Morgunblaðið - 26.02.1961, Blaðsíða 20
20
MORGlllSBLAÐlÐ
Sunnudagur 26. febr. 1961
Myrkraverk
15
eftir Beverley Cross
I þýðingu Bjarna Arngrlmssonar
taka mann. Chollet horfði á mig
sorgmæddum og hræddum aug-
um, eins og hann hefði lesið
hugsanir mínar, og yppti öxlum
til að'segja: ,,Þetta er það bezta
sem ég gat náð í.“
Þrír menn, sem ég gerði ráð
fyrir að væru tónlistarmenn,
deildu út í horni og á stórri lakk
aðri öskju er töframaðurinn átti
sat stór kona. Hún hafði troðið
sér í buxur og púðraði andlit
sitt, bætti við maquillage, sem
þegar var orðið ferlegt. Fölleit-
ur, refslegur maður með rytju-
legt, Ijóst skegg, kíkti í vasa-
spegilinn yfir öxl hennar og
lagði augnabrúnir sínar. Hann
var í bláum amerískum fötum,
mjög þröngum um ökklana og
breiðum um herðar. Hann var
gamanleikari, sem var einnig
þulur.
Við biðum í stundarfjórðung
eftir vagninum sem átti að fara
með okkur til Belleau. Loks þeg-
ar við heyrðum hann þeyta horn
ið í götunni bar ég, tónlistar-
mennirnir og töframaðurinn far-
angurinn niður stigana og hrúg-
uðum 'honum aftan í vagninn.
Við hliðina á öllum farangri
feitu konunnar og töskum stúlkn
anna tveggja, var karfan mín
hlægilega lítil. Ég sat hjá hinum
skjálfandi Chollet í fremsta sæt-
inu bak við ökumanninn.
,,Ertu viss um, að hún sé nógu
stór?“ hvíslaði ég ákafur. Hann
horfði áhyggjufullur um öxl, en
enginn hafði neinn áhuga á okk-
ur. Asíumaðurinn var enn jafn
hrifinn af fuglagargi stúlknanna.
Feita konan geispaði við hlið-
ina á þulnum og þrengdi honum
út að glugganum, og hinir þrír
rykföllnu tónlistarmenn sátu
hnuggnir á svip innan um farang
urinn, of þreyttir, fölir og upp-
gefnir eftir langar vökunætur
og rifrildi, til að hafa áhuga á
því sem fór fram í kringum þá.
Það var hryllilega heitt í vagn-
inum, og Chollet þurrkaði svit-
ann, losaði um bindi sitt og
hneppti frá sér skyrtunni, svo
að sást í ellilega, gula húð og
skitug nærföt.
„Hún er meir en nógu stór. . . .
f guðs bænum talaðu ekki um
það. Ég skal hjálpa þér við að
taka hana af, þegar víð erum
búnir.
Talaðu ekki um það“. Hann
hallaði-sér aftur á bak, stundi og
þurrkaði sér í framan.
Meðan vagninn þræddi gegn-
um Ternes og Neuilly hrökk
hann við öðru hvoru og bölvaði
ökumanninum eða einhverjum
flautandi bílstjóra, sem orðinn
var kærulaus og reiður vegna
hitans.
Við komum til Belleau-þorps
nokkrum mínútum eftir 6 og
stönzuðum við varðbyrgið. Lið-
þjálfinn klifraði inn. Hann
þekkti Chollet, en engu að síður
gekk hann fram og aftur um
vagninn, horfði á meðlimi hljóm
leikaflokksins og potaði í far-
angurinn með gljáfægðu mont-
priki. Systurnar brostu að hon-
um, og töframaðurinn kvartaði,
þegar liðþjálfinn barði í töfra-
öskjuna með staf sínum. Árang-
urinn varð sá einn að hann
neyddist til að sýna skilríki sín
og opna öskuna. Tónlistarmenn-
irnir sögðu ekki neitt, og lið-
þjálfinn kom til baka. Hann
hafði ekki einu sinni litið á mig.
Hann settist við hlið ökumanns-
ins, gaf skipunina: „En avant."
og við ókum hægt upp heim-
reiðina.
Á vinstri hönd okkar var þeg-
ar búið að kveikja í herbergjum
varðliðsins og í varðturnunum
tveimur. Til hægri speglaðist
kvöldsólin á vatninu og í hvít-
kölkuðum veggjum aðalfanga-
búðanna. Austurhlið kastalans
var lokað. Við ókum undir boga
vesturhliðsins, án þess að vera
stöðvaðir. Liðþjálfinn veifaði
staf sinum til hjálmklædds varð-
arins. Við fyrstu dyr á vestur-
yggingunni biðu undirliðsfor-
ingi og þrir fangar, klæddir í
krypplaða ólívugræna fangabún-
inga. Yfir þeim var lykil-
steinn, sem gleði og sorgargríma
voru samtvinnaðar á. Er við
stönsuðum, gekk liðsforingi, óað-
finnanlega og glæsilega kíædd-
ur, í blóðrauðri skikkju og heils-
aði okkur. Hann tók í hönd
Ghollets og var dálítið riddara-
legur við stúlkurnar. Það var
hlægilega ýkt hjá honum og það
hnussaði í karlmönnunum í
flokknum, en hann skipti sér
ekki af þeim.
Orðahnippingar urðu um það,
hvemig ætti að raða farangrin-
um, og konan fór að rífast við
stúlkurnar. Ég horfði á gráa
veggina og hvassa turnana og síð
an í áttina að dimma horninu,
þar sem hinir þrír Náttfarar
biðu í tunnum sínum. Þeir höfðu
verið þar í fimm stundir. Chollet
kallaði til mín:
,,Þú verður að skilja þessa
körfu eftir 1 vagninum. Það er
ekki nóg rúm fyri-r hana inni.“
Ég yppti öxlum. Þetta var eig-
inlega of auðvelt.
,,Hrúgaðu bara búningnum þín
um og hinu á ösku kínverjans.
Liðþjálfinn sér um það.“
Það var of auðvelt.
Við gengum í áttina að
borðsalnum. Riddaraliðsforing-
inn fylgdi konunum og baðaði
út báðum öngum, er hann benti
á turnana, og þegar ég gekk á
eftir tónlistarmönnunum gegn-
um dyr matstofunnar, kviknaði
Ijós hátt uppi í austurbygging-
unni. Ég leit upp og sá ljós í 5
gluggum á efstu hæðinni, og
skugga af hjálmi, er hreyfðist
eins og vofa frá glugga til
glugga. Tisson var einhvers
staðar þarna, ein-hvers staðar við
þennan gang, og hann gat ekki
vitað, að fjórir menn væru þeg-
ar innan veggjanna og biðu þess
eins að bjarga honum. Hann gat
ekki tekið þátt í skemmtuninni.
Við vorum kynntir hinum 7
liðsforingjum setuliðsins, og ein-
kennisklæddir þjónar báru okk-
ur vín. Þetta var fallegt her-
bergi, hátt undir loft, dásamlega
svalt^ eftir veruna í vagninum.
En útlit þess var skemmt af
undarlegu samsafni húsgagna og
hræðilegri mynd af forsetanum
í alltof stórum morgunklæðnaði
með háan hatt. Prestur í svartri
kápu sat einn við dyrnar og
fitjaði upp á nefið, er hann leit
á buxur feita söngvarans. Ég
gekk þangað til að tala við hann.
Hann var dálitið háðslegur og
sagði, að það væri ef til vill jaf-n
gott, að fangarnir fengju ekki
leyfi til að vera við hljómleik-
ana. Hann efaðist um að við
værum fyrsta flokks skemmti-
kraftar. Ég sagði honum að ég
hefði fundið söng um kastalann
og ætlaði að syngja hann. Hann
kannaðist auðvitað við hann en
var eigi að síður ánægður og
undrandi, er ég fór með þessar
línur: Le Roi lui fit faire un
tombeau Tout un fer de Venise. .
„Þessi gröf er þarna ennþá,
veiztu það,“ sagði hann. Ég þótt-
ist undran-di.
„Hún er hérha inni í kapell-
unni, öll umlukin grindum úr
feneyskum smíðajárni, alveg
eins og segir í kvæðinu. „Hann
var fullur áhuga.
„Ég hefði gaman af að sjá
hana, faðir,“ sagði ég, „mjög
gaman.“ 0.g ég raulaði svolítið
af laginu eins og ég væri að
velta fyrir mér hvort þetta væri
mögulegt.
„Það er hérna rétt hjá,“ sagði
hann.
Ég leit á ú-rið mitt:
,,Við þurfum að skipta um
föt eftir nokkrar mínútur."
„Og, það tekur ekki langan
tíma, komið með mér, við stytt-
um okkur leið gegnum eldhús-
in.“
Við flýtum okkur út og undir
austurbogann. Tunnurnar þrjár
voru þarna rétt eins og Benoit
og ég höfðum skilið við þær. Og
um leið og presturinn beygði sig
niður til að opna kapelludyrnar,
rétti ég út hendina og losaði
spennuna á tunnunni, sem næst
var. Hún var vel smurð og gerði
engan hávaða. Ef ýtt var á lokið
innan frá mundi hún opnast.
Ég sá gröfina. Ég sá sval-
irnar. Ég heyrði söguna af
Margréti af Aragoníu og þó
var það ekki áhugi vísinda-
mannsins, sem gerði mig svo
ákafan. Tisson virtist einhvern
veginn miklu raunverulegri en
hefðarfrúin í skreyttri gröf sinni,
og hugsunin um hina þrjá, er
sátu þolinmóðir í blikktunnun-
um, skyggði á minninguna um
hinn hrausta elskhuga, e-r synti
yfir kalda tjörnina.
Skáldið og mamma litla
1) Þú ert búin að tala um fyrir 2) .... hefur sagt á tveimur mín- 3) Það hefði ég líka getað, en það
mömmu þinni í hálftíma. Ég hefði útum. er bara svo óeðlilegt að tala ekki
getað sagt allt það, sem þú .... lengur saman!
— Ég vona að eftir að við er-
um farnir, haldir þú heim, hvar
sem það er. Bíðum við, þar datt
mér nokkuð í hug! Ég skrifa orð
sendingu og bind hana við háls-
band hundsins ef ske kynni að
hann kæmist heim til sín! Ég
býst við að þessi vasaklútur nægi,
og ég skrifa á hann með blýanti!
Ég þakkaði prestinum, sigri
hrósandi þegar hann lokaði dyr-
unum á eftir mér og tók eftir
því með ánægju, að lásinn var
gamall og ryðgaður og hafði
greinilega ekkert að gera í hend
urnar á Dédé litla. Við gengum
aftur gegnum eld-húsið, þar sem
einmana matreiðslumaður var
að útbúa samsafn af köldum
ailltvarpiö
Sunnudagur 26. febrúar
8.30 Fjörleg músík að morgni dags.
9.00 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
9.20 Vikan framundan.
9.35 Morguntónleikar:
a) Frá Heinrich Schiitz tónleika-*
hátíðinni í Stuttgart 1960:
Kantötukórinn 1 Stuttgart.
einsöngvarar og hljóðfæraleik
arar flytja tónverk eftir Sch
útz; August Langenbeck stj.
b) Frá tónlistarhátíðinni 1 Salz-*
burg 1960: Fílharmoníska
hljómsveitin 1 Berlín leikur
sinfóníu nr. 3 í a-moll op. 56
(Skozku sinfóníuna) eftir
Mendelssohn; Dimitri Mitro^
poulos stjórnar.
11.00 Messa í kirkju Öháða safnaðar*
ins (Prestur: Sr. Björn Magnús*
son prófessor. Organleikari: Jón
Stefánsson.
12.15 Hádegisútvarp.
13.10 Erindi um heimspekileg efni; II:
Tilviljun, lögmál, tilgangur —
(Brynjólfur Bjarnason fyrrum
menntamálaráðherra).
14.00 Miðdegistónleikar:
a) Sellósónata í F-dúr op. 6 eftip
Hichard Strauss (Joseph Schu
ster leikur á selló og Friedrich
Wúhrer á píanó).
b) Aría úr „Rómeó og Júlfu'* op,
17 eftir Berlioz og ,,Ljóð um
ástina og hafið" op. 19 eftir
Chausson (Gladys Swarthout
syngur).
c) ,,Antar“, slnfónísk svlta op. •
eftir Rimsky-Korsakov (Su-*
isse-Romande hljómsveitiri
leikur; Ernest Ansermet stj.)
15.30 Kaffitíminn: Karl Jónatansson
og Sigurður Jónasson leika.
16.00 Veðurfregnir. — Endurtekið leik
rit: „Njósnari bíður ósigur" eftir
John Mortimer (Áður útv. fyrir
ári). Þýð.: Ragnar Jóhannesson,
Leikstj.: Helgi Skúlason.
17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir):
a) Ævintýri litlu barnanna.
b) Fimm mínútur með Chopln,
c) Leikritið „Ævintýraeyjan":
lokaþáttur. — Leikstjóri:
Steindór Hjörleifsson.
18,25 Veðurfregnir.
18.30 Þetta vil ég heyra: Oddur B.
Björnsson velur hljómplötur.
19.10 Tilkynningar. — 19.30 Fréttir og
íþróttaspjall.
20.00 Hljómsveit Ríklsútvarpslns leik«»
ur. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko
a) „Gullna hliðið“, svíta eftir Pál
ísólfsson.
b) Þáttur úr „Trittlco Botticell*
iano“ eftir Respighi.
c) „Matineés Musicales'* eftip
Britten.
20.30 Erindi: Verður ísland ferðamanna
land? (Aron Guðbrandss. forstj.)
21.00 Þýzkir ástarsöngvar (Söngfólk
og hljóðfæraleikarar útvarpsins f
Leipzig flytja; Theodor Hlousc-*
hek stj.).
21.10 A förnum vegl (Stefán Jónssoit
og Jón Sigbjörnsson).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög: Heiðar Ástvaldsson vel
ur og kynnir.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 27. febrúar
8.00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ölaf«
ur Skúlason — 8.05 Morgunleik*
fimi: Valdimar Örnólfsson leik-«
fimikennari og Magnús Péturs*
son píanóleikari — 8.15 Tónleikar
— 8.30 Fréttir — 8.35 Tónleikar
— 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tón«
ileikar).
12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar.
12.25 Fréttir og tilkynningar).
13.15 Búnaðarþáttur: Frá setningu bún
aðarþings.
13.45 „Við vinnuna'*: Tónleikar.
15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.03
Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til-
kynningar — 16.05 Tónleikar.
18.00 Fyrir unga hlustendur: Æsku«
minningar Alberts Schweitzers; I.
(Baldur Pálmason þýðir og les).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
19.00 Tilkynningar.
1930 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Páll Kolka
læknir).
20.20 Einsöngur: Sigurður Birkis syng
ur lög eftir Giordani, Braga, Masa
enet, Hándel, Bjarna Þorsteinsson
og einnig íslenzk þjóðlög.
20.40 Úr heimi myndlistarinnar (Hjör«
leifur Sigurðsson listmálari).
21.00 Sinfóníuhljómsveit danska út«
varpsins leikur tvö norræn verk;
a) Lýrísk svíta op. 54 eftir Grieg
(Erik Tuxen stj.).
b) „Himmerland", dönsk rapsó«
día eftir Emil Reesen (Höfund
urinn stjórnar.)
21.30 Útvarpssagan: „Blítt lætur ver«
öldin" eftir Guðmund G. Hagalín;
VI. (Höfundur les).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Passíusálmur (25).
22.20 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð«
mundsson).
23.10 Dagskrárlok.