Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAfílF Laugardagur 11. febrúar 1961 HINN B. MARZ 1660 ruddist Christiern Prigge inn á skrif- stofu tollþjónustunnar í Gauta- borg og tilkynnti, að hann kvöld ið áður hefði komið með skip sitt hlaðið matvælum frá Stral sundi. Skipið hafði vakið mikla eftirtekt, þegar það brauzt gegnum ísinn í Álvsborgarfirðin um, framhjá virkinu Álvsborg á leið sinni upp eftir Gautelfi. Þegar skipið lagðist fyrir akkeri á skipalæginu við Gautaborg hafði ísinn hindrað skipakomu í nákvæmlega tvo mánuði. Mat- vælin voru því mjög velkomin fyrir hina 5000 íbúa, sem byggðu borgina. Á skrifstofu . tollgæzlunnar fékk Prigge þær upplýsingar, að nýr konungur hefði tekið við völdum í Svíþjóð meðan hann var í burtu, — hinn fjögurra ára Karl XII. Aðeins nokkrum vikum áður hafði Kanl Gustav X., sem kallað hafði þingið til Gautaborgar til umræðna um hin ólánssömu stríð við Pólland og Danmörku, dáið eftir stutta sjúkdómslegu í bústað sínum í borginni. Það var sem sé en,gin stórborg, sem hafði fengið heið urinn af heimsókn þessara tign ustu herra ríkisins og sem hafði upplifað miklar umræður og heilabrot þingsins um helgiat- hafnir við upphrópun nýs kon- ungs. í augum Prigge skipstjóra og áhafnar hans, sem á ferðum sínum höfðu séð margar stærstu hafnir Evrópu, hlýtur Gauta- borg við fyrstu sýn að hafa boð Kristine-kirkja eða þýzka kirkjan köiluð í daglegu tali. Gautabory Hér birtist fyrsta af nokkrum greinum um sögu Gauta- borgar. Þetta er saga næst stærstu borgar Svíþjóðar — borgar, sem í dag er miðdepill hinna fimm Norðurlanda, enda oft kölluð höfuðborg Norðurlandanna vegna legu sinnar. — Greinarnar eru skrifaðar af Guðmundi Þór Pálssyni, fréttaritara Mbl. í Gautaborg, sem hefur stuðzt við sögulegar heimildir, samanteknar af sænskum blaða- manni, Stig Dymling. ið af sér góðan þokka. Frá skips borði sáu þeir móta fyrir útlín- una borgarinnar í vetrarmóðunni. í norðri sáu þeir móta fyrir Kvarnberget og fyrir rótum !þess Krónuhúsið, e*i það var þar sem Karl Gustav X. hafði haldið þingfundina, — turna þýzku kirkjunnar og sænsku kirkjunnar. í suðurátt blasti við þeim önnur hæð, þar sem nakin eikartrén prýddu hlíðam ar fjölbreyttum myndum stofna og greina. Ólík öðrum borgum. Og þó, — þegar þeir komu í land og litu borgina sáu þeir að hún ver ekki lík neinni annarri i landinu, og þannig hafði hún mikil og sterk áhrif á þá, Vold ugur virkisveggur sló traustan hring um borgina og hin mörgu útvígi litu þá sem óvelkomnir voru þungu og óvingjarnlegu augnaráði. Fólkið lifði af verzl un. Gautaborg var lengi vel eina höfn landsins á vestur- ströndinni, — staðsett á hinum mjóa kíl sem Vástergötland rak inn á milli Hallands og Bohus- léns, sem tilheyrði Danaveldi til áranna 1643 og 1653. Gegnum þetta nálarauga fóru skipia hlað in timbri og járni út á heims- markaðinn og komu aftur hlaðin salti, vefnaðarvöru og ýmsum matvælum — lengi vel Dönum til sárrar skapraunnr. Það sem gerði Gautaborg öðruvísi en aðrar borgir i land inu voru skurðirnir og hir. rétt hyrndu hverfi í skipulagnmgu borgarinnar. Stóri hafnarskurð- urinn, sem lá fá skipalæginu í áustri skarst í sundur af Eystri og Vestri hafnarskurðunum. i^reiðanlegt var að skurðirnir minntu skipstjórann á hollenzk ar borgir. Meðfram skurðum þessum höfðu tignustu borgar arnir reist hús sín. Næst skipa læginu var stórt steinhús með stórum skreyttum inngang;, byggt af Lennart Thorstensson, sem var marskálkur Gustavs Adolfs II. í því húsi hafði Karl Gustav X. sofnað út af, burt frá öllum stríðsáhyggjum. Við hinn enda hafnarskurðarins, í grennd við borgarhliðið, hsfði ríkisráðið Per Brahe byggt sér stórt hús. Þetta var eins og hús flestra annarra úr timbri, og hvað það snerti, Vakti það kann ,ske erkki neina hrifningu út- lendingsins. Já, meira að segja ráðhús borgarinnar við Stóra torgið var timburhús. Hollenzkir skipulagssér fræðingar. Einhver gamall íbúi borgar- innar hefði 1660 getað sagt út- lendingunum að 40 árum áður hafi svæði það sem borgin nú stóð á verið ein andstyggileg leirleðja. Árið 1619 hafði Gustav Adolf II. bent á þennan stað sem nappilegastan fyrir borgar- stæði fyrir bovg þá. sem átti að verða mikilvægust í vestn.’lió. Hf.Jfnzkir sk,vui ssérfræðng ar vcu kallaði til. HollenzKum verzlunarmönnum og bændum var ásamt Skotum og Þjóðverj um boðið að hjálpa Svíum við að koma líii í borgina, sem brátt byrjaði að vaxa upp úr leir- leðjunni. Skurðirnir urðu spennandi verkefni fyrir verkfræðingana. Mörg skðflustungan var tekin úr leirnum og borin brott, og með an á verkinu stóð héldu hestar skurðunum vatnsfríum með því að ganga fyrir vatnsdælunum. Reglulega vel er varla hægt að segja að verkið hafi gengið, — skriður gerðu til dæmis þá áætlun að engu að gera höfn- ina nógu stóra til að geta einn ig tekið við stærri skipum. Sá gamli gæti einnig sagt frá þeirri borg, sem áður gekk i stað Gautaborgar, — Gamla Ljósm.: W. Goldbach. Lödöse, sem lá dagleið frá hafi upp eftir Gautaelfi, og hafði ailt frá 11. öld verið þýðingarmikili miðpunktur verzlunar í 300 ár eða þangað til Nyja Lödöse, &em lá lengra niður með ánni tók við. En þessi bær lá illa við og Gustav Vasa flutti hana þvi 1547 til árósarins í skjóli gamla virk isins Álvsborg og fékk bænum nafn af verkinu og kallaðist Álvsborg. Danir brenndu bæ- inn hinsvegar niður 16 árum seinna og íbúarnir fiuttu aftur til Nyja Lodöse. Hinu megin ár- innar á móti virkinu stofnaði Karl IX. árið 1603, með aðstoS h.ollenzkra sérfræðinga, fyrstu Gautaborg. Átta árum seinna tóku Danir borgina eins og gömlu Álvsborg. Með einni millj. ríkisdala gátu Svíar þó leyst út borgina og þar með útgönguleið ina í vesturátt. Þegar borgin sama ár byrjaði að rísa af grunni voru íbúar Nyja Lödöse og gömlu Gautaborgar þvingaðir til að búsetja sig þar. Hollenzk og þýzk áhrif Lengi gætti áhrifa hinna hol- lenzku, þýzku og skozku inn- flytjenda og auk sænskunnar voru bæði þýzka ^og hollenzka opinber mál. Lóðir borgarinnar voru mældar eftir hollenzku máli og „executor" ráðhúsrétt- arins bar titilinn „skult“ sam- anber hollenzka orðið „schout“, En í þeirri borg, sem Prigge skip stjóri var gestur hafði annar ættliður tekið við og þó aS sambandið við heimalandið væri gott var þessi ættliður í sál sinni meira sænskur en t.d. hol- lenzkur eða þýzkur. Veturinn. sleppti brátt hinu ískalda heljar tæki sínu um borgina. Göturnar þornuðu. í aprílbyrjun fór hin konunglega sorgarganga í hina löngu og seinlegu ferð til Stokk hólms. Með henni hurfu siðustu tignu gestirnir frá Gautaborg. Lífið í borginni tók brátt á sig aftur þann blæ, sem það hafði áður. Borgarforsetarnir þrír urðu aftur þýðingarmiklir herr ar og rifrildi frúnna varð aft- ur aðalatburður dagsins. Þegar ísinn svo hvarf komst líf í verzl- unina. Járn og timbur kom með litlum bátum niður ána, — skút urnar, sem legið höfðu yfir vet urinn í hafnarskurðunum sigldu á haf út .Prigge skipstjóri stýrði, einnig, skipi sínu frá skipalæg- inu út á nýja ferð. f fjarlægð sá áhöfnin útlínur gamla virkis ins í Álvsborg hverfa sjónum. G. Þór Pálsson. Kronuhusið, þar sem Karl Gústav X helt þingfundi sinn j Gautaborg. Byggt um 1650. Tveir rússneskir togar- ar fórust á Norðursjó í LOK janúar sl. fórust tveir rússneskir togarar við Hjalt- landseyjar og á Norðursjó. Gerðist þetta í fárviðri, sem fór yfir hafið milli Bret- lands og Noregs. Fréttir af þessum atburð- um voru þá á ýmsan hátt óljósar, en í síðasta hefti af Fishing News hirtist ýtar- legri frásögn af skipsköðum þessum. Við Hjaltiand Fyrri togarinn nefnist Oleven- od og fórst hann í roki og brimi við eyna Yell í Hjaltlandseyjum. í fyrstu vair talið að öll áhöfn skipsins 20 eða 25 menn hefðu farizt en síðar hefur rússneska sendiráðið í London tilkynnt, að 12 manns hafi verið bjargað úr flakinu. Fyirstu fregnir af * skipskaða þessum komu í skeyti frá rúss- neska móðurskipinu Kazalink kl. 6.15 á föstudaginn. Var vind- hraðínn þá 75 mílur á klst. Erfitt var að skilja Rússana, en þó mátti greina, að þetta var neyð- arkall og að skip myndi vera í sjávarháska við Yell-eyju. Björg unarliðið í Lerwick ákvað að senda björgunarbát af stað. Bátnum var hrundið á flot og siglt um fjalliháar öldur norður á bóginn. En kl. 8 tilkynnti móð- urskipið Kazalink, að ekki væri lengur þörf fyrir hjálp. Engin skýring var gefin og ekkert get- ið um það þá hvort tekizt hefði að bjarga mönnum af skipinu. Togari frá Aberdeen var á sigl ingu nálægt Yell-eyju. Hann sendi út skeyti um að hann hefði fundið tvo björgunarfleka á floti tvær sjómílur norður af Yell-eyju. íbúar á Yell-eyju sáu kl. 10 um morguninn, hvar rússneski togarinn lá, stóðu aðeins upp úr endarnir á siglutrjám skipsins. Var greinilegt að hann hafði borið upp að hættulegum skerj- um sem þarna eru. Björgun útilokuð Strandgæzlumaðurinn á Yell- eyju hélt því fram, að það væri ómögulegt, að mennirnicr af tog- aranum hefðu bjargazt. Taldi hann að þetta hefði verið versti ef oSnrínn rtó fii til að stranda skipi sínu. Menn á eynni ímynduðu sér, að rúss- neski togarinn hefði ætlað a8 fara í var bak við eyna, en siglt of nálægt landi. Þennan sama dag tilkynnti pólskur togari, Vidava, að annar rússneskur togari hefði farizt á Dogger-banka í Norðursjó, Pólski togarinn skýrði frá þessu, er hann var kominn í var undir Jaðri í Noregi. Pólski skipstjór- inn sagði, að það væri útilokað að nokkur maður af þessum rússneska togara hefði komizt af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.