Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 23. febrúar 1961 MORCV1SBLAÐ1Ð 19 rr — Kongó Framh. af bls. 1 Dayal, fulltrúi SÞ hefur enn einu sinni farið fram á það við Tshombe, að lík Lumumba og félaga hans verði afhent ætt- ingjum þeirra. Þá hefur Dayal ritað Albert Kalonji, héraðs- stjóra í Kasai, og beðið hann um tæmandi lista yfir þá pólitíska fanga, sem hafi verið fluttir til Bakwanga frá Leo- poldville frá upphafi þessa mán- aðar. • Jafngildi stríðsyfirlýsingu. Joseph Ileo, sem Kasavubu hef ur skipað forsætisráðherra, ræddi við fréttamenn í Leopoldville 1 dag. Hann sagði, að hin síðasta samþykkt Öryggisráðs SÞ jafn- gillti stríðsyfirlýsingu og væri til- raun til þess að koma öllu Kongó ríki undir stjórn SÞ. Sagði Ileo, að Kongómenn mundu verja full veldi sitt og hætta til þess lífi sínu, ef nauðsyn krefði. Skírskot- aði hann til allra frjálsra þjóða að styðja þá í þeirri baráttu. Ileo kvartaði yfir því, að full trúar SÞ hefðu ekki nægileg sam xáð við yfirvöldin í Kongó og hélt því fram, að Sameinuðu þjóðirn- ar hefðu ekki hafzt neitt að til íþess að hindra, að erlend aðstoð bærist til vissra svæða landsins. Ileo sagði, að stjórn hans væri fús að reyna að komast að samn- ingum við yfirvöldin í Stanley- ville. Hann lét í ljósi reiði sína yfir ýmsum hrottalegum atburð- um, sem átt hefðu sér stað víðs vegar í landinu, þar á meðal af- lífun Lumumba og félaga hans. Kvaðst hann mundu vinna að því að hinum seku yrði refsað. Loks ikvaðst Ileo vænta þess að þing Konó kæmi saman innan tíðar og tækju þá einnig sæti sín þeir þingmenn, sem væru nú pólitískir fangar. • Engin samvinna nema . . . Belgíska fréttastofan Belga skýrði frá því í dag, að fregnir frá Ruanda Urundi hermdu, að forsætisráðherra Kivu-héraðsins Anicet Kashamurha, stuðnings- maður Lumumba, hefði í útvarps- ávarpi lýst yfir því, að starfi hans væri nú lokið og ný stjórn tekin við völdum í Kivuhéraði Segir Belga, að Kashamurah hafi verið orðinn mjög slæmur á taug um og hafi reynt að fyrirfara sér síðastliðinn sunnudag, með því að stökkva út um glugga á fjórðu hæð í gistihúsi, sem hann dvaldist í. Jafnframt segir, að tiann hafi skipað þingforseta Kivuhéraðsins, Ruker Ratabaro yfirmann héraðsins. Allir stjórn- armenn Kivu eru fylgismenn Lumumba. Þá hefur utanríkisráðherra Eelgíu óskað eftir því að liðs jnenn SÞ verndi belgíska her inenn, sem stjórn Stanleyville hafi tekið til fanga er þeir fóru af misgáningi yfir landamærin frá Ruanda Urundi. í New York, hefur fulltrúi Kongó hjá Sameinuðu Þjóðunum, Evaristo Loliki, afhent og birt ©pinberlega bréf til forseta ör- yggisráðsins, Sir Patricks Dean, þar sem lýst er yfir því, að stjórn Kongó mun ekki eiga samvinnu við Sameinuðu Þjóðirnar um framkvæmd samþykktar örygg- isráðsins nema því aðeins, að fyrst fari fram viðræður milli fulltrúa Sameinuðu Þjóðanna og stjórnar Kasavubus. Því, sem ráðherrann hafði gert, varð eigi hnekkt Kópavogskaupstaður tapar máli í Hœstarétti — Orðn/r langeygir Frh. af bls. 1 urstöðu fyrir lok þessa mánaðar evo að unnt verði að hefja vor- veiðarnar við ísland með fullum ikrafti. Ef svo verður ekki óska þeir eftir vernd flotans innan tólf mílna markanna. n Loks segir í lok fréttaskeytis frá NTB um sama mál, að fyrir skömmu hafi verið tilkynnt opin berlega, að brezka ríkisstjórnin hafi enn á ný reynt að fá ís- flendinga til þess að fallast á sam Ikomulag, sem byggist á sömu atriðum og samningur Norð- manna og Breta. LOKIÐ er í Hæstarétti máli út af landi sem tveir aðilar gerðu tilkall til suður í Kópavogi. Annar þeirra Kópavogskaupstað ur höfðaði málið gegn Helga Lárussyni forstjóra hér í Reykja vík. Hann hafði fengið loforð fyrir hinu umdeilda landi, gegn því að láta af hendi land sem hann átti þar syðra. Bygginga- samvinnufélag Kópavogs, sem Hannes Jónsson félagsfræðing- ur réði þá fyrir, vildi fá þetta land fyrir fjölbýlishús er það ætlaði að reisa þar. Þetta var í ársbyrjun 1955. Þáverandi land búnaðarmálaráðherra Steingrím- ur Steinþórsson gekk í málið fyrir Byggingasamvinnufélagið. Það varð úr að Bergur lét af hendi það land, sem samvinnu- félagið taldi sig þurfa, gegn því að honum yrði mæld spilda úr landi Digraness sem hann þá fengi í staðinn. Um þessa spildu hófst deilumál þetta. Kópvogskaupstaður keypti land Digraness árið 1955 og vildi ekki fallast á að ráðherra hafi haft neitt leyfi til þess að ráðstafa landspildu þessari, því jörðin hafi verið ráðuneytinu óviðkomandi, þá er landbúnaðar ráðherra ráðstafaði spildunni til Helga Lárussonar. „Með yfirlýsingu Steingríms Steinþórssonar, er landbúnaðar- ráðherra var 1955, greinargerð Sveinbjarnar Dagfinnssonar, deildarstjóra í Landbúnaðarráðu neytinu, og málflutningsyfirlýs- ingum af hendi ráðuneytisins fyrir héraðsdómi og fyrir Hæsta- rétti er sannað, að Steingrímur ráðherra lofaði gagnáfrýjanda máls þessa að leysa land það, sem í málinu greinir, að stærð Bókmennta- kynning í Kjós Valdastöðum 13/2 61. ÞANN 11. þ.e.m. var að tilhlutun, Bræðrafélags Kjósarhrepps hald inn bókmenntakynning á verk- um Guðmundar G. Hagalín rit- höfundar, að Félagsgarði. Hófst hún með því, að form. félagsins Oddur Andrésson, setti samkom- una og bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá. Gat hann þess að þetta væri þriðja kvöldvakan sem fél. gengist fyrir. Því næst flutti Helgi Sæmundsson formað ur Menntamálaráðs, erindi um rithöfundinn og skáldið Guð- mund G. Hagalín, og verk hans. Þar næst las Brynjólfur Jóhann- esson leikari upp stutta skáld- sögu eftir Guðm. G. Hagalín. Að síðustu flutti svo skáldið ávarp, og las kafla úr óprentaðri skáld- sögu eftir sjálfan sig. Öll þessi atriði, fengu ágætar undirtektir, og voru þökkuð með verðugu lófataki. Að síðustu hófst svo Leiðrétting í MINNINGARGREIN um Hall grím Þorbergsson á Halldórsstöð um 21. þ.m. er slæm prentvilla. Þar segir að hann hafi látið af búskap fyrir 20 árum, á að vera fyrir 2 árum. ★ ÞAU mistök urðu í blaðinu í gær, að sagt var í frétt um þá, sem nýlokið hafa háskólaprófi, að Árni Björnsson og Guðrún S. Magnúsdóttir hefðu lokið kandí- datsprófi í viðskiptafræðum. Þetta er rangt. Þau luku prófi í íslenzkum fræðum, og eru bæði hér með beðin velvirðingar á þess um mistökum. Hins vegar lauk Magnús Ár- mann prófi í viðskiptafræðum, en nafn hans féll niður af vangá. Er hann einnig beðinn afsökunar. 4,736 ha við Álfhólsveg austan túns í Digranesi, úr erfðaleigu þriðja aðilja og leigja gagnáfrýj- anda það með þeim kjörum, sem gagnáfrýjandi hafði haft á landi á Digraneshálsi samkvæmt lóðar leigusamningi 2. apríl 1947, er breytt var með samningi 6. fe- brúar 1948, gegn því, að gagn- áfrýjandi afsalaði sér hluta af síðamefndu landi til afnota handa samvinnufélagi. Þá er landbúnaðarráðherra 15. ágúst afsalaði samkvæmt lögum nr. 32/1957 Kópavogskaupstað lend- ur jarðanna Digraness og Kópa- vogs, var í afsalinu tekið fram: „Einstaklingar félög og stofnanir, sem fengið hafa á leigu eða lof- orð yrir lóðum eða landspildum í Kópavogi halda rétti sínum sam kvæmt þar að lútandi samning- um eða skuldbindingum". Deild- arstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, sem að sölunni starfaði, hef- ur vottað að fyrirsvarsmönnum aðaláfrýjanda hafi, áður en frá kaupum var gengið, verið kynnt loforð ráðherra til gagnáfrýj- anda og „það ítrekað við kaup- anda, að skyldan til að efna það yfirfærðist á hann um leið og hann fengi afsal fyrir landinu“. Þáverandi fyrirsvarsmaður aðal- áfrýjanda hefur viðurkennt, að honum hafi verið kunnugt um loforð ráðherra, en kveðst hafa talið það ógilt. Samkvæmt þessu og öðrum gögnum málsins hvílir á aðal- áfrýjanda skylda til að efna lof- orð það, sem landbúnaðarráð- herra Steingrímur Steinþórsson veitti gagnáfrýjanda 1955 og rakið var, og ber að dæma aðal- áfrýjanda til éfnda, en þar sem landið er nú í erfðaleigu þriðja aðilja og eigi er víst um, hversu greitt gengur að losa landið úr þeirri leigu, verður efndaskyld- an eigi lögð á aðaláfrýjanda við viðlögðum dagsektum, heldur er rétt að setja honum frest að full nægja skyldunni, og þykir frest- urinn hæfilega ákveðinn 5 mán- uðir frá birtingu dóms þessa. Eigi hefur verið höfð uppi í máli þessu varakrafa um skaðabætur á hendur aðaláfrýjanda, ef hann hefur eigi efnt skyldu sína, er fullnægjufrestur dómsins rennur út. Málskostnaður var lagður á Kópavogskaupstað, alls 1500 krónur. Tuttugu ungar stúlkur létust MADRID, 22. febr. (NTB — Reuter) — Að minnsta kosti 23 létu lifið við sprengingu 1 plast verksmiðju í nágrenni Madrid í dag. Tuttugu þeirra sem létust voru stúlkur á aldrinum 15—20 ára er unnu í verksmiðjunni. — Norðurlandaráð Framh. af bls. 1 ríki brýnast alþjóða-vandamála um þessar mundir, svo sem sjá mætti af atburðunum í Kongó síð ustu vikur og mánuði. Sænski ráðherrann Ulla Lind- ström lagði til, að aðstoðin yrði veitt fyrir milligöngu Sameinuðu Þjóðanna eða annarra alþjóða- samtaka. Samræmdar reglur Þá hefur Norðurlandaráð sam- þykkt með 43 atkvæðum gegn 3 áskorun um að koma hið fyrsta á samræmdum reglum um heim- ild ferðafólks til þess að hafa með ferðis tollfrjáls áfengi og tóbak. Þrír Norðmenn greiddu atkvæði gegn áskoruninni en einn Norð- maður og einn Finni sátu hjá. Loxveiðió leigð iyiir 335 þús. STABARBAKKA, Miðfirði, 20. febrúar. — Gerðir hafa verið leigusamningar um Miðfjarðará. — Eru það Stangveiðifélög Borgarness og Stykkishólms en þessir sömu aðilar hafa haft Miðfjarðará undanfarin ár. Samkvæmt hinum nýja leigusamningi verður árs- leigan kr. 335,000,00 og miðast við 7 stengur sam- timis á vatnasvæðinu. ★ 1 dag er hér éljaveður. Annars hefur verið hér einmuna tíð, oftast snjó- laust og góðviðri. Á ein- staka bæ hefur sauðfé naumast verið sýnt hey, það sem af er vetri og hefur því verið gefinn fóð- urbætir með beitinni. ★ Þorrablót hefur verið haldið í flestum hreppum og yfirleitt við góðan fagn að og hefur fólk skemmt sér ágætlega, á gamlan og þjóðlegan hátt. — Benedikt. Hver sá, er ekið var á konuna? í FYRRAKVÖLD um klukkan 7 varð slys á Lækjartorgi. Rúm- lega sjötug kona, sem var að íara yfir Austurstrætið, á hinni af- mörkuðu gangbraut við Lækjar- torg, varð fyrir utanbæjarbíl. Hlaut hún mikið höfuðhögg og var í gærdag flutt af slysavarð- stofunni í Landakotsspítala, þungt haldin. Bílstjórinn kveðst hafa ekið á grænu ljósi er slysið varð. Vænt- anlega hafa einhverjir sjónar- vottar verið og óskar rannsókn- arlögreglan eftir að hafa af þeim tal. Tvö innbrot FYRIR nokkrum nóttum var i brotizt inn í verzlun Fossberg að j Vesturgötu 2. Vár stolið hagla- | byssum og einum mjög vel út- búnum riffli. Önnur byssan var tvlhleypa en riffillinn var fimm skota riffill með sjónaukasigti. í fyrrinótt var brotizt inn í kjör ' búð að Grundarstíg 2. Stolið var 1130 pökkum af sígarettum, 100 kr. í skiptimynt og allverulegu magni af sælgæti. Þjófarnir náðust Lögreglan sá til þjófanna á Grundarstíg en missti af þeim í eltingaleik í fyrrinótt. Þeir þekkt ust af lýsingu og náðust í gær- kvöldi. • Moskva, 21. febr. (Reuter). — Leonid Breznev forseti Sovét- ríkjanna kom í dag heim til Moskvu að lokinni heimsókn til Guineu, Ghana og Marokkó. Á heimleiðinni kom hann við í Budapest. Ekki tekin ákvörðun EINKASKEYTI til Mbl. frá Kaupmannahöfn. — Viggo Kamp mann, forsætisráðherra Dana staðfesti í dag, að endanleg á- kvörðun um útvíkkun dönsku fiskveiðilandhelginnar yrði ekki tekin fyrr en árangur væri sýnn af viðræðum Breta og íslend- inga. Sagði ráðherrann að æski legt væri að samkomulag sem næðist milli Breta og íslendinga yrði samhljóða samkomulag, milli Dana og Breta um fisk- veiðilögsögu við Grænland og Færeyjar. • London, 21. febr. (Reuter). — Strandivarius-fiðla var í dag seld á uppboði í London. Var hún slegin á 6.090 pund (kr. 650.000,00). Fiðluna smíðaði Ital- inn Antonio Stradivari árið 1690. — Dagsbrún Frarnb. af bls. 3 hefði sagt í Vestmannaeyjum, að Dagsbrún sæi ekki ástæðu til að fara í samúðarverkfall, því að sjálf ætlaði hún í verkfall i marz. Eðvarð svaraði ræðu Jóhanns og fór undan í flæmingi eða át ofan í sig. Ekkert vildi hann gefa ákveðið út á ummæli Hannibals, en sagði þó að vonum, að væru þau rétt eftir höfð, væru þau ekki sögð í nafni félagsins. Einnig töluðu á fundinum Gunn- ar Erlendsson og Jón Hjálmars- son, sem gagnrýndi þá skipan, sem ríkt hefur síðan 1957, að telja útistandandi árgjöld ekki til tekna. Öllum vinum og vandamönnum, sem glöddu mig á 80 ája afmæli mínu, færi ég mínar innilegustu hjartans þakkir. Þóranna Þorsteinsdóttir, Laugavegi 70 Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 3—5. IHagnús Th. Blondahl hf. Jarðarför bróður míns ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR fyrrv. sýslumanns og alþingismanns Dalamanna fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 24. þ.m. kl. 2 e.h. — Athöfninni verður útvarpað. Davíð Þorsteinsson, Arnbjargarlæk Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, KRISTÓFERS JÓNSSONAR frá Galtarholti Guðbjörg Jónsdóttir, börn og tengdasynir Igite

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.