Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 8
8 MORCVViBI. 4 fí IÐ Sunnudagur 12. marz 1961 ,Hengið þau4 hrópar múgurinn — Komið að skuldadögum barnsræningjanna HIN 19 ára danska þokka- dís, Lise Bodin, er nú sögð í miklum vanda stödd vegna kynna sinna af barnsræn- ingjanum Raymond Rolland. í heiit ár hefur þessi fagra danska stúlka lifað óhófslífi með frönskum elskhuga sín- um. Þau hafa vaðið í pen- ingum — allt líf þeirra var einn óslitinn gleðskapur. — Þau áttu marga bíla, sem þau þeystu á um alla Vest- ur-Evrópu, milli Kaupmanna hafnar, Parísar, Rivierunnar, gistu í ríkmannlegustu hótel um hvar sem þau komu og eyddu lífinu í næturklúbb- um. Kunningjar Lise heima í Kaupmannahöfn öfunduðu hana af velgengninni. — Sú hafði komið sér vel fyrir — að hugsa sér það áhyggju- lausa líf skemmtana og lystisemda sem hún lifði. Handjárnuð, Ijóshærð stúlka En nú er komið að skulda- dögunum. Lokuð lögreglubifreið nemur staðar fyrir framan skrifstofu saksóknara franska ríkisins í Versölum. Múgur manns hefur safnazt saman á gangstéttinni. Út úr bifreiðinni er leidd kornung, ljóshærð og yndisfögur stúlka, handjárnuð við fylgdarmann sinn. — Hún beygir sig og kúrir sig niður, felur andlit sitt. „Hengið þau“, öskrar manns- söfnuðurinn. „Undir fallöxina með barnsræningjana", heldur hann áfram að hrópa. Unga stúlkan titrar af geðs- hræringu og hágrætur þegar hún er leidd inn í húsið. Örvænting foreldranna Foreldrar hennar hafa setið heima í Kaupmannahöfn svefn- laus alla nóttina. Skelfing og harmur liggur yfir öllu heim- ilinu. Faðirinn, Henning Bodin sölumaður, hefur sett sig í sam- band við danska utanríkisráðu- neytið. — Bjargið þið dóttur minni. Leyfið henni að koma heim. Utanríkisráðuneytið íhugar málið. Síðan kemur svarið: — Danska stjórnin getur ekk- ert skipt sér af þessu. Þetta er algert innanríkismál Frakk- lands. Ef dönsk stúlka er við- riðin slíkan glæp í Frakklandi Útgerðarmenn og sk'psijórar Hef til sölu, nælonsumarnót Gundry, efni má greiðast með síld til söltunar að miklu leyti á þrem árum. SIGFÚS BALDVINSSON, Akureyri. Útsa'a — Útsa'a Síðasti dagur útsölunnar er á morgun. Hattar — Hanzkar — Slæður — Blússur Peysur — Pils — Kjólar — Magabelti — Brjóstahaldarar -— Úlpur — Sportbuxur Sportblússur — Tækifæriskaup. Hjá Báru Austurstræti 14. Einbýlishus 'óskast til kaups Gott einbýlishús nýtt eða gamalt í Laugar- ásnum eða öðrum góðum stað óskast til kaups. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Einbýlishús 1510“ og verður farið með þau sem trúnaðarmál. verður hún að hlíta frönskum lögum. Ung og saklaus Lise Bodin hefur verið ákærð um hlutdeild í barnsráninu og yfirhylmingu. Þeir sem nánast fylgjast með málinu virðast yf- irleitt vera þeirrar skoðunar, að hún hafi ekki sjálf tekið þátt í barnsráninu. Hún er svo ung og saklaus finnst mönnum, að það getur varla verið. Hitt myndi þó nægja henni til sak- fellingar, að hún hefur notið góðs af lausnarfénu, hjálpað ræningjunum við að eyða því. Móðir hennar segir: — Ég var svo ánægð, þegar ég frétti að Lise hefði trúlofazt ungum (25 ára) frönskum pilti. Ég fékk að sjá myndir af honum og hann var mjög myndarleg- ur. Síðar kynntist ég honum. Höfuðpaurinn í barnsráninu. — Hinn gamli og harðsoðni glæpamaður, Pierre Larcher. Peugeot um- gekkst ræningj ana daglega pAÐ þykir furðulegt í|J PFrakklandi, að barnsræn-i íingjarnir skyldu vera hand-4 bteknir í skíðabænum Megevey fí Ölpunum, því að Peugeot-# ífjölskyldan dvaldist þá ein-* bmitt í þessum sama bæ. Ro-| hand Peugeot og kona hansf ívoru á sömu veitingahúsum^ >og skemmtistöðum og glæpa-^ ^mennirnir. 4 Hvernig getur þetta sam-é ^rýmzt því, að Peugeot hefurl |haldið því fram, að hannj fmyndi hvar og hvenær seml> >var, þekkja aftur manninn,| |sem hann afhenti lausnarféð.^ >Sá var enginn annar en4 íRaymonrt Rolland, sem hannífc íhafði nú daglega fyrir aug-x |um. 4 Menn spyrja hvort þetta|> |sé aðeins enn eitt dæmi umx |það að afbrotamenn Ieiti aft-$ |ur á afbrotaslóðir eða hvortS rsvo ólíklega geti viljað tilZ |að einhver tengsl séu milliy |afbrotamannanna og Peugeot^ |fjölskyldunnar. X, Þær getgátur hafa jafnvelj? Ikomið fram, að kona Ro-|> felands Peugeot hafi verið í% Itýgjum við Raymond Rol-jr |!and. Þeir sem halda þessu|> Ifram hafa jafnvel spáð því,X |að mál hetta eigi eftir að4 Iverða miklu víðtækara, ogl> Újölskylduvandamál Peugeot& |að blandast saman við. Ý Orðrómur um þetta hefur¥ Iverið orðinn svu sterkur íX iFrakklandi að Roland Peu-y |geot sá sig tilknúinn að gefa-| íút yfirlýsingu um að konaE Ihans hefði ekki haft nokkurf |minhstu kynni af barnsræn-¥ lingjunum. X, Myndin sýnir hamingjusamt par, Frakkann Raymond RoIIand og dönsku fegurðardisina Lise Bodin. Myndin var tekin um síðustu áramót í Kaupmannahöfn. Þá ríkti þarna glaumur og gleði. Nú situr parið í fangelsi í Parísarborg. þegar hann kom til Kaup- mannahafnar. Og enn nokkru síðar fórum við hjónin niður á Rivieruna og heimsóttum þau í gistihúsi í Cannes. Þá skeði svolítið atvik, sem sann- færði mig um, að Raymond væri ekki allur þar sem hann var séður. Hann hafði alvar- lega skapgalla. Móðir Lísu telur ekki að hann hafi verið eyðslusamur. Til dæmis greiddi hann ekki fargjald þeirra hjóna til Cann- es. — Það alvarlegasta fyrir Lísu í málinu er, að það er nú upp- lýst, að hún brá sér í skyndi- ferð til Parísar, einmitt um sama leyti og lausnargjaldið, 5 milljónir króna, var afhent ræningjunum. Það er ennfrem- ur upplýst, að Rolland var í stöðugu símasambandi við Lísu í Kaupmannahöfn, úr húsi því í Pontoise, þar sem hann gætti hins rænda bams. Því spyrja menn: — Um hvað ræddu þau í símann og hvert var erindi Lísu Bodin til Parísar? Þetta veitir sterkar líkur fyrir því, að Lísa hafi vitað um barnsránið. Harðsvíraður glæpamaður Það var ekki Raymond Rol- land, sem var upphafsmaður glæpsins, heldur félagi hans, Pierre Larcher. Larcher er gamall og harð- soðinn glæpamaður og 13 árum eldri en Rolland. Hann ætlaði aldrei að fást til að viðurkenna glæpinn. Rolland gafst fljótlega upp eftir að sönnunargögnin voru lögð á borðið, en Larcher neitaði í sífellu og lét sig ekki fyrr en Rolland var leiddur til hans og skýrði honum sjálfur frá bví að spilið væri tapað. Skáldsaga leikin Nú segir Larcher að hann hafi fengið hugmyndina að barnsráninu upp úr amerískum glæpareyfara, sem hafði þá ný- lega verið gefinn út í glæpa- sagnaflokknum „Svörtu bækurn ar“. Þeir sem lesa reyfara þenn- an segja það alveg einstakt, hvað þeir hafi farið í öllum smáatvikum eftir skáldsögunni. Sé engu líkara, en að þeir hafi verið leikarar er höfðu lært utan að og voru að leika þessi hlutverk glæpasögunnar. Þessi samlíking nær svo langt að hótanabréfin, sem barnsræn- ingjarnir skildu eftir á barna- leikvellinum og sendu Roland Peugeot, voru aðeins eftirrit á hótanabréfum skáldsögunnar. —• Auk þessa reyfara útveguðu þeir tvímenningamir sér bók- ina „Botin mondain", sem er skrá yfir ríkustu fjölskyldur Frakklands. Þeir rannsökuðu hana vandlega og fundu þar upplýsingar um tvo syni Ro- lands Peugeots. Þeir hefðu get- að tekið báða drengina á leik- vellinum, en það var nóg að taka annan. Eftir að fréttimar bárust út af handtöku Larchers fékk lög- reglan nýja kæru á hendur hon um. Kæran kemur frá bækluð- um kaupmanni, sem Larcher lék mjög illa. Kaupmaður þessi verzlar með hljóðfæri. — Dag nokkurn fyrir ári síðan bárust honum boð um að koma til fundar um viðskiptamál. Kaup- maðurinn mætti á réttum stað og stundu. Þar var Larcher fyr ir, réðist á hann, sló hann mörg högg svo að hann missti með- vitund. Er hann komst aftur til meðvitundar neyddi Larcher kaupmanninn til að skrifa ávis- un upp á 4 milljónir franka og innleysti hana. Þegar Larcher kvaddi kauo- manninn sagði hann: — Eg veit að þú átt lítinn dreng. Eg býst við að þú haldir upp á son þinn. Láttu engan vita, hvað gerzt hef ur okkar í milli, annars kynni drenginn að henda einhver ógæfa Kaupmaðurinn kom til verzluri ar sinnar. Hann skýrði skrámurn ar svo, að hann hefði lent í lít ilsháttar bílsslysi. Hann þorði ekki að segja lögreglunni frá fjárkúguninni fyrr en Larcher hafði verið handtekinn. Ekki illmenni. Þegar saksóknarinn yfirheyrði Raymond Rolland, sagði hinn á. kærði m.a: — Þið megið ekki halda að ég sé neitt illmenni. — Eg hefði aldrei myrt drenginn, jafnvel þótt ekkert lausnarfé hefði ver ið greitt. Eg hefði þá aðeins gef izt upp og sleppt drengnum. Vel má vera, að Rolland hefði ekki unnið slíkt ódæðisverk, en Lare her hefði verið trúandi til alls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.