Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 13
Miðvik'udagur 15. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 13 Kristinn Jónsson Möðrufelli — Minning VINUR minn, Kristinn Jónsson frá Möðrufelli í Eyjafirði, and- öðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 6. þessa mánað- ar. Hann var, í gær jarðsettur í heimagrafreit að Möðrufelli. Kristinn var af góðu eyfirzku bergi brotinn, sonur hjónanna Jóns Jónssonar frá Gilsbakka og Ólafar Árnadóttur frá Völlum í Saurbæjarhreppi. —• Foreldrar hans bjuggu fyrst á Dvergs- stöðum, þá í Reykhúsum, Lauga landi-Syðra og Garðsá, en síð- ast í Möðrufelli. Voru þau bæði dugleg og stórhuga. Skömmu eftir fyrra stríð reistu þau í Möðrufelli eitt stærsta íbúðar- hús, sem þá var til í öllum Eyjafirði. Mér er sérstaklega minnisstætt, er Jón í Möðru- felli kom að heimsækja for- eldra mína, en þá gisti hann venjulega að góðum og gömlum sveitasið. Hann var ætíð hress og glaður, hlýr við alla og ein- staklega barngóður. Slíkir menn eru jafnan aufúsugestir. Þau Jón og Ólöf eignuðust sjö börn. Af þeim hópi komust upp: Axelína, gift Arnkeli Björns- syni; Árnína, gift Guðbrandi Isberg, sýslumanni Húnvetn- inga, en hún er látin fyrir nokkrum árum, og svo Kristinn. Hefir það verið þung raim að sjá á eftir fjórum efnilegum sonum, öllum á æskuskeiði. Á búskaparárum Jóns og Ólafar í Möðrufelli var slíkur barna- missir síður en svo nokkurt einsdæmi. Mestur bölvaldurinn var berklaveikin, sem á þeim árum og allt fram yfir 1930 herjaði sveitir Eyjafjarðar. Kristinn Óskar Jónsson var fæddur í Reykhúsum 23. júlí árið 1895. Þaðan fluttist hann ungur með foreldrum sínum að Möðrufelli og ólst þar upp. Vann hann þar að búi foreldra sinna, unz hann tók við því ár- ið 1923. Ári síðar kvæntist hann Jónu Þorsteinsdóttur frá Upsum, hinni mestu greindar- og ágætiskonu. Þau hjónin bjuggu alla sína búskapartíð í Möðrufelli, nema í ein fjögur ár, sem þau voru í Litla- Hvammi. Á heimili þeirra var mikill myndarbragur og vel tek ið á móti öllum, sem að garði bar. Kristinn í Möðrufelli var hið mesta karlmenni, óhlífinn við sjálfan sig, og þoldi illa hyskni af öðrum, sem títt er um dugn- aðarmenn. í mörg ár annaðist hann verkstjórn fyrir Vegagerð ríkisins í Fram-Eyjafirði. Fór honum það starf vel úr hendi og naut hann hylli þeirra, sem hjá honum unnu. Fyrr á árum fékkst hann töluvert við jarða- bætur fyrir hina og þessa, og var vinnudagurinn þá oft ærið langur. Hesta átti hann góða, en þá voru dráttarvélar enn ekki komnar til sögunnar. Kristinn var góður búmaður. Hann bætti mikið jörðina og hafði jafnan mikil umsvif. Kristinn Jónsson var maður einarður í framkomu. Hann sagði hispurslaust skoðanir sín- ar á mönnum og málefnum. Lét hann sig engu skipta hver á hlustaði. Við fyrstu kynni gat mönnum virzt hann nokkuð harður í horn að taka og ó- þjáll. En það breyttist fljótt eft- ir nánari kunningsskap. Hann var drengskaparmaður, sem gott var til að leita. Kristinn var góður heimilis- faðir og sérstaklega annt um framtíð barna sinna og þroska, en þau eru: Gerður, húsmæðra- skólakennari, nú kennari í Nor- egi; Þorsteinn, bóndi í Möðru- felli; Heiðar, bóndi í Ytra-Felli, sem er nýbýli í Möðrufells- landi; Ingvar, verzlunarmaður á Akureyri; Valur, bóndi í Möðrufelli, og Sólveig, sem nú dvelur hjá systur sinni í Nor- egi. Einnig ól hann upp fóstur- son, Ólaf Hrafn, sem nú er húsasmíðameistari á Akureyri. Kristinn fór að kenna van heilsu fyrir 6—7 árum, sem ágerðist með ári hverju. Hinn þungbæra sjúkdóm bar hann af æðruleysi og hafði oft gaman- yrði á vörum, þótt þjáður væri Störf sín heima fyrir stundaði hann meðan kraftar leyfðu, og þar vildi hann helzt vera unz yfir lyki. Eftir að Kristinn missti konu sína, stóð Hólmfríð- ‘ur systir hennar fyrir búi hans með hinum mesta myndarskap. Annaðist hún hann í veikind- unum af stakri alúð. Börnin, sem heima voru, gerðu og það sem í þeirra valdi stóð, til þess að létta honum sjúkdómsstríðið, en milli hans og þeirra allra var mikið ástríki. Með þessum fáu línum vil ég kveðja Kristin í Möðrufelli og þakka honum fyrir mörgu góðu stundirnar, sem við höfum átt saman, bæði á heimili hans og annars staðar, og fyrir vin- áttuna við allt mitt fólk. Minn- ingin um hann mun geymast í Eyjafirði. Jónas G. Rafnar. Bílar, lífskjör og f jölskyldulíf MEÐ vaxandi velmegun þjóða gegnir bíllinn, fjölskyldubíll- inn sívaxandi hlutverki í dag- legu lífi fólks — svo mjög, að bílaeignin er allgóður mæli- kvarði á lífsafkomu hinna ýmsu þjóða. — Óvíða í Evrópu hefir hagur manna farið jafn- ört batnandi á undanförnum árum og í Vestur-Þýzkalandi. Bílaeign landsmanna hefir líka vaxið þar mjög ört — svo aci Vestur-Þýzkaland er nú orðið eitthvert mesta bílaland álfunnar. ★ ♦ í vetrarbyrjun nú voru nær 7 milljónir bifreiða í land- inu, þegar allt var talið. Ef við er bætt öllum mótorhjólum, sem þá voru í notkun, töldust vélknúin farartæki tíu millj. — Fyrir aðeins fimm árum voru í Vestur-Þýzkalandi 28 farþegabifreiðir á hverja 1000 íbúa landsins — en samsvar- andi tala í Bretlandi var þá 54 og í Frakklandi 49. — Nú koma 75 bilar á hverja 1000 í- búa V-Þýzkalands, svo að aukningin er etekert smáræði. Það er svo ekki síður at- hyglisvert, að meira en helm- ingur allra bifreiða í V-Þýzka- landi er í eigú starfsmanna fyrirtækja og verkamanna. ★ ♦ Þjóðverjar þykja yfirleitt snyrtimenni í umgengni og fara vel með vélar sínar og tæki. Það kemur því ekki á ó- vart, að hin v.-þýzka fjöl- skylda lætur sér yfirleitt mjög annt um bílinn sinn og þvær hann og bónar í tíma og ótíma. En hún notar bílinn líka mik- ið, fer t.d. oft í smábílferðir um helgar. — Auk þess sem sívaxandi bílaeign Vestur- Þjóðverja ber vott um aukna velmegunar þjóðarinnar í heild, þykir hún hafa eflt fjöl- skyldulífið mjög, sem ekki er lítils virði, — og jafnframt hafa „bílafjölskyldurnar" öðl- azt meiri þekkingu á landi sínu en áður. Já, það geta ýms ir kostir fylgt því að eiga bíl. Félagslíi Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild 2. flokkur Áríðandi fundur í félagsheim ilinu eftir æfinguna í kvöld. — Rætt verður um komu danska liðsins Lyngby. Mjög áríðandi að allir, sem ætla að æfa í sumar, mæti. Góð knattspyrnumynd sýnd í fundarlok. Stjórnin Framarar Meistara- 1. og 2. fl. Æfing verður á Melavellinum í kvöld kl. 7. Þjálfarinn Skíðaferð í dag öskudag kl. 10 f.h. og kl. 1 e.h. — Af- greiðsla hjá B.S.R. Skíðafélögin í Reykjavík (jKnattspyrnudeil Vals 2. flokkur Æfing í kvöld kl. 8,30. Fundur eftir. Fjölmennið. Stjórnin LOFTUR hf. L JÓSMYNDASTO FAN Pantið tíma í síma 1-47-72. ^Árni Guðjónsson hæstaréttarlögmaður ^ Garðastræti 17 MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Aðalstræti 6, III hæð. Símar 12002 — 13202 — 13602 Fyrirl iggjandi Skábönd. Hvít teigja á spjöldum. Hvítir bendlar. Kr. Þorvaldsson &. Co. heildverzlun Grettisgötu 6 — Sími 24478. Verzlunarstjóri Duglegur og ábyggilegur óskast nú þegar fyrir véla og verkfæraverzlun. Tilboð merkt: „1196“ sendist Morgunblaðinu. I IRELLI Hjólbarðar 750 x 20 600 x 16 900 x 20 650 x 16 1000 x 20 700 x 16 1100 x 20 750 xl6 hjólbarðar 560 x 15 640 x 13 590 x 14 670 x 13 Ásgeir Sigurðsson hf. Hafnarstræti FINNSKU NOKIA-snjódekkin 590 x 13 590 x 15 640 x 15 650 x 16 640 x 13 560 x 15 600 x 16 750 x 14 Verzlun Friðriks Bertelsen Tryggvagötu 10 Sími 12872. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna van- skila á söluskatti og iðgjaldaskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt og iðgjaldaskatt IV. ársfjórðungs 1960, svo og söluskatt og útflutningssjóðsgjald eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hin- um vangreiddu gjöldum ásamt áföllnum drá:ttar vöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðv un, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóra- skrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 13. febrúar 1961. Sigurjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.