Morgunblaðið - 10.03.1961, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.03.1961, Qupperneq 10
10 MORCVNBLAÐIÐ Fðatudagur 10. marz 1961 Búnaðarþing hafnaði til lögu um minkaeldi — eftir miklar umræður NÝLEGA var til síðari umræðu frumvarp til laga um breytingu á lögam um loðdýrarækt og er- indi Sambands íslenzkra sam- vinnafélaga varðandi minkarækt. M iklar umræður urðu um þetta mál á þinginu en því lyktaði með að þingið samþykkti álykt- un um að mæla ekki með afnámi banns við minkaeldi. Ályktunin hljóðar svo: „Augljóst er af reynslu bæði bérlendis og erlendis, að ekki er iiægt að ganga þannig frá minka- ’óúum, að dýr ekki sleppi úr haldi og valdi tjóni á fiski, fugli og búfé landsmanna. Af þessum sökum vill Búnaðarþing ekki mæla með afnámi á banni við minkaeldi á íslandi að svo komnu máli. Búnaðarþing leggur hins vegar ríka áherzlu á, að leitað verði allra ráða og ekkert til sparað að útrýma villiminknum, sem nú er í landinu". Svofelld greinargerð fylgir ályktuninni. Þegar minkarækt var hafin hér á landi fyrir um 30 árum voru miklar vonir tengdar við þann atvinnuveg, ekki sízt vegna þess, að hann hefði gefið góða raun hjá nágrannaþjóðum okk- ar. En reynslan varð hins vegar sú, að ekki varð neinn veru- legur hagnaður af þessu, nema hjá örfáum mönnum, sem gátu selt mikið af lífdýrum. En hitt var þó öllu verra, að fjöldi minka slapp úr haldi og lifir nú villtur minkur í landinu til stórtjóns fyrir annað dýralíf og hafa útrýmingaraðferðir kostað mikið fé, án þess að fullur árangur hafi af þeim orðið. Af þessum sökum var minka eldi bannað með lögum frá Al- þingi nr. 32 8. marz 1951. Nú um skeið hafa verið uppi háværar raddir um að afnema bann þetta og hefja minkaeldi að nýju og talið að nágranna- þjóðir okkar hafi um skeið haft miklar tekjur af þessari atvinnu, þó er salan háð verðsveiflum og kventízku á hverjum tíma. Hins er líka að gæta, að stofn- kostnaður við stofnun minkabúa er allmikill og vonin um hagnað af rekstri þeirra háð því, að tak ast megi að fá úrvalsdýr með skinnum, sem komast í hæsta verðflokk og líka því að verjast megi að skæðir sjúkdómar berist með dýrunum og valdi tjóni. Nýlega hafa borizt þær fregnir frá nágrannalöndum okkar, að verðfall sé verulegt á skinnunum og af þeim sökum sé minnkandi hagur af rekstri minkabúa. Talið er af fræðimönnum, að útilokað sé að verjast því, að minkar sleppi úr haldi, þó geymslubúrin séu vel úr garði gerð og minkar, sem sleppi úr haldi valdi auknu tjóni og nýjum vandkvæðum á þeim svæðum, er þeir taki sér bólfestu á. Af þessum sökum getur Bún- aðarþing ekki mælt með að minkarækt verði upp tekin á nýju á íslandi. Fyrri liður ályktunarinnar var samþykktur með 17:3 atkvæðum, en síðari liður með 23 samhljóða atkv. Ályktunin í heild var sam þykkt með 18 atkvæðum og mál ið þar með afgreitt frá Búnaðar- þingi. I>á var til fyrri umræðu erindi bændafundar Austur- Húnvetninga um stofnfjárþörf landbúnaðarins. Urðu um málið talsverðar umræður, sem að lík- indum mun haldið áfram í dag. P II I L C O P H I L C O P H I L C O P H I L C O ADEINS P H LIuC O 10% ÚTBöRuUN EFTIRSTÖÐVAR A 9 MAIMIJÐIJM Hagkvæmir greiðsluskilmálar sem gera flestum kleift að eignast þessi vinsælu heimilistæki PHILCO 1478 PHILCO - FRYSTAR PHILCO kæliskápar PHILCO-BENDIX þvottavélar — 8 gerðir — Árs ábyrgð Frystiskápar 8 — 11 cub. fet. Frysti kistur 8,4 cub. fet. 5 ára ábyrgð — 10 gerðir — Stærðir: 4,5, — 6, — 7 — 8 — 8,4 — 10,5 — 11 — 12 cub. fet 5 ára ábyrgð Raftækjadeild 0. Johnson & Kaáer hf. Sími 24000 Hafnarstræti 1 Undirbúningur er hafinn að útgáfu Ferðahandbók- arinnar 1961. Þeir einstaklingar og fyrirtæki, sem ekki voru skráðir í bókina á síðasta ári, en óska þess nú, svo og þeir, sem vilja koma að breytingum, eru beðnir að koma upplýsingum sínum hið fyrsta til ritstjóra bókarinnar, Örlygs Hálfdánarsonar, fræðsludeild SÍS, Reykjavík. Þeir, sem hyggjast auglýsa í Ferðahandbókinni, eru beðnir að hafa hið fyrsta samband við Þorvald Ágústsson, auglýsingastjóra SÍS, þar eð auglýsinga- pláss er mjög af skornur skammti. Hótel Bifröst Ný lög uiw Vélsbólonu undiibúin HINN 16. nóvember s.l. fól menntamálaráðherra þeim Ás- geiri Féturssyni, deildarstjóra, Gunnari Bjamasyni, skólastjóra Vélskólans, og prófessor Finn- boga R. Þorvaldssyni að undir- búa setningu nýrra laga um Vél- skólann. Nokkru síðar var þeim jafn- framt falið að undirbúa löggjöf um stofnun tækniskóla og enn- fremur að gera tillögur um breyt- ingar á núgildandi lagaákvæðum um verknám gagnfræðastigsins með það fyrir augum að gefa Sjúkur maður frá Grænlandi SL. mánudag var farið héðan frá Reykjavík til Kaupmannahafnar með danskan mann, sem kalið hafði á tám norður í Daneborg á Grænlandi. Þaðan var hann flutt ur með amerískri flugvél. Hafði verið rudd 700 m löng lendingar- braut fyrir flugvélina, sem þurfti 650 m. til flugtaks. Tókst þetta sjúkraflug mjög vel, og flaug flugvélin beint frá Daneborg hingað til Reykjavíkur. Þessi danski maður var starfsmaður við loftskeytastöðina. í þessu græn- lenzka þorpi. brottskráðum nemendum verk námsdeildanna kost á framhalds- menntun, er opni þeim leið inn í Vélskólann og væntanlegan tækniskóla. Mun tillögum um síðargreint atriði verða skilað til ráðuneyt- isins á næstunni. Menntamálaráðuneytið, 7. marz 1961. Holtavörðtiheiðin illfær í FYRRADAG tók færð aS spillast á Hóltavörðuheiði og J gær var það vonzkuhríð. Aætl- unarbifreiðin norður kom af þeim ástæðum seint til Akurb eyrar í fyrrakvöld, en á Vaðla- heiði var þá ágætlega fært. 1 gærmorgun fór áætlunarferðin að norðan og ætlaði í Varma- hlíð, en bíða þar eftir að veðr- inu slotaði. Mun henni þá verð» hjálpað suður yfir. Félagslíf Framarar Skemmtifundur verður fyrir eldri félaga í Framhúsinu laug- ardaginn 11. marz. kl. 8.30 e. h. Skemmtiatriði: Félaasvist Bingó og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.