Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 24
Caufaborg Sjá bls. 8. Ballett Sjá bls. 10. 34. tbl. — Laugardagur 11. febrúar 1961 Varðhundur til gæzlu við Borgarskála Höfuðveikur sjólibi í land á Seyðisfirði EIMSKIPAFÉLAG íslands hefur nú snúið sér til bæjar- yfirvaldanna og sótt um leyfi til þess að hafa varðhund til gæzlu á 4 hektara vöru- geymsusvæði við hinar miklu vöruskemmur félags- ins í Borgarskála við Borg- artún. Smáþjófnaðir Allt er þetta stóra svæði vel upplýst eftir að dimmt er orðið, og hefur það vafalaust hindrað stærri þjófnaði. Aftur á móti eru smáþjófnaðir mjög tíðir. — Menn komast inn fyrir girðing- una, og stela þá helzt einhverju smávegis. Oft er stolið úr bíl- um og öðrum farartækjum og ýmsum smávörum. Rannsóknar- lögreglunni er alltaf tilkynnt um þessa þjófnaði. ^ Hjá lögreglustjóra Lögreglan mun fyrlr nokkru hafa bent Eimskipafélaginu á, að eina leiðin til þess að sporna við þessum síendurteknu smá- þjófnuðum sé að félagið fái leyfi til þess að hafa varðhund á Borgarskálasvæðinu — og megi hann ekki þaðan út fara. Einu lögregluhundamir sem til varðgæzlu duga eru hinir heimskunnu þýzku lögreglu- H.f. Eimskipafélagi íslands seg- ir að gerð muni tilraun til þess að láta þrjú af skipum félags- ins sigla eftir fastri áætlun milli New York — Reykjavíkur og tveggja hafna á meginlandi Evrópu, Rotterdam og Hamborg- ar. Á árunum milli heimsstyrjald- anna tveggja, sigldu öll skip fé- lagsins eftir fastri áætlun, en í síðari heimsstyrjöldinni varð slík röskun á öllum siglingum, að á- ætlunarsiglingar féllu með öllu niður. Eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari hefur Eimskipafélagið hvað eftir annað reynt að hefja áætl- unarsiglingar á ný, en vegna hinna mjög breyttu verzlunar- hátta, svo og með fram vegna skorts á eigin skipum, hefur það ekki tekizt, og allar tilraunir til áætlunarsiglinga farið út um þúf- ur eftir stuttan tíma, að undan- teknum siglingum m.s. Gullfoss, enda er þar fyrst og fremst um farþegaflutninga að ræða, en minna um vöruflutninga með því skipi. Eins og kunnugt er, hefur Eim- skipafélagið eignazt alls 10 skip síðan árið 1948, og af þeim eru sex skip útbúin til frystiflutn- inga. Samtals geta þessi sex skip flutt um 9700 tonn í ferð, eða Varðarkaffi í Valhöll j f dag kl. 3-5 síðd ‘ hundar af Schaferkyni. Á fundi bæjarráðs er haldinn var á mið- vikudaginn, var erindi Eimskips út af hundinum vísað til um- sagnar lögreglustjórans. Með ballest í fyrstu Ameríkuför EINN af blaðamönnum Mbl. brá sér í gærdag, svona milli élja, niður að höfn. Brúarfoss er hér inni, en hann á n.k. þriðjudag að leggja af stað í sína fyrstu Ameríkusiglingu. Hafnarverka- mennirnir sögðu að skipið myndi ekkert hafa áf íslenzkum afurð- um til að flytja vestur til New York. Myndi skipið verða að taka hér heilmikið af ballest, og myndi hún líklega kosta 100—125 þúsund krónur. En ein- mitt nú eru tvö frystiskip önnur að lesta freðfisk vestur til Ameríku, Langjökull og Jökul- fell, og sögðu karlarnir að þau væru einhvers staðar á strönd- inni. í>að var lúmskur grunur þeirra, að þessi tvö skip myndu ekki hafa mikið af vörum heim að flytja að vestan. Ætli þau þurfi ekki að taka ballest í New York?, sögðu þeir og bættu við Brúarfoss mun taka mikið af vör- um og koma sennilega fullfermd- ur þaðan. 75—80 þúsund tonn af frystum vörum yfir árið. Frystiskip annarra félaga munu , er Jöklum h.f. bætist nýtt skip á næsta hausti, geta árlega annazt flutninga á um 65 þús. tonnum af frystum vörum. Er þannig einsætt að frystifloti fslendinga verður hvergi nærri Frarnh. á bls. 23 RANNSÓKNARDÓMARI við sakadómaraembættið glímir nú við óvenjulegt mál. Ung- ur heimilisfaðir hefur lokið smíði á viðbyggingu við lítið hús sitt í úthverfi bæjarins. En efni í þessa byggingu hefur reynzt vera tekið ófrjálsri hendi á ýmsum stöðum, m. a. við hina nýju fangageymslu, sem verið er að reisa hér í bænum. Maður þessi er heimilisfaðir með fjögur börn. Hefur hann viðurkennt þennan þjófnað á hvers konar efniviði og miðstöð í viðbótarbygginguna. Timbrinu hafði hann stolið frá lögregl- unni, sem er að byggja nýjan „Stein“ inni við Suðurlands- braut. Félagi hans aðstoðaði hann við þjófnaðinn og smíð- arnar, og er máli hans lokið og hann laus úr varðhaldi. Full vitneskja er fengin um Seyðisfirði, 10. febr. EFTIR að hafa fengið leyfi Land helgisgæzlunnar, kom brezka freigátan H.M.S. Palliser her inn Ölið til alls- herjarnefndar ÖLFRUMVARPIÐ var afgreitt til nefndar í neðri deild Alþingis í gær. Voru uppi tvær tillögur um nefnd. Flm. lagði til, að málinu yrði vísað til allsherjarnefndar, en Gísli Jónsson bar fram til- lögu um að því yrði vísað til menntamálanefndar. _____ Frumvarpið var afgreitt til 2. umr. með 25 atkv. gegn sex. í>á var borin upp tillaga um að vísa frv. til menntamálanefndar. Var hún felld gegn einu atkvæði, en frv. síðan vísað til allsherjar- nefndar. f allsherjarnefnd neðri deildar eiga nú’ sæti: Jón Pálmason, Björn Fr. Björnsson, Jón Kjart- ansson, Sigurður Ingimundarson, Gunnar Jóhannsson. allt þýfið. Verður maðurinn nú að standa skil á því eftir því sem föng eru á. í>ýfið er allt naglfast orðið í húsbyggingu. — Verður rannsóknardómarinn því að finna leið og taka ákvörðun tim á hvern hátt þessi maður skuli standa skil á þeim verð- mætum, er hann hefur stolið í viðbótarbygginguna. Og spurn- ingin er þá t. d. sú, á hann að selja hana á uppboði og greiða þannig bætur með söluverðinu. Unz rannsóknardómarinn hefur fundið leið í þessu máli, sem tryggir þeim fullar bætur, sem frá er stolið, mun maðurinn verða hafður í gæzluvarðhaldi. Ber við fátækt Þess skal að lokum getið, að maðurinn hafði tekið hið marg- umrædda viðbótarhúsnæði til af nota þegar það upplýstist að efninu til hússins hafði verið stolið. Maðurinn ber við fátækt sinni. Árstekjur hans munu hafa verið rétt innan við 100 þús. kr. á síðasta ári. á fjörðinn og lagðist utan við höfnina, um klukkan 2. Fengizt hafði leyfi til að seja einn af skipsmönnum herskipsins í land vegna veikinda. Að lítitli stundu liðinni kom hraðskreiður vélbát- ur frá freigátunni hér að. í hon- um voru tveir foringjar, annar var læknir. Er þeir fóru í land gekk á mUli þeirra kornungur sjóliði, sá sem veikur var. Hann var fluttur í sjúkrahúsið. Pilturinn heitir Alexander Stoke og er aðeins 17 ára. Það er einhverskonar höfuðveiki sem piltinn þjáir. Læknirinn kvaðst ekki gefa neinar upplýsingar um það til Mbl. hverskonar höfuð- veiki þjáir sjóliðann ung-a, það væri trúnaðarmál sitt og foringj- anna á brezku freigátunni. — Fréttaritari. MacArthur yngri fluttur til Belgíu WASHINGTON, 10. febr. — Douglas MacArthur II, sem ver- ið hefur sendiherra Bandaríkj- anna í Japan síðan í desember 1956 hefur nú verið færður til og skipaður sendiherra í Belgíu. Þegar sendiherranum bárusf þessar fréttir sagði hann: — Eg er mjög ánægður yfir að fara til Belgíu, það er dásamlegt lítið land. Eg hef starfað þar áður og á marga vini þar og hlakka til að endurnýja kynn- in og vináttuna við þá. UNGT íslenzkt tónskáld, Fjölnir Stefánsson, hefur orðið þess mikla heiðurs aðnjótandi, að Al- þjóðasamband nútíma tónlistar ákvað nýlega að láta flytja verk eftir hann á alþjóðatónlistarhá- tíð í Vínarborg næsta sumar. Islenzka tónskáldafélagið er aðili að þessu sambandi og gegn- um það barst íslenzkum tónskáld um boð um að senda tónverk til fiutnings. Munu nokkur íslenzk tónskáld haia. sent verk eftir sig, en tónverk Fjölnis eins urðu fyrir valinu. Þessi tónverk hans eru þrjú sönglög fyrir sópranrödd með píanóundirleik. Eru þau gerð við þrjú kvæði Stein's Steinars í Tíminn og Vatnið. Eru það kvæð- Brezkir toganuí taba vistir Þessar tvær togaramyndir voru teknar í gær á ísafirði. t fyrstu virðast þær ekki sér- lega merkilegar og lítið frétt- næmt við þær. En, gáum nú betur að, — báðir togararnir eru brezkir frá Grimsby. Og báðir komu þeir til ísafjaðar með skömmu millibili. Sá efri heitir Prijtice Phililip, en skipstjóri á honum er maður íslenzkrar ættar, Páll Aðalsteinsson. Hann kom til að láta gera við lítilsháttar meiðsli eins sjómannsins og til að taka ýmiskonar vistir. Neðri togarinn heitir Vivi- ana, einnig frá Grimsby. Hann kom til ísafjarðar til að taka olíu. Happdrætti Háskólans 2. fl. FÖSTUDAGINN 10. febrúar var dregið í 2. flokkí Happdrættia Háskóla fslands. Drengir voru 1000 vinningar að fjárhæð kr. 1,840,000,00. 200,000 krónur komu á hálfmiða númer 6346. Annar hálfmiðinn var seldur í umboði Jóns St. Arnórssonar, Bankastræti 11. 100,000 kom einnig á hálfmiða númer 47917.f 10,000 krónur: 1932, 5162, 5305, 6345, 6347, 11091, 13640, 14735, 26397, 28750, 28983, 32359, 32613, 33588, 35831, 36021, 37594, 38742, 39786, 54507, 56497, 58477. in: A sofinn hvarm þinn, I sól. hvítu ljósi og Eg var drjúpandi höfuð. Tvö íslenzk tónskáld hafa áður fengið verk sín flutt á tónlistar- hátíðum sambandsins, sem haldn ar eru árlega. Arið 1952 var flutt þar Trompetsónata eftir Karl Runólfsson og árið 1956 Síðasta sinn HLJÓMSVEIT bandaríska flug- hersins í Evrópu hélt aðra hljóm leika sína í Austurbæjanbíói | gærkvöldi við geysimikinn fögn- uð áheyrenda. Þriðju og síðustu hljómleikar hljómsveitarnnar verða klukkan 3 í dag. Föst áætlun Eimskip New York - Reykjavík Þrju skip verða í förurn f FRÉTTATILKYNNINGU frá Stœkkaði hús sift úr stolnu efni • > i ••_ M • •• 1 • Prju songlog rjolnis við kvæði Steins valin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.