Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 1
24 slður og Lesbök wgmMdbib. 18. árgangur 59. tbl. — Sunnudagur 12. marz 1961 Prentsmiðja Morgunblaðsins Formleg staðfestintj sanikomtilagsiris við Breta í gærr eilum u n ii m okið Sakaruppgjöf vegtna lausnar deilunnar í sam ræmi við ffyrri upp^ gjöf saka TJM kl. 11 í gærmorgun af- henti Guðmundur í. Guð- mundsson, utanríkisráðherra, Mr. Andrew C. Stewart, eendiherra Breta, orðsending una um lausn fiskveiðideil- unnar. Sendiherrann afhenti titanríkisráðherra um leið orðsendingu Bretastjórnar, þar sem fallizt er á lausn deilunnar á grundvelli álykt unar Alþingis. Hefur sam- komulagið því öðlazt form- legt gildi. í gær gaf sjávarútvegs- tnálaráðuneytið síðan út nýja reglugerð á grundvelli laganna um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins frá 1948, þar sem grunnlínur eru færðar út í samræmi við samkomulag- Ið og eldri reglugerð frá 1958 er felld úr gildi. — í hinni nýju reglugerð er tek- ið fram, að framkvæmd hennar skuli vera í samræmi við milliríkjasamninga eins ©g þeir eru á hverjum tíma. í I gær ákvað dómsmála- ráðuneytið einnig að veita sakaruppgjöf þeim brezkum togaraskipstjórum, sem brot- legir hafa gerzt síðan upp- gjöf saka var veitt í fyrra. Kr þetta gert í framhaldi af ©g í samræmi við fyrri sak- aruppgjöf vegna hinnar hag- kvæmu lausnar, sem náðst hefur. Með þessum aðgerðum á deilumálum Breta og íslend- inga, sem staðið hafa í hálft þriðja ár, að vera endan- lega lokið. Fréttatilkynning utanríkisráðuneytisins fer hér á eftir: Utanríkisráðherra hefur í dag afhent sendiherra Breta í Reykja- vík, Mr. Andrew C. Stewart, orðsendingu samkvæmt ályktun Alþingis frá 9. þ. m. um lausn fiskveiðideilunnar við Breta. Sendiherra Breta afhenti um leið utanríkisráðherra íslands orðsendingu ríkisstjórnar sinnar, þar sem fallizt er á þá lausn fiskveiðideilunnar sem í ályktun Alþingis greinir. Lítill snjór við Djúp ÞÚFUM, 11. marz 19M. — Þrátt fyrir snjókomu víða á lamdinu hef ir lítið f ennt við Djúp. Fagranesið heldur uppi ferðum truflunar- laust og vegir allir á landi góðir og greiðfærir. Islendingar sigruðu mesta iotaveldi heims segir bandaríska vikublaðið Time BANDARÍSKA vikuritið Time mirmist í síðasta tölu- blaði á lausn fiskveiðideilu Breta og íslendinga. Blaðið segir skýrum stöfum, að ís- lendingar hafi sigrað mesta flotaveldi heims, Stóra- Bretland. Time kemst m. a. svo að orði: íslendingar nútímans eru komn- ir af hinum gömlu norrænu víkingum. Þeir trúa því að sma- þjóð þeirra geti staðið jafnfætis stórveldunum og það þó hún lifi nær eingöngu á fiski. I síðustu viku sönnuðu íslendingar þetta með því að vinna sigur í ein- kennilegu sjóstríði við hreykn- asta og mesta flotaveldi heims: Stóra Bretland. Blaðið rekur síðan deiluna í mjög stuttu mán og segir frá árekstrum íslenzkra varðskipa og brezkra verndarskipa. Skotum var hleypt af en flest skotin voru aðeins púðurskot. f síðustu viku birtust tilkynn- ingar bæði frá London og Reykja vík, heldur Time áfram, um að þessari 2% árs deilu væri lokið. Niðurstaðan er að íslendingar halda sínum tólf mílna fiskveiði- svæði, en Bretar fá þriggja ára umbóttunartíma, þegar þeir mega veiða fisk á takmörkuðum svæð- um og takmörkuðum tíma upp að sex mílna mörkum. Ef íslending- ar veiða fiskinn sem Bretar hafa veitt á undanförnum árum þýð- ir það tekjuaukningu fyrir þá sem nemur 28 milljónum dollur- um á ári, segir Time að lokum. Utanríkisráðherra, Guðm. 1. Guðmundsson, og sendiherra | Breta í Reykjavík, Mr. And-j I rew C. Stewart, skiptast á. orðsendingum um lausn fisk-' veiðideilunnar. Beiðni Helanders Stokkhólm.ur, 11. marz. SÆNSKI saksóknarinn E. Wal berg synjaði í dag málaleitun Dick Helanders fyrrverandi biskups um að mál hans yrði að nýju tekið upp fyrir sænsk um dómstóli. Mál Helanders biskups vakti mikla athygli fyrir nokkrum álrum. Hann var sakaður um að hafa dreift ærumeiðandi bréfi um keppinaut sinn í bisk upskosningum. Saksóknarinn byggir synjun sína á því, að Helander biskup hafi ekki komið með nein ný gögn í málinu sem máli skipti. Sæsíminn lagð- ur í október N ÝI sæsímastrengurinn milli Skotlands og íslands verður að öllum líkindum lagður í októ- ber í haust. — Framleiðslu strengsins er nú komin vel á veg og ekki mun sú hlið máls- ins verða því til fyrirstöðu að verkið gangi samkvæmt áætl- un. — Póst- og símamálastjóri tjáði Mbl. í gær, að í sumar yrði lagður jarðstrengur frá símstöðinni í Eyjum að fjör- unni þar sem sæsímastrengur- inn verður tekinn í land. f>etta er um 5 km vegalengd. Brezka símaskipið Ariel byrj- aði um helgina að leggja bein- an streng milli Skotlands og Kanada. Næsta verkefni skips- ins verður að leggja strenginn til íslands. Kúbanska byltingin étur börnin sín Bandarískur vopnabróBir Castros dæmdur Hl dauoa Havana, 11. marz. (Reuter) BANDARÍSKUR hermaður, sem var einn helzti ráðgjafi og vimir Fidel Castros í kúbönsku byltingunni, var í nótt dæmdur til dauða af kúbönskum herrétti. Hann heitir William Morg- an og er 33 ára. Hann barð- íst með Castro í frumskóga- fjallendi Kúbua-eyjar. Eftir sigur byltingarinnar verð- launaði Castro hann á ýms- an hátt, sæmdi hann heið- ursheitinu frelsishetja, gerði hann að setuliðsstjóra á suðurströnd eyjarinnar, og gaf honum til eignar stóran búgarð í Las Villas-fylki. — Morgan gerðist kúbanskur ríkisborgari. Hann var mjög áberandi persóna á Kúbu fyrst eftir valdatöku Castros, stór og glæsilegur maður að vallarsýn, enda gamall glímu kappi og vanur allskyns þrek raunum. • Reiðubúinn að mæta aftökusveitum Á sínum tíma skýrði hann frá því að • hann hefði ákveðið að gerast liðsmað- ur Castros ,er hann varð áhorf- andi að því, að Batista lögregl- an skaut bezta vin hans til bana. Morgan var fyrir nokkru dreg- inn fyrir herrétt ásmt níu kúto- önskum félögum sínum. I»eir voru sakaðir um gagnbyltingarstarf- semi. Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli á Kúbu, enda hef- ur þáttum úr þeim verið sjón- varpað. í gærkvöldi flutti Morg- Framh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.