Morgunblaðið - 11.03.1961, Síða 8

Morgunblaðið - 11.03.1961, Síða 8
8 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 11. marz 1961 Ósvaltlur sýnir nokkrum kunningjum kvikmyndina um séra Friðrik í sýningarskála sínum. f kvikmyndaskála * Osvaldar Knudsen FYRST birtist Þórbergur Þórðarson á hvíta tjaldinu. Hann sést á gangi á æsku- stöðvunum í Suðursveit, við skriftir ag í hvíld á heimili sínu í Reykjavík og einni af hinum daglegu gönguferðum sínum um bæinn. Hann setur sig í yogastellingar, þar sem hann situr á gras:, bregður sér úr fötunum og gerir Miill ers æfingar sínar niðri í fjöru, syngur ljóð . . . Næst koma á tjaldið ís- lenzk blóm, allt frá fjöru- grösum upp í öræfajurtir, og Ingimar Óskarsson, grasa- fræðingur, segir fáein orð um hverja. Þarna gefur að líta 70—80 jurtategundir, þar á meðal margt lítið blómið, sem oft fer fram hjá manni úti í náttúrunni, en verður svo undurfallegt, þegar það stækkar á kvikmyndatjald- inu og litirnir njóta sín. Síðast kemur my.nd frá Eystribyggð á Grænlandi, tekin þegar íslenzkir ferða- langar flugu þangað sl. sum- ar. Hrikaleg náttúrufegurð á Stokkanesi í Bröttuhlíð og Görðum ber fyrir augað og Þórhallur Vilmundarson, menntaskólakennari, lýsir bú skaparháttum Grænlendinga og fornum minjum. — ~k — Hér er ekki verið að segja frá kvikmyndasýningu í neinu af hinum opinberu kvikmyndahúsum í Reykja. vík. Þarna er aðeins staddur lítill hópur vina Ósvaldar Knudsens, málarameistara, og hann er að sýna þeim þess- ar þrjár kvikmyndir sínar í eigin kvikmyndaskála heima | í Hellusundi 6 A. Kvikmyndaskálinn er raun ar fremur hugsaður sem vinnustofa, þar sem Ósvald- ur getur fullunnið kvik. myndir sínar, sem hann tek- ur víðsvegar um landið á sumrin. í öðrum enda salar- ins er sýningarklefi og hljóð- einangraður klefi, þar sem út búnaður er til upptöku á tali og músík, og síðast en ekki sízt eldtraustur klefi, sem geymir spólurnar með kvik- myndunum 20, sem Ósvaldur hefur gert undanfarin 14 ár. Þar eru myndir, sem ekki . ... og frammi í salnum taka þeir upp á þrjú segulbönd, þeir Ósvaldur Knudsen, Magnús Bl. Jóhannsson og Jóhann Sigurjónsson. ,.Það er gaman að dunda við að klippa filmurnar og ganga frá kvikmyndunum", segir Ósvaldur. væri hægt að bæta, ef þær glötuðust, eins og t. d. kvik- myndin um sr. Friðrik, sem gerð var rétt áður en hann missti sjónina, myndin um Ásgrím Jónsson málara, sem nú er látinn, myndin um gamla þjóðlífshætti á Horn- ströndum, sem gerð var 1955, eftir upptökuferðir vestur í fjögur sumur o. s- frv. — Ég hefi aðallega beitt mér að því að festa á mynd eitthvað af því sem er að hverfa, sagði Ósvaldur, er fréttamaður blaðsins, sem af tilviljun var staddur á fyrr- nefndri sýningu, fór að spyrja hann um þessa tómstundaiðju hans.. — * — Ég vek máls á því að eigin- lega sé það slæmt hve fáir eigi kost á að sjá þessar myndir, þó flestar hafi verið sýndar á fundum Ferðafélags ins. T. d. mundi ekki vera ó- nýtt fyrir unglinga að fá að kynnast öllum þessum blóma (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) tegundum. Ósvaldur segir að hann hafi einmitt haft það í huga í upphafi, að myndin gæti kannske kveikt áhuga hjá unglingum á íslenzkum gróðri, en ennþá hafi ekki orðið úr því að fleiri eintök væru gerð af henni. Annars kemur á daginn, að hann æt!- ar einmitt að sýna 5 af mynd um sínum í Gamla Bíói um þessa helgi, kl. 3 á laugar- dag pg sunnudag og kl. 7 á mánudagskvöld. Það eru nýja Grænlandsmyndin, myndirn. ar um sr. Friðrik og Þorberg, mynd um grenjaskyttu á refa veiðum, er nefnist „Refurinn gerir greni í urð“ og önnur, er nefnist „Vorið er komið“, og fjallar um vorkkomuna, dýrin og vinnuaðferðir, sem nú eru horfnar. — Annars er ég nú þeirrar skoðunar að maður eigi ekki að hampa því opinberlega, sem maður gerir sér til gam- ans ,segir Ósvaldur af sinni venjulegu hlédrægni. Allar þessar kvikmyndir hefi ég gert aðeins mér til ánægju, aldrei gert mynd eftir pönt- un. — En þetta er dýrt tóm- stundagaman? — Já, það er geysilega dýr og tímafrek skemmtun. En ég hefi alltaf haft svo gam- an af að taka myndir, fyrst ljósmyndir og seinna kvik- myndir, sem ég byrjaði að taka 1947. Annars er minnsta verkið að filma. Á eftir þarf að klippa myndina og full- vinna hana að öðru leyti, og mér finnst ákaflega gaman að dunda við það. Við margt hefi ég þurft að fá hjálp, eins og t. d. við upptökuna á hljóðinu og við samningu og lestur á textum. Og heff ver- ið svo heppinn að fá hann Kristján Eldjárn til að gera flesta textana fyrir mig og gefa mér góð ráð. Jóhann Bigurjónsson hefur verið ó- þreytandi að hjálpa mér við hljómupptökurnar. Guðrún Sveinsdóttir og Magnús Bl. Jóhannsson og nokkrir aðrir hljómlistarmenn hafa valið músíkina. — Hvernig setjið þið hljóð ið i myndirnar? Getið þið gert það hér? — Já, við tökum hljóðið upp á þrjú segulbönd, eitt fyrir tal, annað fyrir músik og það þriðja fyrir önnur hljóð, eins og t. d. fuglakvak. Og síðan er þetta stillt sam- an og það fært á segulrönd, sem er á filmunni. Þetta get- um við gert hérna, þó tækin sem við höfum séu fjarri því að vera sem fullkomnust. — Hefur þér aldrei dottið i hug, Ósvaldur, að framleiða kvikmynd með tilbúnum efn isþræði? — Nei, það hefur mér aldrei komið til hugar. Ég hefi meira að segja forðazt að koma inn á það svið. Það er svo langt frá því að það sé hægt við hérlendar gð- stæður. — Einu sinni var ég vön að afsaka getuleysi mitt og leti við að taka myndir, með þeirri kenningu, að ljós- myndarar hefðu ekki tíma til að njóta þess sem fyrir augu þeirra ber, því þeir sæju allt í gegnum. myndavélina. Hvað segir þú um það? .—Jú, það er nokkuð til i því. Ljósmyndari sér hlutina öðru vísi. Hann er alltaf að reyna að sjá mótív út úr öllu. Og honum hættir til þess, jafnvel þó hann hafi enga myndavél í höndunum. ★ Ósvaldur er tregur til að tala mikið um kvikmynda- gerð sína. Honum er ljúfara að leyfa manni að sjá mynd- irnar en að hafa mörg orð um þær. Á leiðinni'út göngum við framhjá eldtrausta klefan- um, sem geymir frumfilm- urnar af kvikmyhdunum, sem Ósvaldur hefur gert, sumar á mörgum árum og í mörgum ferðum út um lands byggðina. Nöfnin á þeim gefa hugmynd um hvað þarna er fest á filmu: Heklugosið, gerð 1947, Laxaþættir frá sama ári, Hrognkelsaveiðar á Skerjafirði 1948, Tjöld í Frh. á- bls. 19 1 Pi iililil Nf' Kristján Eldjárn horfir á kvikmyndina gegnum rúðu, þar sem hann situr í hljóðeinangruðum klefa og les inn á hana textann . . . .

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.