Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 18
13 MORGVNBT4Ð1Ð Fimmtudagur 23. febrúar 1961 Enska knattspyrnan // Þorsfeinn Einarsson íþrótfafulltrúi réttlœtir Furðulegt ráðslag 44 íþróttaritstjórarnir ræða um að „ . . . fyrir þröngsýni fékkst ekki að hafa salinn í fuliri löff- legri stærð ..." Hvað ritstjór- arnir eiga við með því orðalagi, sem ég hefi leyft mér að undir strika, er ekki ljóst, þegar skrá in hér að framan er athuguð með þeð fyrir augum að vita hvaða ákvæði gilda um lágmarks og há marksstærðir keppnisvalla. Sam kvæmt skránni hefur Valssalur- inn „fulla löglega stærð“ hand- knattleiksvailar, hvað þá ann- arra valla innanhúss-íþrótta — en fulla löglega stærð fyrir al- iþjóðakeppni f handknattleik hefur hann ekki (18x34 eða 22x44 m) og við þær stærðir og ekkert minna munu ritstjórarn- ir að öllum líkindum eiga. Valur leggur fyrir íþrótta nefnd ríkisins fyrirætlanir sínar 1953 og eru þær samþykktar. — En þegar Vygginganefndin (Hlíðarendanefnd) fer þess á leit 1954 eins *g fyrr greinir, að salurinn sé stækkaður, þá tek- ur íþróttanefnd málið upp aS nýju og fer Þ*ss á leit við stjórn Í.B.R. að hún veiti umsögn um málið og þá einnig hvort til greina komi styrkveiting til vissrar stærðar (16x32), þó félagið reisi stærri sal (20x32). Eftirfarandi útskriftir úr fund argerðarbók framkvæmdastjórn ar Í.B.R. greinir frá meðferð og afgreiðslu málsins. Frá fundj 16. júlí 1954: „Til þess* fundar var boðað samkv. samþykkt síðasta fund- ar til þess að ræða styrk-umsókn Knattspyrnufélagsins Vals til íþróttanefndar ríkisins vegna stækkunar á fyrirhuguðu í- þróttahúsi félagsins að Hlíðar- enda. Formaður las upp bréf iþrótta nefndar til bandalagsins varð- andi málið, og skýrði síðan gang framkvæmda fþróttafélaganna á eigin svæðum. Gaf hann síðan fundinum yfirlit yfir fyrirhugað ar byggingar íþróttamannvirkja einstakra félaga og bæjarfélags- ins. Að viðbættum kostnaði við þær framkvæmdir, sem félögin hafa þegar lokið við, sem kost að hafa 4,1 millj. kr., er áætlaður kostnaður þessara framkvæmda 31,0 millj. kr. Kvað hann þetta óhugnanlega háa fjárupphæð og yrði þegar að staldra við og hugleiða á hvern hátt rekstri þessara mannvirkja yrðu fyrir komið. Jíefði stjórn .bandalags ins því ákveðið að boða til þessa fundar og fá álit fundaramanna á þessum málum, og lagði fram ályktu* framkvæmdastjórnar bandalagsins, svohljóðandi: Fundur framkvæmdastjórnar f.B.R. haldinn 16 júlí 1954, með fulltrúum vallarstjórnar og í- þróttafulltrúa ríkisins, lítur svo á, að ástæðulaust sé fyrir ein- stök íþróttafélög að byggja í- þróttasali stærri en 500 ferm. og þá án þess að sérstakt rúm sé fyrir áhorfendur, enda séu hús þessi fyrst og fremst byggð til þess að leysa æfingaþarfir viðkomandi félaga. Það verður að teljast mjög óæskileg leið, að fara inn á þá braut að mæla með styrkveit- ingum til stærri húsa en félags- starfið þarfnast hjá viðkomandi félagi. Fundurinn telur nauðsynlegt, að íþróttahús, sem íþróttahreyf ingin ræður yfir, rísi sem fyrst, svo að hægt sé að leggja niður Önnur grein ♦----------------------♦ íþróttahúsið við Hálogaland, sem þegar er að heita ónothæft". Fundur 19. júlí 1954 afgreiðir málið frá f.B.R. þannig: „Tekið fyrir að nýju bréf í- þróttanefndar varðandi íþrótta hús Vals. FFundur framkvæmdastjórn- ar Í.B.R. 19. júlí, lítur svo á að ástæðulaust sé fyrir íþrótta- félög að byggja íþróttasali stærri en um 500 ferm. og þá án þess að sérstakt rúm sé fyrir áhorfendur enda séu hús þessi byggð fyrst og fremst til þess að leysa æfingaþarfir viðkom- andi félaga. Btjórnin telur því ekki fært að mæla með styrkveitingum til viss hluta hússins, ef byggt er stærra en að framan greinir". íþróttanefnd ríkisins afgreiðir fyrirspurn byggingarnefndar Vals á fundi þann 23. júlí 1954 og í samræmi við hana er hald ið áfram að reisa húsið í því formi sem það er. Samkvæmt því, sem nú hefur verið frá skýrt má Ijóst vera að unnið hefur verið að þessum mál um markvíst og stefnan lögð af íþróttanefnd ríkisins og samtök um íþróttafélaganna hér í Rvík ásamt mér, sem hefi stutt þessa stefnu. Þær ástæður sem eru fyrir því að ekki er heppilegt að hafa áhorfendasvæði við íþrótfasali félaganna: 1. Áhorfendasvæði auka mjög stofnkostnað íþróttahúsa. T. d. árið 1950, þegar húsbygginga- málin voru rædd var áætlað að stofnkostnaður íþróttahúss hækk aði um 1 þús. kr. við hvern á- horfenda sem ætlað væri rými a áhorfendasvæði. Nú nemur slík ur áætlaður kostnaður kr. 2200,00 á hvern áhorfenda og er þá mjög naumt reiknað með rými fyrir forstofu, snyrtiherbergi og ann að. 2. Reksturskostnaður íþrótta- húss eykst mjög vegna upphit unar þess rýmis, sem rúmar á- horfendasvæði við sal og hár reksturskostnaður er ávallt hið erfiða viðfangsefni. 3. Ef hin fyrirhuguðu íþrótta hús fyrmefndra 7—8 félaga skyldu rúma 3—500 eða jafnvel 800 áhorfendur hvert þeirra og auk þess gólffletir þeirra hafa æskilega stærð innanhúss keppn isvalla t.d. fyrir handknattleik 20x40 m (hámarksst. er 25x50), þá hefði orðið erfitt að rök- styðja þá beiðni til bæjarfélags ins, stofnana og Alþingis, að hér í Reykjavfk væri nauðsyn að reisa og reka stórt sýninga- og íþróttahús með rúmgóðum áhorf endasvæðum. 4. Samkvæmt þeirri reynslu, sem fengizt hefur af rekstri í- þróttahússins að Hálogalandi, fer illa saman rekstur æfinga- húss — sem hýsir æfingar alla daga nema laugardaga og sunnu daga fram til kl. 23 — og svo keppnishúss, þar sem vegna kappleikja verður að aflýsa æf ingum. Eftirfarandi greinargerð framkvæmdastjóra Í.B.R. skýr- ir þetta nánar: „íþróttahúsið við Hálogaland er leigt út fyrir keppni og sýn- ingar fyrir 25% af heildarað- Igangssölu, en visst lágmarks- gjald, ef V4 aðgangssölu nær ekki því marki. Er lágmarks- gjaldið mismunandi eftir því Heimsmeistarakeppni i handknattleik 20 ÞJÓÐIR höfðu boðað þátt- töku í væntanlegri heimsmeist- arakeppni en ákveðið var að að- eins 12 þjóðir kæmust í aðal- keppnina, það varð því að ákveða fyrirkomulag á forkeppni sem hefði 7 sigurvegara, því núver- andi heimsmeistarar, Svíþjóð, fer beint í aðalkeppnina, einnig Þýzkaland, sem heldur mótið. Þá var ekki hægt að láta Japan, Brasilíu og ísland í forkeppni vegna fjarlægðar. Því voru strax ákveðin 5 lönd í aðalkeppnina. Hver þjóð má senda 18 manns, 16 leikmenn og 2 fararstjóra á kostnað Þjóðverja. Aðalkeppnin fer fram í 4 riðl- um, A — B — C — Dog eru 3 lönd í hverjum riðli, verður þessi keppni látin fara fram viða um Þýzkaland. Eftir fyrstu umferð falla 4 lönd úr en í milliriðli verða þá 8 lönd sem keppa í tveim riðl- um. 1 riðlil verða sigurvegari í A-riðli, nr. 2 í B, sigurvegari í C og nr. 2 í D. — I riðli II verða nr. 2 á A, sigurvegari í B, nr. 2 í C og sigurvegari í D. Að lokum keppa sigurvegarar í A og B-riðli um 1. og 2. sæti. Nr. 2 í hvorum riðli um 3. og 4. sæti. Nr. 3 í hvorum riðli um 5. og 6. sæti og þeir síðustu um 7. og 8. sæti. ísland leikur í D-riðli í byrj un, en getur með heppni komist í að leika um 5. og 6. sæti. FIMMTA umferð ensku bikar- keppninnar fer fram á morgun og leika þá þessi lið saman: Burnley — Swansea • Newcastle — Stoke Birmingham — Leicester Sheffield U. — Blackburn Norwich — Sunderland Aston Villa — Tottenham Barnley — Luton Leyton- Orient — Sheffield W. Án efa mun athygli flestra bein ast að leiknum milli Aston Villa og Tottenham. Þessi lið léku sam an sl. laugardag og sigraði Tott- enham 2:1 eftir jafnan og fjörug- an leik. Til gamans skal gizkað á þau átta lið sem komast í 6. umferð: Burnley, Newcastle, Leicester, Blackburn, Sunder- land, Aston Villa, Luton og Sheff ield W. Markhæstu leikmennirnir í ensku knattspyrnunni eru þessir: 1. deild: Hitchens (Aston Villa)....... 32 Greaves (Chelsea).............29 Robson (Burnley) ... .... 27 White (Newcastle) ...... 26 Charnley (Blackpool) .. .... 24 2. deild. Clough (Middlesbrough) .... 28 Crawford (Ipswich) .... .... 28 Thomas (Scunthorpe) .. .... 26 Lawther (Sunderland) .. .... 24 3. deild: Bedford (Q.P.R.) .... 39 Richards (Walsall) . . . . 25 Wheeler (Reading) .... 25 Holton (Watford). .... 24 “ 4. deild: Bly (Peterborough) .... .... 34 Burridge (Millwall) .... .... 30 Byrne (Crystal Palace) .... 28 Hudson (Assrington) . ... .... 23 hvort leigður er út tími, shm notaður er til æfinga, eða tími utan æfinga. Utan æfingatínw er gefinn nokkur afsláttur af húsaleigu, til þess áð beina keppnisafnotum á tíma, sem ekki er leigður út til æfinga. Reksturskostnaður hússins á mótakvöldum er um 785,00 kr. að meðaltali, 220,00 kr. vegna hita, ljósa, sírna, vaxta, afskrifta og annars reksturskostnaðar, og kr. 565,00 vegna starfsmanna- halds við afgreiðslu og ræstingu. Lágmarks húisaleiga er á frí- kvöldi kr. 440,00, og á æfinga- kvöldi kr. 450,00, en til þess að húsaleiga á keppniskvöldi hrökkvi fyrir kostnaði þarf sala aðgangs að vera kr. 3140,00 á æf ingakvöldi, en kr. 4,040,00 á frí kvöldi. Meðalaðgangssala 1959 nam kr. 2,300,00 og 1960 3,250,00. Árið 1959 fékk húsið í 14 skipti af 83 keppniskvöldum leigu sem 'fnam meiru en meðalkostnaði hússins og á síðasta ári 19 skipti af 89 mótakvöldum". DREGIÐ hefur verið um hvaða lið leika saman í 6. umferð ensku bikarkeppninnar, sem fram fer 4. marz. Liðin eru þessi: Sheffield W. — Burnley Birmingh. eða Leich. — Barnsley Sunderland — Tottenha' Newcastle — Sheffield U. Ekki er reiknað með að Sund- erland takist að stöðva sigur- göngu Tottenham, en þó er rétt að athuga að í síðustu 19 leikjum hefur Sunderland aðeins tapað einu .sinni. Leikurinn milli Sheff- ield W. og Burnley verður án efa spennandi og er reiknað með að sigurvegarinn komist á Wembley. Newcastle hefur verið mjög hepp ið í þikarkeppninni að þessu sinní að þyí leyti að liðið hefur aldrei þurft að fara að heiman. Ólafur efstur HAFNARFIRÐI: — Sveitar. kepphi Bridge-félagsins hefur staðið undanfarið og er spiluð tvöföld umferð. Þegar keppnin var hálfnuð var staðan sem hér segir: 1. Sveit Ólafs Guðmunds sonar 13 stig. 2. sveit Einars Hall dórssonar 9 st., 3 sveit Alberts Þorsteinssonar 9 st. og 4. sveit Jóns Guðmundssonar 9 stig. Sig- mar Björnsson 8 stig, Rúnar Brynjólfsson 4, Ágúst Helgason 3 og Sófus Bertelsen 1 skrifor um: KVIKMYNDIR kvikmyndir 2 HAFNARF j AitÐARBÍÓ Go, Johnny, go! ÉG veit ekki hvort „rokk- og roll“-aldan er hnigin, en víst er um það að hún fór eins og hol- skefla um gjörvallan heim fyrir nokkrum árum. Einkum var það þó unga fólkið sem lét heillast eða öllu heldur tryllast af þessari æsandi dans- og tónlist, ef nefna má fyrirbrigðið því veglega nafni. f þeirri amerísku mynd, sem hér er um að ræða, sjáum við hvern- ig „söngstjarna" af þessu tagi verður til, baráttu söngvarans fyrir því að fá að sýna getu sína frammi fyrir þeim, sem hafa það að atvinnu að „uppgötva" nýjar söngstjörnur, og sigurinn að lok- um og hrifningu hinna ungu á- heyranda ,sem líkist engu meira en fullkominni múgsefjun. — Söguþráður þessarar myndar er ekki margslunginn og þó ekki ó- skemmtilegur. Ungur og munað- arlaus drengur, Johnny, er alizt hafði upp á barnaheimili, þráir að gerast rokk- og roll-söngvari og svo er einnig um vinkonu hans, Juíie, en hún hafði um skeið dvalist með honum á barnaheim- ilinu. Alan Freed, hinn kunni út- varpsmaður efnir til söngkeppni til þess að finna nýja söngstjörnu. Johnny og Julie keppa bæði og syngja inn á grammofónplötu. Al- an Freed lætur þau ekkert heyra til sín í fyrstu og Johnny er sann færður um að hann hafi tapað í keppninni. En svo leikur Alan plötu Johnnys í útvarpið, og eftir það linnir ekki símahringingun- um til Alans frá hrifnum áheyr- endum. Johnny hefur unnið stór- an sigur. Alan reynir að kom-ast í samband við Johnny, en veit ekki hvar hann er að finna. Að lokum tekst Alan þó með aðstoð Julie að finna Johnny, og var það á síðustu stundu, því að hann var að því kominn að vinna óhappa- verk og eyðileggja með því fram tíð sína. Þarf ekki að rekja þessa sögu lengra. Johnny verður fræg söngstjarna og við honum og Jul- ie blasir glæsileg framtíð. í mynd þessari koma fram margir snjallir listamenn, bæði hljómlistarmenn og dansarar. Al- an Feed og píanóleikarinn Chuck Berry leika sjálf* sig, en Johnny leikur Jimmy Clanton og Julie leikur Sandy Stewart. Eru þau bæði geðþekkir unglingar og syngja prýðisvel. f myndinni eru sungin ekki færri en 19 lög og eru mörg þeirra býsna góð, jafn- vel í eyrum okkar, sem rosknir eru, en fyrst og fremst hlýtur myndin að falla unga fólkinu vel í geð. BÆJAltBÍÓ: Elskhugi til leigu. Auðvitað er þetta frönsk mynd og þó að titill hennar sé nokkuð glæfralegur er myndin ekki hneykslanleg á yfirborðinu, en gefur þó fyllilega til kynna með orðum og ýmsum viðbrögðum þá ógeðslegu siðspillingu, sem á sér stað í París, þessari höfuðborg lista og fegurðar. En Erakkar kunna öðrum fremur að fjalla um þessi mál á þann hátt að velsæm. inu sé ekki ofboðið þó að oft sé mjög nærri því gengið. — í mynd þessari lendir ungur og glæsileg- ur, en umkomulaus maður, Mar- cean að nafni í klóm miðaldra konu, Madame Alice, sem að yf. irskyni rekur undirfataverzlun, en hefur í raun og veru að aðal. atvinnu að fá unga menn til aS sitja fyrir við nektarmyndartök- ur með ungum stúlkum, og út- vega konum unga menn til ástar- móta. Marcean verður æ háðari þessari hættulegu konu, enda virðist henni hafa tekist að brjóta niður viljaþrek hans og mann- dóm. En svo er hann ásamt Alice, gestur í greifahöll einni og hittir þar fyrir unga eg fagra stúlku. Þau fella þegar hugi saman, en Alice gerir allt til þess að koma í veg fyrir það. Leiðir það til rnite illa átaka með Marcean og Alice, og lýkur þeim á hinn hörmuleg- asta uátt. — Kemur út af því til kasta lögreglunnar. Marcean fer a brott með lögregluþjónunum, en unga stúlkan verður eftir stað- ráðin í að bíða hans . . . Mynd þessi er listavel gerð og ágætlega leikin, *n annað gott verður ekki um hana sagt fren* ur en aðrar myndir af þessu tagi. Það virðist orðin árátta rithöf- unda og listamanna nú á tímum að fjalla að mestu um hið ljótasta í mannlífinu, en fogurð þess virð- ast þeir ekki koma auga á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.