Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORCTJyfíL 4Ð1Ð Miðvik'udagur 22. febr. 1961 Samþykkt Öryggisráðsins: valdbeítingíKongó til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld SameinuSu þjóðimar, New York, 21. febr. ÖRYGGISRÁÐ SÞ veitti í nótt Dag Hammarskjöld aukin völd til að koma á friði í Kongó og veita þau honum heimild til að beita valdi ef nauðsyn krefur til að koma í veg fyrir borgarastyrjöld í landinu. Ráðið felldi eindregið tillögur Sovétríkjanna um að segja Hammarskjöld upp embætti aðalframkvæmdastjóra, hætta afskiptum af Kongó innan 30 daga og að beita refsi- aðgerðum gegn Belgíu. Sovétríkin beittu neitunarvaldi í 93. og 94. sinn til að koma í veg fyrir samþykkt tillögu um að fordæma hryðjuverk og morð í Kongó. Fundur ráðsins hófst á mánudagskvöld og stóð f 17 klukkkustundir. Að honum loknum lýsti Hammarskjöld því yfir að aukin völd SÞ í Kongó þýddu einnig aukna ábyrgð og skoraði á meðlimaríki SÞ að senda aukið her- lið til að efla her SÞ í Kongó. Öryggisráðið samiþykkti með níu samhljóða atkvæðum tillögu Ceylon, Liberíu og Arabiska Sambandslýðveldisins í fimm lið um varðandi Kongó. Er >ar gert ráð fyrir eftirfarandi: 1. SÞ verði heimilt að beita vopnavaldi ef nauðsyn krefur til að koma í veg fyrir borg arastyrjöld í Kongó. 2. Ráðið hvetur til þess að aliir belgískir og aðrir erlend ir hermenn í Kongó, sem ekki eru á vegum SÞ, verði fluttir burt úr landinu. 3. Ráðið skorar á öll ríki að koma í veg fyrir að her- menn sem ekki eru á vegum SÞ fari til Kongó og neiti þeim um ferðaleyfi. 4. Ráðið samþykkir að nú þegar vefði látin fara fram hlutlaus rannsókn á morði Lumumba og tveggja meðráð herra hans. 5. Ráðið hvetur til þess að Kongóþing verði kvatt saman undir vernd SÞ. 6. Ráðið ieggur til að Kongó her verði endurskipulagður þannig að hann verði undir Högni Torfason TÝR, FUS í Kópavogi, heldur stjórnmálanámskeið, sem hefst kl. 8,30 að Melgerði 1 Kópavogi í kvöld. Dagskráin er: Kennsla í framsögn: Helgi Tryggvason. Erindi, Högni Torfason: Áhrif blaðamennsku í nútíma þjóðfé- lagi. Stjórnin. Dagskrá Alþingis SAMEINAÐ ALÞINGI heldur fund kl. 1.30 í dag. A dagskrá eru: 1. Fyrirspumir: a) Vistheimili fyrir stúlkur. — Ein umr. b) Niður- greiðsla á vöruverði. — Ein umr. 2. Jarðboranir að Leirá i Borgar- firði, þáltUl. — Hvemig ræða skuli. 3. Gatnagerð úr steinsteypu, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 4. Eftirlit með fyrirtækjasamtökum, þáltUl. — Ein umr. 3. Heildarskipulag Suðurlandsundir- lendis, þáltill. — Ein umr. 0. Leiðbeiningastarfsemi 1 niðursuðu- iðnaði, þáltUl. — Ein umr. 7. Sjálfvirkt símakerfi á Suðurlandi, þáltill. — Ein umr. 8. Vaxtakjör atvinnuveganna, þáltill. — Frh. einnar umr. 9. Akvæðisvinna, þáltill. — Ein umr. 10. Læknaskortur, þáltill. — Ein umr. 11. Brottflutningur fólks frá Islandi, þáltill. — Ein umr. 12. Skóli fyrir fiskmatsmenn o. fl., þáltUl. — Ein umr. 13. Héraðsskóli á Snæfellsnesi, þáltill. — Ein umr. 14. Alþingishús, þáltill. — Fyrri umr. 15. Innlend kornframleiðsla, þáltill. — — Fyrri umr. 16. Hagnýting skelfÁsks, þáltUl. — Fyrri umr. eftirliti og aga, sem komi í veg fyrir að herinn verði háð ur stjómmálum. 7. Ráðið skorar á öll ríki að stuðla að framkvæmd sam þykktar þessarar. Yið atkvæðagreiðslu um til- lögu þessa sátu fulltrúar Sovét- ríkjanna og Frakklands hjá, all ir aðrir meðlimir öryggisráðsins, níu að tölu, greiddu tillögunni at kvæði. öryggisráðið lýsti stuðningi sínum við Hammarskjöld með því að fella með 8 atkvæðum gegn einu tillögu Sovétríkjanna um að víkja honum úr embætti og kalla heim herlið SÞ frá Kongó innan mánaðar. Fulltrúar Arabiska Sambandslýðveldisins og Ceylon sátu hjá. Neitunarvald. Sovétrikin beittu neitunar- valdi í 93. og 94. sinn er annað frumvarp þriggja ríkja var borið undir atkvæði. í frumvarpinu var fordæming á ,,ólöglegum fangelsunum, brottflutningi og morðum á stjórnmálaleiðtogum í Kongó". Það voru tvær breyt- ingartillögur frá Stevenson, full trúa Bandaríkjanna, sem fulltrúi Sovétrikjanna gat ekki fallizt á. En Sevenson skýrði breytingartil lögur sínar á þann veg að þær sýndu fram á að átt væri við ’hryðjuverk, morð og mannrétt- indaforot, hvar sem þau væru framin í Kongó, en ekki eingöngu á vissum svæðum. Kvaðst Hammarskjöld harma það að þetta frumvarp náði ekki fram að ganga, því það hefði styrkt aðstöðu SÞ verulega. Með frumvarpinu voru átta fulltrúar en þrír á móti. Þar sem eitt mótatkvæðið var atkvæði Rússa, féll frumvarpið. Gula hættan ÞETTA er gula hættan fyrir vörubílstjórana á Þrótti. Nú hafa þeir ekkert að gera, sögðu eyrarkarlarnir í glensi við okkur blaðamann og ljós- myndara blaðsins er við brugð um okkur niður að höfn til þess að sjá hvað um væri að vera. Það var verið að skipa upp vörum úr Gullfossi, sem var nýkominn að utan. — Það er ekkert að gera síðan tíkurnar komu. Þær taka 3 tonn af vörum og ganga fyrir rafmagni. Eim- skip er búið að eiga þessa vagna í 3 mánuði og kariarn- ir segja áð þeir reynist ágæt- lega. ,— Þið þurfið einmitt að fá ykkur svona tík, sögðu karl- arnir. — Þetta er svo þægilegt maður. Hægt að laumast hljóð lega aftan að mönnum og smella mynd af þeim án þess þeir hafi hugmynd um. Svona Óli. Reyndu að keyra tíkina, sagði einn þeirra við ljós. myndarann. — Hvað á að gera með þennan pall sem lyftist, sagði Óli og steig upp á brettið á enda vagnsins, en þar stend- ur stjórnandinn. — Þú átt að standa á hon- um og þegar þú stekkur af slæst pallurinn upp og brems ar vagninn um leið. Lokið hluta l.úiungu gugnfræðu- skólnbyggingnr í Kópuvogi SÍÐASTL. mánudag var tekin í notkun í Kópavogi ný gagnfræða skólabygging — eða hluti vænt- anlegs gagnfræðaskóla. Hafa gagnfræðadeildir 1. og 2. bekkj- ar hingað til verið til húsa í öðrum bamaskóla kaupstaðarins — Kópavogsskólanum. Frú Hulda Jakobsdóttir bauð í A/A /5 hnutor f / SV 50 hnútar ¥ Snjókomo 9 OSi ***■ X7 Skúrir K Þrumur 'WS& Kukluskil Hi/aski/ H Hmi L Lmgt Háþrýstisvæði er enn yfir meginlandinu austan hafs, en djúp lægð suðvestar af Reykja nesi. Fylgir henni sunnanátt og mikil hlýindi um austan- vert Atlandshaf en hins vegar er köld N-átt á vestanverðu Atlantshafi og Grænlandi. Klukkan 20 í gærkvöldi var 9 stiga hiti á Dalatanga, en 18 stiga frost var norður í Scores- bysundi og yfirleitt 10—20 stiga frost á Suður-Grænlandi. Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Norðurlands og miðin: Sunnan stormur og rigning í nótt en SV átt með snörpum éljum á morgun. NA-land, Austfirðir og mið in: Allhvass sunnan og víðast rigning í nótt en léttir til með hvassri SV-átt á morgun. SA-land og miðin: Sunnan stormur og rigning í nótt en SV átt með snörpum éljum á morgun. fréttamönnum fyrir skömmu að skoða þá þrjá skóla, sem þegar hafa verið reistir í Kópavogi. Fólksfjölgun er þar afar ör og mergð barna á skólaskyldualdri. Er því brýn nauðsyn að sem fyrst verði tekið til við byggingu annars áfanga gagnfræðaskólans. 985 nemendur í 22 skólastofum Enginn hinna þriggja skóla er fullbyggður — í Kópavogsskóla hefur verið lokið 1. og 2. áfanga. Þar eru ellefu kennslustofur, auk snyrtiherbergja og og herbergja fyrir skólastjóra, kennara og lækni. Ennfremur er þar fim- leikahús með dálitlu áhorfenda- svæði og íbúð húsvarðar. Skóla- stjóri er Frímann Jónasson en nemendur 543. Kópavogsskóli hefur til skamms tíma verið aðal samkomustaður Kópavogsbúa, þar er bókasafnið til húsa og messur haldnar í hinum barnaskólanum, Kárs- nesskóla eru 442 nemendur og skólastjóri Gunnar Guðmunds- son. Þar má heita að 1. og 2. áfanga sé lokið. Kennslustofur eru ellefu auk herbergja starfs- liðs, handavinnu- og föndurher- bergja og snyrtiherbergja. Hluti fyrsta áfanga Loks skal telja eina gagnfræða skólabyggingu — en það er hluti 1. áfanga sem nú er tekinn í notk un. Þar eru 6 kennslustofur auk snyrtiherbergja og bráðabirgða- afdreps fyrir skólastjóra og kennara. í byggingunni fullgerðri verða 20 kennslustofur auk íimleikahúss og salarkynna fyrir — Hvernig á svo að keyra, spyr Óli. — Þetta er stýrið, segir strákurinn, sem stjórnar vagn inum og bendir á stöngina til vinstri, — og þetta er gír- stöngin, þrír gírar áfram og þrír aftur á bak. Ýttu stöng- inni inn og settu hana svo niður. Óli gerir eins og fyrir hann er lagt og vagninn rennur p stað. Hann stígur svo í skyndi á bremsuna, en það er ekki einasta pallurinn, sem verkar sem hemill á vagninn. Þetta er allt einkar einfalt og Óli er búinn að læra á tíkina, einj og karlarmr segja. Það eru ratMöður sem knýj-i vagnana áfrítm og Meðslan á þe:m end- ist í marga daga. Engiin bttnnsluolia, engir mótorskellir, engin tengsli eða benzíngjöf. Sem sé fyrir. myndar raánagnstík. handavinnu og föndurstarfseml, Nemendur 1. og 2. bekkjar gagn- fræðastigsins eru 240 og skóla- stjóri þeirra Oddur A. Sigurjóns son. Nemendur 3. og 4. bekkjar sækja skóla til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar. Bæjarstjórinn sagði, að fyrir höndum væri brýnt verkefni þar sem ljúka þyrfti þessum bygg- ingum, og ífoúum Kópavogs fjölg aði ört. Sagði Hulda, að saga bæj. arins væri að nokkru tengd skóla málum. Hefði Framfarafélag Kópavogs unnið að því árið 1945, er íbúar voru 4—500, að hafin var kennsla í einni stofu að Hlíð. arvegi 9. Árið 1947 var hafin bygging skólahúss og hefur mi verið varið samtals 12 millj. kr. í skóla kaupstaðarini. Hin nýja gagnfræðaskólabygging hef ur þegar kostað 2,6 millj. kr. íbúar Kópavogskaupstaðar eru nú um 6 þúsund. Byggingarmeistari allra þriggja skólanna hefur verið Siggeir Ólafsson. Þess má geta, að i gagnfræðaskólabyggingunni verð ur nú gerð tilraun með nýja gerð borða og stóla, sem smíðuð eru eftir bandarískri fyrirmynd. Er þar stóll og borð samfest fyrir sér hven nemanda. Telja kennarar að það fyrirkomulag verði til mikils hagsbóta. Bændafundir BÆ, Höfðaströnd, 21. febr. — Á föstudaginn og laugardaginn voru tveir bændafundir haldnir hér í Skagafirði, í Varmahlíð og á Hólum í Hjaltadal. Fundina sátu nokkuð á þriðja hundrað manns. Formaður Stéttarsam- bandg bænda, Sverrir Gislason bóndi í Hvammi, var á fundun um og talaði um verðlagsmál og verðlagsgrundvöll bænda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.