Morgunblaðið - 11.03.1961, Síða 20
í kvikmyndaskcla
Sjá blaðsiðu 8.
©íppmMaMfo
58. tbl. — Laugardagur 11. marz 1961
íþróttir
eru á bls. 18.
Isfirðingar tina pen-
inga úr skolpræsinu
ísafiröi, 10. marz.
NÝR atvinnuvegúr er kom-
inn til sögunnar hér á ísa-
firði. Enn sem komið er, er
hann einungis stundaður í
hjáverkum sem aukavinna,
en engu að síður hefur
hann reynzt ýmsum furðu
ábatasamur. Hann er fólg-
inn í því að ganga um fjör-
una neðan við skolpræsi og
tína saman peningaseðlarifr-
ildi, sem þar finnast nú í
hrönnum. Ef þau eru nógu
heilleg, er farið með þau í
bankann og þeim skipt fyrir
nýja seðla.
Á mánudagskvöldið voru
börn að gramsa og róta í fjör-
Lislkynning Mbl.
unni fyrir neðan Tanga. Fundu
þau þá . hundraðkrónaseðil í
tvennu lagi. Þetta fréttist um
bæinn, og á þriðjudag fór eitt-
hvað af fullorðnu fólki að
snuðra í fjörunni. Fann það þá
talsvert magn af seðlum, allt
frá 5 krónum upp í 500 krón-
ur. Enginn var alveg heill og
margir í tætlum, en nokkrir
svo óskaddaðir, að hægt var að
skipta þeim í banka. Fram á
þennan dag hefur fólk svo sí-
fellt verið að finna meira og
meira. Allir eru seðlarnir af
eldri gerðinni, en vitaskuld jafn
gjaldgengir fyrir það. — Fara
sumir með feng sinn á lögreglu-
stöðina, en aðrir í banka og fá
þar nýja og hreina seðla fyrir.
Til þessa hafa menn hirt
þarna milli 5 og 10 þúsundir
króna, en líklegt má telja, að
ekki hafi minna magn farið for
görðum á flæðum. Seðlarnir
virðast enn halda áfram að ber
ast út úr ræsinu. Sumir eru
rifnir í smáagnir, aðrir þrí- eða
tvírifnir, og enn aðrir lítið eitt
sneiddir á jöðrúm. Er engu lík-
ara en einhver hafi rifið seðl-
ana af ásettu ráði og skolað
þeim niður um salemi. Málið
er nú í rannsókn hjá lögregl-
unni. — Guðjón.
„Vatnajökull" lendir
í árekstri í Tempsá
M S. Vatnajökull lenti í
árekstri við rússneskt skip á
Tempsá (Thames) í fyrra-
kvöld. — Enginn skipverja
slasaðist, en nokkurt tjón
mun hafa orðið á skipinu.
Franken framseldu
með skilyrðum
Sólveig Eggerz
Pétursdóttir
LISTKYNNING Mbl. hóf í gær
sýningu á vatnslitamyndum eftir
Sólveigu Eggerz Pétursdóttur.
Eru það 11 málverk, sem öll eru
„interiör“ myndir frá forseta-
bústaðnum á Bessastöðum. Hafa
þau verið máluð á síðustu mán-
uðum. Málverkin eru til sölu í
heild en ekki einstakar myndir.
Sólveig Eggertz Pétuwidóttir
er ung listakona, sem stundað
heOur náim í málaralist hér
heima og í Englandi. Hún hefur
haldið eina sýningu í Bogasal
þjóðminjasafnsins, og seldi þá
mörg verka sinna. Listkynning
Mbl. hefur einnig sýnt málverk
eftir hana einu sinni áður.
Hæstu vinningar
Happdrættis H.I.
í GÆR var dregið í 3. flokki
happdrættisins. Vinningar voru
1000, samtals 1,840,000 kr.
Hæstu vinningar:
200,000 kr. nr. 52051.
100,000 kr. nr. 7896.
10,000 kr. nr. 10998 15810 17633
17915 20339 20346 24301 28783
29150 35867 36884 38296 43567
44011 49468 50096 51668 55614
56079 — Aukavinningar 10,000
kx. nr. 52050 og 52052.
(Birt án ábyrgðar)
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
kvað upp þann úrskurð í gær,
að rétt þætti að verða við
beiðni þýzkra yfirvalda um
framsal á Þjóðverjanum Frank
Franken og tilkynnti utanríkis.
ráðuneytinu það. Utanrikisráðu-
neytið mun því væntanlega
ganga frá þessu máli við full-
trúa v-þýzku stjórnarinnar en
þangað til er Frank Franken á-
fram í haldi.
Blaðinu barst í gær eftirfar-
andi fréttatilkynning um þetta
frá dómsmálaráðuneytinu:
„Dömsmálaráðuneytið heir í
dag tilkynnt utanríkisráðuneyt-
inu að rétt þyki, með nánar til-
greindum skilyrðum að verða
við framkominni framsalsbeiðni
þýzkra yfirvalda varðandi þýzk-
l borgara, Gúater Hermann
Frank Franken, vegna refsi-
verðra brota gegn þýzkum lög-
um. Hefir við þessa ákvörðun
verið höfð hliðsjón af 6. grein
laga nr. 59 1936, u«n eftirlit með
útlendingum, þar sem segir að
rétt sé að „meina þeim mönn-
Sœmileg
fœrÖ víðast
í GÆR var sæmileg færð yf-
ir Hellisheiði og eins fyrir
Hvalfjörð. Nokkur snjór var
þá á þessum slóðum, en leið-
irnar færar flestum bílum.
Þá var einnig fært upp í
Borgarfjörð, en Holtavörðu-
heiði ófær. Stóð til, að jarð-
ýta ryddi slóð norður um
heiði fyrir áætlunarbíla og
aðrar stórar bifreiðar, semi
væru á norðurleið, en ekki
gert ráð fyrir, að ekið yrði
suður yfir.
um útlendum að stíga hér á
land, setjast hér að eða dvelj-
ast hér, sem: — Mafa orðið sek-
ir, þar sem þeir hafa áður dval.
izt, um verk sem svívirðileg eru
að almenningsáliti, eða lögregla
þar lýsir eftir þeim vegna brota
á landslögum þar.“
Samkomu-
laginu
fagnað
Á FUNDI í Útvegsmannafélagi
Reykjavíkur í gærkvöldi var
eftirfarandi tillaga samþykkt
með öllum atkvæðum fundar-
manna:
„Fundur í títvegsmannafélagi
Reykjavíkur fagnar samkomu-
lagi því, sem nú hefur náðst í
fiskveiðideilunni við Breta.
Eitt þýðingarmesta atriðið í
samkomulaginu er, að Bretar
hafa skuldbundið sig til þess að
hlíta úrskurði alþjóðadómstóls
um ágreining, sem kann að
verða um fiskveiðilögsögu ís-
lands utan 12 sjómilna mark-
anna.
Þannig er bægt frá þeirri
hættu, að frekari útfærsla fisk-
veiðilögsögunnar á íslenzka
landgrunninu, verði mætt með
nýju ofbeldi af hálfu Breta, og
réttur Islands tryggður í sam-
ræmi við alþjóðalög".
14 árekstrar
Á TÍMANUM frá kl. 6 í gærmorg
un til kl. 9 í gærkvöldi urðu
14 árekstrar, smáir og stórir, í
bænum. Lítið var um slys á
mönnum, einn maður meiddist þó
lítils háttar í árekstri, sem varð
á horni Stýrimannastígs og Rán-
argötu.
Um daginn hafði skipið verið
í Gravesend og skipað þar upp
frystum fiski. Undir kvöld var
lagt af stað niður ána í svarta-
þoku, áleiðis til Amsterdam, og
var hafnsögumaður um borð.
Þegar skipið var komið 17 Vz
mílu niður fyrir Gravesend, kl.
hálfátta, varð árekstur við rúss.
neska skipið „Aleksandr Tert-
sjín“. Rakst stefni rússneska
skipsins utan í Vatnajökul bak-
borðsmegin fyrir framan brú, á
móts við fjórðu lest. Skipið
skemmdist talsvert, og kom í
það dæld fyrir ofan sjólínu, frá
fenderlista að borðstokki.
Ætlunin mun í fyrstu
hafa verið að snúa við til Grav-
esend, þegar þokunni létti.
Lagzt var við akkeri og beðið
birtu, en um morguninn höfðu
skipverjar gert bráðabirgða.
viðgerð á skemmdunum. Fékkst
leyfi Lloyds til að halda ferð-
inni áfram til Hollands. Var lóss
inum skilað í land í Margate og
síðan haldið áfram kl. 10.20 í
gærmorgun til Amsterdam, þar
sem gert verður við skemmd-
imar. Átti skipið að koma
þangað á miðnætti í nótt.
í Hollandi mun skipið losa
fisk og taka vörur til baka. —
Skipstjóri á Vatnajökli er Bogi
Ólafsson.
Milljónasíi
leikhús-
gesturinn
HVER verður milljónasti leik
húsgesturinn í Þjóðleikhús-
inu? Næstu daga verður þessi
happamíði seldur í aðgöngu-1
miðasölu Þjóðleikhússins og
sá sem hlýtur hann verður(
verðlaunaður.
Verðlaunin eru 2 aðgöngu-
miðar, er gilda einu sinni á
livert leikrit, sem sýnt verður
í Þjóðleikhúsinu á árinu 1961.
Auk þess verða veitt tvenn
aukaverðlaun. Þeir, sem hljóta
næstu miða fyrir neðan eða|
númer 999.999 og næsta núm-
er fyrir ofan eða númer
1..000.001 hljóta aukaverðlaunl
in og eru það 2 aðgöngumiðarjft
á tvær sýningar í Þjóðleito-^
húsinu á þessu leikári.
Um þessar mundir eru f jór-
ar leiksýningar í gangi í Þjóð^
leikhúsinu. „Engill horfðu
heim“, sem hefur verið sýnt
31 sinni og verður sýnt í síð
asta sinn n.k. miðvikudag. Þá
er það „Þjónar drottins“ „Tvö
á saltinu“ og lok „Karde-
mommubærinn‘“ sem virðist
ætla að ganga endalaust. Leik
urinn hefur nú verið sýndur
63 sinnum og enn virðist ekk-
ert lát á aðsókninni. Verð-
launahafar eiga þess kost að
hljóta miða á einhverja afí
þessum sýningum, eða á ein-7
hverja af þeim sýningum, semj
færðar verða upp á leiksviðil
Þjóðleikhússins á þessu ári. |
Týndi skyrtu, skóm og
úri en náði engu þýíi
Akranesi, 10. marz.
BROTIZT var inn í húsið Skóla
braut 10 um miðja sl. nótt, með
því að mölvuð var smárúða uppi
á lofti og smogið þar inn. Þegar
rúðubrjótur var inn kominn, fór
hann úr skónum, áður en lagt
skyldi í leiðangur um húsið.
Hann mun von bráðar hafa upp-
götvað, að han» hafði farið
húsavillt, því að Alþýðubrauð-
gerðin, Skólabraut 12, geymdi
herfangið, sem hann sóttist eft-
ir. Skauzt hann í skyndingu út
gluggann aftur og skildi skóna
eftir í írafárinu. Hann hafði sið
an engar vöflur á, snaraðist yfir
að bakaríinu, sem er áfast Skóla
braut 10, mölvaði þar rúðu og
tróðst í gegnum gatið. Eitthvað
mun hann hafa skorizt við þetta
því að þegar inn kom, fór hann
úr skyrtunni og hugaði að sár-
um sínum. — Mun honum hafa
fundizt þau ærin, því að nú
þótti honum svo mikil nauðsyn
á að ná læknisfundi, að hann
þaut út aftur sömu leið og hljóp
til læknis. í ofboðinu gleymdi
hann skyrtunni og missti af sér
úrið fyrir utan. — Meiðslin
reylidust ekki alvarleg. Þetta
er 16 ára piltur úr Reykjavík,
sem er hér á bát, og mun hann
hafa verið mikið ölvaður.
— Oddur
V ARÐARKAFFI
í Valhöll í dag
kl. 3-5 s.d.