Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. febr. 1961 11 w MOnCUlSBLAÐlÐ Leikfélag Hafnarfjarðar T engdamamma eftir Kristinu Sigfúsdóttur Leikstjóri: Eirikur Jóhannesson Jón Stefánsson: Stóð á f.jalli. (Eig. Kjartan Thors). LEIKFÉLAG Hafnarfjarðar frumsýndi s.l. sunnudagskvöld í iTemplarahúsinu þar í bæ leik- iritið >,Tengdamömmu“, eftir skáldkonuna Kristínu Sigfús- dóttur. Höfund leiksins þarf ekki að kynna því að á henni vita allir, sem komnir eru til vits og iára, nokkur deili, enda hefur ihún um áratugi verið vinsæll rit höfundur og leikrit það sem hér ræðir um verið sýnt mörgum sinnum víða um land. En „Tengdamamma" kemur sérstak- lega við sögu Leikfélags Hafnar fjarðar því það var sýnt í Hafn- afrirði undir stjórn Soffíu Guð- fiaugsdóttur árið 1933 af leik- flokki Páls Sveinssonar og segir Eagnar Magnússon í leikskránni toú að telja megi þá leikstarfsemi undanfara stofnunar Leikfélags Hafnarfjarðar en það var stofnað ■ 19. apríl 1936 og verður þvi ituttugu of fimm ára innan iskamms. Síðan félagið var stofn- að, hefur það haldið uppi leik- starfsemi í Hafnarfirði fram á (þennan dag, oftast við erfið kjör og ástæður, en þó með ótrúlega igóðum árangri, enda hefur félag- ið átt marga góða og dugandi forystumenn á þessum tíma og aðra starfsmenn, sem innt hafa mikið starf í þágu félagsins af sérstakri ósérplægni. Hefur Leik-j félag Hafnarfjarðar haldiðj íþannig uppi merku menningar- starfi í Hafnarfirði og mætti bæj I arfélagið vissulega meta það imeira en gert hefur verið hingað til. „Leikritið „Tengdamamma" Ikom fyrst út árið 1923. Vakti það þegar athygli en einkum þótti [það tíðindum sæta að íslenzk sveitakona skyldi gefa sér tíma itil þess í önnum og erli daglegs lífs, að setjast við ritstörf, og þá ekki hvað síst, að hún skyldi velja sér það skáldskaparform, leikritið, — sem einna vand- farnast er með og líklegt þótti að hún hefði minni kynni af en öðrum skáldskapargreinum. En íhöfundurinn leysti vandann bet- iur en búast hefði mátt við. Leik ritið hefur að vísu ýmsa galla, svo sem hversu deil.a milli' gömlu húsfreyjunnar og hinnar ungu, — milli gamla og nýja tím ans, hefst og hversu síðasti þátt. urinn er úr garði gerður. En leik ri ið er mannlegt og hefur því vissulega sín áhrif og margt er H»ar val og gáfulega sagt og at- hugað. 1 Hinn gamalkunni leikari Hafn firðinga hefur haft á hendi leik- stjórn og sviðsetningu og tekizt hvort tveggja allvel, þrátt fyrir það, að margir leikenda eru ný- liðar á leiksviði. ‘ ■ Aðalhlutverkið Björgu, ekkju Og húsfreyju á Heiði leikur Inga Bíandon. Inga hefur leikið tölu- vert áður enda er margt gott um ieik hennar að segja, en þó að 'Björg sér í túlkun hennar þrótt- í imikil og hörð, gætir í leik Ingu l of mikillar tilfinningasemi VJ>egar sonurinn á hlut að máli, ibæði í rödd og látbragði. - • Ara, son Bjargar, og hina ungu reykvísku tengdadóttur hennar Seika þau Harry Einarsson og Svandís Jónsdóttir. Ari er að 1 ýmsu leyti erfitt leikhlutverk, enda gerði Harry því ekkí fylli- leg skil, var of þunglamalegur og daufgerður. Hins vegar var leik. ur Svandísar rösklegur og skap- mikill, svo að hún var verðugur andstæðingur Bjargar húsfreyju. i Hrönn Kjartansdóttir leikur fftósu fósturdóttur Bjargar. Fer fiiún laglega með hlutverkið þó að ekki gæti verulegra tilþrifa í leik hennar. — Þuru gömlu vinnukonu á Heiði leikur Katrín Þorláksdóttir. Hlutverkið er all veigamikið og gerir verulegar kröfur til leikandans. Þura er vonsvikin gömul kona og því hryssingsleg í framkomu. Kat. rínu tókst furðuvel að sýna þessa hlið gömlu konunnar, bæði með svipbrigðum og lát- bragði, — en það sem innra með henni bjó, tókst henni ekki að túlka og rödd hennar var alltof ung^ miðað við aldur í>uru og gervi. Jón gamla ráðsmann á Heiði leikur Eiríkur Jóharmsson. Gervi hans er prýðilegt og leik- ur hans góður. Var og auðheyrt að hann átti mest ítök í áhorf- endum, svo mjög klöppuðu þeir honum lof í lófa. Ragnar Magn- ússon leikur Svein vinnumann, nokkuð viðvaningslega, en þó með dágóðum tilþrifum á milli. — Séra Guðmundur í Dal er í túlkun Valgeirs Óla Gíslasonar ærið svipmikil persóna að útliti, mundi hafa sómt sér vel sem hákarlaformaður, — en léikur Valgeirs er áferðargóður og tal hans svo sem hæfir hinum hóg- láta sálusorgara. Signý er ná- frænka Gróu í Leiti og tókst ágætlega með svip- og radd- brigðum að túlka þau einkenni þessarar sígildu manngerðar. Leiktjöldin hefur Bjarni Jóns son gert. Ekki þurfti unga frúin að kvarta undan baðstofunni eða öðrum vistarverum á Heiði, því að þar hló allt á móti manni, nýsmíðað og tandurhreint. Leiknum var afbragðsvel tek- ið og leikendur hylltir að leiks- leikum með blómum og miklu lófataki. SiS'urður Grímsson. 23 Ijúka háskóla- prófi hér f JANÚAR og febrúar hafa 23 stúdentar tekið lokapróf frá Há- skóla íslands í sex greinum. Embættispróf í læknisfræði: Ásgeir B. Ellertsson Brynjar Valdimarsson Einar V. Bjarnason Halla Þorbjörnsdóttir Haukur S. Magnússon ísleifur Halldórsson Jóhann G. Þorbergsson Konráð Magnússon Sigurður Sigurðsson Valgarð Þ. Björnsson Valur Júlíusson Vigfús Magnússon Kandidatspróf í tannlækningum: Hafsteinn Ingvarsson Sigfús Thorarensen Embættispróf í lögfræði: Ásmundur S. Jóhannsson Pétur Gautur Kristjánsson Kandídatspróf í viðskiptafræðum Árni Björnsson Guðrún S. Magnúsdóttir B. A. próf: Heimir Þorleifsson V Helgi Guðmundsson Kjartan Ólafsson Svava Pétursdóttir Fréttabréfið endurvakið FRÉTTABRÉF um heilbrigðis- mál, sem Krabbameinsfélag ís. lands tók að gefa út fyrir 9 ár- um, hefur nú hafið göngu sína á ný. Prófessor Niels P. Dungal hefur verið ritstjóri Fréttabréfs ins, en vegna anna lætur hann nú af ritstjórn þess en við tekur Baldur Johnsen læknir. MÖRGUM íslendingum mun svo farið, að þeim sé listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, kær- ara flestum mönnum, og í hug þeirra og hjarta höfundur margs hins fegursta og tígin- bornasta í íslenzkri list fyrr og síðar. Og þó gott sé að geta glaðzt með honum yfir því að hæztu tindar sköpunar hjá hans kæru þjóð, beri ekki síður hátt við himinn nú, mun nafn eins manns oft verða nefnt, sem óumdeilanlegs afkomanda hans í list Islands — Jóns Stefáns- sonar. Jón Stefánsson er ekki aðeins nákominn ættingi Jónasar, sam- kvæmt kirkjubókum, en hefir fengið af sjáifum Guði að gjöf þá sömu göfugu eiginleika er gerðu listaskáldið svo nafn- kunnugt og ástsælt í landi sínu. Eitt sinn er ég að loknum tónleikum eins mesta listamanns er gist hefir þetta land, Adolfs Busch, gekk til hans og gaf nokkuð lausan taum hrifningu minni yfir því hve vel hann hafði leikið, brá fyrir í andliti hans svip nokkurra vonbrigða, í því hann svaraði: Ég hefi þá ekki spilað nógu vel, fyrst þér er ofar í hug mín veika þátt- taka í þessum tónleikum, en verk þau er ég af heilum hug valdi að kynna hér. Kannske var það nú einmitt þetta, sem ég ætlaði að segja, en athugasemd hins hógværa þjóns listarinnar festist í hug mér, og rifjast þá skýrast upp er ég les Ijóð Jónasar og and- spænis listaverkum Jóns Stef- ánssonar, frænda hans. Hæfileikar manna til list- sköpunar, eins og annarra verka, eru margvíslegir, og það þarf mikinn og margþættan efnivið í persónuleika er rétt fái turna verka sinna svo hátt til himins, að engan skugga beri á þá frá öðrum, og það þó engum gervi- kastljósum sé beitt, eins og ljóð Jónasar skína út af síðum Fjölnis og boða himneska vor- komu í landi hans. Afkomandi listaskládsins góða, Jón Stefánsson, situr nú eins og frændi hans í kyrrlátri stofu í Höfn og reynir að fela sig fyrir heiminum, og ef hann hefði lif- að fyrir 100 árum hefði það áreiðanlega tekizt, enda er hon- um það sízt í hug hvort verk hans séu metin að verðleikuin, I heldur hitt hvort verðleikar þeirra séu nógu miklir, hvort honum hafi tekizt að opinbera ótvírætt lífssannleikann í sam- tíð sinni, leikið svo sannfær- andi á strengi listarinnar að hann fengi sjálfur dulizt að baki meðan forsjónin leyfir honum að lifa og starfa — lofar honum nýju sumri heima á ætt- jörðinni. R. J. — ★ — EINN af fremstu og virðuleg- ustu listamönnum Islands er átt- ræður í dag. Jón Stefánsson mál- ari er einn af brautryðjendum hérlendis í málaralist, og jafn- fr&mt því að leggja hornstein hér heima, hefur hann komizt í fremstu röð listamanna í Dan- mörku. Hann hefur dvalið lang- dvölum erlendis, en jafnan stað. ið föstum rótum í íslenzkum jarð veg og hlúð að listmenningu þjóð ar sinnar. Það er ógerningur á þessu stigi málsins að gera því nokkur skil, hver er raunverulegur þátt- ur Jóns Stefánssonar i íslenzkri myndlist. Hann er enn vinnandi að list sinni, og árlega verða til verk frá hans hendi er hafa bein og óbein áhrif á þróun mál. aralistarinnar hérlendis. En eitt má fullyrða, að list Jóns Stefáns- sonar hefur þegar gríðar mikil áhrif. Jón Stefánsson hefur manna strangast dæmt sín eigin verk, og hann hefur á stundum gert svo miklar kröfur til vinnu. bragða sinna, að margan undrar. Það er fyrst með Jóni Stefáns- syni, sem myndlist hérlendis fær þann aga, sem nauðsynlegur er, ef bygging listaverks á að geta staðist tímans tönn. Hlutur Jóns Stefánssonar er mikill í þeirri þróun, er átt heíur sér stað frá aldamótum til pessa dags í mynd list okkar. Hmn aldni listamaður getur vel við unað, er hann lítur nú um öxl á þessum merkisdegi. Áréngur nars er me:ri en hann sjálfan grunar, og vprla verðar nokkur du*;andi má^arí islenziíur svo nefndur að ekki megi finna áhrif frá ..óni Stefánssyni í verk um hans. Með persónuleika cg þekkingu sinni hefur Jón Stefáns son örvað og mótað marga sam- tímamálara. Alltaf verið vakandi og oþinn, en skoðunarfastur og haldið sínar leiðir með hægð og íestu. í beztu listaverkum Jóns Stefánssonar kemur þetta greini- lega fram. Þetta er ekkert skjall, þetta eru óhaggandi sannindi. Þessar fáu línur, sem hér eru ritaðar, eru ekki ætlaðar sem kynning á list Jóns Stefánssonar. Enda tel ég óþarft að kynna Jón Stefánsson fyrir lesendum. Hann er löngu orðinn einn ástsælasti málari íslands, og er hann vel að því kominn. Nýlega kom Ragnar Jónsson að máli við mig og var þá að brjóta heilann um, hvernig hann gæti bezt heiðrað Jón Stefánsson áttræðan. Eg sló þá þeirri hug- mynd fram, að hann beitti sér fyrir stofnun sjóðs, er bæri nafn Jóns Stefánssonar, og að árlega yrði einhver myndlistarmaður heiðraður með verðlaunum úr sjóði þessum. Þessi uppástunga mín var borin fram í þeirri trú, að Jón Stefánsson mundi verða henni hlynntur. Eg veit, að Jón Stefánsson skilur manna bezt, að slíkur sjóður gæti komið að miklu gagni og að það væri heið- ur fyrir hann, _að fyrsti sjóður aí slíku tagi á íslandi bæri nafn hans. Sagan er nú einu sinni sú, að annars staðar meðal menn- ingarþjóða er mikill urmull af þannig verðlaunum, er oft hafa komið miklu góðu til leiðar og orðið ágæt stoð mörgum mynd- listarmanni. En hjá okkur hér á fslandi hafa slíkir sjóðir ekki enn verið stofnaðir. Eg nota þetta tækifæri til að koma þessari hug mynd á framfæri, og færi hana Jóni Stefánssyni í tilefni dagsins með ósk um, að Ragnari Jóns- syni og öðrum aðdáendum Jóns Stefánssonar auðnist að heiðra hinn aldna meistara á svo veg- legan hátt, og yrði það öllum til sóma. Að lokum vil ég óska hinum mikla höfðingja Jóni Stefánssyni til hamingju með það starf, er hann hefur þegar innt af hendi, og jafnframt óska ég þess, að hann eigi enn eftir að auðga nienningu okkar með list sinni. Það er mikil hamingja fyrir ís- land, að Jón Stefánsson hefur átt langan og athafnaríkan starfs dag. Þær þakkir, er Jóni Stefáns- syni berast í dag, verða hvergi nægilegar fyrir allt það, er hann hefur fært íslenzku þjóðinni. Valtýr Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.