Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.02.1961, Blaðsíða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 15. febr. 1961 „Hefurðu aldrei komið þar inn?“ spurði hann, „til að skoða gröfina“. „Þú veizt, að það er herfang elsi“. „En þú hlytir að geta komizt inn sem stúdent". Eg sagði honum að kennari minn hefði skrifað, en árangurs laust. „Eg vildi gefa hvað sem væri til að komast þar inn og skoða mig um“, sagði ég. Eg held ég hafi andvarpað. Lucien starði á mig. „Eg trúi þér“, sagði hann, „já ég trúi þér“. Um nóttina svaf ég á mjóum sófanum með skinnið af rúmi þeirra yfir mér. Eg hefði viljað fara aftur til Saint-Germain, því að ég hafði áhyggjur af bakpok anum mínum og hinum dýrmætu minnisbókum. En mig verkjaði enniþá í fótinn og ég var mjög þreyttur. Samt leið á löngu áður en ég gat sofið. Ljós frá götunni skein inn um glerþakið og fyllti hið langa vinnuherbergi af dular fullum skuggum. öll andlitin störðu á mig af veggjunum og bak við tjaldið, sem huldi rúm ið þeirra heyrði ég Lucien og France hvíslast á og hlæja lágt. Eg hafði séð skugga hennar, þeg ar hún klæddi sig úr, og gat ekki hætt að hugsa um hana. Og áður en þau slökktu á lampanum við rúmið og byrjuðu að hvíslast á, hafði Lucien dregið tjaldið frá til að líta eftir mér, þar sem ég lá í hnipri undir skinninu. Eg gat horft á hann og virzt sof- andi, því ljósið var á bak við hann. Hann var nakinn og svart hrokkið skapahár hans minnti á forna Herkúles-styttu. Franc- oise lá endilöng í skærri birt- unni frá lampanum, en ég þorði ekki að horfa á hana. Hann dró tjaldið fyrir og ég var skilinn eftir til að sofa. Þegar ég vaknaði skein sólin kött sitja og horfa á mig frá gegnum langa glerþakið og ég sá næsta þaki. „Kaffið er heltt“. Eg sneri mér og sá France kíkja fram undan trönunum. Hár hennar var bundið upp í tagl og hún var klædd listamannsslopp, aðskornum í mittið, og mjóu málmskreyttu belti. Sólin skein að baki hennar og gerði hana yngri og jafn yndislega og ég hafði fyrst ímyndað mér hana er ég( heyrði hana hvísla við dyrnar. „Hvernig hefur fóturinn það?“ spurði hún, og ég beygði hann varfærnislega. ,,Það virðist allt í lagi með hann“. „Eg setti nú samt að líta á hann“, sagði hún, setti frá sér burstana á litla hjólaborðið. Hún leit einu sinni á myndina, kom síðan yfir að sófanum og þurrk aði hendur sínar á klessóttri tusku. Eg fann þægilegan hlýjan ilm af terpentínu og olíulitum um leið og hún dró skinnið af fótum mér og beygði sig niður til að taka bindið af. Hár henn ar kom við brjóst mitt og ég gat séð örlítinn blett af rauðum lit fyrir neðan eyrað, þar sem bún ósjálfrátt hafði komið við. í sólskininu gat ég séð hrukk ur í augnakrókum hennar, en húð hennnar var björt og snyrt ingin fullkomin. „Sárið hefst prýðilega við“ sagði hún og sneri sér við og brosti til min. Eg brosti á móti og muldraði eitthvað um að ég væri þakklátur fytrir hjúkrun hennar. En hún var þegar farin burt og inn í elcthúsið, eftir heitu vatni og baðmull. Eg lá í hlýju sólskininu og vafði upp bindið. Eg var hæstum nakinn, en gleymdi að vera feiminn. Eg sá að buxur mínar höfðu verið burst aðar, skórnir gljáðu og nýþvegin skyrtan lá snyrtilega á stólbaki. France lauk við að binda um mig aftur, gaf mér kaffi og sett ist síðan í skuggann upp við háa vegginn á meðan ég lá á sófanum og sftup úr krúsinni, eins mak- indaleguir í sólskininu og köttur inn, sem á mig horfði. Við töl uðum um söngva og kastala, um málverk og París en aldrei um Lucien og eftir stundarkorn spurði ég hana, að hverju hún væri að vinna á stóru trönunum. „Komdu og sjáðu“, sagði hún og hjálpaði mér niður af sófan um. Eg gat gengið án erfiðleika og fylgdi henni yfir á pallinn. Myndin var stórfengleg. Eg býst við að hún hafi verið sú bezta, sem hún hefur nokkurn tíma mál að að minnsta kosti ábrifamest. Hún var af Lucien, brjóst- og andlitsmynd. Hann var skyrtu- laus, skinnið var hvítt og meist aralega málað. Hann skar sig frá dökkum grunni — ég held hún hafi hengt loðfeldinn fyrir svefnherbergisinnganginn — og svipur hans var þungbúinn og reiðilegur, næstum mannvonzku legur. Þetta var djöfulsásjóna, sami svipur og þegar hann sló höfði liðþjálfans við vagninn, — ótaminn hættulegur maður. Eg vissi ekki hvað ég átti að segja. „Hún er frábær, en ekki sér lega fögur“ muldraði ég. ,,Lucien geðjast að henni" sagði hún. „Honum finnst ég ætti að kalla hana Lucifer". „Fyrir eða eftir fallið?“ Þetta átti að vera fyndið, en hún brosti ekki, og ég ákvað að fara, áður en meira kæm; fyrir. Eg þakk aði henni fyrir góðsemi hennar. „Lucien verður fyrir vonbrigð um að þú skulir vera farinn". sagði hún og spurði um heimilis fang mitt. Augnablik hikaði ég og af einhverju ókunnum ástæð um datt mér í hug að segja henni falskt heimilisfang. Hvers vegna veit ég ekki. Hún hafði verið mér góð, og í allri vitfirringu gær- dagsins var hvísl hennar í myrkr inu og skóhljóð hennar í stigan um eina þægilega endurminning in. Mig langaði til þess að hitta hana aftur, og ég fékk henni heimilisfang mitt. 4. Viku síðar hafði ég næstum gleymt bardaganum í Rue du Bac og nóttinni í vinnustofunni. Vinna mín gekk vel og ég var önnum kafinn, mjög önnum kaf- inn og ánægður. Herbergið, sem ég bjó í ásamt Marcel, var þægi legt, galopinn glugginn sneri út að djúpum, svölum húsagarði. Á hverjum morgni fór ég á fætur kl. 8 og út á götu og fékk mér kaffi og glas af rommi í Mabil- lion. Klukkan níu var ég kom- inn í bókasafnið. Ef sólksin var, fór ég með verk mitt í Luxem- burg-garðana, dreifði blöðum mínum yfir grænan bekk, og kom blekbyttunni vandlega fyrir í lítilli hrúgu af hörðnuðu gráu ryki. Mér gekk vel og var ánægð ur með lífið. Léttan hádegisverð át ég kl. eitt, og drakk alltaf vínglas með. Síðan fór ég í sólbað, fór svo aftur til bóka- safnsins og var þar til klukkan sex. Á kvöldin ráfaði ég milli kaffihúsanna, talaði og horfði og drakk hvern kaffibollann á fætur öðrum, unz kominn var háttatími um miðriættið. Á þenn an hátt liðu tvær vikur án þess að mér dytti Lucien í hug. Morg un nokkurn fékk ég póstkort, heimboð í vinnústofuna, skrifað hinni snyrtilegu rithönd Franc- oise. Neðst á spjaldinu var gróf ara pár, sem ég áleit að væri eftir Lucien, stutt skipun um að hafa banjóið með. Eg kom um það bil fimm mínútum áður en ákveðið var en þegar ég fór upp síðasta stig- ann, gat ég heyrt óm af samræð um. Þégar ég barði á dyrnar, voru þær strax opnaðar, og ég deplaði augunum, er ég kom inn í vinnustofuna, sem var full af tóbaksreyk. Allar samræður hættu og allir störðu á mig, stand andi í hálfhring með glösin í höndunum. Francoise hafði opnað dyrnar og fyrir framan mig stóðu sex menn, þar á meðal Lucien, sem kom eftir svolitla hjárænu lega þögn til að kynna mig fyrir gesstunum. Kynningarnar voru mjög "hátíðlegar, og aðeins einn af hinum fimm mönnum var lítið ^itt vingjarnlegur. Þessi eina úndantekning var kynntur métr sem André, en allir kölluðu hann Dédé, einnig ég átti eftir að nota það nafn áður en langt um lei. Hann var stuttur og gildvax inn, hárið var greitt beint aftur og virtist klesst niður með smurn ingsolíu. Allur var hann óhreinn, neglurnar, kuðluð blá fötin hans baðmullarskyrtan hans, og and lit hans var fullt af húðnöbbum. Hann brosti nú samt og hristi hönd mína með sveittri kruml- unni. „Salut rosbif“, sagði hann og ég sá mér til undrunar að augna brúnir hans og augnhár voru sviðin. Hann lyktaði eins og verkamaður. (Rosbif er fransk ur framburður á enskri nauta- steik. Orðið er oft notað í dag- legu tali um Englendinga). Skáldið og vnamma litla 1) Nú, þú ætlar að lesa. Þá fer ég 2) .... að ná í eitthvað mér til 3) líka niður til.... skemmtunar! COME ON. BOY... THAT DOG'S IN BAD SHAPE ANP , NEEDS HELP/ KEEP BACK, ANDY ...HE'S TERRIBLY HURT, BUT HE'S “ 6TILL FULL OF FIGHT/ VJ halda! Ekki nær, Andy . . Hann er illa særður, en enn í baráttu- huga) ó — Komdu Andy. Hundurinn / «r illa farinn og þarí á hjálp að Hinn næsti var kynntur sem monsieur Benoit, hár og krafta legur í pipar og salt fötum, al- veg ótrúlega þykkum, ef tekið var tillit til árstímans. Eg gizk aði á að hann væri hálfsextugur hár hans var grátt og snöggklippt eins óg á Prússa. Tennur hans voru illa skemmdar og hann var með gleraugu í stálumgerð, sem bundin voru saman á tveim stöðum með svörtum tvinna. „Monsieur Benoit tók þátt i kappakstri fyrir Bugatti“ sagði Lucien. Benoit virtist brosa og Dédé litli hló út í bláinn. ,,En það er langt síðan“ sagði Lucien. „Það var fyrir stríðið". Benoit brosti aðeins og kink aði kolli viðutan, eins og til sjálfs sín. ‘ Þar næst kom maður, sem hafði mongólska andlitsdrætti, þó ómögulegt væri að segja um hvort hann væri kínverskrar SHtitvarpiö Miðvikudagur 15. febrúar 8.00 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Morg unleikfimi — 8.15 Tónleikar — 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleik* ar — 10.00 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Miðdegisútvarp (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Útvarpssaga barnanna: „Atta börn og amma þeirra 1 skógin- um“ eftir Önnu Cath.-Westly XIII. (Stefán Sigurðsson kennari þýðir og les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Framhaldsleikrit: „Úr sögu For- syteættarinnar" eftir John Gals- worthy; þriðja bók: „Til leigu"; útvarpsgerð eftir Muriel Levy. I. kafli. Þýðandi: Andrés Björnsson. — Leikstjóri: Indriði Waage. — Leikendur: Valur Gíslason, Þor- steinn Ö. Stephensen, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Margrét Guð- mundsdóttir, Helgi Skúlason, Hó- bert Arnfinnsson, Herdís Þor- valdsdóttir, Hildur Kalman, Jón Aðils o. fl. 20.35 Tónleikar: Svissnesk þjóðlög, sungin og leikin. 20.50 Vettvangur raunvísindanna: Örn* ólfur Thorlacius fti. kand. kynnir starfsemi fiskideildar Atvinnu- deildar háskólans. 21.10 Tónleikar: Píanósónata í A-dúr op. 101 eftir Beethoven (Wilhelm Backhaus leikur). 21.30 „Saga mín“, endurminningar Paderewskys; II. lestur (Arni Gunnarsson fil. kand.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (15). 22.20 Upplestur: „Sveitungar**, smá- saga eftir Valentin Kataév, þýdd af Regínu Þórðardóttir (Erlingur Gíslason leikari). 22.35 Harmonikuþáttur (Högni Jóns- son og Henry J. Eyland). 23.05 Dagskrárlok. Fimmtudagur 16. febrúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Séra Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50 „A frívaktinni": Sjómannaþáttur 1 umsjá Kristínar Önnu Þórarins dóttur. 14.40 „Við, sem heima sitjum" (Svava Jakobsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. (Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir, veð- urfr. og tilk. — 16.05 Tónleikar). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Ragnarsdóttir og Erna Aradóttir), 18.25 Veðurfreg^nir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 1930 Fréttir. 20.00 Tónleikar: Ballettmúsik úr óper- unni „Idomeneo" eftir Mozart (Mozarteum-hljómsveitin í Salz- burg leikur; Bernhard Paum- gartner stjórnar), 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentfusar saga Kálfssonar; XIII. (Andrés Björnsson), b) Lög eftir Karl O. Runólfsson. c) A fjallvegi um vetrarnótt, frá- söguþáttur eftir Hjört Hjálm- arsson (Emil Hjartarson flytur) d) Bólstaðaskipti, frásaga (Guðm. L. Friðfinnsson rith.). 21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn Jónsson cand. mag.). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Passíusálmar (16). 22.20 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvar- an leikari). 22.40 Nútímatónlist: a) Sex þættir fyrir stóra hljóm- sveit eftir Anton Webern (Fíl- harmoníusveitin í Berlín leik- ur; Herbert von Karajan stj.)# b) T8ilbrigði fyrir hljómsveit op. 31 eftir Arnold Schönberg. —• (Sama hljómsv.; Dimitri Mitro- poulos stj.). 23.10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.