Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIÐ Surmudagur 12. marz 1961 Vaxandi ólga í portúgölsku nýlendunn! Angola LISSABON, 11. marz (Reuter). — Portugalska stjórnin tilkynnrir aS óeirðir hafi brotizt út að nýju f nýlendunni Angóla á vestur- strönd Afríku. Hún kennir kommúniskum undirróðursmönn nm um að hafa kveikt eldimi. Óeirðir þessar brjótast út um sama Ieyti og umræður áttu að hefjast í Öryggisráðinu um á- standið í þessari nýlendu. I Portugalar segja að óeirðimar hafi orðið milli ættflokka í norð- austurhluta nýlendunnar skammt frá landamærum Kongó. Örygg- islið var þegar í stað sent til óeirðasvæðisins og hefur því tek- izt með aðstoð íbúanna að friða landið. Ekki er vitað hve margir féllu, þar sem það er siður íbú- anna að fela lík. í tilkynningunni er staðhæft að erlendir kommúnískir erin- drekar hafi kynt undir og komið illindum af stað. Rannsóknar- nefnd hefur verið skipuð til að Dagur Ekknasjóðs Islands 1 DAG verða seld á götum bæj- arins merki Ekknasjóðs íslands. Merkin verða afhent sölubörnum í dag kl. 9 árd. í Sjálfstæðishús- inu (litla salnum) Foreldrar eru beðnir um að ieyfa börnum sínum að selja merki. Jafnframt er minnt á samkomu í Dómkirkjunni í kvöld kl. 8.30. kanna orsakir illdeilnanna. Hún hefur þegar sannprófað að und- irróðursmennirnir komu á laun yfir landamærin og höfðu sam- band við kommúnistahreyfingu utan nýlendunnar, að nokkrir óeirðarseggjanna voru vopnaðir tékkneskum byssum og að inn- fæddum mönnum var veitt á- fengj til að örva þá og æsa þá upp. Upp á síðkastið verður æ erju- samara í portugölsku nýlendunni Angóla. í byrjun febrúar s. 1. urðu óeirðir í höfuðborg nýlend- unnar Luanda og herma opin- berar tilkynningar, að 41 maður hafi fallið í vopnaviðskiptum þá, þar á meðal sjö lögreglumenn. Munu um 100 menn enn sitja í fangelsi fyrir þátttöku í þeim óeirðum. Félagar (no. 49) eftir Kristinn Sigurjónsson. Grípa brezkir iogara- menn til hefndaraðgerða? Grimsby, 11. marz (Reuter) YFIRMENN á togurum í Grimsby, skipstjórar, stýri- menn og vélstjórar, sam- þykktu í dag ályktun þess efnis, að þeir muni gera verkfall, ef einhver íslenzk- Sfefna Bandaríkja- stjórnar óhreytt í Berlmarmálinu Sameinuðu þjóðunum, en For- mósustjórnin hstfi bar engan fulltrúa, væri fyrir höndum al- - , varlegt mál, sem kæmi inn á ríkjanna, Dean Rusk, sagði a mgrg 5nnur vandamál, sem biðu Washington, 9. marz. (NTB-Reuter) UTANRÍKISRÁÐHERRA Banda fundi með fréttamönnum í dag, að stefna Bandaríkjastjórnar í Berlínarmálinu væri óbreytt frá því sem verið hefði. Bandaríkja- menn mundu leggja áherzlu á að varðveita frelsi Berlínar og í engu að gefa eftir í þeim efnum. Sagði Rusk að Berlínarmálið væri nú í gaumgæfilegri athug- un hjá ríkisstjórninni, en gengið væri út frg því að frelsi Vestur- Berlínar yrði varðveitt. Ennfremur sagði Rusk, að yrði svo ákveðið að Peking- stjórnin fengi sæti Kína hjá Dagskrá Alþingis DAGSKRA sameinaðs Alþingis 13. marz kl. 1,30: Rannsókn kjörbréfs. Dagskrá efri deildar: 1. Matreiðslu- menn á skipum, frv. 1. umr. 2. Almenn hegningarlög, frv. 3 umr. 4. Sóknar- nefndir og héraðsnefndir, 3. umr. 5. Dómtúlkar og skjalaþýðendur, 3. umr, «. Lífeyrissjóður embættismanna, 3. umr. 7. Hlutafélög, 3. umr. 8. Verzlun- aratvinna, 3. umr. 9. Veitingasala o# fl., 3. umr. 10. Iðja og iðnaður, 3. umr, 11. Tannlækningar, 3. umr_ 12. Lækn- ingaleyfi, 3. umr. 13. Leiðsaga skipa, 3. umr. 14 Fasteignasala, 3. umr. 15. Niðurjöfnunarmenn sjótjóns, 3. umr. 16. Atvinna við siglingar, 3. umr. 17. Löggiltir endurskoðendur, 3. umr. 18. Réttindi og skyldur starfsmanna rík- isins, 3. umr. 19. Kosningar tU Alþing- is, 3. umr. 20. Iðnaðarmálastofnun ís- lands, 2. umr. Dagskrá neðri deildar: 1. Meðferð opinberra mála, 1. umr. 2. Listasafn Islands, 1. umr. 3. Ríkisábyrgðir, 1 umr. 4. Seðlabanki íslands, 3. umr. 5. Lands banki islands, 3 umr. 6. Framkvæmda- banki íslands, 3. umr. 7. Útvegsbanki tslands, 3. umr. 8. Stofnlánadeild sjáv- arútvegsins, 2. umr. 9 Lánasjóður ís- lenzkra námsmanna, 3. umr. 10. Lög- reglumenn, 2. umr. 11 # Sóknargjöld, 3. umr. Dagskrá sameinaðs Alþingis kl. 8 síðdegis 13. marz: Vantraust á ríkis- stjórnina, (Útvarpsumræður). úrlausnar. Sagði Rusk brýna nauðsýn á því að Bandaríkjastjórn ætti viðræður við aðrar ríkisstjórnir vegna þessa áður en Allsherjar- þingið kæmi saman til fundar í september nk. Holtavörðuheiði HOLTAVÖRÐUHEIÐI var rudd í gær, og er því gert ráð fyrir, að hún verði fær stórum bifreiðum um helgina, bæði norður og suð- ur. Heiðin verður ekki rudd aft- ur fyrr en á þriðjudag. »- ur fogari landar eða gerir tilraun til að landa fiski í höfninni. Við ályktunina er hætt, að ef þeir hefji slíkt verk- fall muni þeir ekki snúa aft- ur til vinnu fyrr en allar ákærur gegn brezkum skip- stjórum fyrir ólöglegar veið- ar við ísland hafa verið felldar niður og samkomulag hefur náðst um allan ágrein ing milli þeirra og brezku stjórnarinnar. Sameiginleg tilkynning var gef in út um ályktun þessa af þeim Dennis Welch forseta félags yfir manna á togurum í Grimsby og Harold Harker framkvæmda- stjóra félags vélstjóra og slökkvi liðsmanna í Grimsby. í félögum þeirra eru samtals um 2500 með- limir. Þeir lýstu því yfir, að félags- menn þeirra teldu samkomulag Bretlands við ísland geigvænlegt áfall fyrir brezka fiskimenn. Þeir segjast ekki geta fallizt á þá staðhæfingu brezku stjórnar- innar, að með samkomulaginu komist festa á þessi mál um alla framtíð. I yfirlýsingu þeirna segir enn fremur: — Ef stjórnarskipti yrðu á íslandi óttumst við að það yrði fyrsta verk nýrrar íslenzkrar ríkisstjórnar, að rífta samningn- um og lýsa einhliða yfir stækkun islenzku fiskveiðilandhelginnar svo hún nái yfir allt landgrunnið. Ennfremur segja þeir Weloh og Harker að í samkomulagi Breta og íslendinga sé ekkert ákvæðj um það að sakir verði gefnar upp fyrir ólöglegar veiðar innan tólf mílnanna. Við teljum, segja þeir, að brezka stjórnin hefði ekki átt að fallazt á sam- komulagið fyrr en íslendingar hefðu ábyrgst slíka sakaruppgjöf. Stirð veðrátta Valdastöðum 9. marz, UNDANFARNA daga hefir verið stirð veðrátta. Ýmist skipzt á með stórfeldri rigningu og snjó- komu, sitt dægrið 'hvað. Sl. þriðju dag var stórfeld rigning, en í gær og í lag, snjóaði. Svo að nú er hér alhvít jörð. í gær söng kirkjukór Reynl- vallasóknar, undir stjórn Odds Andréssonar við föstuguðsþjón- ustu að Lágafelli. — St. G. NA /5 hnútor SV 50 hnútor X SnjHomo • Útn--- V Skúrir R Þrumur •n• ýxKÍJ/ KuUaski/ Hitosh1 LWLagi Lægðin sem olli hinum ill- frost er í Scoresbysundi, en 0 víga útsynningi á föstudaginn st a Akureyri. Nýjar lægðir er yfir Norðux-Noregi á kort- eru - UppS;giingu bæði suður inu og veldur einnig v-stormj með hörðum éljum í Lófóten. í hafi og yfir Labrador og lít- Nokkrar leifar af lægðinni ur út fyrir S eða SA-átt innan sjást yfir Grænlandshafi og skamms og óstöðugt tíðarfar hlífa okkur við kuldaflóði frá eins og verið hefur að undan- Grænlandi, því að 26 stiga förnu. Liz þyngir nitur Cat þó talað og brosað til Eddies London, 11. marz (Reuter) BANDARÍSKA leikkonunni Elisabeth Taylor þyngdi enn í nótt, svo að læknar hafa ákveð ir að fresta því að færa hana úr gervilungnum, en það ætl uðu þeir annars að gera í dag. Áður en læknar gáfu út til kynningu um þetta var al- mennt álitið að leikkonan væri á öruggum batavegi. Það var jafnvel talið að hún væri úr allri hættu. Blaðafulltrúi henn' ar sagði í morgun, að engin vissa væri fyrir því, að hún væri úr hættu. Hann skýrði þó frá því, að súrefnisgjöf til hennar hefði verið hætt og ekki þyrfti íeng ur að sprauta næringu inn í æðar hennar, hún nærðist nú með venjulegum hætti. í gær kvöldi gat hún talað stutta stund við Eddie Fisher eigin- mann sinn og sagt er að hún hafi brosað til hans. Aðallæknir hennar, dr. Hfsvilji hennar, sem henni frá bana. Óveirjuleg sýrting f BOGASAL Þjóðminjasafnsins sýna fjórir ungir menn óvenju- legar ljósmyndir þessa viku, þeir Rafn Hafnfjörð, G. W. Vilhjálms- son, Óttar Kjartansson og KrisU inn Sigurjónsson. Þegar að því er hugað hvað það eiginlega er, sem skapar góða ljósmynd, verður fljótt ljóst, aS óteljandi atriði koma þar vi8 sögu. Burtséð frá innihaldi mynd- arinnar, sem að sjálfsögðu er aðal áhugamál allra byrjenda í ljós- myndun, er hægt að nota ljós- mynd eigi síður en aðrar aðferð- ir til myndrænnar sköpunar. Þá er hægt að byggja ljósmynd upp með því að leggja megináherzlu á ýms einstök atriði, t.d. línur, fleti, form, mynztur, andstæður bæði í tónum flata og efnis, svo nokkuð sé nefnt. Á þessari sýningu ber að lita ýms þessara atriða, og sýnir það eitt, að höfundar myndnnna eru að glíma við grundvöll grafiskrar listar, og sýna margar myndanna skemmtilegan árangur. Af myndum Rafns Hafnfjörð skal sérstaklega minnst á nr. 5 Börkur, nr. 10 Figura og nr. 11 Flæðisker. Myndir Rafns eru,' ef svo má segja, byggðar í tvívídd, þ. e. a. s. í fleti, án dýptar, og minnir því mest á nútíma ab- strakt málaralist. Af myndur G. W. Vilhjálms- sonar má'nefna nr. 17 Strá, nr. 25 Form og nr. 27 Trúður. Sum- ar þessara mynda eru mjög kon- trast-miklar, og meira í rýmd en myndir Rafns. Þó er einnig hér mjög mikið unnið í einföldum en þýðingarmiklum formum, og Svipar sumstaðar til kínverskrar listar. Óttar Kjartansson myndar meira hið daglega lifandi líf, þó hann líka noti skemmtileg og ein. föld form til tjáningar huglægra verkefna, sbr. sérstaklega mynd- irnar af drengjum að leik t.d. nr. 28, mynd nr. 33 Veggur og nr. 40 Lending, sem er andstæða kyrr- stöðu og hreyfingar Kristinn Sigurjónsson hefir á- huga á fallegum formum nátt« úrunnar, t.d. nr. 43 Landnyrðing* ur, endurtekning með tilbreyting um, nr. 47 Gróður og nr. 49 Fé- lagar. Kristinn notar nokkuð sam setningu mynda, negativar mynd ir og ýmsar skyldar aðferðir, sem ekki eru daglega notaðar í ljós- myndun. í stuttu máli er / sýning þessi hressandi, einkanlega fyrir ljós- myndaáhugamenn, sem farnir eru að 'hugsa lengra en til venju- legra fjölskyldumynda. Uppsetning sýningarinnar er með afbrigðum góð, og er greini- legt að mikil hugsun og vinna er fólgin í undirbúningi þessarar sýnngar, sömuleiðis ber frágang- - Goldman segir að það haíi fyrst og fremst verið^sterkur uf myndskrárinn,ar þess glögg merki, að hér eru listrænir menn að verki. H.R.B. og R.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.