Morgunblaðið - 11.03.1961, Page 1
20 sfður með Barnalesbök
18. árgangur
58. tbl. — Laugardagur 11. marz 1961
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Saksóknari
ríkisins
og nýskipun sakadóm-
araembættisins
ÚTBÝTT var í neðri deild
Alþingis í gær frumvarpi til
laga um breytingu á 1. 27/
1951, um meðferð opinberra
mála. — Aðalatriði frv. er
það, að gert er ráð fyrir, að
skipaður verði saksóknari
ríkisins, er fari með ákæru-
vald, og að ný skipan verði
gerð á embætti sakadómar-
ans í Reykjavík. — Verður
sakadómur skipaður þremur
til fimm sakadómurum, eft-
ír ákvörðun dómsmálaráð-
herra, og verður einn þeirra
yfirsakadómari.
Saksóknari skal fullnægja
lagaskilyrðum til skipunar í
dómaraembætti í Hæstarétti
og hafa embættisskrifstofu í
Rcykjavík. — Um verksvið
saksóknara segir svo í 7. gr.
frv.: Saksóknari skal hafa
gætur á afbrotum, sem fram
in eru. Hann kveður á um
rannsókn opinberra mála og
hefur yfirstjórn hennar og
eftirlit. Getur hann gefið
lögreglumönnum fyrirmæli
og leiðbeiningar um fram-
kvæmd rannsóknar og verið
við hana staddur eða látið
fulltrúa sinn vera það. Hann
höfðar opinber mál, sbr. þó
112.—114. gr. (I. 27/1951),
tekur ákvörðun um áfrýjun
þeirra og gegnir að öðru
leyti þeim störfum, sem hon-
um eru falin í lögum.
Blökkumaður
verður sendi-
herra USA
í Noregi
WASHINGTON, 9. marz.
Skipaður hefur verið nýr
sendiherra Bandaríkjanna
Noregi — Clifton R. Whart-
J on, — fyrsti blökkumað-
ur, sem hlýtur ambassadors
tign innan bandarísku utan
ríkisþj ónustunnar.
Wharton hefur starfað í
I utanríkisþjónustunni síðan ár
j ið 1925, í ýmsum stórborgum
I heims, og var raeðismaður
' Bandaríkjanna í Rúmeníu frá
7 1958. — W'harton mun halda
)til Noregs 31. marz nk.
í
Allýtarlegar athugasemdir
fylgja frumvarpinu, og fara
þær hér á eftir:
Með frv. þessu er lagt til, að
skipaður verði saksóknari ríkis-
ins, er fari með ákæruvald, og
að ný skipan verði gerði á emb
ætti sakadómarans í Reykjavík.
Samkvæmt gildandi lögum
nr. 27/1951 um meðferð opin-
berra mála fer dómsmálaráð-
herra nú með ákæruvaldið. Á
Norðurlöndum og víða annars
staðar hefur ákæruvaldið verið
Framhald á bls. 19.
Loksins friðarvon í Laos
\ Phouffii Nosavan og Souvanna Phouma ;
iætla að vinna sameiginlega að hlutleysi j
og friðun landsins
Vientiane, Laos, 10. marz.
— (Reuter/NTB) —
FULLTRÚAR hægri stjórn-
arinnar í Laos og hlutleysis-
stjórnar Souvanna Phouma
hafa komizt að samkomulagi
um leiðir til friðar í Laos,
að því er tilkynnt var í
Vientiane í dag.
Þriggja manna nefnd undir
forsæti Phoumi Nosavans, sem
fór til fundar við Souvanna
Phouma í Pnompenh í Kam-
bodia, kom aftur til Vientiane í
dag. Sagði Nosavan, að um-
ræður þeirra hefðu verið árang■■
ursríkar.
í tilkynningu stjórnar Boun
Oums segir, að Phoumi Nosavan
sem er varaforsætisáðhea
stjómarinnar, sé þeirrar skoð-
una, að Souvanna Phouma sé
eini stjórnmálamaðurinn í Laos
sem geti verið tengiliður milli
hægri manna og Neo Lao, stjórn
Bourguiba
til Washington
WASHINGTON, 10. marz. —
Tilkynnt hefur verið, að Habib
Bourguiba, forseti Túnis komi í
opinbera heimsókn til Banda-
ríkjanna í maí. Hann verður
gestur Kennedys forseta.
Bourguiba kemur væntanlega
3. maí til Washington, dvelzt þar
í þrjá daga, en mun að því loknu
ferðast milli helztu borga í
Bandarík j unum.
máladeildar Pathet Lao, Sou-
vanna Phouma hefur lýst yfir
því, að hann muni gera allt,
sem í hans valdi standi til þess
að koma á sáttum í Laos.
• Kemur stórveldunum
á óvart
í sameiginlegri yfirlýsingu,
sem gefin var út eftir viðræðurn
ar í Phompenh sagði, að báðir
aðilar væru sámmála um, að
samkomulag um algert hlutleysi
landsins væri grundvöllur frið-
ar.. Báðir aðilar fordæma íhlut-
un erlendis frá og vilja ekki
að konungurinn og þjóðirn,
greiði fyrir blóðuga baráttu um
áhrif, sem hún sjálf á engan þátt
í.
Souvanna Phouma hefur af-
þakkað boð um að koma aftur
til Vientiane. Hann telur sig
hafa betri aðstöðu til að vinna
að frið í Laos, ef hann dvelst
áfram í Pnompenh.
Talsmenn utanríkismálaráðu-
neyta Bretlands og Bandaríkj-
anna hafa látið í ljós ánægju
sína yfir samkomulagi þeirra
Nosavans og Phouma um, að
vinna sameiginlega að hlutleysi
landsins.
Þeir, sem með stjórnmálum
fylgjast í London telja, að sam-
komulagið hafi komið stórveld-
unum mjög á óvart, þar sem
stjórnir þeirra hafi yfirleitt ver
ið þeirra skoðunar að Nosavan
og Phouma greindi svo mjög á,
að samvinna þeirra í milli væri
óhugsandi.
• Barist í Laos
Bardagar hafa verið síðústu
dagana í Laos. Hafa a. m. k.
sjötíu hermenn stjórnarinnar
særzt eða falið og margir frá
Pathet Lao. Hermenn Pathet
Lao, sem halda suður eftir veg-
inum milli Luang Prabang og
Vientiane, komu í dag að bæn-
um Muong Kassay, sem stjórn-
arherinn tók 22. janúar sl.
Meðfylgjandi mynd var
tekin, þegar barnsræning-
inn Reymond Rolland og
danska sýningarstúlkan
Lise Bodin voru færð í
handjárnum á lögreglustöð
ina í París.
Fulltrúi Hammar-
skjölds til Brussel
New York, 10. marz
(NTB-Reuter)
HAMMARSKJÖLD, framkv. stj.
Sameinuðu þjóðanna hefur látið
í ljós, að hann efist um að Belg-
ir hugsi sér að fara eftir síð-
ustu samþykktum Öryggisráðs-
ins varðandi Kongómálið. Hef-
ur Hammarskjöld ákveðið að
senda fulltrúa sinn, Taieb
Sabhani frá Túnis, til Belgíu til
viðræðna við stjórn landsins um
málið. Mun Sahani væntanlega
fara til Brússel í næstu viku.
Til bjargar Tíbef
NÝJA DELHI, 9. marz. (Reuter)
— Dalai Lama sendi í dag al)S-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna
eindregin tilmæli sín um að sam
tökin aðhafizt eitthvað til bjarg
ar löndum hans í Tíbet, sem sí
fellt búi við áþján og hörmungar
af hendi Kínverja. Nú eru tvö
ár liðin síðan Dalai Lama varð
að flýja frá Tíbet til Indlands
Fækka ekki her-
mönnum í V-Berlín
Washington, 10. marz
(NTB-Reuter)
STJÓRN Bandaríkjanna hefur
tilkynnt að hún hyggist
ekki fækka hermönnum sínum
i Vestur-Berlín. Blaðafulltrúi
utanríkisráðuneytisins, Lincoln
White, var í dag beðinn að gera
nánari grein fyrir ummælum/
sem Dean Rusk, utanrikisráð-
hera viðhafði á fundi með frétta
mönnum í gær.
White svaraði að Bandaríkja
stjóm hefði ekki gert neinar
áætlanir um að fækka hermönn-
um sínum í V-Berlín og hefði
það átt að vera ljóst af ummæl-
um Rusks í gær. White gaf enn-
fremur fyrstu yfirlýsingu um að
Bandaríkjamenn telji sig ekki
lengur bundna af tillögum þeim
sem þeir báru fram á utanríkis-
ráðherra fundinum í Genf, 1959,
um fækkun hermanna Vestur-
veldanna í V-Berlín.
Þáverandi utanríkisráðherra
Christian Herter hafði þá sagt,
að Vesturveldin skyldu taka til
athugunar hvort þeir gætu
fækkað í herjum sínum, svo
framarlega sem þróun beindist
í samkomulagsátt. En þar sem
Sovétríkin hafa vísað á bug til-
lögum Vesturveldanna, sagði
White, erum við þeirrar skoð-
unar, að við séum ekki lengur
bundnir þessum tillögum í nýj-
um viðræðum við Sovétríkin
um Berlínarvandamálið.
Harriman
til Teheran
TALSMAÐUR bandaríska sendi
ráðsins í Róm skýrði svo frá i
dag, að Averill Harriman muni
fara til Teheran á sunnudag tU
fundar við Reza Pahlevi, keis-
ara. Þar mun hann dveljast I
tvo daga.