Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. febrúar 1961 MORGVNBLAÐIÐ 3 t **■— ★ VIÐ brugðum okkur í Lídó eitt kvöldið. Svo skemmtilega vildi til að einmitt sama kvöldið hafði forstjórinn boð inni fyrir gamla fólkið á Elliheim- ilinu Grund, alls 70 manns. Það var all nýstárleg sjón að sjá þessa aldurhnignu karla og konur ■ samankom in í skemmtistað sem þessum, þar sem dansað er og unga fólkið er alla jafna í meirihluta. En okkur virtist í fljótu bragði sem gamla fólkið yrði ungt í annað sinn og nokkrir Svo þeir hafa bæði brennivín og Spaníola fengu sér jafnvel snúning. Þetta hafði staðið til nokkurn tíma og við fréttum að gamla fólkið hefði hlakkað til at- burðarins eins og skólakrakk ar. — ★ — Hýran á andliti þess leyndi sér heldur ekki er það sá eitthvað spaugilegt. Hámark skemmtunarinnar var þó þegar spánska danstríó ið kom inn og sýndi listir sín ar. Þetta voru líka því sem næst síðustu forvöð, því Spán verjarnir eru á förum utan um næstu helgi. Þegar ég var að fara *ftt úr húsinu hitti ég gamlan mann við dyrnar og við tókum tal saman. Gamli maðurinn sagði: — Ög eru þetta nú ekta Spaníjólar? — Já, sagði ég, — þau koma meira að segja beint frá Madrid. — Og eitthvað kostar þetta nú? spyr gamli maðurinn. Mér fannst hann fremur vera far- inn að taka viðtal við mig en ég við hann. — Já, sjálfsagt heilmikið, svara ég. — Og er nú kostnaðurinn svo sem eins og lagður á kaff ið hérna? — Já. Og að líkindum matinn og brennivínið líka svara ég. — ★ — — Já. Brennivín. Fæst það líka hér? — Já. — Allar sortir? — Já, það held ég. — Ja-há. Það kostar sjálf sagt eitthvað. Hvað heldurðu nú að flaskan kosti? segir gamli maðurinn og hallar sér að mér. Mér sýnist einhver annarlegur glampi í augun- um. — Eg veit það ekki. — Einar 500 kr? Ha? Ka^n ske meir? — Því gæti ég trúað. — ★ — — Og er þetta eina húsið í bænum sem selur þess hátt ar? — Nei, blessaður vertu. Þau eru flest með þetta. — Já, er það svo. Eg er þessu svo ókunnugur. Já. Svo þeir hafa bæði brennivín og og Spanijóla. Bíllinn, sem ég ætlaði með var kominn. Eg kvaddi gamla manninn og gat skotið á hann einni spurningu um leið og ég fór. — Hvernig skemmtuð þið ykkur hérna í kvöld? — Þetta var bara gaman og kaffið var ágætt. vig. Aðalfundur Dags' rúnar Skýrsla sljórnarlnnar harðlega gagnrýnd AÐALFUNDUR Dagsbrúnar var haldinn á mánudagskvöldið og var í fámennasta lagi. Fráfar- andi form., Hannes Stephensen, setti fundinn, en síðan flutti fyrrv. ritari en núv. form., Eðv- arð Sigurðsson, skýrslu fráfar- andi stjórnar. Skýrslan var löng en efnislítil og uppistaða hennar persónuleg- ar svívirðingar um forystumenn B-listans. Voru þeim bornar á , torýn falsanir og flokksþjónkun, ©g hálfgildings hótanir hafðar uppi um það, að reka bæri þá úr félaginu, sem væru á annarri skoðun en stjórnin. ^ , Þá þuldi Guðm. J. Guðmunds- son reikninga félagsins, en síðan lýsti Jón Einis síðasta stjórnar- kjöri. Eins og að framan kemur í ljós, hafa nú orðið formanna- skipti í félaginu, og var samþykkt að veita fráfarandi formanni, Hannesi Stephensen gullmerki Dagsbrúnar. Ræða Jóhanns J>á tók til máls Jóhann Sigurðs- son. Kvað hann skýrslu stjórn- arinnar mótast af því eins og oft áður, að dylja ætti aðgerðarleysi bak við orðgjálfur og ómaklegar aðdróttanir að einstökum félags- mönnum. Einkennandi fyrir skýrsluna væri það, að í öðru orðinu þættist E. S. biðja um gagn rýni og leiðbein- ingar, en í hinu orðinu væru gagnrýnendurn- i urnir taldir glæpamenn, sem reka ætti í burtu. Tal E. S. um flokksþjónk- Á\ un hitti engan Jóh. Sigurðss. fyiir nema sjálf- an hann og klíkukumpána hans. Falsanaáburði E. S. vísaði Jó- hann á bug og benti á, að sex dögum eftir að umræddum undir- skriftum var skilað, hafi loks komið úrskurður tveggja manna, tilnefndra af A. S. í., en þeir hafi ekki haft onur gögn en þau, sem fjórir starfsmenn Dagsbrún- arstjórnar bjuggu í hendur þeim á sex dögum. Undirskriftum þeim, sem hér um rseðir, var öll- um safnað meðal verkamanna á vinnustöðum á félagssvæði Dags brúnar, og ef mennirnir væru ófélagsbundnir, væri það hróp- legt dæmi um ólestur og annar- leg vinnubrögð stjórnarinnar. E. S. vék að kjaramálunum og hafði þar í hótunum, talaði um „stór- átak“ o. fl., sem í hans munni þýðir stórverkfall. Jóhann taldi, að breytinga væri brýn þörf í baráttuaðferðum. Kommúnistar telja verkamenn standa í sömu sporum eða aftar nú en fyrir einum og hálfum áratug, þannig að baráttuaðferðir þeirra hafa þá engan raunsannan árangur borið að eigin dómi. Samt ætti enn að beita sömu hörkuaðferð- unum, sem væru þó bæði úreltar cg óraunhæfar, en aðferðir, sem væntanlegar eru til raunveru- lega kjarabóta, ætti að hundsa. Jóhann minnti á, að verkamenn myndu enn verkföllin 1955 og 1958, og hverjar- afleiðingar þeirra urðu. Tvö og allt upp í fimm ár væru látin líða, án þess að nokkuð væri gert í kjaramál unum, en svo á að láta skriðuna falla og skella með ofurþunga á herðum verkamannsins. Til slíkra vinnubragða lægju augljósar pólitískar ástæður. Þá gagn- rýndi Jóhann þá tilhögun að lesa reikninga félagsins upp í belg og biðu, án þess að félagsmenn hafi fjölritað eintak í höndum, svo að þeir geti áttað sig á einstökum töiuliðum. Ennfremur gagnrýndi Jóhann, að í skýrslunni væri ekki minnzt á húsbyggingarmál félagsins, eða sumarheimilið við Stóra-Fljót, né fræðslustarfsemi félagsins. Skýrt er þó tekið fram í lögum, að fræðslunefnd skúli starfa, en hún hefur aldrei séð dagsins ljós. Hvað sagði Hannibal? Að lokum spurði Jóhann, hvað hæft væri í því, að Hannibal Framh. a uis. 19. STAKSTEINAR Fljótir að átta sig á línunni Ungir kommúnistar á íslandi eru fljótir að átta sig á því, a/9 þeim ber að fylgja línunni frá Moskvu í hverju máli. Þjóðvilj iim skýrði til dæmis frá því f gær, að á fundi æskulýðsfylking aripnar hér í Reykjavik s.L fimmtudag hafi verið samþykkt áskorun til ríkisstjórnar íslands um ,að viðurkenna stjórn Gizenga í Stanleyville, arftaka Lumumba, og að skipa fulltrúum sínum hjá Sameinuðu þjóðunum að styðja tillögu þess efnis, að Dag Hamm arskjöld verði vikið úr starfi að alframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna‘“. Þannig taka ungkommúnistar a íslandi undir svivirðingar Zorins og Krúsjeffs um Dag Hammarskjöld. Þeir eru ekki f neinum vafa um það frekar en Zorin, að morðið á Lumumba sé Dag Hammarsköld að kenna, og beri því að skrifast á hans reikn ing. Þess vegwa taka þeir óðara undir kröfu Moskvumanna um að Hammarfekjöld verði vtótiðí frá starfi. Vandræði togaraiítgerðarinnar islenzk togaraútgerð á um þessar mundir við mikil vandræðj að etjia. Orsakár þeirra vandræða eru fyrst þær, að togurunum var á uppbótatímabilinu mismunað í fiskverði, samanborið við vél- bátaútgerðima. Togararnir hafa í öðru lagi orðið að færa tölu- verðar fórnir í sambandi við út færslu fiskveiðitakmarkanna. i Þriðja lagi hefur stórkostleg ur aflabrestur orðið hjá togurun um á s.l. ári og toks hefur þeim með löggjöf verið íþyngt veru- lega fram yflr keppinauta sina í nálægum löndum Allt hefur þelta leitt til þess að rekstur sumia togaranna hef ur þegar stöðvast en aðrir eru að leggjast vií Iandfestar. Alþýðublaöið ræðir erfiðleika togaraútgerðarinnar í forystu- grein sinni í gær og kemst þá m.a. að orði á þessa leið: „Nú eru það ekki einstakir auðmenn sem eiga þessa útgerð, heldur að miklu leyti bæja- í élög svo að ekkert fer milli niála um reksturinn. Þess vegna verður að taka viðhorf þjóðar- innar til togaraútgerðar til nýrr ar endurskoðunar, reyna að bjarga henni úr núverandi ógöng um og koma henni á réttan kjöl‘“. Nauðsyn úrbót Morgunblaðið tekur undir þau ummæli Alþýðublaðsins að brýna nauðsyn beri til þess að taka við horf þjíóðarinnar til togaraút- gerðar til nýrrar endurskoðunar og reyna að tryggja áframhald- andi rekstur togaranna, sem er •njög þýðingarmikill fyrir af- komu og atvinnuöryggi í ein- stökum byggðarlögum og fram- Ieiðslu þjóðarinnar í heild. En (það eru auðvitað okki aðeins bæjarútgerðirnar, sem eiga rétt á því að á afstöðu þeirra sé lit ið af skilningi og þýðing þeirra viðurkennd fyrir þjóðarbúið. Þeir einstaklingar oða félags- samtök, sem ennþá basla við að reka togara, eiga vissulega efcki minni rétt til þess a* hlustað sé á óskir þeirra og gildi atvinnu rekstrar þeirra viðurkennt. Annars hefur það nú sannazt rækilega að opinber rekstur tog ara er almenningi sízt hagkvæm ari en einstaklings- eða félags- rekstur. Tortryggnin gagnvart einstakliirgsrekstrinum hefur hinvegar minkað við það, að! reikningar bæjarútgerðanna Iiggja opnir fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.