor — og er hún áður
búin að lyfta grettistökum í
líknarstarfsemi ár eftir ár. —
Hvernig væri að vér Islendingar
gæfum Kongómönnum eitthvað
svolítið meira en nokkrir ung-
lingar í Noregi — ekki af tekjum
vorum og erfiði — en segjum svo
sem tíund af „óendurkræfu fram-
lagi“ — gjöf, sem vér höfum þeg-
ið frá annarri þjóð? Hér á ég ekki
við þá, sem stöðugt eru að gefa,
heldur hina, sem stöðugt eru að
þiggja. Væri þetta ekki betra
en að upplyfta sorpinu, sem
aldrei verður nema sorp — eða
hræra í skolpinu, sem aldrei
verður annað en skolp — unz það
blandast hafinu.
Leiklistin og maðurinn
Eg mun ekki biðja kirkjuna
-----------------------<
Björgvin
Kveðja
F.: 25. 10. 1939. — D.:: 30. 7. 1960
Hjarta mitt hafinu líkist
þá hvasst er og vont í sjó!
þá dylst mörg dýrindis perla
í dýpisins einmuna ró.
H. H.
Enn þá einu sinni hefir dauð-
ans kalda hönd verið að verki
Hrifið burt á sviplegan hátt og
fyrirvaralaust, æskumann í
blóma lífsins. Við, sem eftir
erum, stöndum hljóðir og spyrj
um hvernig dauðinn geti verið
svona miskunnarlaus. Er mikil
eftirsjón í ungum manni, sem
burtu er kvaddur á vordegi lífs
ins, en mestur er þó harmur
móðurinnar og söknuður að sjá
undan neinni gagnrýni né biðja
henni neinnar miskunnar af
mönnum. Hins vegar andmæli ég
því að hún sé rægð ómaklega og
hvort sem rógberin er listamað-
«r eðs ekki, þá er þetta illt verk.
Vilji einhver kreinsa til í kirkj-
unni með réttum og löglegum að-
ferðum, óska ég að honum megi
vel farnast. En eitt ráð vildi ég
gefa leikhúsmönnum vorum: Lát-
ið ekki um of hrekkjast undan
þeirri skolp-bylgju, sem nú geng-
ur ýfir bókmenntirnar. Þurrkið
rykið af gimsteinum Ibsens og
annarra snillinga, að menn megi
aftur njóta þeirra, ekki kirkjunn-
ar vegna, heldur listarinnar.
Dragið heldur úr illyrðum, æs-
ingi og formælingum í þeim leik-
ritum, sem flutt eru inn á heim-
ilin. Takð góða menn fram yfir
svikara og illmenni í vali leikrita.
Látið leikhúsið starfa ofan skolp-
ræsann-a og hjálpið þjóð vorri til
að eygja þær hugsjónir (lögmál),
sem hún þarf til að lifa. Til þess
nægir ekki einhliða túlkun hins
illa, hið góða verður einnig að
fá að njóta sín í listinni. Hlífið
oss við að þurfa að njóta listar
í samfélagi „illra anda“ — hvort
heldur þeir eru þessa heims' eða
annars. Hverfið heldur aftur að
hugsjónum Grikkjanna á hlut-
verki listarinnar: Katharisis tees
psychees — hreinsun sálarinnar
— þótt erfitt kúnni að reynast á
öld sem vorri, þar sem samkeppn-
in er mikil og auglýsingar, brell-
ur og hvers kyns sölumennska
ræður einatt hvað ofan á verður
í listinni. Hvort sem erfiðlega
gengur eða vel, þá veltur á miklu
að leiklistin fái haldið virðingi
sinni.
Jóhann Hannesson
Lágu í vari
SIÐASTA sólarhring var vonzku
veður undan Reykjanesi og eng-
in aðstaða til síldarleitar. Mbl.
átti tal við Jakob Jakobsson um
borð í Ægi seint í gærkvöldi og
hafði hann legið í vari við Garð-
skaga síðan í fyrrinótt. Fanney
var við Vestmannaeyjar. Þá var
tekið að lygna og voru Ægis-
menn farnir að hugsa til hreyf-
ings.
jr
Arnason
á bak drengnum sínum, sem var
henni svo mikið og systkinanna
6, sem eftir lifa og sakna síns
góða bróður. En minningih um
góðan dreng lifir þótt hann sé
horfinn sjónum. Megi hún
vera móður, systkinum og litlu
•stúlkunni, sem aðeins var 6
mánaða gömul er pabbi hennar
leið, huggun og styrkur í þeirra
miklu raunum.
Björgvin minn, okkur kom
hvorugum til hugar þegar við
kvöddumst fyrir réttu ári, að
við sæumst ekki framar. Og með
þessum línum þakka ég þér fyr
ir kynni og samveru og bið al-
góðan Guð, sem yfir okkur vak
ir að blessa ástvini þína og minn
inguna um góðan dreng, sem
heimurinn varð fátækari að við
burtför þína.
Vertu sæll vinur! Hvíldu í
friði. G. M. K.