Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.02.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐ'Ð Fimmtudagur 23. febrúar 1961 Úrslit í 3. umferð sveitakeppni meistaraflokks hjá Bridgefélagi kvenna urðu j?essi: Sveit Júlíönnu fsebarn vann sveit Sigríðar Jónsdóttur 51:48 3—1. Sveit Ástu Flygering vann sveit Þorgerðar Þórarinsdóttur 52:23 4—0. Sveit Eggrúnar Arnórsdóttur vann sveit Guðrúnar Einarsdótt ur 51:38 4—0. Leikfélag Kópavogs sýnir barnaleikritið „Línu langsokk“ í 25. sinn n.k. laugardag. Leikritinu hefur verið ágætlega tekið. Á myndinni eru: Sigríður Einarsdóttir, Sigríður Soffía Sand- holt og Líney Bentsdóttir í hlutverkum sínum. — Leikfélag Kópavogs sýnir einnig um þessar mundir gamanleikinn „Úti- búið í Árósum". — Sýningum fer nú að ljúka á báðum þess- um leikritum. Skólamót í Snœfellsness og Hnappadalssýslu Sveit Laufeyjar Þorgeirsdótt ur vann sveit Dagbjartar Bjarna dóttur 78:25 4—0. Sveit Elínar Jónsdótíur vann sveit Sigríðar Ólafsdóttur 45:41 3—1. Að 3 umferðum loknum er röð efstu sveitanna þessi: 1. sveit Laufeyjar Þorgeirs- dóttur 12 stig. 2. sveit Sigríðar Jónsdóttur 9 stig. 3. sveit Júlíönnu fsebarn 8 stig. 4. sveit Eggrúnar Arnórsdóttur 8 stig. Fjórða umferð fer fram n.k. mánudagskvöld. Nýlega er lokið einmennings- keppni 1. flokks hjá Tafl- og Bridgeklúbb Reykjavíkur og urðu úrslit þessi: STYKKISHÓLMI 21. febr. — Fyrsta skólamót félags áfengis- varnarnefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu var haldið í Stykkishólmi 20. febr. s.l. í sam ráði við barna- og miðskólann í Stykkishólmi. Áður hafði farið fram á vegum annars og þriðja bekkjar miðskólans ritgerðasam keppni og var efnið „Æskan og áfengið". Af 34 nemendum skil uðu 32 ritgerðum, sem voru allar mjög góðar. Fjórar þær beztu fengu verðlaun á mótinu og átti María Ásgeirsdóttir 2. bekk þá er fyrstu verðlaun hlaut og las hún hana upp á mótinu. Verðlaun afhenti skólastjórinn, Sigurður Helgason og voru þau vandaðar bækur. Séra Magnús Guðmunds- son, sóknarprestur í Ólafsvík, setti mótið, en hann er formaður félagsins, og skýrði frá tilgangi þessarra móta. Skólastjóri stýrði mótinu, Pétur Björnsson, erind- reki flutti erindi um áfengisvarn ir og sýndi kvikmynd. Björn Jóns son, oddviti Kóngsbakka í Helga fellssveit flutti fróðlegt erindi um tóbaksnautn. Mörg atriði voru önnur til skemmtunar og fróðleiks, fór mótið vel fram og var aðilum til sóma. Skólinn í Stykkishólmi átti ríkan þátt í mótinu og sá Jón Einarsson um ritgerðasamkeppnina ásamt skóla stjóra. Mfmælisár t télags- ltii SigMítrðinga Siglufiröi, 21. febr. ÁRIÐ 1961 er nokkurs kon- ar afmælisár í félagslífi Sigl- firðinga. Verzlunarmannafé- lag Siglufjarðar er 25 ára, Bridgefélagið 25 ára, Starfs- manafélag Siglufjarðar 20 ára, Iðnaðarmannafélagið 25 ára og Leikfélagið 10 ára, svo dæmi séu tekin. Götur steyptar Á sl. ári voru Gránugata og hluti Lækjargötu steinsteyptar, samtals rúmir 200 lengdarmetr- ar og 1235 fermetrar. Er þá rúmur kílómeter af götum Siglu fjarðar steinsteyptur. Komið er hátt á annan áratug síðan fyrsta gatan, Tjarnargata, var steypt. Hefir viðhald hennar kos+"ð lít- ið sem ekkert síðan. Aldarafmæli séra Bjarna Þorsteinssonar Starfandi er á veguin bæjar- stjórnar Siglufjarðar nefnd sem undirbýr minningarhátíð á 100 ára afmæli séra Bjarna Þor- steinssonar prófessors og tón- skálds 14. okt. n.k., sem í lif- anda lífi vár forystumaður í menningarmálum þessa byggð- arlags. Ingólfur Kristjánsson rit- höfundur vinnur nú að ævisögu séra Bjarna, en Baldur Andrés- son hefir tekið saman tónlist- arþátt um þennan merka tón- smið og á verk þetta að koma út næsta haust. Undirbúa söngskrá Kirkjukór Siglufjarðar og Karlakórinn Vísir svo og Lúðra sveit Siglufjarðar æfa nú efnis- skrá að þessu tilefni og sóknar* nefnd hyggst fá í Siglufjarðar- kirkju vandað pípuorgel f^rir 14. okt. þessa árs. — Stefán. Félag frímerkjasafnara AÐALFUNDUR Félags Frí- merkjasafnara var haldinn 30. jan. s.l. Stjórn félagsins var end urkjörin, en hana skipa, Guð- mundur Árnason, stórkaupmaður formaður, Jón Aðalsteinn Jóns- son, cand mag. varaformaður, Bjarni Tómasson, framkv-stj. rit ari, Björgúlfur Baohmann, aðal- gjaldkeri, féhirðir, Sigurður Ágústson, rafv. spjaldskrárritari. Starfsemi félagsins hefir veriS með miklum blóma. Reglulegir fundir eru haldnir 9 mánuði árs ins, að undanskildum júní/, ágúst, en auk þess hefir félagið á leigu herbergi að Amtmannsstig 2 II. hæð og er það opið félags- möpum alla mánudaga og mið- vikudaga kl. 8—10 e.h. og laugar daga kl. 4—6 e.h. Þá hefir félagið í samvinnu við Póst & símamálastjómina, geng izt fyrir almennri fræðslu um frímerki og frímerkjasöfnun og fer sú starfsemi fram í herbergi félagsins alla miðvikudaga kl. 8—10 e.h. Geta þá allir er þesa óska leitað upplýsinga um þessi mál og eru þær veittar ókeypis. I herberginu liggja og frammi, til notkunar fyrir félagsmenn og í sambandi við hina almennu fræðslu, ýmis tímarit um frí- merki og allir helztu frímerkja verðlistar, sem út eru gefnir. 1. Atli Björnsson 196 stig 2. Björn Benediktsson 190 stig 3. Guðlaugur Nielsen 187 stig Sveitakeppni meistaraflokks (hjá Ttafl- og Bridgeklúbbnum er nýlokið. 10 sveitir tóku þátt i keppninni og sigraði sveit Bernharðs Guðmundssonar, hlaut 31 stig. í öðru sæti varð sveit Jóns Magnússonar með 26 stig. Auk Bernharðs eru í sveitinni Birgir Sigurðsson, Egill Kristins son, Lárus Hermannsson Torfi Ásgeirsson og Zóphanías Bene- diktsson. Röð sveitanna varð þessi: 1. sveit Bernharðs Guðmundsson ar 31 stig. 2. sveit Jóns Magnússonar 26 stig. 3. sveit Ragnars Þorsteinssonar 24 stig. 4. sveit Svavars Jóhannssonar 23 stig. 5. sveit Aðalsteins Snæbjörns- sonar 18 stig. f. sveit Ingólfs Böðvarssonar 16 stig. 7. sveit Jóns Stafánssonar 15 stig. 3. sveit Reimars Sigurðssonar 15 stig. 9. sveit Sóphíasar Guðmundsson ar 11 stig. 10. sveit Hákonar Þorkelssonar 1 stig. ♦ Einkaútvarp á Akure^ri Þið vitið það sjálfsagt ekki, að á Akureyri eru reknar tvær einka-útvarpsstöðvar, sem flytja ágætt útvarpsefni. Af- notagjöld eru engin, en sam- keppnin er geysihörð. Önnur útvarpsstöðin heitir „Andeby- radio“, en hin ber nafn eins herbergis í heimavist Mennfca- skólans. Nei, við vissum þetta ekki fyrr en í gær. Einn Mennta- skólanema í Reykjavík, sem var í leikför MR til Akureyr- ar, sagði okkur þetta ásamt mörgu öðru skemmtilegu um hagi Menntaskólanemanna á Akureyri. „Það eru nokikrir áhuga- útvarpsmenn í MA, sem sett hafa upp þessar tvær stöðvar í heimavistinni", sagði Mennta skólapilturinn. Þegar útvarps skilyrði eru góð mun heyrast í stöðvunum í húsunum í kring, en annars er aðeins út- varpað fyrir heimavistina, eftir hádegi á sunnudögum". •^tndeb^liafði vinninginn „Báðar útvarpsstöðvarnar eiga segulbandstæki og strák- arnir safna útvarpsefni alla vikuna, bæði innan skólans og utan, fá jafnvel Guðsmenn úti í bæ til þess að flytja sunnu- dagshugvekj u“. „í heimavistinni eru um 200 nemendur eða liðlega það og eftir hádegi á sunnudögum sitja allir við útvarpstækin í herbergjum sínum og hlusta. Samkeppnin er hörð, eins og þú getur ímyndað þér og þarna eru að verki mjög snjallir útvarpsmenn og þul- ir. Alltaf er verið að finna upp á einhverju nýju til þess að ná sem stærstum hlustendahópi. Okkur virtist Andeby-radio hafa vinninginn, en hin stöð- in, sem ég man ekki hvað heitir, sótti fast á. Allir, sem lesa myndablöðin um Andrés önd vita hvað Andeby þýðir, en Andrés önd er vinsælasta tómstundalesefnið hjá mörg- um nyðra eins og hér syðra“. • Sjónvarp fyrr en varir „Skólaandinn nyrðra er mjög góður", hélt pilturinn áfram. „Félagslífið auðugt — og heilbrigt — og það vakti sérstaka athygli okkar hve fé- lagsandinn er mikill og gam- anið þar er graeskulaust. — Við erum að hugsa um að taka upp á segulband efni í MR og senda úfcvarpsstöðvunum fyr- ir norðan. Við verðum bara að flýta okkur því þessir út- varpsmenn eru slíkir þúsund- þjalasmiðir, að þeir verða komnir með sjónvarp fyrr en varir". Þetta sagði reykvíski Menntaskólapilturinn og hann ljómaði af ánægju yfir norð- urförinni. Hann var greini- lega hrifinn af tómstunda- gamni Menntaskólapiltanna 4 Akureyri. •^ffirjíjnetra Það hefur vakið bæði atw hygli og ánægju iþróttaunn. enda, að við höfum nú eign- azt tvo menn, sem stokkift hafa yfir tvo metra í hástökki. Undanfarin ár hefur verið fremur dauft yfir frjálsiþrótt unum, knattspyrnan hefur átt allan hug íþróttaunnenda og flest frjálsíþróttamót verið fremur fásótt. Samt höfum við jafnan átt nokkra ágæta af- reksmenn á því sviði. Vonandi verða þessi afrek hástökkv- aranna til þess að laða fleiri unga menn að íþróttum og iðkun hollrar skemmtunar. Ekki er þar með verið að kasta rýrð á knattspyrnuna. síður en svo. En það er ágætt að hafa fjölbrey fctnina sem mesfca á þessu sviði sem öðr- um. — Hins vegar er það nú svo með okkur íslendinga, að einstaklingar í frjálsum íþrótt um hafa jafnan náð lengra en hinir — í flokkakeppninni, Þetta er e. t. v. vegna þess hve einstaklingseðlið er ríkt í íslendingum. • Gengur kraftaverki næst En íþróttakennari segir mér: „Ég hef kynnzt íþrótta- lífi hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndum og með það i huga er ég ekkert hissa á þvi þó okkur gangi illa í knatt- spyrnunni. Hér rís alltaf hver höndin upp á móti annarri og það er viðburður, að okkur takist að fá 10 manna hóp til að æfa saman í sátt og sam- lyndi. Auk þess vita allir allt miklu betur en þjálfarinn, menn vilja fara eigin leiðir, gera hlutina eftir eigin höfði og þess vegna gengur það kraftaverki næst, ef hægt er að æfa saman verulega góðan knattspyrnuflokk, a. m. k. hér í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.