Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. febrúar 1961 Kemst skriður á handritamálið? Einkaskeyti frá fréttaritara Mbl. í K.-höfn, 22. febrúar. BEKLINGSKE Aftenavis skýrir frá því, að nú sé að koma skrið- ur á handritamálið og verði is- Óheilnæm hollenzk sósa KAUPMANNAHÖFN, 22. febr (NTB) Allmargir fuíltrúar á fundi Norðurlandaráðs í Kaup mannahöfn fengu í gær matar eitrun á þekktu veitingahúsi í borginni. íhaldsflokkurinn danski hafði boðið kollegum sínum meðal fulltrúa til mið degisverðar og var þar meðal annar fram boirin hollenzk sósa, sem reyndist miður holl. Varð að flytja nokkxa menn í sjúkrahús í skyndi. Margir fulitrúar á fundi Norðurlanda ráðs hafa orðið að tilkynna forföll á fundum ráðsins í dag, en allir eru þó á batavegi. Kópavogur MUNH) fulltrúaráðsfundinn í kvöld kl. 8,30 að Melgerði 1. — Mætið stundvíslega. Yfirlit yfir báta og skip á Akranesi AKRANESI, 21. febr. — 23 bát ar róa héðan frá Akranesi, það sem eftir er vertíðarinnar. Þess ir 15 bátar róa með línu: Ásbjörn Ásmundur, Böðvar, Fram, Heima skagi .Höfrungur I., Keilir, Ó1 afur Magnússon, Sigrún, Sigurður AK, Sigurfari, Sigurvon, Skipa skagi, Sveinn Guðmundsson og Sæfari. Þessir 6 róa með net: Bjarni Jóhannesson, Fiskaskagi, Reynir, Sigurður SI, Svanur og Ver. Óvíst er hver veiðarfæri Höfrungur II notar og sá 23. er nýi 190 tonna stálbáturinn, sem verið er að sækja til Noregs. Auk þess róa héðan tveir litl ir dekkbátar, Sporður, 12 tonna, og Jódis 16 tonna. Jódís er ný keypt hingað frá Sauðárkróki. Eigendur hennar eru Samúel Samúelsson og Ólafur Gíslason. Farsæll og Sæfari eru uppi í dráttarbraut til viðgerðar og end umýjunar. 10 trillubátar (af ca. 35 alls) hafa verið settir upp á land til standsetningar. Víkingur er á heimleið frá Þýzkalandi þar sem hann seldi aflann úr síðustu veiðiför á góðu verði. Bjarni Ólafsson er nýklass aður í Englandi og Akurey ligg ur í Reykjavíkurhöfn. — Oddur Dagskró Alþingis DAGSKRA sameinaðs Alþingis i dag: Fyrirspum: Lánveitingar úr ræktunar sjóSi og byggingarsjóði. Hvort leyfð skuli. Dagskrá efri deUdar i dag: 1. Fisk- veiðasjóður íslands, frv. 2. umr. 2. Jarð göng á þjóðvegum, frv. 2. umr. 3. Sölu- skattur, frv. 1. umr. Dagskrá neðri deildar í dag: 1. Verð- flokkun á nýjum fiski, frv. Frh. 1. umr. (Atkvgr). 2. Sameining Áfengisverzl- unar og Tóbakseinkasölu, frv. 3. umr. 3. Seðlabanki íslands, frv. 2. umr. 4. Iðnaðarmálastofnun íslands, frv. 2. umr. 5. Rikisfangelsi og vinnuhæli, frv. 2. umr. 6. Héraðsfangelsi frv. 2. umr. 7. Sveitarstjómarlög, frv. I. umr. 8 Fæðingarorlof, frv. Frh. 2. umr. 9. Almannatryggingar, frv. 1. umr. 10. Búnaðarháskóli, frv. 1. umr. II. Eyðing svartbaks, frv. 1. umr. lendingum liklega afhentur meg- inhluti hinna 2600 íslenzku hand- rita innan tíðar. í grein undir fyrirsögninni „Ný þróun í handritamálinu" segir, að sjónarmið fslendinga muni nú vera, að láta Dönum eftir að stíga fyrsta skerfið í þessu máli. Opinberar viðræður séu ekki hafnar, en Ólafur Thors, forsætis ráðherra íslands og Guðmund- ur f. Guðmundsson utanríkisráð herra hafi átt einkaviðtöl um málið við Jörgen Jörgensen menntamálaráðherra Dana, sem muni vera því fylgjandi að hand ritunum verði skilað. Talið er, að hann hafi stjórnina að baki sér í þessu máli. Afhent í sumar? Ennfremur segir blaðið, að af- staða Dana til þessa máls sé sú, að Danir skuli afhenda fslend- ingum þau handrit að gjöf, sem rituð séu af íslendingum eða fjalli beinlínis um íslenzk efni, en svo mun vera um rúman helm ing handritanna. Óljóst er, hvort Danir setja jafnframt fram kröfu um, að íslendingar samþykki að handrifcamálið sé þar með endan lega útkljáð svo og hvernig fs- lendingar kunna að svara slíkri kröfu. Enn telur blaðið mögulegt að ofan á verði tillaga ýmissa háskólamanna um sameiginlega yfirumsjón Dana og íslendinga með handritunum. Enn segir Kvöldberlingur, að verði handritin afhent, verði lík legast valið það form fyrir af- hendingunni, að þau verði gjöf til íslendinga, en almenn sé sú skoðun að verða að afhending þeirra fari fram í sumar. Mun Jörgensen óska að málið verði útkljáð, áður en hann lætur af émbætti næsta haust. Jón aðstoðaði ekki JÓN Bjarnason ritstjóri við Þjóð viljann hefur beðið Mbl. að taka fram, að ekki sé rétt í frásögn fréttamanns blaðsins, sem stadd- ur var í Vestmannaeyjum í sl. viku, að hann hafi aðstoðað við útgáfu á Eyjablaðinu, málgagni kommúnista þar í bænum. í yf- ii'lýsingu sinni segir ritstjórinn m. a.: „Að sjálfsögðu hefði mér þótt heiður að því að leggja Eyja blaðinu lið, en ág átti engan þátt i útgáfu þess“. Er þessu hér með komið á fram færi. Stefna brezka verkamannaflokksins í landvarnamálum: Bretar afsali sér ekki atómvopnum með- an Rússar eiga þau IA laugardagtnn hefði mikið I verið hlegið á hafnarbakkan- ' um þar sem Goðafoss lá við og losaði m. a. hveitisekki. Tveir eða þrír sekkir féllu í sjóinn milli skips og bryggju. Hleri sem notaður er til upp- skipunar, var snarlega mann. aður tveim vöskum mönnum. Þegar þeir voru komnir út á hlerann urðu þeir eitthvað óstyrkir á fótum og þá hlógu kallarnir á bakkanum að þeim og skemmtu sér konunglega. Vlyndin er tekin þegar menn- irnir á hleranum eru búnir að bjarga einum pokanna. Gam- ansamur nránugi sem nærri stóð sagði að það myndi sjald- an hafa verið annað eins úr. val á boðstólum: Það er hægt hægt að fá gott hveiti, maðk- að hveiti og sjóblautt hveiti!! (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). London, 22. febr. (Reuter/Ntb.) MIÐSTJÓRNIB brezka verka- mannaflokksins og sambands brezkra verkalýðsfélaga hafa samþykkt tillögu um stefnuna í landvarnarmálum, þar sem kveð- ið er svo á, að Bretar geti ekki einhliða afsalað sér kjarnorku- vopnum, meðan Rússar hafi þau undir höndum. Er tillaga þessi mikill sigur fyrir formann flokks ins, Hugh Gaitskell og fylgismenn hans. Tillaga þessi var samþykkt í miðstjórn Slokksins í dag með 16 atkvæðum gegn 6, en tillaga Frank Cousins, sem kvað svo á, að Bretar afsöluðu sér atomvopn- um einhliða, var felld með 18 at- kvæðum gegn 7. í verkalýðssam- bandinu var fyrri tillagan sam- þykkt með 26 atkvæðum gegn 6, en tillaga Cousins felld með 25 atkv. gegn 6. Tillaga þessi var gerð af tólf manna nefnd ,sem skipuð var í haust til þess að reyna að sam- ræma sjónarmið hinna tveggja sterku afla innan flokksins, ann- arsvegar fylgismanna Gaitskells og hinsvegar fylgismanna Cous- ins. Fylgjandi banni, en - - Báðar miðstjórnimar héldu Kirkjutónleikar í Kristskirkju FRÚ Guðrún Tómasdóttir efndi til tónleika í Kristskirkju í Landa koti 19. þ.m. með aðstoð Ragnars Björnssonar organleikara. Þess- ir tónleikar voru hinir ánægju- legustu og naut hin bjarta og hreina sópranrödd Guðrúnar sín mjög vel í kirkjunni. Vai verk- efna var smekklegt og fjölbreytt. Söngkonan flutti þarna lög úr „Messíasi" og „Tolomeo“ eftir Hándel, tvö ítölsk lög eftir Dur- ante og Scarlatti, tvö lög eftir Bach, eitt eftir Humperdinck og þrjú íslenzk Maríuvers: María, meyjan skæra“ við lag Karls O. Runólfssonar, „Drottins móðir, milda góða“ við gamalt lag, og „Máríá, mild og há“ við lag und- irritaðs. Sérstaka athygli vakti söngur Guðrúnar í .Drottins móð 1/* NA /5 hnúfar 1 Vrt' SV 50 hnútar X Snjihma * Úti \7 Skúrir K Þrumur mss KuUasM Hitaaki! H.Hat L&Laaqt ^ Mikil hlýindi eru nú á fs- S landi, enda var loftið, sem lék i um strendur landsins í gær, ^ komið sunnan af hafinu milli S Azoreyja og Portúgals. $ Kl. 14 var 11 stiga hiti á | Akureyri, en víðast hvar 7—10 S stig.. Mikil hláka var uppi um i allt hálendi, og í Möðrudal \ var 5 stiga hiti. Hiti var um S frostmark upp í tveggja kíló- i metra hæð, svo að þiðan hefur \ náð upp á hæstu jökla. Sunn- > anlands fylgdi þessu lofti mik- il rigning, en á Norðurlandi var þurrt veður. Veðurhorfur kl. 22 í gærkvöldi SV-land til Vestfjarða SV- mið til Vestfjarðamiða: S og SV-kaldi, skúra og éljaveður, kólnandi. Norðurland til Austfjarða og Norðurmið til Austfjarða miða: Minnkandi S og SV átt þíðviðri, léttskýjað með köfl- um. SA-land og SA-mið: V kaldi eða stinningskaldi, skúrir. ir“ — því það lag söng hún án undirleiks. Fór mjög vel á því, og vaknaði sú spurning hjá manni hvort ekki væri rétt að syngja sum hinna gömlu laga ein- mitt þannig. Hygg ég að mörgum hafi fundizt túlkun þessa lags einna áhrifamest á tónleikunum, og voru þó öll lögin ágætlega sungin, og sum alveg prýðilega flutt. Ragnar Björnsson var söngkon unni hin bezta stoð og stytta. Yfirleitt voru „registur" orgelsins vel valin í undirleiknum, þó hefði ég kosið veikari grunnraddir og tærari á stöku stað. Ragnar lék G-dúr Fantasíu Bachs prýðisvel, og sýndi enn sem fyrr hversu ágætur organleikari hann er orð- inn. Kikjan er tilvalið söngmusteri ef hún er þéttskipuð, en svo var í þetta skipti, að hvert sæti var skipað. Ríkti góð stemning á þess um tónleikum, sem voru, sem fyrr segir, mjög ánægjulegir. P. í. Veski gömlu o konunnar í GÆRKVÖLDI fékk Mbl. vit- neskju um það, að á þriðjudag- inn annan í var, hafi verið hringt að Eskihlíð 20A, þar sem gamla konan, sem týndi ellilaununum átti einu sinni heima. Það var k.ona í símanum sem spurði um gömlu konuna, kvaðst hafa fund ið peningaveski hennar. Heimilis fólkið sagði konunni 1 símanum hvar gömlu konuna væri nú að hitta. Þessi kona virtist þá ætla að fara með veskið til hennar samstundis. í Mbl. í gær, er þess getið að Guðmundur Guðlaugsson þvotfca húseigandi hafi fundið veskið í Bröttugötu. Taldi heimildarmað ur blaðsins rétt að þetta kæmi fram, ef vera mætti að hægt yrði að upplýsa eitthvað frekar varð- andi veski gömlu konunnar og peningana, sem hún tapaði. fund í dag til þess að ræða tillög- urnar. í þeim er þeirri skoðun lýst ,að æskilegt væri að komið yrði á fót nokkurs konar alþjóð- legri stjórn til þess að binda, seni allra fyrst endi á vígbúnaðarkapp hlaupið. Tekið er fram að verká- lýðshreyfingin sé fylgjandi því að kjarnorkuvopn sé bönnuð, en meðan Sovétríkin hafi slík vopn undir höndum, geti Bretar ekki afsalað sér þeim einhliða, enda séu þau nauðsynlegur hlekkur 1 varnarkerfi Vesturveldanna. Þá segir, að vera kunni, að eftir nokkur ár verði ekki lengur nauðsynlegt öryggi Vesturveld- anna að hafa herbækistöðvar i öðrum löndum, en meðan þess sé þörf og meðan Bretland sé lög. legt aðildarríki að Atlantshafs- bandalaginu geti Bretar ekki skor azt undan því að leyfa bandalaga ríkjum sínum herstöðvar á landi sínu. Hins vegar verði Bretar að hafa frelsi til að ákveða hverju sinni að hversu miklu leyti ein- stakar áætlanir bandalagsina skuli samþykktar og með hverj- um skilyrðum. Ennfremur segir, að Bretar verði að láta af tilraun. um sínum til að verða sjálfstætt atómveldi. öryggi Natos sé nú hættulega háð kjarnorkuvopnum, en takmark bandalagsins skuli vera að grípa aldrei til slíkra vopna að fyrra bragði. Loks er krafizt fullnægjandi pólitísks eftirlit með atomvopnum Vestur veldanna. Ahyggjurnar hverfa fyrir gleðinni f GÆR komu nokkrir greið- viknir Reykvíkingar upp á ritstjórnarskrifstofu Mbl. með fjárgjafir handa Svein- björgu Ólafsdóttur, sem tap aði öllum mánaðarlífeyri sínum í síðustu viku. Er við afhentum Sveinbjörgu pen ingana í gærkvöldi, samtals 825 krónur, sagðist hún hafa fengið margar heimsóknir um daginn og hefði sér verið gefið á 9. hundrað krónur. „Áhyggjur seinustu daga hafa vibið fyrir gleðinni nú“, sagði Sveinbjörg, „og ef bænir mínar mega sín nokkurs munu þær hrina á þeim, sem leyst hafa úr erfiðleikum mínum". Kirkjutónleikar endurteknir GUÐRÚN Tómasdóttir söngkona, hélt hljómleika í Landakots. kirkju s.l. sunnudagskvöld, með undirleik Ragaars Björnssonar organleikara. Guðrún söng verls eftir Hándel, Durante, Scarlatti, Humperdinck og Bach og þrjú lög, eftir Karl O. Runólfsson, Pál ísólfsson og gamalt íslenzkt sálmalag án undireiks. Einnig lék Ragnar Björnsson einleik á orgel, fantasíu í G-dúr eftir Bach. Landakotskirkja varð troðfull, svo að bæta varð við aukasætum aftur í henni. Var sérstaklega hátíðleg og falleg stemming yfir þessum tónleikum Guðrúnar. Söngkonan mun endurtaka hljómleikana næsta sunnudags- kvöld í Landakotskirkju kl. 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.