Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. marz 1961 MORGUNBLAÐIÐ 5 I & I I 1 1 l Ö i I i I í 5 i B i i i ö i i i í i | i I I í FEBRÚAR og marz halda flest félög og skólar árshátíð ir sínar og er þá oft glatt á hjalla. Enginn, sem hlut á að máli lætur sitt eftir liggja, til þess að þessar skemmtan- ir megi verða sem bezt úr garði gerðar og skemmtileg- astar. Þegar fréttamaður blaðsins kom að Hagaskólan um sl. fimmtudagskvöld var ekki um að villast að mikið stóð til, enda var líka árshá- tíð skólans að hefjast. Prúð- búnir unglingar streymdu inn í anddyrið og var hátíð- arsvipur á hverju andliti. Fréttamaðurinn hitti Árna Þórðarson, skólaatjóra, að máli. Hann sagði, að nemend ur og kennarar hefðu lagt hart að sér til þess að skemmtunin mætti takast sem bezt og undanfarin ár hefðu einnig verið haldnar árshátíðir með svipiuðu sniði. Hagaskólinn, sem var áður Gagnfræðaskólinn við Hring braut hefur verið starfrækt- ur hátt á þriðja ár í núver- andi húsakynnum en þar er meðal annars hentugur og mjög rúmgóður samkomu- salur. Þegar fréttamaðurinn kom inn í salinn voru sætin þeg- ar fullskipuð unglingum, sem biðu í eftirvæntingu eft- ir því að skemmtiatriðin hæfust, en skemmtiskráin var mjög glæsileg. Nemend- ur buðu kennurum sínum sér staklega að vera viðstaddir hátíðina og voru þeir allir mættir. Er Ijósin í salnum höfðu verið deyfð og tjöldin dregin frá kom formaður skólafé- lagsins, Jón Magnússon, 2 bekk a, fram á sviðið og flutti ávarpsorð. Svo hófust skemmtiatriðin og er varla hægt að gera upp á milli þeirra því öll voru þau mjög skemmtileg. Greini legt var að nemendur höfðu lagt hart að sér við æfingar og náð góðum árangri. Kenn- arar og skólastjóri, sem hafði yfirumsjón með undirbún- ingnum og Klemenz Jónsson, leikari, sem æfði tvo leik- þætti, veittu nemendum ó- metanlega aðstoð og leiðbein ingu. Og hamurinn féll af konunni (Ljósm.: Sv. Þormóðsson). ")) Af skemmtiatriðum má fyrst nefna kórsöng stúlkna- kórs skólans. Hann æfði Guðrún Tómasdóttir, söng- kona, en hún kennir söng við skólann í vetur. 14 ára stúlka Laufey Steingrímsdóttir söng einsöng við mikla hrifningu áheyrenda. Tveir dansflokk- ar sýndiu dans undir stjórn Ingunnar Valtýsdóttur. Þrír nemendur skólans, sem einn- ig stunda nám við tónlista- skólann léku samleik á celló, óbó og píanó. Fystu bekkingar léku þátt úr Skugga-Sveini og fór þeim það prýðilega úr hendi. Sérstæðasta atriðið á skemmtiskránni var kvæða- bálkurinn Tröllaslagur eftir Jón Trausta, sem flutt var í leikformi af stúlkum úr 4. bekk. Kvæðabálkur þessi fjallar um það, er séra Hálf- dán aðstoðar bóndann í Málmey við að ná aftur konu sinni, sem tröllin í Ólafsfjarð armúla höfðu numið á brott. Sviðið var mjög drauga- lega upplýst og þegar kynn- irinn kynnti atriðið bað hann áhorfendur að halda sér í stóla sína. Séra Hálfdán hafði í frammi særingar mikl ar og tröllin létu svo ófrið- lega, að bæði bónda og áhorfendum var um og ó. Að lokum endurheimti þó bóndi konu sína úr tröllahöndum, en ekki var hún ásjáleg, því tröllin höfðu breytt henni í hið ferlegasta flagð. Vegna ástar sinnar á konunni var bóndi fús til að taka hana aftur þó ferleg væri ásýnd- um, en svo brá við er hann hafði heitið því, féll hamur- inn af konunni og fyrir fram an hann stúð hún yndislegri en nokkru sini fyrr. Síðasta atriðið á skemmti- skránni var leikiurinn „Festa- mær að láni“ smellinn og vel fluttur af 2. bekk. Að skemmtiatriðunum loknum voru stólar teknir upp og hljómsveit Svavars Gests, hóf leik fyrir dansi. Unglingarnir hópuðust út á gólfið og skemmtu sér hið bezta fram til kl. 2, en hætta skal hverjum leik er hæst stendur, sannaðist það hér. Allir fóru heim til sín ánægð ari en þegar þeir komu. Er mér ekki grunlaust um að flestir séu farnir að hlakka til næstm árshátíðar. Vörubíll Reo árg. ’52 í góðu lagi til sölu. Uppl. í síma 23441 Óska eftir heimavinnu bréfaskriftir á ensku, bák- hald eða annað Örugg þjón við t.d. verðútreikningj usta. Tilb. merkt: 1790“ Bátavél til sölu Sleipnir 3 ha. — Hagstætt verð. Uppl. í síma 33185. 3ja—4ra herb. íbúð óskast til leigu 14. maí. — 3 í heimili Fullkomin reglu semi. Fyrirframgr.. kemur til greina Uppl í síma 13768 BREIÐFIRÐIINI'GABIJD Gömlu dansarnir í kvöld kl. 9. Hljómsveit Þorsteins Eiríkssonar Dansstjóri: Helgi Eysteinsson Sala aðgöngumiða hefst kl. 8 — Sími 17985. Breiðfirðingabúð Æsbolýðsvika K.F.U.M. og K. í Laugarneskirkju 12. og 19. marz. Skemmtikvöld í Góðtemplarahúsinu í kvöld kl. 8,30 Sextett BERTA MÖLLER leikur og syngur Ungtemplarar V, Úr Skugga-Sveini Söfnin Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er ©pið þriðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1,30—4 e.h. JÞjóðminjasafnið er opið sunnud., |>riðjud„ fimmtud. og laugard. frá kl. 1,30—4 eh. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið daglega frá kl. 2—4 e.h. jaema mánudaga. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27, opið föstud. 8—10 e.h., laugard. og sunnud. 4—7 eh. Bæjarbókasafn Reykjavlkur sími: 12308 — Aðalsafnið, Þingholtsstræti 29a Útlán: Opið 2—10, nema laugard. 2—7 og sunnud. 5—7 Lesstofa: Opin 1Ö—10 nema laugard. 10—7 og sunnud. 2—7. Útibúið Hólmgarði 34: Opið alla virka daga 5—7. Útibúið Hafsvallagötu 16: Opið all$ virka daga frá 17.30—19.30. Flugfélag ísiands: — í dag er áætl- að að fljúg^. til Akureyrar og Vest- rwannaeyja. A morgun til Akureyrar, Hornarfjarðar, ísafjarðar, Siglufjarð- ar og Vestmannaeyja. í dag kl. 14 guðsþjónusta, séra Bjarni Jónsson, vígslu biskup prédikar. Kl. 20,30 samkoma, Páll Friðriks- son, húsasm. og Ástráður Sigursteindórsson, skóla- stjóri tala. Mánudagskvöld tala þeir Bjarni Ólafsson kennari og Ásgeir Ellertsson, læknir. Kórsöngur, einsöngur og mikill almennur söngur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.