Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 13
Laugardagur 11. febrúar 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 13 Pröfessor Jöhann Hannesson Frá skolpræsum til hugsjóna 1 GREIN einni í Morgunblaðinu 5. febrúar 1961 er án athuga- semda birt grein um eina af systurkirkjum vorum, sem hefir að geyma svo mikinn óhróður um þessa kirkju að ekki má minna vera en að við það sé gerð nokk- ur athugasemd. Að öðrum kosti er hún til þess fallin að leiða al- menning afvega og spilla milli systurkirkna. 'fí Það er þegar nokkur skýring að höfundur greinarinnar, Axel ■Kielland, hefir einnig verið blaða maður við ,,Dagbladet“, í Osló. ! En sérkenni þess blaðs eru kunn f>ar í lanai, en munu flestum ókunn hér. Skal því fyrst vikið að þeim nokkrum orðum. Blaðið er þekkt að því að skipta sér mik ið af því, sem aflaga fer, bæði í þjóðfélagi, kirkju og stjórn- málum. Það hikar ekki við að úthúða mönnum og stofnunum ®g flytja mál sitt á ofstækisfull- an hátt, þegar því er að skipta. Oft er það vandlátt, en ekki með skynsemd. Dagbladet níddi t. d. norska bændur fyrir slóðaskap í landbúnaðarmálum. Skoraði þá bóndi einn á blaðið að taka við búi hans og reka það. Varð blað- ið við áskoruninni og rak búið um skeið, en tapaði á rekstrinum. Um búrekstur „Dagbladsins“ hef- ir mikið verið ritað og rætt, einn- ig í öðrum blöðum. Hefir þetta verið vinsælt aðhlátursefni víða um Noreg um alllangt skeið. Hins vegar má þó telja blaðinu til gildis að það skyldi taka áskor uninni og það er skoðun höfund- ar þessarrar greinar að einhverj- kt góðir drengir muni starfa við þetta blað, þátt fyrir meginstefnu þess. ’ En ekki væri þetta blað til fyr- irmyndar fyrir blaðamennsku vora, þótt hún sé ekki að öllu leyti góð. Almenningur í Osló befir gefið blaðinu viðurnefnið j.Kloakken", skolpræsið. Og það snafn er ekki nýtilkomið. ,,Hef- irðu náð í Kloakken?" spyrja naenn ’hver annan síðdegis í stræt isvögnum og brautarstöðvum. „Viltu lána mér Kloakken?" segja kunningajar hver við ann- an. Það ætla ég að þetta sé mesta þrætublað á norrænum málum — hins vegar er það ekki þar með sagt að það sé allt af ómerkilegt ■né verst allra blaða. En áfergja þess í æsifregnir hleypur oft með það í gönur og 8. boðorðið virð- ist það hafa fellt úr gildi. Það hikar ekki við að sverta mann- Orð manna og spilla orðstír þjóða «— nota skósvertuaðferðina. Enda nota þorparar sér oft gagnrýnis- skort þess og æsifýsn til þess að bera í það mjög ómerkilega hluti. Hér skal dæmi nefnt. 1 sambandi við Gyðingaofsóknir í fyrra víðs vegar í Þýzkalandi jós blaðið sér yfir ríkisstjórnina í Bonn og hélt ■uppi römmum áróðri til að ala á því hatri, sem enn er að finna — af eðlilekum ástæðum — með- al sumra Norðmanna í garð Þjóð- verja. Þá gerðist það að ,,Dag- bladet“ prentaði eftirmynd af skjali, ef skjal skyldi kallað, með „leynilegum“ skipunum frá Strauss landvarnarráðherra. I ,,skjalinu“ voru skipanir um að Gyðingar mættu ekki vera í her „Vestur-Þjóðverja“. Tilgangur- inn var sá að ná sér sem mest xiiðri á Bonn-stjórninni. Gallinn var aðeins sá að þetta „skjal“ var fölsun, gerð af kommúnist- um og afhjúpuð þegar á árinu 1957. Þetta vissu blaðamenn við önnur blöð. Þá sýndi sig að „Dag- bladet" hafði gerzt auðtrúa hand- bendi fyrir áróður kommúnista. Sá var þó ekki tilgangur þess. En hatrið og æsifýknin gegn Vestur-Þjóðverjum hafði hlaup- ið með það í gönur. Skrif blaðsins í kirkjunnar garð eru af sama toga spunnin. Skrif Kiellands sem birt var og vitnað er til hér í garð norsku kirkjunnar sver sig í ættina við þessar aðferðir. Ekkert blað á Islandi er jafn illviljað í kirkj- unnar garð nema ef.vera skyldi „Þjóðviljinn". Það verður að segja um flest íslenzk blöð að þau eru fús til þess að láta kirkj- una njóta sannmælis og taka við greinum bæði með og á móti. Nytsemi skolpræsanna Skolpræsi eru nauðsynleg sér- hverri borg, sem hrein vill telj- ast. Þeir menn, sem leggja þau og halda þeim hreinum, eru oss ómissandi. Og illa er farið þeirri borg þar sem skolpræsi stíflast iðuglega. Eg hef dvalið í smá- borgum og komið í þorp þar sem skolpræsi voru opin. Það veldur illum þef. Heppilegast mun nú talið að þau séu lokuð og séð sé um að þau stíflist ekki. Nú hafa sum blöð tekið sér skcúpræsin til fyrirmyndar, nokk- ur hin opnu, önnur hin lokuöu ræsi. Hafa bæði til síns ágætis nokkuð, en um bæði gildir að þau æitu helzt ekki að stífiast. Kirkjunnar menn dei.'a, stjórn- málamenn og rithöfundar. Haft er eftir einum rithöfundi um annan: „Munurinn á honum og mér er sá að ég fer ofan í skolp- ræsin til að hreinsa þau, en hann fer þangað tii að baða sig“. Þriðji möguleiki er einnig fyrri hendi: Að draga aðra menn nið- ur í skolpræsin til að að baða þá. Borg Guðs — kirkjan — hefir einnig sín skolpræsi, sem þarf að halda „hreinum“. Menn þurfa að halda sál sinni hreinni og til þess að svo megi verða í kirkjunni, þarf einnig að hreinsa henarr skolpræsi þegar þörf krefur. Þetta skildu þeir einnig, lista- menn í heiðnum sið — og spek- ingar — að sálin þarf hreinsunar við. Má hér til nefna Aristóteles, Kung-tze, Lao-tze og fleiri. En enginn skildi betur nauðsyn þá. sem er á hreinsun sálarinnar en Drottinn vor Jesús Kristur, sem hóf starf sitt opinberlega með því að kalla menn til iðrunar, því himnaríki er í nánd. Þessvegna ber að fagna sérhverjum manni, sem til iðrunar kallar, svo sem samverkamanni — ef hann kall- ar á þeim sömu forsendum og Drottinn kallar í sínu orði. En kall til iðrunar er ekki sama sem rógburður um menn og málefm. Hið fyrra er ofan að. h:ð síðara er neðan að og þótt hvorttveggja heyrist hér á jörðu, þá er hér óbrúanlegt djúp á milli. Niðurian xrá liugsjónum Ibsens Sú var tíðin að Ibsen var uppá- halds leikskáld Islendinga. Ahrif hans um heim allan hafa mönn- um holl verið á ýmsa lund. Hvorki vildi hann að menn létu gera sig að þrælum, halda sér í þrældómi né horfa þegjandi á að mönnum væri þannig haldið. Hann kunni að vísu að „hreinsa skolpræsi“, t. d. í Afturgöngun- um, Þjóðníðingnum o. fl., en hann fór ekki með menn þangað til þess að ata þá út. Þess vegna finnum vér verk hins mikla manns um víða veröld, allt inn til sveita í Kína, í hafnarborg- um Indlands, í heimspekiritum vestrænna snillinga. Nú una sér þó margir niðri í „skolpræsun- um“ og vilja baða sig þar og börn sín. Mikið niðurfall er frá Ibsen til þess Kiellands, sem reynir að svívirða sína eigin kirkju eins og hann gerir í téðri grein. Þar er komið niður í lélega sölu- mennsku á fordómum — og vona ég að hann skilji þetta á norrænu. Svo auðvirðilegt plagg sem þetta hefði hinn gamli meistari Ibsen aldrei sent frá sér. Hér í grein- inni talar maður, sem þykist að vera að gera grein fyrir því, „sem gerist á bak við tjöldin innan kirkjunnar". Þar á allt að vera fullt af angist og ótta — við hvað? Við helvíti. Þeir skipta mörgum hundruð- um þeir menn, sem ég hef kynnzt af þessarri kirkju. Þeirra góðu verk eru kunn víða um lönd. Eg hef heyrt fjölda af ræðum þeirra og að minnsta kosti verið með sumum þeirra á samkomum og bænastundum, sem eru eitthvað I BOGASAL Þjóðminjasafnsins hefur ungur teiknari efnt til syn- ingar á verkum sínum. Elías B. HalldórssOn er maður, sem lagt hefur stund á teikningar að und- anförnu, bæði hér heima í Hand- iðaskólanum og einnig í Kaup- mannahöfn. A sýningu Elíasar eru að sinni nokkrar krítarmynd- ir og kolateikningar, en meiri hluti sýningarinnar eru myndir gerðar með penna og tússi. Þetta er í fyrsta sinn, sem Elí- as B. Halldórsson efnir til sýn- ingar á verkum sínum, svo að r.okkru nemi. Hann hefur að vísu áður sýnt nokkrar teikningar í glugga Morgunblaðsins, en nú gefst miklu betra tækifæri til að sjá, hvað í þessum unga teikn- ara býr. Hann vinnur verk sín snyrtilega og virðist á stundum á annað þúsund. Og fegurra myndi orðbragðið verða hér á landi ef allir nefndu helvíti eins sjaldan og þeir. Líf þeirra er mót að af allt öðrum hugsjónum en höfuudur gefur í skyn. Hann nefalr eitt norskt nafn, Monsen. I kirkjulegum fræðiritum um xírkjur Norðurlanda — stórum ritum í mörgum bindum — er þetta nafn ekki að finna. Hins vegar er nafnið að finna í sam- bandi við einn af sértrúarflokk- unum þar í landi og má vera að átt sé við þann mann. En það er skolpræsa-blaðamennska að láta líta svo út sem hann sé fulltrúi þeirrar kenningar, sem norska kirkjan flytur. Rithöfundurinn lætur svo sem hann sé að berjast gegn „helvít- iskenningu", en hann gerir það slælega. Hann minnist hvergi á þá vítiskenningu, sem nú veður yfir löndin (en sum norsk rit hafa þó gert að umtalsefni). Sam- kvæmt henni er tíminn ekki náð- artími og sumir fyrirfram útilok- aðir frá því að verða Guðs börn. Þeir, sem vasklegast hafa fram gengið í að flytja mér og mínum vítis-kenningu, eru hvorki prest- ar né trúboöar, heldur leikrita- höfundar og leikarar, einkum gegn um útvarpið. í sumum leik- ritum rignir hvers kyns blóts- yrðum, formælingum og sjukleg. um æsingsópum yfir börn og unglinga. „í þessu leikriti voru leggja of mikið upp úr smáatr- um. Ef til vill vinnur hann verk sín of mikið og snurfusar, svo að sjálf hin teiknaða lína veikist og átakið milli svarts og hvíts verður ekki nægilega kröftugt. En það er mikil tilfinning fyrir svartlist í þessum teikningum, og það mætti segja mér, að Elías ætti eftir að ná sér betur á strik, þegar hann fær tækifæri til að vinna að svartlist. Það er ýmis- legt, er bendir til þess, að ein- mitt á því sviði séu hæfileikar hans hvað ljósastir. Það er hógvær og aðlaðandi blær yfir þessum verkum, en ekki geta þau talizt stórkostleg. Það er heldur ekki sanngjarnt að krefjast of mikils af svo ungum cg óreyndum manni. En það er margt, sem mér líkar vel við allir menn vondir“. Það er stutt* ur, en skýr leikdómur, kveðin* upp af barni — og sannari mörg* um sölumennsku-leikdómi ,,Sækj ast sér um glíkir, saman níðing- ar skríða", segir í fornri vísu um vald hins illa. Þannig telj» Norðmenn að auk allra sorp- blaða, seljist um 6 milljónir sorp- bóka árlega í landi þeirra. Verðhækkun sorpsins Þegar leikhús taka eitthvaS kirkjulegt efni til meðferðar, þá virðist það yfirleitt vera eitthvað sem illa hefr farið í kirkjunni. Leiklistin var í fóstri hjá kirkj- unni og vill gjalda launin. Þetta kann að liggja í eðli nútímalist- ar, a. m. k. virðist svo vera. Því það, sem raunverulega er Kristi líkt og hefir eilífðar gildi, virð- ist ekki vera viðráðanlegt list- inni nú. Og þá þegja menn um það, en vilja heldur „skemmta skrattanum", eins og máltækið segir og skemmta sér með hon- um, njóta þess, sem segir í Ags- borgarjátningunni ,,að í þessum heimi eru margir hræsnarar og syndarar innan um trúaða“ (8. grein), þ. e. í kirkjunni. Eins er einnig skiljanlegt að í leiklistinni lendi líka talsvert af sorpi inn- an um listina og listin verði að taka það leiða hlutverk að sér að hækka það í verði. Þannig telur höfundurinn það engu máli skipta hvort Kristur hefir verið til eða ekki né hver hann er. Þó ályktar hann um þjóna Drottins að þeir eigi einn- ig, þegar skyldan kallar, að fylgja dæmi hans“. Hafi hann ekki verið til, þá má alveg eins fylgja dæmi Rauðhettu eða ein- hverrar annarrar ævintýraper- sónu. Hafi hann ekki verið sá, sem hann sagðist vera, þá er eng- inn skuldbundinn til að fylgja Framh. á bls. 17. þennan unga teiknara og ég hafði gaman af að skoða verk hans á þessari fyrstu sýningu Elíasar. Ein lítil og látlaus teikning, sem ber nafnið „2. desember“, finnst mér bera þess vitni, að hann eigi eftir að gera faílega hluti. Það er annars skemmtilegt til þess að vita, að ungir listamenn skuli hafa áhuga á svartlist. Sag- an er sú, að svartlist hefur ekki verið stunduð að nokkru ráði enn sem komið er hérlen^is. Ohætt er að hvetja fólk til að skoða þessa sýningu Elíasar B. Halldórssonar. Þar er á ferð ung- ur listamaður, sem hefur nokkuð sérstæðan hugmyndaheim og vek ur athygli. Vonandi fær hann tækifæri til að stunda svartlist, svo að hæfileikar hans fái að þróast. Valtýr Pétursson Sýning Elíasar B. HaSSdórssonar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.