Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 9
MiðvikudagUr 22. febr. 1961
MORGUNBLAÐIÐ
&
skrifar um:
KVIKMYNDIR
mwMMMWWMMMWU
#’C|
Úr kvikmyndinni Sámsbær
Nýja Bíó:
SÁMSBÆR
MH eru ekki allar „stórar", —
„stórmyndirnar-‘, sem auglýstar
eru hér í blöðunum, en þessi
ameríska mynd sem tekin er í
litum og Cinemascope er bæði
óvenjulega efnismikil og áhrifa-
xik, vel gerð og ágætlega leikin.
Myndin heitir á frummálinu
„Peyton Place“ og er byggð á
samnefndri skáldsögu eftir Grace
Metalious. Hefur sagan komið út
í íslenzkri þýðingu.
i>að er ekki hægt að rekja hér
efni þessarar myndar að neinu
ráði, til þess er það rúm, sem ég
hef til umráða í blaðinu of tak-
markað. Skal þó stiklað á því
helzta.
Sagan gerist á árunum 1937—
1942 í New England-fylki, í smá
toæ, sem heitir Peyton Place. —
Segir þar einkum frá ungu skóla
fólki, piltum og stúlkum, áhuga
xnálum þeirra og samskiptum og
þeim vandamálum, sem þau sam-
skipti hafa í för með sér, bæði
fyrir unglingana sjálfa og for-
eldra þeirra og aðstandendur.
Ástalíf unga fólksins er veiga-
xnikill þáttur myndarinnar og þá
jafnframt afstaða þess til for-
eidranna og gagnkvæmt þegar
þau mál koma óhjákvæmilega til
umræðu milli þessara tveggja
aðila. Margt annað er fléttað inn
í söguþráðinn, meðal annars
harmsaga ungrar stúlku, sem í
sjálfsvörn verður stjúpföður
sínum að bana, — en hann
hafði áður nauðgað henni. Og
svo skellur heimsstyrjöldin síð-
ari á, hinn litli bær breytir um
svip, enda flestir hinna ungu og
ástföngnu manna kallaðir í her-
inn.
Eitt aðalhlutverkið Constanze
McKenzie, leikur Lana Turner.
Er hún glæsileg að vanda og leik
ur hennar mjög góður. En athygl
isverðast er hversu ágætur er
leikur unglinganna. Vil ég þá
helzt nefna Diane Varsi í
hlutverki Allison dóttur frú Mc
Kenzie. Hope Lange í hlutverki
Selene Cross, er varð stjúpföður
sínum að bana og fleiri mætti
nefna, því allt þetta unga fólk
fer prýðilega með hlutverk sín.
Ég mæli eindregið með þessari
ágætu mynd.
Austurbæjarbíó:
OF MIKIÐ OF FLJÓTT
HAMSAUA Diönu Barrymore,
dóttur leikarans heimsfræga
John Barrymore og konu hans,
sem þekkt var undir rithöfundar-
nafninu Michael Strange, birtist
hér í blaðinu sem framhaldssaga
að undanförnu. Sagan hefur verið
kvikmynduð og er nú sýnd í Aust
urbæjarbíói. Óþarft er að rekja
það að visu ekki óeðlilegt, því
að hann er öllum í fersku minni.
En hér hefur farið sem svo oft
er kvikmyndir eru gerðar eftir
sögum, að þær standast ekki sam
anburð við sögurnar sjálfar. Er
það að vísu ekki óðelilegt, því
að alltaf er álitamál hvað úr sög
unni beri að taka í myndina og
hvað að fella niður, þarna virð-
ast mér mistökin hafa orðið, að
minnsta kosti nær myndin ekki
verulegum tökum á áhorfand-
anum. Stendur myndin að mínu
viti mikið að baki myndinni „Ég
græt að rnorgni", sem fjallar um
Þorrablót
svipað efni og sýnd var hér fyrir
nokkrum árum. Þó er myndin
yfirleitt vel leikin, einkum aðal
hlutverkin, Diana, sem Dorothy
Malone leikur af sterkri innlifun
og John Barrymore, sem leikinn
er af Errol Flynn.
Gamla Bíó:
ÁFRAM KENNARI
ÞETTA er ein af hinum bráð-
skemmtilegu ensku „Carry on“
myndum og ef til vill þeirra
skemmtilegust af þeim sem hér
hafa verið sýndar. Leikendur eru
flestir hinir sömu og í öðrum
„Carry on“ myndum og því góðir
kunningjar reykvískra bíógesta.
Hér gerast atburðirnir í enskum
gagnfræðaskóla. Skólástjóra-
skipti standa þar fyrir dyrurn.
William Wakefield, sem verið hef
ur kennari við skólann í tuttugu
ár og er nú settur skólastjóri þar,
hyggst sækja um skólastjórastöðu
við annan skóla. Ung kona frá
Kennslumálaráðuneytinu og með
henni barnasálfræðingur koma
til eftirlits í skólann og auðvitað
varðar herra Wakefield miklu
álit þeirra á skólastjórn hans með
tillit til umsóknar hans um
skólastjórastöðuna nýju. En þar
eð nemendurnir vilja ekki sjá af
mr. Wakefield, taka þeir málið
í sínar hendur og bera fullkom-
inn sigur úr býtum í þeirri við-
ureign. Hér verður engu ljóstrað
upp um bardagaaðferð nemend-
anna, en hún er bráðskemmtileg
enda hef ég sjaldan heyrt meira
hlegið í bíó, en þegar ég sá mynd-
ina.
Almennar samkomur
Boðun fagnaðarerindisins
Hörgshlíð 12, Reykjavík í kvöld
miðvikudag kl. 8 e.h.
Bakarar
fyrirliggjandi hjá umboðsmanni vorum Theódór
Magnússyni, Frakkastíg 14, sími 13727.
Makaronmassi „Special" — Bittermassi „E.B“
Brúnn massi og muldir hnetukjarnar.
A/S Odense Marcipanfabrik
jRflE X
Plastplötur á:
húsgögn, skólaborð,
eldhúsborð, veitingaborð,
skrifborð, verzlunardiska.
Ákjósanlegar fyrir sjúkrahús, rannsóknar-
stofur og alla þá staði, sem verða að vera
hreinlegir og snyrtilegir.
Forðist ódýrari eftirlíkingar. Látið ekki
bjóða yður annað en FORMICA,
Husmæðrafélag Reykjavíkur
heldur fund og spilakvöld fimmtudaginn 23. febrúar
kl. 8,30 stundvíslega að Borgartúni X,
Verðlaun veitt, kaffi.
Konur takið með ykkur gesti og fjölmennið.
Stjórnin
Ungafóður
Ungafóðrið er komið.
Byrjunarfóður - Vaxtarfóður - Ungakorn
IHjólkurfélag Reykjavíkur
Sími 11125
Þrjár nýjar gerðir af
Halltex þilplötum
frá Finnlandi
eru nú komar á markaðinn. Þetta eru mjög smekk-
legar og hentugar þilplötur og sem hljóðeinangrun-
arplötur í loft.
Fyrsta sendingin af HALLTEX er nú til afgreiðslu
Páll Þorgeirsson
Laugavegi 22 — Sími: 1-64-12
Verzlun
Vefnaðarvöruverzlun við Laugaveg til sölu. Tryggt
húsnæði, nýr vörulager, góðir greiðsluskilmálar.
Tilboð óskast sent afgr. Mbl. merkt:
„Góa — 1961 — 1591“.
Landbúnaður
Vanan fjósamann vantar á kúabú sunnanlands á
komandi vori. — Ibúð fyrir hendi fyrir fjölskyldu-
mann. — Listhafendur leggi nöfn ög heimilisfang,
ásamt helztu uppl. á afgr. Mbl. fyrir 10. marz,
merkt: „Sveit — 1233“.
Veðskuldabréf
Vorulager
Hef kaupanda að veðskuldabréfi að f járhæð 300 þús.
2ja—3ja ára, gegn því að tekin sé góður vörulager
að vissum hluta, sem staðgreiðsla. —
Upplýsingar í síma 11420.
Tilkynning
frá Bílasolu Guðmundar
Um leið og við þökkum viðskiptavinum
okkar um land allt heillarík viðskipti á
liðnum árum, höfum við þá ánægju að
tilkynna að bílasalan er flutt að Berg-
þórugötu 3, þar sem við getum boðið upp
á betri þjónustu m. a. með rúmgóðu bíla-
stæði.
AKRANESI, 20. febr.: — Fjöl-
menni irtikíð var samankomið að
Bræðratungu í Lundarreykjar-
dal nú um síðustu helgi er fram
fór þorrablót. Gnægð matar var
á boðstólum sungið og kveðið
og ræður haldnar. Eftir að gest
ir höfðu gert krásunum full skil,
voru borð tekin og dansað af
fjöri fram á nótt. — Oddur.
þótt stælingin líti sæmilega út. — Athug-
ið að nafnið FORMICA er á hverri plötu.
Umboðsmenn :
G. Þorsteinsson & Johnson hf.
Grjótagötu 7 — Sími 24250
Höfum ávallt á boðstólum flesta árganga
og tegundir bíla.
Tökum í umboðssölu. — Örugg þjónusta.
BílasaKa Guðmundar
Bergþórugötu 3 — Símar: 19032, 36870