Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐ1Ð
Laugar(Jj|gyr 11. febrúar 1961'
Utg.: H.f Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðaistræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HINN ÓSVIKNI MÁLMUR
£Jinn ágæti skólamaður, Sig-
urður Guðmundsson,
UKYMim.
Haraldur króu-
prins á erfilt
Vul
HARALDUR, krónprins Nor-
egs, er ástfanginn í ungriv/Sl-'-,
stúlku, dóttur kaupsýslu
manns í Ósló, segir brezka
blaðið Daily Sketsch
Iega. En blaðið bætir
— Það er búið að
Haraldi konungssyni,
hann fái ekki að
stúlkunni, þar sem slík
ing myndi þýða
norska konungdæmisins.
Blaðið nafngreinir stúlk-
una, segir að hún heiti Sonia
Haraldsen og sé 23 ára að
aldri. I»að segir, að Haraldur
kóngssonur hafi fyrst hitt
hana í stúdentaveizlu fyrir ^
þremur árum. Seinna hafa
kn,. ntlcmni. hÍtzt í Skíða
þau oftsinnis
klúbb einum.
★ Konungur áhyggjufullur
Olafur Noregskonungur er
orðinn svo áhyggjufullur yf-i
ir kynnum sonar síns við þessa
stúlku af borgaraættum, að
sem skik giil-
»ýða endalok:
dæmisins. \ s .. * *
off^inir chillr.i -í7,
HARALDUR KRÓNPRINS
Hvort kvœnist hann
hann boðaði föður Soniu á
sinn fund og var stúlkan eftiy
Sottíu eða Soniu
skólameistari á Akureyri,
ræðir í einni af hinum merku
og djúphugsuðu ræðum sín-
um um gildi menntunarinn-
ar fyrir frelsi og lýðræði og
gildi frelsisins fyrir menn-
inguna. Kemst hann þá m.
a. að orði á þessa leið:
„En frelsi og lýðræði fá
eigi til langframa þrifizt
nema með menningarþjóð og
menntaþjóð. Menntun er
fólgin í þeirri hinni réttlátu
dæmigreiningu, sem í athöfn
og breytni greinir aðalatriði
frá aukaatriði, «vikinn málm
frá ósviknum, hégóma og
hismi frá líffrjóum raun-
veruleik og alvarleik. Mennt
un er fólgin í eðlisleikni í
því, að greina hvað er stað-
reynd og hvað er hugarburð-
ur. Menntun er fólgin í virð-
ingu á staðreyndum, mér
liggur við að segja lotningu
fyrir staðreyndum. Án slíkr-
ar menntunar, virðingar og
lotningar verða engar fram-
farir haldgóðar í landinu“.
Þessi orð voru mælt fyrir
tæpum aldarfjórðungi. En
þau eiga vissulega ekki síður
erindi til íslenzku þjóðarinn-
ar í dag en þá. Það er rétt,
sem Sigurður skólameistari
sagði, að hin sanna menntun
er fólgin í virðingu fyrir
staðreyndum. Sá sem afneit-
ar staðreyndum lemur hausn
um við steininn. Hann neitar
að draga réttar ályktanir af
hinu raunverulega ástandi
hlutanna og miðar gerðir
sínar við eitthvað allt annað.
— Slík ráðabreytni getur
trauðla leitt til mannlegrar
farsældar.
Þetta ættum við íslending-
ar að hafa í huga í dag. —
Aldrei er okkur jafnmikil
þörf á því og einmitt nú að
viðurkenna vissar staðreynd-
ir og haga okkur eftir þeim.
Við eigum, eins og hið
brennda barn, sem forðast
eldinn, að varast að stíga
þau víxlspor að nýju, sem
leitt hafa yfir okkur marg-
víslega erfiðleika og hættur.
Ef við viljum heita menntuð
og skynsöm þjóð, ber okkur
fyrst og fremst að læra af
reynslunni, hverfa frá efna-
hagsmálastefnu, sem við vit-
um að hefur haft í'för með
sér sívaxandi verðbólgu,
lækkandi gengi íslenzkrar
krónu og þverrandi mögu-
leika nauðsynlegra framfara
og uppbygginga í landi okk-
ar. —
Ef við minnumst hinna
viturlegu orða Sigurðar
skólameistara, sém vitnað
var til hér að ofan, verður
okkur auðveldara að greina
svikinn málm frá ósviknum,
forðast hætturnar og byggja
efnahagslega og andlega vel-
ferð okkar á traustum og
skynsamlegum grundvelli.
HÆPIN SKATT-
LAGNING
ryrir Alþingi liggja nú tvö
* frumvörp, er varða bóka-
söfn í landinu.
Að því leyti, sem þessi
frumvörp stefna að því, að
efla og byggja upp bókasöfn
er ástæða til þess að fagna
þeim. íslendingar stæra sig
af því að vera hin mesta
bókaþjóð veraldar. Menning-
arleg kjölfesta þjóðarinnar
er fólgin í bókmenntaafrek-
um hennar á löngu liðnum
tíma. Á því fer þess vegna
vel, að slík þjóð eigi góð
bókasöfn, vel skipulögð með
miklum bókakosti. Einhver
kann að vísu að segja, að al-
menningsbókasafna sé minni
þörf nú en áður, þar sem
bókaeign alls almennings
fari mjög vaxandi.
En hjá því verður ekki
komizt, að gagnrýna eitt
ákvæði í frumvarpi því, sem
nú liggur fyrir Alþingi um
bókasafnasjóð. Þar er lagt
til, að lagt skulí 10% álag á
útsöluverð allra blaða og
tímarita, sem út eru gefin á
íslenzku. Dagblöð eru þó
undanþegin þessari skatt-
heimtu. Hinsvegar skal skatt
urinn lagður á ýmiss konar
skémmtisögur, sem gefnar
eru út í heftum eða bóka-
flokkum. Ennfremur skal
greiða 10% gjald af öllum
erlendum blöðum og ritum,
sem einkum flytja skemmti-
sögur, léttan fróðleik og
myndir, og ennfremur af er-
lendum skáldritum, sem gef-
in eru út í bókaflokkum með
sama eða svipuðu sniði.
Þessi skattheimta ef væg-
ast sagt mjög ósanngjörn, og
ótrúlegt er að samkomulag
geti tekizt um samþykkt
hennar á Alþingi. Skattlagn-
ing blaða og tímarita, jafn-
vel bóka í þágu bókasafn-
anna er engan vegin eðlileg.
Hún mun þar að auki hafa
í för með sér hækkað verð-
lag á bókum og blöðum. —
Verður því að vænta þess að
Alþingi felli þetta ákvæði út
úr frumvarpinu um bóka-
safnasjóð.
FISKVERÐIÐ HER
OG í NOREGI
f Tndanfarið hefur allmikið
verið um það rætt, að
fiskverð sé allmiklu hærra í
Noregi en hér á landi. Hafa
kommúnistar einkum fjölyrt
um þetta og talið það sýna
óstjórn íslenzkra fiskimála.
Emil Jónsson, sjávarútvegs
málaráðherra, gaf mjög at-
hyglisverðar upplýsingar um
þetta atriði á Alþingi sl. mið
vikudag. Taldi ráðherrann
það hafa komið í ljós, að
verð hér á fyrsta flokks
fiski, ætti að vera kr. 3,02
til að vera sambærilegt við
norska verðið. En verðið á 1.
flokks fiski hér á landi hefði
nú verið ákveðið kr. 3,11
hæst, eða hærra en hámarks-
verð á 1. flokks fiski í Nor-
egi. —
Þetta eru niðurstöðurnar
af athugun, sem fram hefur
farið á þessum málum. Ef
menn telja þær ekki full-
nægjandi, sem þó er engin
ástæða til að draga í efa, er
ekkert sjálfsagðara en að
frekari upplýsinga verði leit-
að um málið. Mjög æskilegt
er að vita sem mest um afla-
brögð, fiskverð og fiskútflutn
ing frænda okkar, Norð-
manna, sem eins og kunnugt
er, eru ein mesta fiskveiði-
þjóð Evrópu.
það send til náms í Cambridge
í Englandi.
Daily Sketch segist hafa
borið þetta mál undir norska
sendiráðið í Lundúnum. Hafi
talsmaður sendiráðsins svar-
að blaðinu, að ef Haraldur
krónprins vildi giftast stúlku
af venjulegum borgaraættum,
þá væri ekkert vald til í Nor-
egi að banna honum það. En
af slíkri ákvörðun, sagði tals-
maðurinn, að gæti leitt alvar-
lega stjórnarskrárdeilu.
Það gæti komið af stað því-
líkum vandræðum, ef Ölafur
konungur samþykkti gifting-
una, að norska konungsættin
yrði að hverfa frá völdum.
★ Sonía eða Soffía
Daily Sketch segir, að Har-
aldur krónprins geti ekki orð-
ið konungur í Noregi, ef hann
giftist stúlku af norskum borg
araættum. Hér á Haraldur því
erfitt val, milli ástar og
skyldu við föðurlandið. Hann
verður að velja hvort hann
vill giftast Soníu unnustu
sinni og missa krúnuna, jafn-
framt því sem ætt hans myndi
hrökklast frá völdum, eða að
hlýða skyldunni og giftast
Soffiu kóngsdóttur af Grikk-
landi og taka við konungsdómi
eftir Olaf föður sinn.
Að lokum segir Daily
Sketch, að ætlunin hafi verið
að opinbera trúlofun Haralds
og Soffíu Grikkja-prinsessu, í
brúðkaupi Astríðar systur
hans. En því var frestað af
einhverjum ástæðum. Harald-
ur kóngsson stundar nú nám
við háskólann í Oxford í Eng-
landi.
Viðrœður milli de Gaulle
og Bourguiba um Alsír
París, 7. febr. — (Reuter).
HAFINN er undirbúningur að
mögulegum viðræðum þeirra de
Gaulle, Frakklandsforseta og
Habib Bourguiba, forseta Túnis,
sem væntanliega fara fram síðar
í vikunni. Munu þeir ræða Alsír-
málið. Er Túnisforscil á leið til
Sviss til lækninga, en upplýsinga
málaráðherra Túnisstjórnar Mo-
hammed Masmoudi hélt flug-
leiðis til Parísar í dag til þess
að vinna að undirbúningi við-
ræðnanna.
Dagblaðið AS Satoaj í Túnis
skýrir frá því í dag, að Kennedy
hafi látið í Ijós ánægju sína mej
fund þeirra de Gaulle og Bour-
guiba og talið hann vænlegan til
árangurs.
Ekki hefur verið viðhöfð nein
launung á ferð Masmoudi upplýs
ingamálaráðherra, en hann er þó
sagnafár um erindi sitt. Af opin.
berri hálfu í París er sagt, að
Masmoudi muni að öllum lík.
indum ræða við de Gaulle á
morgun og verði góður árangur
af þeirra viðræðum, megi búast
við að de Gaulle sendi Bour.
guiba formleet boð um viðræður
í París.