Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. íébr. 1961 MORGVNBLAÐIÐ 5 Myndir þessar ertu af hinum ýmsu stigum sólmyrkvans, sem huidi Suður-Evrópu 15. febr. Milljónir Evrópubúa fylgdust með þessum al- myrkva á sólu við hin beztu skilyrði, en hann stóð yfir í tvær mínútur. Almyrkvinn var á svæðinu frá Suður-Rússlandi yfir Balk anlöndin og mið-ítalíu til S- Frakklands. Þessi sólmyrkvi var einn sá fiullkomnasti, sem komið hefur á síðari tímum yfir þéttbýiu svæði. Stjörnu- fræðingar hópuðust til Ítalíu og fylgdust með honum úr mörgum vel útbúnum stjörnu- turnum. Þeir skoðuðu þústund- ir mynda af geislabaugnum, sem stafaði frá sólinni á með- an á almyrkvanum stóð og gerðu athuganir á segulsviði jarðarinnar. Á svæðinu, þar sem almyrkv inn sást dofnaði sólarljósið hægt og síðustu sekúndurnar áður en sólin hvarf alveg dimmdi snögglega. Dr. Luigi Angrisani þingmaðiur, skýrði frá því í þinginu síðar um daginn að hann hefði séð bændur hrópa í skelfingu af ótta við að heimurinn væri að farast. Fræðslukerfið á Ítalíu þarf að bæta, sagði þingmað- urinn. Eins og áður er sagt voru skilyrði til þess að fylgjast með sólmyrkvanum mjög góð sökum hagstæðs veðurs, en á svæðinu var alveg heiðskírt. Á undanförnum árium hafa orðið sólmyrkvar í Svíþjóð, New Mexico, Japan og Sovétríkjun- um, en óhagstætt veður hefur hamlað athugunum. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa Sölvabúð, Keflavik. Sími 1530. Rólegur maður óskar eftir herbergi í eða við Miðbæinn. Gæti veitt af not að síma. Tilb. send- ist afgr. Mbl. merkt: „Miðbær 1227“. Lítið notuð Optima ferðaritvél til sölu. Uppl. í síma 32897 eftir kl. 1. Keflavík Herbergi til leigu, Hátúni 34, uppi. Sími 2234. Til sölu 5 m langur Kano (bátur) til sölu, nær fullgerður. — Nánari uppl. í síma 15324 kl. 1—4 e. h. Gullarmband — Keðja tapaðist laugardaginn 18. þessa mánaðar annaðhvort í Miðbænum eða Vogun- um. Finnandi vinsamlega beðinn að hringja í síma 36400. Fundarlaun. Miðstöðvarkatlar og þrýstiþensluker fyrix- liggjandi. Stálsmiðjan Sími 24400. Píanó óskast til kaups. Tilb. er greini tegund, ásigkomu- lag og verð, sendist afgr. blaðsins fyrir 26. þ. m., merkt: „Staðgreiðsla 1649“ 3 herbergja íbúð óskast til leigu 14. maí. — Tilboð sendist Mbl., merkt: ,,1636“. ísskápur Lítill nýlegur ísskápur til sölu. Uppl. í síma 24533. Herbergi óskast Mjög rólegur roskinn verzlunarmaður óskar eft- ir herbergi. Uppl. i síma 22150. A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. —■ Trésmíðaíélng Reykjavíkur Allsherjaratkvæðagreiðsla um kjör stjórnar og aðrar trúnaðarstöður í Trésmíðafélagi Reykjavíkur, fer fram laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. þ.m. Kosið verður í skrifstofu félagsins að Laufásvegi 8. Kosning stendur yfir á laugardag frá kl. 14—22 og á sunnudag frá kl. 10—12 og 13—22. Ííjörstjórn e3% -— Annað hvort rífst hún yfir öllu — eða engu "■ ★ Hann: — Ég segi yður satt, kærastan mín, hún Anna er svo gáfuð, að hún hefur vit fyrir tvo. Frúin: f>að hlítur að vera mjög heppilegt fyrir yður. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ................ Kr. 106,66 I 1 Bandaríkjadollar ....... — 38,10 ' 1 Kanadadollar .......... — 38,44 100 Danskar krónur ......... — 551,00 100 Norskaí krónur ......... — 533,00 100 Sænskar krónur ......... — 736,80 100 Finnsk mörk .......... — 11,92 100 Austurrískir shillingar — 147,30 100 Belgískir frankar ...... — 76,44 100 Svissneskir frankar .....— 880,90 100 Franskir frankar ....... — 776,44 100 Tékkneskar krónur ...... — 528.45 100 Gyllini ............... — 1005.10 100 Vestur-þýzk mörk — 912,70 100 Pesetar ................ — 63.50 1000 Lírur _________________— 61.29 Óli: Hvernig stendur á því, að þegar ég stend á höfði stígur blóðið mér til höfuðs, en ekki til fótanna, þegar ég stend á þeim,? Stúdentinn: — Það er vegna þess að höfuðið er tómt, en fæt- urnir ekki. Kvenréttindakona hélt ræðu og sagði m. a.: — Hvar stæðu karlmennirnir nú, ef kvenmaður- inn hefði ekki verið til? Já, hvar væru karlmennirnir þá? Rödd úr salnum: — í Paradís. Læknar fjarveiandi Gunnar Guðmundsson um óákv. tíma (Magnús Þorsteinsson). Gunnlaugur Snædal fjarverandi frá 19. febrúar um mánaðartíma. Staðgeng- ill: Tryggvi Þorsteinsson. Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Víkingur Arnórsson um óákv. tíma. — (Ölafur Jónsson, Hverfisg. 106, sími 18535). Á mynd þessari sjást forseta hjónin ásamt sendiherra Bandaríkjanna ræða við Capt. Arnold D. Gabriel, stjórnanda hljómsveitar bandaríska flug- hersins, sem lék í Austurbæj- arbfói á vegum Lions klúbbs- ins Baldurs á dögunum. Kristilegar samkomur Hjálpræðisherinn, Heimatrúboð leikmanna, Kristi- legt stúdentafélag, Kristileg skólasamtök og KFUM, gangast fyrir sameiginlegum samkomum í Dóm- kirkjunni dagana 23.—26. febrúar kl. 20,30 hvert • kvöld. Norðmennirnir Erling Moe, cand. theol. og Thorvald Fröytland, söngpredikari tala og syngja. Mikill almennur söngur og hljóðfærasláttur. Allir hjartanlega velkomnir. Austfirðingaféíagið ACGLÍSIR: Stofnfundur bridge-klúbbs verður haldinn í Breið- firðingabúð, uppi, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 8,30. — Mætið vel og stundvíslega. NEFNDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.