Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 10
10 MORCUNVLAÐ1Ð Miðvik'udagur 15. febr. 1961 JMrogstttMiifrifr Utg.: H.f Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SPARNAÐUR "VTúverandi ríkisstjórn hefur^ 1 þann stutta tíma, sem hún hefur verið við völd, komið á ýmislegum sparnaði í rekstri ríkisins og stofnana þess. Nokkur dæmi um ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar í þessum efnum sýna að stefnt er í rétta átt. Innflutnings- skrifstofan og skriffinnsku- bákn hennar var lagt niður á fyrsta valdaári stjórnarinnar. Mun það spara um 3 millj. kr. útgjöld á ári. Lagt hefur verið fram frumvarp um sameiningu Áfengisverzlun- ar ríkisins og Tóbakseinka- sölu ríkisins. Verða þessar tvær ríkiseinkasölur fram- vegis reknar undir einni stjórn. Er gert ráð fyrir að það muni spara á 3. millj. kr. á ári. Þá hefur nýlega verið ákveðin skipulagsbreyting á rekstri Keflavíkurflugvallar, sem hafa mun í för með sér verulegan sparnað. Tvær deildir á flugvellinum, flug- umsjón og flugafgreiðsla, hafa verið sameinaðar í eina. Við það fækkar starfsmönn- um um 9. Með þessari skipu- lagsbreytingu sparast ís- lenzka ríkinu samtals 1,2 millj. kr. á ári. Þá hefur verið unnið að því að gera framkvæmd og skipulag strandferðanna á vegum Skipaútgerðar ríkisins hagkvæmari og ódýrari. Spar ast við það allmikið fé En eins og kunnugt er hefur Skipatgerðin undanfarið ver- ið rekin með stórkostlegum halla. Þá hefur eitt sendiráð ís- lands erlendis verið lagt nið- ur í sparnaðarskyni og athug un fer fram á möguleikum til þess að draga frekar úr útgjöldum vegna utanríkis- þjónustunnar. Ríkisstjórnin mun halda áfram að undirbúa frekari sparnað og samfærslu í ríkis- rekstrinum. Ber vissulega til þess brýna þörf. Þessi litla þjóð getur ekki til lengdar haldið áfram að þenja út ríkisbákn sitt og hækka yfir- byggingu þjóðfélagsins. Hún verður að sníða sér stakk eftir vexti og hafa hóf á eyðslu sinni'. í því ber hinu opinber ekki sízt að ganga á undan með góðu eftirdæmi. VANTAR FISK Á BEZTU MARKADI OKKAR ¥jað vantar íslenzkan fisk á * bezta markað íslendinga ur í Ameríku er eftirspurn eftir íslenzkum fiski nú meiri en hægt er að full- nægja. En hér heima er stefnt út í framleiðslustöðvun. — Bátaflotinn í þróttmestu verstöðvum landsins er bundinn við bryggjur. Hin afkastamiklu nýju fiskiðju- ver og hraðfrystihús standa auð og yfirgefin. Við borð lá að Brúarfoss, nýjasta kæli skip íslenzka verzlunarflot- ans, yrði að kaupa grjót eða sand í kjölfestu í næstu ferð sinni til Ameríku, vegna þess að enginn freðfiskur fékkst til flutnings. En úr þessu hefur þó rætzt. Hið nýja og glæsilega 4 þúsund smálesta skip fær 500 tonn af freðfiski og 200 tonn af öðrum vör- um, sem það flytur á Amer- íkumarkað. En þangað vant- ar samt sem áður fisk. Hér heima logar þjóðfélag- ið í verkföllum. Kommúnist- ar og Framsóknarmenn reyna að telja fólkinu trú um, að eina leiðin til kjara- bóta sé að krefjast kaup- hækkana, sem margsannað er að framleiðslan getur ekki risið undir. Svona er ástandið á ís- landr í dag. Eiga kommúnist- ar að ná því takmarki sínu að stöðva framfarir og upp- byggingu hins íslenzka þjóð- félags? MÓÐGA KENNEDY TMrikið hefur víða um heim verið rætt um hinn ný- kjörna forseta Bandaríkj- anna, bæði gott og illt. Mál- gagn Framsóknarmanna hér á íslandi ræðir helzt ekki um hann öðru vísi en í sambandi við samstöðu Fram sóknarmanna og kommún- ista hérlendis. Þótt það sé ekki sagt berum orðum, þá má lesa það milli línanna, að Tíminn telur Kennedy vera Framsóknarmann. Freklegri móðgun hefur þessi heiðurs- maður varla orðið fyrir, þeg- ar hliðsjón er höfð af því, að Tíminn styður dag hvern beint og óbeint heimskomm- únismann. Minnir þetta háttarlag Tímamanna nokkuð á það, þegar kommúnistar eru að nota nöfn látinna ágætis- manna sér til framdráttar og reyna að koma á þá kommúnistaorði, þótt allir viti að þeir hafi verið eins andvígir ofbeldisstefnum og fyrir hraðfrystan fisk. Vest-hugsazt getur. UTAN UR HEIMI Salazar bækistöðvar, enga lista má gera yfir félagatal og fundir þeirra eru bannaðir. ★ En sjöunda hvert ár fá stjórn- arandstöðuflokkarnir örlítinn pólitískan tilverurétt og stjórn Salazars lætur þá ekki undir höf uð leggjast að básúna það út um allan heim, — það er í hinni svo- kölluðu kosningabaráttu, en jafn- vel á því tímabili eru margar hömlur á starfsemi þeirra. Þegar ég háði kosningabaráttu í síðustu forsetakosningum í Portugal, þá leyfði ritskoðunin að eins að þriðja hver yfirlýsing flokks míns væri birt opinberlega í blöðum. Þegar ég kom til borg arinnar Oporto í norðurhluta landsins var tekin af mér mynd, Delgado f 33 ár hefur sami maðurinn verið við völd í Portugal, dr. Oliveira Salazar. Hann tók að sér stjórn landsins, þegar allt efnahagskerfi landsins var á heljarþröm, svo að næst virtist liggja að lýsa Portugal gjald- þrota og biðja Þjóðabandalag- ið að taka að sér fjárreiður ríkisins. Fyrst í stað kom Sal- azar fjárhag ríkisins á réttan kjöl og festa komst á í stjórn- arstörfum. Margir halda því hins vegar fram að einræðis- stjórn hans hafi verið of lengi við völd og er víst um það, að nú á síðustu árum fer and- spyrna gegn stjórn hans vax- andi í Iandinu. Helzti stjórnmálaandstæð- ingur Salazars um þessar mundir er Humberto Delgado, sem var fyrir tíu árum flug- málaráðherra í ‘stjórn hans. Delgado bauð sig fram til for- seta í síðustu forsetakosning- um í Portugal, gegn einum stuðningsmanni Salazars. — Xelja margir að hann hafi ver ið rændur sigrinum með ólög- legum hætti. Fór hann síðan í útlegð til Brasilíu, þar sem Galvao, uppreisnarforingi á Santa Maria hafði sambana við hann. Um það leyti sem Delgado fór í útlegð til Brasilíu skrifaði hann grein þá, er hér birtist um stjórnmálaástandið í Portú gal. Telur Mbl. rétt að sjónar- mið hans fái að koma fram hér þótt á það skuli bent, að í greininni er aðeins sagt frá annarri hliðinni á harðvítug- um pólitiskum deilum. ÁSTANDINU í Portúgal má lýsa með þremur neikvæðum hug tökum: Ekkert frelsi, ekkert sið- gæði, ekkert brauð. Hvað viðvíkur fyrsta atriðinu, — frelsisskortinum, — þá hefur 8. grein stjórnarskrárinnar, sem á að tryggja málfrelsið, í raun- inni verið numin úr gildi. í land- inu ríkir mjög ströng ritskoðun, og blöðin verða að afhenda henni afrit af öllum greinum, áður en þær «ru birtar. Mál hefur verið höfðað gegn einum bezta rithöf- undi okkar, Aquilino Ribeiro, vegna þess, að hann skrifaði raun sæja skáldsögu um líf almennings í norðurhluta Portugal. Það er líklegt að hann verði dæmdur í 8 mánaða fangelsi, auk þess sem hann verður að greiða háa sekt. Stjórnarandstöðuflokkar eiga engan lagalegan tilverurétt. Það er bannað með lögum að skipu- leggja flokksstarf þeirra. Þeir fá ekki skráningu eða viðurkenn- ingu sem lagalegur aðili. Af því leiðir svo, að þeim er ekki fært að leigja skrifstofur fyrir flokks- sem sýndi. þann mikla mannsöfn- uð sem kom til að taka á móti mér í borginni. Þessi mynd hefur síðan orðið fræg. Hún var birt í mörgum útlendum blöðum, en hún fékkst ekki birt í portúgölsk um blöðum. Kosningahneykslið náði þó hámarki, þegar einkaritari minn var handtekinn morgun einn, er hún var að fara að heiman frá mér. Var hún flutt fil bækistöðva leynilögreglunnar. Þeir tóku frá henni bréf þau sem ég var að senda í póstinn og héldu þeim fyrir henni í 3 klst. Það gerðu þeir ekki til þess eins að skrifa niður heimilisfang þeirra sem bréfin áttu að fara til! ★ Hvað viðvíkur öðru atriðinu, siðgæðinu og heiðarleikanum, — þá er það almennt vitað í Portú- gal hversu erfitt er fyrir fólk, jafnvel menntamenn og ýmiskon- ar fagmenn að fá lífvænlega at- vinnu, ef stjórnarvöldin gruna þá um pólitíska ótryggð. Læknir, sem gagnrýnir stjórnarstefnu rík isstjórnarinnar fær ekki stöðu á sjúkrahúsi og enginn fær skipun í ríkisembætti nema hann undir- riti fyrst hollustuyfirlýsingu við ríkisstjórnina. Dæmi um stjórnmálaspillingu eru svo mörg, — óteljandi, að þegar við komumst til valda í Portugal, munum við láta fram- kvæma allsherjarrannsókn á öllu Keking, 7. jan. (Reuter) KOMMÚNISXASTJÓRNIN í Kína hefur gert strangar ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir kaup og sölu á frjálsum marköðum, sem risið hafa upp á nokkrum stöðum í Pekong, þar sem bændur selja ýmsar torfengnar vörutegundir við háu verði. Markaðir þessir stungu sér fyrst niður í Peking fyrir tveim vikum eða svo og sl. laugardag náði hinn stærsti yfir kílómeters vegalengd á stærsta stræti borgarinnar. Þúsundir manna keyptu þar I ávexti, grænmeti, kjöt og fisk án skömmtunarseðla. Menn þráttuðu fram og aftur um verð, en allt seldist mun hærra verði en gerist í sölu- búðum. Yfirvöldin hafa nú ger samlega tekið fyrir þennan kaupskap og hóta handtöku og fangelsisvist þeim, er út af boði hennar bregði. ozors því auðmagni, sem menn hafa komizt yfir á ólöglegan hátt. ★ Það er gamall brandari í hern- um, að segja að liðsforingjarnir þjáist af „coronelite", það er sjúk dómur, sem leiðir til þess að menn séu gerðir höfuðsmenn. En einkenni þessa sjúkdóms eru að liðsforingj arnir eru hamslausir fylgismenn ríkisstjórnarinnar. Út um allt land hefur verið dreift í þúsundatali leyniritum, þar sem landvarnarráðherra Port úgals er sakaður um að hafa gert samninga við vini sína um ýmis- konar framkvæmdir á vegum hersins. Ríkisstjórnin hefur aldrei borið slíkar ásakanir til baka. Henrique Galvao eftirlitsmaður nýlendnanna skýrði frá því í op- inberri skýrslu, að embættismenn irnir í nýlendunum notuðu meira en eigin laun. Þessu hefur ríkis- stjórnin heldur ekki svarað. ★ Þriðja atriðið varðar efnahags- málin, það svið sem Salazar hef ur getið sér mestrar frægðar fyrir á erlendum vettvangi. Við skulum líta á nokkrar tölur. Það hefur verið sagt í gamni í Portúgal að meðalneyzla Portú- gala sé eitt glas af mjólk á dag, lítil ketsneið á viku, þrjú egg á mánuði og einn kjúklingur á ári. Kjötneyzla á mann í Vestur- Þýzkalandi er 50 kg. á ári, en i Portúgal er hún 13,5 kg. í Evrópu löndum notar fólk milli 40 og 60 af launum sínum í mat, en í Portú gal um 75%. í stuttu máli: — Meðaltekjur i Portúgal eru um 9 þúsund íslenzk ar krónur á ári, en meðaltekjur í Bandaríkjunum um 80 þúsund ís- lenzkar krónur. Portúgalski verkamaðurinn verður að vinna í 4 klukkustund- ir fyrir einu pundi af keti, meðan Bandaríkjamaðurinn þarf að vinna í hálftíma og Frakki í tvo tíma fyrir þessu sama magni. Það er því engin furða þótt 58 af hverjum 1000 íbúum deyi úr berklum, meðan samsvarandi tala í Hollandi er 5 af þúsundi. í Portúgal fara 30% ríkisút- gjalda til hersins, en minna en 6% til heilbrigðismála og minna en 10% til menntamála. Afleið- ingin er sú, að í Portúgal er að- eins einn læknir fyrir hverja 1400 íbúa, en meðaltalið í öðrum Evrópulöndum er einn læknir á hverja 600 íbúa. Meðan við höf- um eina hjúkrunarkonu á hverja 3000 íbúa er ein hjúkrunarkona á hverja 400 íbúa í öðrum Evrópu löndum. Afleiðingin af því verð- ur svo enn, að tvær af hverjum þremur konum fá enga læknis- hjálp við fæðingu. Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.