Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 3
Miðvik'udagur 15. febr. 1961 MORGVNBLAÐIÐ Sjóliðinn stígur á land STAK8TEII\[AR Merkjasala Rauða Krossins í DAG, öskudaginn, er hinn árlegi merkjasöludagur Rauða- kross tslands og verða merk- in seld um allt land. Undan- farin ár hafa yfirleitt rúmiega 2 þús. börn selt merki félags- skaparins á öskudaginn og eru foreldrar hvattir til að leyfa börnum sínum að Ieggja honum einnig lið að þessu sinni. Rauði krossinn viil brýna fyrir for- eldrum að sjá um, að börnin séu vel búin. Öllum börnum, sem selja merki er boðið í kvik- myndahús og þau börn er flest merkí selja fá bókaverðlaun. Merkin verða afhent á 19 stöð um víðsvegar um bæinn og (hefst afhending þeirra kl. 9.30, en hana annast hundruð stúlkna úr Kvennaskóla íslands, Hús- maeðraskóla Reykjavíkur og Hjúkrunairkevnnaskóla íslands. ★ , Rauði-Kross íslands hefur unnið mjög merkt starf hér x bæ og út um land eins og öllum er kunnugt. Sem dæmi um starfsemi Reykjavíkurdeildarinn er má nefna að hún hefur haft 3 sjúkrabíla í gangi að undan- förnu og nýlega keyptur sá fjórði og kostaði hann mikið fé eða um 200 þús. kr. Sl. sumar dvöldu 267 börn á þremur stöð- um á vegum Reykjavíkurdeild- er R. K. í„ Deildin hefur haldið námskeið til að kenna almenn- ingi hjálp í viðlögum og sl. sum- ar kom hinn kunni sænski læknir dr. Arne Ruben hingað til lands á vegum R. K. í. og Reykjavíkur deildarinnar og kenndi mörgum og kynnti hina nýju blástuirsað- ferð til lífgunar úr dauðadái. Merkjasalan á öskudaginn er eini fasti tekjustofn Reykjavík- urdeildarinnar og eru bæjarbúar hvattir til að bregðast vel við og styrkja hið gagnlega og óeigin- gjarna starf. Afhendingarstaðir merkjanna Merki Rauða-Krossins verða seld á alls 70 stöðum á landinu. í Reykjavík verða þau afhent á eftirtöldum stöðum: Vesturbær: 1. Skrifstofa R.K.Í., 2. Skóbúð Reykjavíkur, Aðalstr. 8, 3. Efnalaug Vesturbæjar, Vest urgötu 53, 4. Kjötbúð Vestur- bæjar, Bræðrab.st. 43, 5. Sunnu- búðin, Sörlaskjóli 42, 6. Síld og Fiskur, Hjarðarhaga 47. Austurbær A: 7. Fatabúðin, Skólav.st. 21a, 8. Axelsbúð, Barmahlíð 8, 9. Silli og Valdi, Háteigsv. 2, 10. Háagerðisskól- inn, 11. Austurver, söluturn, Skaftahl. 24, 12. Sveinn Guð- laugsson, Borgargerði 12, 13. Elís Jónsson, Kirkjuteig 5, 14. Skúlaskeið, Skúlag. 54, 15. Xþróttahúsið að Hálogalandi, 16. Garðabúðin, Asgarði 20—24, 17. U.M.F.R. við Holtaveg, 18. K.F.U.M., Kirkjut. 33 19. Laugarásbíó. Þessar myndir tók Leifur Har- aldsson á bryggjuni á Seyðisfirði sl. föstudag, er komið var með Stoke í land úr Palliser — í létta báti herskipsins. Stoke er annar frá hægri í bátnum, annar sjó- liði heldur um handlegg hans. Skeggjaði maðurinn aftar í bátn um er skipslæknirinn. Seyðis- firðingar standa á bryggjunni og fylgjast með því, sem fram fer. A neðri myndinni er Stoke að ganga upp bryggjuna. Skipslækn irinn gengur rétt fyrir framan hann. Rómaði læknirinn á Seyðisfirði mjög kurteislega framkomu Bretanna og þegar Palliser var aftur í hafi sendu þeir honum skeyti og þökkuðu honum fyrir hversu vel hann tók á móti Stoke. — Sveinn. Blaðið spurðist fyrir um pilt- inn hjá brezka sendiráðinu í gær, og fengust þær upplýsing- ar að hann væri kominn í bæ- inn, liði nú orðið vel og mundi fara flugleiðis til Englands ein- hvern næstu daga. Happdiættislón ríkissjóðs 75.000 krónur 119895 40.000 krónur 132105 15.000 krónur 1770 10.000 krónur 8543 85771 120500 5.000 krónur 45006 71412 87834 107896 2.000 krónur 22162 30302 50482 54102 62612 78113 90707 93695 98693 101695 111549 114557 118856 133327 146946 1.000 krónur 10873 13458 40642 41474 43311 48559 49746 50432 53936 54571 57792 83303 85365 87421 96034 110009 114787 115029 117437 123103 125916 129185 133671 136272 500 krónur 83 533 586 1032 1740 3290 417? 5258 8230 8675 8880 9619 10965 11589 13284 14561 15686 16332 16730 17872 18014 18466 19043 19459 21545 23340 23635 24329 26062 26436 2942? 29744 30425 30947 31325 34032 36963 40250 41245 44297 44799 48681 48737 48982 54139 55452 56308 56371 57977 60858 61695 61712 63439 63579 63638 63758 65102 67008 67741 70911 Framhald á bls. 19. „Fjármálaóreiðan“ í kommúnistaflokknum Eins og menn sáu í Morgun- blaðinu í gær, neita leiðtogar kommúnistaflokksins því, að um fjármálaóreiðu sé að ræða innan flokksins. Morgunblaðið telur heimildir þær, sem það hafði fyrir frétt sinni, vera traustar, enda er það almanna- rómur meðal flokksmanna í kommúnistaflokknum, að mikil fjármálaóreiða ríki þar, og ekki hafi fengizt uppgjör fyrir hina og aðra starfsemi flokks- ins i laga tíð. Morgunblaðið gleðst hinsveg- ar yfir því, að leiðtogar komm- únistaflokksins lýsa yfir, að Ingi R. Heigason eigi ekki sök á óreiðunni, enda á blaðið ekk- ert sökótt við hann persónulega. En athyglisvert er, að Þjóðvilj- inn birtir í gær aðra yfirlýs- ingu frá Framkvæmdanefnð Sósíalistaflokksins en Morgun- blaðinu var send. 1 henni segir m. a. orðrétt: „Ingi R. Helgason er áfram fram kvæmdastjóri Sósíalistaflokks- ins, eins og hann hefur verið undanfarin ár og nýtur í þeim störfum óskoraðs trausts, en lionum lxefur nú verið veitt að- staða, eftir ósk sinni til að geta helgað stjórnmálabaráttunni krafta sína meira en hingað til, meðal annars með því að þurfa ekki að standa i þeim stöðugu tímafreku fjársöfnunum, sem halda uppi starfsemi flokksins og Þjóðviljans“. Samkvæmt þessu hefur Ingi R. Helgason látið af þeim þætti framkvæmdastjórastarfsins, sem varðar fjármál flokksins. Þannig játar Þjóðviljinn réttmæti fregn- ar Morgunblaðsins að nokkrum hluta, sama daginn og komm- únistaflokkurinn mótmælir henni í heild í þeirri yfirlýs- ingu, sem hann sendi Mbl. til birtingar. Þess ber einnig vel að gæta, að Morgunblaðið sagði aldrei, að Ingi væri valdur að hvarfi peninga frá flokknum, heldur einungis að hann hefði hætt störfum í sambandi við rannsókn þessa máls. Að stefna Ingi R. Helgason ritar einnig grein í Þjóðviljann í gær og segir þar, að hann hafi stefnt Morgunblaðinu fyrir meiðyrðí. Nú vill svo til að grein Inga er uppfull af ærumeiðingum og að dróttunum, sem lítill vandi ætti að vera að fá hann dæmd- an fyrir. Hitt er svo allt annað mál, að ólíklegt er að Mbl. nenni að elta ólar við máls- liöfðun á hendur honum. t grein sinni segir Ingi, að Morgunblaðið hafi neitað að birta leiðréttingu á fregn sinni. Sannleikurinn er sá, að þeir tveir ritstjórar Morgunblaðsins, sem Ingi talaði við, buðu hon- um þegar báðir að birta slíka yfirlýsingu, enda kom hún i Morgunblaðinu sama daginn og Ingi fullyrðir, að birtingu leið- réttingar hafi verið neitað. Mikil fjársöfnun Undanfarna daga hefur farið fram mikil fjársöfnun á vegum kommúnistaflokksins og hefur Ægir Ólafsson einkum staðið fyrir henni. Kommúnistar full- yrða, að fjársöfnunin sé hafin vegna fjármálaóreiðu flokksins og munu vafalaust gera það áfram í sinn hóp, hvað sem Iíður yfirlýsingum Einars OI- geirssonar og Brynjólfs Bjarna- sonar. Hitt getur svo líka hver sagt sér sjálfur, hvort Morgunblað- inu hefði dottið í hug að búa til nefnda fregn. Að þvi þarf eng- um orðum að eyða. «

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.