Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. febr. 1961 Deilt um ræktunarmál Ný fiskbúB í Ásgarði FRUMVARP til breyt. á lög- um um jarðræktar- og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum var til 2. umræðu á fundi neðri deildar í gær. Landbún aðarnefnd hafði klofnað um málið og báðir nefndarhlutar skilað áliti um málið. ★ Jónas Pétursson framsögumað- ur meirihluta nefndarinnar benti í upphafi ræðu sinnar á, að 1. frá 1945 um jarðræktarsamþykktir hefðu reynzt einhver hin farsæl- ustu, sem sett hafa verið um búnaðarmál á síðari árum. Á grundvelli þeirra laga hafi rækt unarsamböndin verið mynduð og stórvirkra jarðræktartækja verið aflað til þeirra með stuðningi ríkisins. En vegna verðbólgu- Iþróunar hefðu fyrningarákvæði laganna ekki megnað að tryggja endumýjun þessara tækja, og þess vegna sé nú svo komið, að ræktunarsamtoöndin skorti yfir- leitt fjármagn til þess að kaupa nýjar beltadráttarvélar nema nokkur aðstoð komi enn til. Þess vegna sé veitt 1 milljón króna á fjárlögum þessa árs í þessu skyni Furðuleg vinnubrögð Því næst skýrði ræðumaður frá því, að landtoúnaðarráðherra hefði á sl. ári skipað 3ja manna nefnd til þess að endurskoða ^ un flytja frv. um þessi efni, þar sem þeir vissu, að nefnd starfaði að undirbúningi fnv. um þessi mál á vegum ríkis- stjórnarinnar og að hún mundi skila áliti. Vegna þeirrar skoðunar, sem fram hefur komið um, að engin fyrirmæli séu í gildi um úthlut- un fjársins, sagðist Jónas hafa snúið sér til lögfræðings í at- vinnumálaráðuneytinu, sem hefði kveðið það vafalaust, að lögin um ræktunarsamþykktir væru í gildi um þetta atriði sem önnur og bæri landbúnaðarráðuneyt- inu að sjá um skiptingu þess eins og verið hefur. Svo sem nefndarálitið bæri með sér tæki meirihluti nefndar- innar ekki afstöðu til hins fram- komna frv. efnislega, sagði Jónas, en tók þó fram, að hann væri ekki samþykkur þeim skipt ingarreglum á stuðningi til rækt unarsambandanna, sem frv. ger- ir ráð fyrir. Ræktunarsamböndin efld Máli sínu lauk Jónas Pétursson á þessa leið: Svo sem fram kemur í nefndaráliti okkar lítum við svo á, að ýmsar breytingar á nú- gildandi lögum séu æskilegar. Við viljum vænta þéss, að málið verði áfram í athugun hjá ríkis- stjórninni með það megintak- mark að leiðarstjörnu að rækt- unarsamböndin verði hér eftir sem hingað til framkvæmda- aðili ræktunar í landinu, síauk- innar ræktunar og hafi til þess fjárhagslegt bolmagn. Ágúst Þorvaldsson rifjaði það upp, að landbúnaðarráðherra hefði lýst því yfir í þingbyrjun, að frumvarp um þetta efni væri væntanlegt innan skamms frá ríkisstjórninni. Nu sé hins vegar skýrt frá því í áliti meiri hluta landbúnaðarefndar, gð ekki sé að vænta frv. um þetta mál frá ríkisstjóminni í bráð og landbún aðarráðherra borinn fyrir frétt- inni. Taldi Ágúst, að ekki væri eftir neinu að bíða og rétt væri að samþykkja frumvarpið nú þegar. Málið athugað nánar Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra kvaddi sér hljóðs og benti á, að ekki væri alveg víst, að það væri landbúnaðinum fyrir beztu, að frv. þeirra Framsókn- armann 'hlyti samþykki. Farsælla Ný þingskjöl GríSLiI Guðmundsson, Sigurður Ágústsson og Halldór E. Sigurðs son flytja í neðri deild Alþingis frv. til laga um breyting á lögum um eyðing svartbaks (veiði- bjöllu), þar sem gert er ráð fyr ir því, að skotmannslaun fyrir hvern skotinn fugl séu hækkuð í kr. 8 og þar af greiðist helm ingur úr ríkissjóði. Ingvar Gíslason flytur í sam einuðu þingi breytingartillögu við till. til þingsályktunar um ráðstafanir vegna læknaskorts. Alfreð Gislason og Páll Þor- steinsson flytja í efri deild breyt ingartillögur við frv. til sveitar stjórnarlaga og í sömu deild flyt ur Daníel Ágústínusson frv. til laga um breyting á lögum um söluskatt. yrði sjálfsagt, að málið yrði at- hugað betur og með því tryggð áframhaldandi ræktun í land- inu. Ekki væri rétt að flýta laga setningu svo mjög, að ekki gæfist tóm til að leita tillagna þeirra manna, sem bezta yfirsýn hefðu yfir málið. Tók landbúnaðarráðherra síðan fram, að hann teldi sjálfsagt og eðlilegt, að búnaðarþing, sem kemur saman innan skamms, fjallaði um málið, og mundi það m. a. fá álit milliþinganefndar- innar til umsagnar. Þá mætti á það benda, að skv. áliti ýmissa forystumanna ræktunarsamband anna væri fengin góð lausn á mál inu í bili. Þá tóku ■ til máls Benedikt Gröndal, Ágúst Þorvaldsson, Ingólfur Jónsson, Skúli Guð- mundsson og loks Ingólfur Jóns- son. — Loks samþykkti deildin að vísa málinu til ríkisstjórnar- innar. FRAMHALD 1. umræðu uir frumvarp þeirra Lúðvíks Jósepssonar og Karls Guð- jónssonar um verðflokkun á nýjum fiski fór fram í neðri deild Alþingis í gær. Emil Jónsson sjávarútvegsmála ráffherra var fyrstur á mælenda- skrá. Sagðist hann í upphafi ræðu sinnar vilja svara fyrirspurn Lúðvíks Jósepssonar um það, hvort það væri álit hans (Emils), að leggja bæri gæðamat til grund vallar við verðflokkun fisks eða hvort á því bæri að hafa annan hátt. Sagðist sjávarútvegsmála- ráðherra geta svarað þeirri spurn ingu eindregið: Gæðamatið væri til þess sett á laggirnar, að það geti orðið grundvöllur að slíkri flokkaskiptingu og kvaðst hann telja sjálfsagt, að gæðamat á fisk- inum, þegar hann kemur í land, ráði því í hvaða verðflokki hann lendi. FYRIR stuttu var opnuð ný fisk- búð í Ásgarði 24 í Bústaðahverfi. Nefnist búðin Ásver og er eigandi hennar Guðmundur Guðmunds- son frá Akureyri. Fiskbúðin er 60 fermetrar að gólffleti, sem skiptist í sölubúð, vinnsluherbergi, frystiklefa, snyrtingu og litla skrifstofu. í vinsluherberginu eru stór og „Nefndin“ sker úr Þá vék sjávarútvegsmálaráð- herra að því, að þeir Lúðvík og Karl hefðu mjög reynt að smeygja sér fram hjá gerðardóms ákvæðunum í frumvarpinu og vildu ekkert við þau kannast. Það sé þó ekki svo gott, þar sem það sé augljóst, að í framtíðinni verði það afla- verðið sem nán- ast skeri úr um það, hvað þeir, sem á skipunum starfa beri úr býtum og „nefnd- in“ eigi einmitt að vera til þess að fella úrskurð um það. Þessi leið sé auðvitað mjög varhuga- verð og miklu heppilegra að að- ilar komi sér saman um þessi atriði. Þá benti ráðherrann á, að frv. segir ekkert um það, hve langur tími skuli líða frá því að deiluaðilar hefja samkomulags- viðræður þar til oddamaðurinn gengur inn í „nefndina“ og hún fellir úrskurð sinn. í lögum eða reglugerð? Birgir Finnsson tók næstur til máls og sagði, að Lúðvík Jóseps- son hefði í svarræðu sinni sl. föstudag rætt aðra hlið á mál- inu en ræða hans (BF) hefði gef- ið tilefni til. Hann hefði í sinni ræðu rætt, hvort það væri heppi- legra að lögfesta reglurnar eða hafa þær einungis í reglugerð. Lúðvík hefði hins vegar í svar- ræðu sinni alltaf talað um það, hvort heimilt ætti að vera að verðfella fisk, sem ríkismatið hefur úrskurðað í 1. gæðaflokki. Spurði Birgir m. a., hvers vegna Lúðvík Jósepsson hefði látið hjá líða að lögfesta slíkar reglur í ráðherratíð sinni, úr því að hann teldi það nú svo heppilegt. Benti Birgir á, að þeir Lúðvík og Karl hefðu eytt löngu máli í að þræta fyrir gerðardómsókvæði frv., en svo óheppilega vildi til fyrir þá, að greinargerð þeirra eigin frumvarps væri bezta vitn- ið gegn málflutningi þeirra, en þar segir m. a.: „Meðal sjómanna er ekki síður mikil andstaða gegn reglum þessum og hafa kjarasamningar víða ekki feng- izt samþykktir í samtökum sjó- manna af þeim sökum“. — Ef flutningsmenn sæju hins vegar vönduð vaska- og afvötnunarkör úr stáli, svo og aðgerðarborð, hakkavél og fleira. Frystiklefinn er mjög stór og frystir upp í 25 gráður á Celcius. Bæði sölubúðin og vinnsluherbergið eru flísalögð og lakkmáluð, loftræsting og lýs- ing eins og bezt verður á kosið. í hinni nýju fiskbúð eru á boð- stólum allar þær fisktegundir, sem fáanlegar eru á hverjum árs tíma. Sagði Guðmundur, að fisk- inn fengi hann víðsvegar að, en mestan hluta hans fengi hann hjá Fiskmiðstöðinni. f Ásgarði 20—24 hefur risið upp nokkurskonar verzlunarmið- stöð fyrir hið nýja og fjölmenna raðhúsahverfi. f húsinu eru bæði kjöt-, matvöru- og vefnaðarvöru verzlun, fiskbúð og mjólkurbúð er væntaleg mjög bráðlega. Eru íbúarnir í nágrenninu að vonum mjög ánægðir yfir hinum. bættu verzlunarskilyrðum í hverfinu. svo mikið eftir því að hafa sett þessi ákvæði í frumvarpið, að þeir vilji ekki gangast við því, beri þeim frekar að nema það úr frv. en standa frammi fyrir þingheimi og fullyrða, að það sé ekki í frumvarpinu. Útúrsnúningur Lúffvík Jósepsson lýsti yfir ánægju sinni yfir því, að sjávar- útvegsmálaráðherra hefði lýst sig samþykkan grundvallarskoð- un frv., þó að hann treysti sér ekki til að fylgja því. Þetta bendi þó e. t. v. til þess, að sjáv- arútvegsmálaráðherra hyggist til einka sér efni þess, og þá sé vissulega mikið fengið. Þá kvaðst Lúðvík hissa á því, að Emil og Birgir gerðu aðal- atriði úr því, sem þeir kölluðu „gerðardómsákvæði" frumvarps- ins. Slíkur málflutningur væri hreinn útúrsnúningur , einfald- lega af þeirri ástæðu, að ekki hefðu staðið neinar vinnudeilur vegna fiskverðsins. — Þá sagði Lúðvík það lika útúrsnúninga, að frv. geri ráð fyrir því, að gæða- matsreglurnar verði lögfestar. Kjarni málsins væri sá, hvort menn vildu búa svo um hnút- ana, að hin mismunandi verð- flokkun á nýjum fiski fái stað izt. — Loks tóku þeir stuttlega til máls Emil Jónsson og Birgir Finnsson. Nefndarálit LÁGT VAR fram í neffri deild Alþing-is álit allsherjarnefndar um frv. til laga um ríkisfang- elsi og vinnuhæli. Mælir nefnd in einróma meff samþykkt þess, en einn nefndarmanna, Gunnar Jóhannsson flytur breytingartil- Iögu viff frumvarpiff, sem kveff ur svo á. aff ríkiff skuli eiga og reka héraffsfangelsi. Þá var Iagt fram í efri deild álit samgöngumálanefndar um frv. til laga um jarffgöng á þjóff vegum. Mælir nefndin meff sam- þykkt þess meff einni breytingj. Meiri hluti sjávarútvegsnefnd ar efri deildar mælir meff því aff frv. til breytingar á lögum um Fiskveiðasjóff íslands verffi sam- þykkt. Cetebe Heildverzlanir, Iðnrekendur, Pólskar bómullarmetravörur eru þekktar að gæð- um um land allt. Nú eru nýkomin fjölbreytt sýnishorn af léreftum, flónelum, sirsum o. fl. o. fl. Hér er staddur fulltrúi frá fa. Cetebe (bómullar- vörudeild) og verður til viðtals á skrifstofum vor- um næstu daga. Einkaumboff á Íslandi f.vrir CETEBE (bómullarvörudeild) íslenzk-erlenda verzlunarfélagið h.f. Tjarnargötu 18 — Símar: 15333, 19698 Bnn rœtt um gerðardóminn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.