Morgunblaðið - 10.03.1961, Side 23
Föstudagur 10. marz 1961
MORGVNBLAÐ1Ð
23
— Ræða BJarna
Benediktssonar
1 Framh. af bls. 8.
heldur er það hreinn meirihluti
sem úrslitum ræður um kosn-
ingar dómaranna í báðum þess-
um stofnunum.
Rétturinn okkar
einasta skjól
l>að er þess vegna ein af
þeim furðulegu blekkingum,
sem hér hefur verið talað um
og haldið fram, þegar látið er í
það skína, að Alþjóðadómur-
inn sé einungis verkfæri stór-
veldanna. Ég ítreka það, sem
ég sagði áðan, að það má ekki
líta á dómara stórveldanna, þá,
sem frá þeim koma sem þeirra
verkfæri — sem þeirra fulltrúa,
— þeir eru þar sem sjálfstæðir
dómendur, er eiga að fara eftir
sinni eigin samvizku. En jafn-
vel sú hætta er nú fyrir löngu
tindir lok liðin, að það séu stór-
veldin, sem ráði skipun þessa
dómstóls. í*að eru einmitt þau
ríki, sem hv. 2. þm. Vestfjarða
'(Hermann Jónasson) vitnaði í,
áður en hann trylltist alveg í
þessu máli, og sagði þá, að
mundu með sinni tilkomu í
Sameinuðu þjóðirnar skapa okk
ur réttargrundvöllinn til þess
að gera nýjar útfærslur, það
eru einmitt þessi nýju ríki, sem
nú orðið ráða úrslitum að veru
legu leyti í Sameinuðu þjóðun-
um og hvergi geta fyrr komið
áhrifum sínum fram heldur en
einmitt varðandi skipun slíkrar
stofnunar, eins og alþjóðadóm-
stólsins. Ég segi þetta enn og
aftur, með þeim fyrirvara, að
þessa menn má ekki skoða sem
fulltrúa sinna ríkisstjórna, held-
ur einungis meta þá sem hlut-
lausa og réttláta dómara.
Um þetta mál mætti margt
segja og er þó í raun og veru
éþarft að fjölyrða um það. Þau
rök, sem hér hafa komið fram
af hálfu andstæðinga málsins,
hafa öll þegar verið hrakin lið
fyrir lið og ég skal ekki tefja
þingheim á þeirri upptalningu.
En ég vil- segja, að þetta mál
snýst að lokum fyrst og fremst
Um það, hvort íslendingar
vilja, að íslenzka lýðveldið,
okkar sjálfstæða, litla þjóð eigi
að vera réttarriki héðan í frá
eins og hingað til.
Við byggðum ætíð kröfur okk
ar til sjálfstæðis á réttargrund-
velli. Því var oft haldið fram,
að þetta tal um rétt og tilvitn-
Un í gamlar heimildir væri hé-
góminn einber. Það væri ann-
að, sem úrslitum réði. En ís-
lendingar byggðu ætíð mál sitt
á réttargrundvelli. Það er
vegna þess, að öllum íslending-
um er það í blóð borið, að
rétturinn, lögin, séu okkar ein-
asta skjól.
,, slenzk lög og
alþjóðaréttur“
Og ég vil að lokum segja það
til lofs andstæðingum stjórnar-
innar í þessu máli, að þrátt
fyrir allt þeirra tal nú síðustu
dagana um, hvað það sé hættu-
Jegt, ef við ætlum að fylgja
réttinum í þessum efnum, al-
þjóðalögum, þá bera þeir þó
ejálfir fram tillögu um það, að
við eigum framvegis eins og
hingað til, að fara eftir „íslenzk
um lögum og alþjóðarétti*.
Það sýnir, hversu hugmyndirn-
ar um löghlýðni og skyldu til
|>ess að hlíta réttinum eru þó
þrátt fyrir allt ríkar í okkur, að
þegar andstæðingar okkar hafa
það harðast á móti okkur og
Ibregða okkur um allar vammir
og skammir'af því að við viljum
láta æðstu réttarstofnun í heim-
inum, Alþjóðadómstólinn, skera
úr um ágreining, sem kynni að
verða um síðari útíærslu okkar
á landhelginni, þá játa þeir
jafnvel enn í dag, að við verð-
um að fara eftir „íslenzkum lög-
um og aliþjóðarétti". Mennirnir,
sem í öðru orðinu segja: Það
var ekki farið eftir alþjóðarétti
og alþjóðalögum 1958 og segja,
að það sé hættulegt, ef við ætl-
um héðan í frá að fara eftir
alþjóðarétti, þ. e. alþjóðalögum.
Þeir bera sjálfir fram tilllögu
um að setja þetta berum orðum
inn í fskj. þáltill. Það sann-
ar, að þrátt fyrir allt moldviðr-
ið, þrátt fyrir allar blekking-
arnar, þá vita þessir menn, að
íslenzka þjóðin telur það hina
mestu smán og óvirðingu við
sig, ef á að fara að halda því
fram, að hún sé ekki réttar-
ríki, að hún vilji*ekki fara að
alþjóðalögum. Hún vill sækja
mál sitt af festu og eindrægni, en
ætíð á þann veg, að lög og réttur
ráði okkar gerðum.
Enda er það svo, að hvenær
sem við tækjum upp aðra með-
ferð á okkar málum, ég vil
segja, hvort sem þau eru þýð-
ingarlítil eða þýðingarmikil, en
hvað þá í svo þýðingarmiklu
máli sem þessu, ef við ætlum
að hverfa af réttargrundvellin-
um, hverfa frá alþjóðalögum,
hverfa frá því að láta fremstu
stofnun til túlkunar gildandi
alþjóðarétti bera úrskurðarvald
í stað kúgunar og vopnavalds,
þá er gæfu íslands illa komið.
En hún mun sannarlega endast til
þess að þjóðin styðji og styrki
réttlætis- og réttarhugsjónina,
sem kemur fram í þvi sam-
komulagi, sem hér er lagt til,
að gert verði.
— Kongóstjórn
Framh af bls. 6.
eru 33 örmur skip væntanleg
þangað.
Ennfremur sagði Dayal, að
starfsmenn SÞ ynnu nú að því
að semja um brottflutning
þeirra hvítra manna, er vilja
yfirgefa Kivu-héraðið, en um
það bil 300 hvítir menn munu
vera þar í mestu vandræðum.
Meðan Dayal er í New York
annast störf hans súdanskur
maður (Mekki Abbas). Dayal
sagði fréttamönnum, viðvíkj-
andi kröfur Kasavubus um
brottrekstur hans frá Kongó,
að hann mundi gegna starfi
sínu meðan Hammarskjöld ósk-
aði þess.
í dag var von á 600 her-
mönnum frá Túnis, er bætast
liðsafla SÞ í Kongó, og gert er
ráð fyrir, að fyrsti flokkurinn
af 3000 manna indversku liði
komi 12. marz
Tékknesku
kuldaskórnir
svörtu irteð
rennilás:
Karlmanna-
Drengja-
Barna-
Karlmannaskó-
hlífar.
’Ödýrir skór í
bomsur fyrir kven
fólk og karlmenn.
Póstsendum.
SKÖVERZLUN
VétuAS /Jrufoassonax
Laugav. 17. — Framnesv. 2.
\
\
\
\
\
\
\
\
\
\
\
\
\
\
1
\
\
\
\
\
\
\
\
\
- Úr ýmsum áttum
Framh. af bls. 12.
þær að því að styrkja brjóst
og þindarvöðvana, prófraun-
in á það, hvort þjálfuninni
sé lokið að þessu leyti, er sú
sem ein myndin hér á síð-
unni sýnir. Það skal tekið
fram, að söngkennarinn er
meira en í meðallagi þung-
ur, og stúlkan skal bera
hann á bringsmölum sér
með bros á vör, án áreynslu
merkja — annars hefur hún
ekki staðizt prófið! —
Býsna harðneskjulegar að-
ferðir, finnst ýmsum, — en
árangurinn kvað vera góð-
ur, sem fyrr segir.
RöLft
Haukur Morthens j
SKEMMTIR
ásamt hljómsveit
Arna elfar. )
★— \
Matur framreiddur frá ki. 7. \
Borðapantanir í sima 15327. \
Dansað til kL 1 1
BÍLASALINN
VIÐ VITATORG
Sími 12-500
á Ut í hvem kima
Arnold Rose heldur söng
skóla sinn í Holland Park
Road í Lundúnum, — og
það hefur verið sagt um
hann, að hann vaki yfir
nemendum sínum eins og
góður garðyrkjumaður yfir
gróðurhúsinu sínu.
Sá tími er nú liðinn, segir
hann, er merm gerðu sig
ánægða með, að söngvarinn
léti hátalarann flytja lag-
legu, litlu röddina sína út
um salinn. Nú skal hann
syngja, án hátalara, og þó
geta látið röddina berast út
í hvern kima hinna stærstu
salarkynna. En tdl þess þarf
að hafa alla vöðva í góðu
lagi — og því legg ég svo
mikla áherzlu á hina „lík-
amlegu“ þjálfun, segir þessi
sérstæði söngkennari.
Hjartanlega þakka ég börnum mínum og tengdabörnum,
sem færðu mér stórar gjafir og heimsóttu mig á sjötugs
afmæli mínu 4. marz sl. Einnig þakka ég öllum vinum
mínum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og*
skeytum.
Guð blessi ykkur öll.
Ragnheiður Jónasdóttir,
Vesturgötu 96, Akranesi.
Öllum vinum og vandamönnum sem sendu mér vinar-
kveðjur, heillaóskir og gjafir á 75 ára afmæli mínu, færi
ég mínar innilegustu þakkir og óska þeim öllum blessun-
ar guðs í framtíðinni.
Kristján Brandsson, Bárðarbúð
Hjartanlega þakka ég öllum þeim er glöddu mig á
70 ára afmæli mínu 2. febrúar sl. með heimsóknum,
gjöfum, skeytum og hlýhug öllum og gjörðu mér daginn
ógleymanlegan. En sérstaklega þakka ég Ragnheiði Jóns-
dóttur og sonum hennar fyrir þeirra miklu gjafir mér
veittar fyrr og síðar.
Guð launi ykkur öllum og blessi allar stundir.
Helga S. Geirsdóttir, Keflavík
LokaS
í dag vegna jarðarfarar
BJÖRGVIN SCHRAM
UMBOÐS-OG HE/LDVERZLUN
Moskwitch ’55 í góðu standi
fæst ódýr gegn staðgreiðslu.
Fargo vörúbill ’47, tvískipt
drif í mjög góðu standi,
ódýir.
Opið frá kl. 9—7.
Einnig í hádeginu.
BÍLASALINN
VIÐ VITATORG
Sími 12-500
Félagslíf
Knattspyrnufélagið Valur
Knattspymudeild
Meistara, og fyrsti flokkur, —
fjölmennið á æfinguna í kvöld
kL 7.40. — Kaffifundur á eftir.
Stjómin.
Jósepsdalur
Farið verður í Dalinn um
helgina. Skiðakennsla fyrir byrj-
endur, brekkan upplýst. Fjöl-
mennið í Dalinn. Allir velkomn-
ir. Ferðir frá B.S.R. kl. 2 og 6
á laugardag.
Stjórnin.
Skíðaferðir um helgina
Laugardag kl. 2 og 6.
Sunnudagsmorgun kl. 9 og kl.
1 e. h.. Afgreiðsla hjá B.S.R.
Skíðamenn og konur athugið
að Stefán Kristjánsson íþrótta-
kennari æfir um helgina við KR
skálann í Skálafelli.
Tímatökur laugardag kl. 4 og
sunnudag kl. 11.
Áríðandi að allir keppendur
mæti.
Skíðafélögin í Reykjavík.
BEZT AÐ AUGI.VSA
I MORGUNBLAÐINU
Maðurinn minn
EINAB SIGURJÓNSSON,
vélstjóri
lézt af slysförum 7. þ.m.
Magnca Hallmundsdóttir
UNA GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Stykkishólmi
andaðist að Hrafnistu miðvikudaginn 8. marz.
Aðstandendur
Innilega þakka ég hinum mörgu vinum nær og fjær,
sýnda samúð og hlýju við andlát og útför mannsins
míns
ÞÓRARINS GRlMSSONAR VÍKINGS
Guð blessi ykkur öll.
Ástríður Eggertsdóttir
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og vináttu við langvarandi sjúkdóm, andlát og
jarðarför
ÞÓRUNNAR JÖRGENSEN
Ottó Jörgensen
Freyja og Gunnar Jörgensen, börnin
og aðrir vandamenn
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlá,t og útför
systur okkar og frænku
GUÐRUNAR magnUsdóttur
Eyjum
Haraldur Magnússon,
Hans Magnússon
Ólafía Ólafsdóttir
Magnús Sæmundsson