Morgunblaðið - 10.03.1961, Síða 22
22
MORGVT*BLAr>in
Föstudagur 10. marz 1961
ISLAND - FRAKKAR
★ Gott spil.
Fréttamaður þýzku frétta-
stofunnar leggur áherzlu á það,
að ísl. liðið hafi vakið mikla at-
hygli fyrir hraðan og markviss
ann sóknarleik. Við það réðu
frönsku varnarleikmennirnir
ekki. Og hárnákvæm þrumuskot
ísl. liðsins af löngu faeri voru
Frökkum ofviða. Á stundum seg
ir hinn þýzki fréttamaður sýndi
isl. liðið framúrskarandi og fjöl
breytt samspil.
Beztu menn ísl. liðsins þetta
kvöld voru Hjalti í markinu,
Gunnlaugur og Ragnar. >á kom
örn Hallsteinsson mjög á óvart
með 3 mörkum sínum. Kristján
var slæmur í hendi en lék þó
með.
Mörk ísl. liðsins skoruðu Gunn
laílgur 5, Ragnar 4, Birgir 3, Örn
3, Pétur 2, Karl Jóh. 2 og Karl
Ben 1.
Áhorfendur voru 1000—1500
í lítilli höll. Leikvöllurinn er
„aðeins“ 19x38 metrar nokkru
minni en aðrir vellir er keppt
hefur verið á.
Mjög góð byrjun hjá
ísSenzka liðinu
ÍSLAND vann Frakkland í skemmtilegum og góðum leik
í Homberg í gærdag með 20 mörku mgegn 13. í hálfleik
var staðan 11:3 fyrir ísland og sýndi íslenzka liðið í fyrri
hálfleik mjög góðan leik, ákveðna sóknarleikaðferð og
ntjög góða vörn, að því er segir í fréttaskeyti frá þýzku
fréttastofunni DPA.
■jt Góð byrjun
íslenzka liðið byrjaði leikinn
mjög ákbeðið. Eftir 15 mín. leik
var staðan 7:2 íslandi í vil. Við
mjög ákveðið. Eftir 15 mín. leik
menn undan allri taugaspennu
og náðu á köflum framúrskar-
andi góðum leik.
En hin góða byrjun í fyrri
hálfleik orsakaöi mikla sig-
urvissu og leikmenn tóku að
skjóta í tíma og ótíma. —
Vörnin opnaðist við það í
síðari hálfleik og Frakkar
sóttu með hörðum leik með
jarðarskotum og línuspili. —
Hjalti stóð sig vel í mark-
inu, en fékk ekki að gert þó
markamunur minnkaði.
Frakkarnir léku mjög
hart og voru þrír þeirra rekn-
ir af leikvelli um stundarsak-
ir. Dómarinn, Singer, frá A-
Þýzkalandi (sá sami og dæmdi
Ieik Dana og íslendinga) hafði
ekki góð tök á leiknum —
snerist að dómi flestra á sveif
með sigurvegurunum.
Aðrir
leikir
Úrslit annarra Ieikja í heims-
meistarakeppninni í gær urðu
þau að Rúmenía vann Noreg með
16 mörkum gegn 14 og tryggði
sér efsta sætið í sínum riðli.
Tékkar unnu Svía með 15 mörk
um gegn 10 í góðum leik, þar sem
Tékkar smám saman sköpuðu sér
öruggt forskot og höfðw forystu
frá upphafi til loka. t hálfleik
var 10:5.
Ekki er vitað um úrslit í leik
Dana og Þjóðverja en í skeyti til
blaðsins um leik tslendinga segir
að næsti leikur verði gegn Dön-
um — og það bendi til þess að
Þjóðverjar hafi farið með sigur
af hólmi yfir þeim.
Mynd þessi er tekin í Ieik Svía og fslendinga sl. þriðjudag.
Hún sýnir er Hass Col’.in skorar eitt af 18 mörkum Svía.
Birgir fyrirliði horfir á.
Island i. landsleikaferð
til Balkanlanda
E n s k a
knattspy rnan
í VIKUNNI fóru fram þrír leik-
ir í ensku bikarkeppninni, en
þéssi lið gerðu jafntefli sl. laug-
ardag.
Burnley — Sheffield W. .. 2:0
Barnsley — Leieester .... 1:2
Tottenham — Sunderland 5:0
65 þúsund áhorfendur sáu leik-
inp milli Tottenham og Sunder-
land og urðu margir frá að
hverfa. Leikmenn Tottenham
léku mjög glæsilega og unnu verð
skuldaðan sigur. í hálfleik var
staðan 3:0. Mörk Tottenham skor
uðu Mckay, Smith, Jones og Dy-
son 2. — Framlengja varð leikn-
um milli Barnsley og Leicester
áður en úrslit fengust.
Dregið hefur verið hvaða lið
leika saman í undanúrslitum 18.
márz n.k. og eru það þessi:
S, Tottenham — Burnley
\ Leicester — Sheffield U.
ÍSLENZKUR handknattleik-
ur hefur fengið traust —
slíkt traust — að auðsótt
mál er nú að fá landsleiki
við aðrar þjóðir með hag-
stæðum kjörum, þar sem
tryggt er að leikur íslands
við næstum hvaða annað
land sem er verður hörð og
tvísýn keppni, sem þúsund-
ir manna vilja gefa mikið
fyrir að sjá.
Margir samningar um lands-
leiki eru nú gerðir í Þýzka-
landi. Það er líf og fjör í tusk-
unum í íþróttaskólanum í Duis-
borg, þar sem liðin búa og for-
ráðamenn sambanda hinna
ýmsu landa semja um fram-
tíðina.
Berlingske Tidende skýrir
frá því að tekizt hafi samn-
ingur, sem sé mjög góður og
„spennandi“ fyrir Island. —
Samkvæmt honum eiga fs-
lendingar að fara í keppnis-
för til Balkanlanda næsta
vetur og Ieika gegn Ung-
verjalandi, Júgóslavíu og
Rúmeníu.
Þar við bætist — segir
blaðið — að íslendingar
vænta þess að Iandslið
Sviss, sem sennilega fer
keppnisför um öll Norður-
löndin komi og á þeirri leið
sinni til Reykjavíkur og
leiki landsleik þar.
Á þessum sama stað hafa
Danir og Svíar samið um
landsleiki. Svíar munu fara til
Tékkóslóvakíu og Rússlands og
Rússar munu senda lið sitt til
Svíþjóðar og fara í sömu ferð
til Danmerkur og leika þar.
Norðmenn hafa einnig haft
nokkuð upp úr krafsinu. Þeir
munu fara í landsleikaför til
Hollands, Belgíu og Frakklands
með bæði karla- og kvenna-
landslið, eftir því sem Berlinga-
tíðindi segja.
-K
Blaðið náði tali af Axel Einars
syni, varaformanni handknatt-
leikssambandsins og innti hann
eftir hvort frétt þessi væri rétt.
Sagðist Axel reikna með að svo
væri, því viðræður hefðu átt sér
stað um væntanlega ferð árið
1962 til Mið og Austur-Evrópu.
Fyrst hefði verið rætt um ferð
þessa á þingi Alþjóðahandknatt
leikssambandsins í september s.l.
Síðan hefðu bréfaviðskipti farið
fram og var að lokum ákveðið að
gengið yrði endanlega frá samn
ingum þegar forystumenn hinna
ýmsu ríkja hittust nú í Þýzka
landi.
Fram
haldið
Á morgun fara fram 2 leik-
ir og eru það leikirnir um 3.
og 4. sætið milli Svíþjóðar og
Þýzkal. og um 5. og 6. sætið
milli íslands og Danmerkur.
Leikirnir fara báðir fram í
Essen og hefst fyrri leikurinn
kl. 5 eftir íslenzkum tíma. Á
sunnudaginn leika Tekkósló-
vakía og Rúmenía um heims-
meistaratitilinn og Noregur
og Frakkland um 7. o.g 8. sæt-
ið. Leikir þessir fara fram í
Dortmund og hefjast kl. 3 eft-
ir ísl.' tíma.
Úrslit í riðlunum:
Tékkóslóvakía .... 3 2 1 0 55:31 5
Svíþjóð ....... 3 2 0 1 43:36 4
ísland ........ 3 1 1 1 45:46 3
Frakkland ..... 3 0 0 3 30:60 0
Rúmenía ....... 3 3 0 0 43:36 6
Þýzkaland ..... Óvíst um úrslit
Danmörk....... Óvíst um úrslit
Noregur ....... 3 0 0 3 31:41 0
Spá-
konan
spáði rétt!
í GÆR kom inn á ritstjórn
blaðsins stórvaxin kona sem
vildi hitta blaðamenn. Hún fór
ekki í felur með erind sitt og
hvíslaði því ekki heldur. „Eg
vil fá viðtal við mig í Morgun-
blaðið, því ég er að skipta um
stefnu“.
Það kom hálfgert fát á okk-1
ur, því konan bar sig vígalegak
og aðeins var eitt mjótt skrif-
borð milli okkar og hennar.
Við fórum samningaleiðina að
gestinum, sem sagöþit vera1
Sesselja Jónasdóttir, spákona íl
Borgarnesi og hún bætti við.j
„Eg er mesta spákona ís-
lands“.
Það varð úr, að hún fékk
sér sæti og róaðist þegar við
sögðum að við vildum reyna*
spádómshæfileika hennar. Við
sögðum henni frá landsleik ís-
lendinga og Frakka sem hefj-
ast ætti eftir skamma stund
(þegar þetta gerðist). Um ut-
anveru landsliðsins og um
þann leik var hún með öllu
ófróð. En við létum i það skína
að ef hún segði okkur rétt til
um úrslitin — yrði hún fræg
á morgun.
Hún leit í kringum slg, eins
og hún væri að lesa úr veggj-
unum, dæsti og sagði. „Hér er
gott að vera“. Síðan bað hún
um spil.
Hún vildi fá mann til að
„leika útlendingana —
Frakka". Fyrir valinu varð
Axel Einarsson, varaform.
handknattleikssambandsins.
Hann átti að draga 3 sinnum
fimm spil.
Sesselja greip spilin fimmj
hverju sinni. Við fyrstu fimm
sagði hún. „Miklir örðugleik-
ar en batnadi horfur“. Við
næstu fimm sagði hún „Mis-
heppnað á sumum sviðum —
svolítill ábati“. Við hin þriðju
fimm sagði hún „Bara orðið
dágott — en þó ekki að fullu“.
íþróttafréttamaður Morg-
unblaðsins vildi hún að dragi
fyrir ísl. liðið. Við fyrstu 5
spilin sagði hún „Uppfyllt
ósk“ og við næstu fimm „Gleði
leg tíðindi“. Við hin þriðju 5
spil „Landinu misheppnast
ekki — en það eru einhver
leiðindi og einhverjir erfið
leikar*.
Hún var orðin kvíðin og
vildi ekki svara spurningunni
játandi hvort fsland ynni þá
ekki. „Dragið sinn hvert spil-
ið — ljóst spil hefur mikið að
segja“. Fulltrúi Frakka dró
ljósa drottningu — fulltrúi ís-
lands svartan gosa. „Já en
það er nú laufagosinn“ sagði
Sesselja „og hann er gott spil“.
Það verður hver að svara
fyrir sig um réttmæti orðai
hennar. En við viljum benda
á að ísland vann fyrri hálf-
leik með 11:3 — en tapaði
þeim síðari með 10 gegn 9.
— A. St.