Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1D Súnnudagur 12. marz 1961 Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðaiotræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HVERS VEGNA TRUFLA ÞEIR ÚTVARPSSTÖÐVARNAR? ¥ engstum, síðan að síðari^ heimsstyrjöldinni lauk, hafa Sovétríkin umgirt sig öf.lugu kerfi truflanastöðva, sem hafa það hlutverk að koma í veg fyrir að erlend- ar útvarpsstöðvar heyrist í Rússlandi. i Hvers vegna hafa Rússar gert þetta? Þeir hafa gert það vegna þess, að leiðtogar rússneska kommúnistaflokksins þora hreinlega ekki að hætta á það að menntamenn í Rúss- landi, sem skilja ensku, frönsku, þýzku eða tungu- mál annarra Vestur-Evrópu- landa, heyri rödd hins frjálsa heims, og fái þannig rétta mynd af því sem er að gerast í veröldinni. Komm- ú/iistastjórnin rússneska vill hafa algera einokun á því að ííegja rússnesku þjóðinni fréttir og túlka rás atburð- anna frá degi til dags, frá mánuðú til mánaðar og frá ári til árs. Aðeins kommún- istaflokkurinn í Rússlandi má gefa út blöð og reka út- varpsstöðvar. Þar er engin andstaða leyfð, þar er engin gagnrýni á stjórnarvöldin möguleg. En það er ekki nóg með að rússneska þjóðin megi ekki hlusta á erlent útvarp. Hún má heldur ekki sjá er- lend blöð og tímarit. Inn- flutningur á þeim er bann- aður til Sovétríkjanna. Þannig er hið andlega frelsi í forysturíki hins al- þjóðlega kommúnisma í heiminum. Það er þetta „frelsi11, sem íslenzkir komm únistar og aðrir aðdáendur Sovétskipulagsins dá og veg- sama og telja hið eina sanna og fullkomna frelsi. En hvað mundi íslenzkum almenningi finnast um það frelsi á íslandi, sem bannaði fólkinu að hlusta á erlendar útvarpsstöðvar eða lesa er- lend blöð og tímarit? NÆRTÆKASTA VERKEFNIÐ nda þótt okkur íslendinga greini á um margt, eru þó væntanlega allir sam- mála um það, að fjölda marg ar nauðsynlegar framkvæmd ir séu óunnar í landi okkar. Okkur ætti heldur ekki að greina á um hitt, að við ráð- um ekki yfir nægilegu fjár- magni til þess að geta gert allt í einu, framkvæmt allar þær nauðsynlegu umbætur, sem að kalla í einu vetfangi. Þess vegna skiptir það meg- inmáli að leiðtogar þjóðar- innar hafi þá framsýni og ábyrgðartilfinningu til brunns að bera, að kunna að einbeita kröftum landsmanna að því, sem mest kallar að. Um það, hvað mest kalli að, getur menn að vísu greint á. Við höfum á undanförn- um árum lagt höfuðáherzlu á að byggja raforkuver, dreifa raforkunni um landið og byggja upp vísi að stór- iðnaði. Mikil verkefni eru að vísu framundan óleyst á þessu sviði ennþá. En það verkefni, sem nú kallar mest að í öllum landshlutum er að fullgera ýmsar þeirra hafna, sem unnið hefur ver- ið að á undanförum árum, en af miklum vanefnum. — Fiskiskipafloti þjóðarinnar hefur stækkað svo ört síð- ustu ár, að hafnirnar eru orðnar algjörlega ófullnægj- andi fyrir hann. Til þess að geta hagnýtt hinn stóra fiskiskipastól, er þess vegna Iífsnauðsynlegt að einbeita kröftunum að því nokkur næstu árin að byggja upp nokkrar meginhafnir í öll- um landshlutum. Það er líka nauðsynlegt til þess að geta hagnýtt til fullnustu hinn afkastamikla fiskiðnað, sem þjóðin hefur verið að byggja upp, og sem fram- leiðir meginhlutann af út- flutningsverðmætum hennar. Þegar á þetta er litið, ættu menn að geta samein- azt um það, að einbeita kröftunum um skeið að því að fullgera hafnirnar og leggja þannig grundvöll að aukinni útflutningsfram- leiðslu. Það er á því sem þjóðinni ríður mest nú. FÖRUM ÖHIKAÐ NÝJAR LEIÐIR CJíðastliðinn IV2 áratug hafa ^ íslendingar horft upp á verðbólgu og dýrtíð aukast hröðum skrefum í landi þeirra. Heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til þess að UTAN UR HEIMI Svalt milli Sovét- rikjanna og íraks — Kassem stimplaður „afíurhaldsseggur“ DANSKA blaðið „Inform- ation“ skýrði frá því á dög- unum, að allkalt sé nú orð- ið með Sovétríkjunum og írak — eð<a, eins og blaðið orðar það: — Hveitibrauðs- dögum Moskvu og Bagdað, sem hófust þegar Abdel Kar- hindra þessa þróun málanna, en þær hafa svo að segja allar mistekizt. Kapphlaupið milli kaupgjalds og verðlags hefur alltaf haldið áfram. — Kaupmáttur krónunnar hef- ur stöðugt rýrnað og gengi hennar lækkað. Launþegum hefur mistekizt að bæta kjör sín með hækkuðu kaupi. Þetta er nú orðin stað- reynd, sem allir viðurkenna. Þess vegna er nú kominn tími til þess að þjóðin fari nýjar leiðir til þess að tryggja hag sinn og bæta lífskjör sín. Verkalýð<ur og vinnuveitendur verða að taka saman höndum um þessar nýju leiðir. Án sam- vinnu þeirra verður engri breytingu eða umbót komið fram. Hér í blaðinu hefur und- anfarið verið lögð áherzla á það, að allir þeir, sem vel vilja í þessum málum, og sjá nauðsynina á nýjum leiðam í stað hins eyðileggj- andi kapphlaups milli kaup- gjalds og verðlags, takist í hendur og hefji umbóta- starfið. Aukin vinnuhagræð- ing, ákvæðisvinna, samstarfs nefndir launþega og vinnu- veitenda, ágóðahlutdeild verkalýðsins í atvinnurekstr- inum, almenningshlutafélög um ýmsan þýðingarmikinn atvinnurekstur og ýmiss in útflutningsframleiðsla og vaxandi gjaldeyristekjur er fleiri atriði hafa verið nefnd sem líkleg úrræði til þess að skapa sættir milli vinnu og fjármagns, auka framleiðsl- una og bæta lífskjörin. íslenzka þjóðin má ekki lengur hika við að fara þess- ar leiðir og ýmsar aðrar til þess að treysta efnahags- grundvöll þjóðfélags síns og skapa aukna farsæld og vel- megun alls almennings í landinu. Það er kominn tími til þess nú að láta hendur standa fram úr ermum, og þora að gera það sem óhjá- kvæmilegt er að gera. im Kassem hershöfðingi komst til valda í írak í júlí 1958, er nú lokið. — Síðan tilfærir „Information“ um- mæli opinbers málgagns heimskommúnismans, þar sem ráðizt er harkalega á Kassem og hann stimplaður „afturhaldsseggur“. —■ Segir svo áfram í grein blaðsins (lauslega þýtt og endur- sagt): — ★ — í febrúarhefti hins alþjóðlega, kommúnista timarits, „Vanda- mál firðarins og sósíalismans", sem gefið er út í Prag, birtist grein eftir Aziz nokkurn Kurdi, er ber yfirskriftiria ,,Gegn of- sóknum á hendur lýðveldissinn um og undirokun þeirra". — í>ar getur m.a. að lesa eftirfarandi. Ar „Götur afturhaldsins" „í júlí árið 1959 tók ríkisstjórn Abdel Karim Kassems að troða götur afturhaldsins. Að því er KASSEM — gerist óþægur við kommúnista . . . varðaði stefnuna innanlands, lét stjórnina í sívaxandi mæli. Þann veldishugsjónarinnar og réttlæt isins lönd og leið, en tók að beita grimmilegum, löglausum aftur- halds aðgerðum, til þess að koma lýðveldishreyfingunni á kné, og ofbeldisaðgerðir og ofsóknir voru hafnar gegn kommúnistum og lýð veldissinnum“. — Allt er þetta, bætir tímaritið við, í þágu „í- haldsaflanna í landinu, olíuein okunar, heimsvaldasinna og er- indreka CENTO-bandalagsins (áður Bagdað-bandlagsins), sem beita írak þvingunum". Þessi harkalega árás á Kassem kemur nokkuð á óvart, því að allt til þessa hafa Kreml-menn bor ið blak af honum og látið í veðri vaka, að það væru afturhalds- seggir í hópi undirmanna hans, sem færu á bak við hann og ættu sök á því, sem kommúnistum hefir þótt miður fara. Ar Pólitískar þvinganir Margt vitnar um það, að Moskvuherrarnir beiti nú póli- tískum þvingunum við Bagdað stjórnina í sívaxandi mæli. Þann ig gerðist það t.d í febrúar s.l., að fjórar sovéskar stofnanir og samtök sendu Kassem harðorð mótmæli, þar sem lýst var ,,á hyggjum og gremju, vegna þeirra „hreinsana“ á kommúnistum, sem fram hafa farið í írak að N KRÚSJEFF — gramur og sár undanfömu — Ein meginástæð- an til vonzku Moskvu-manna er aukizt hefir hægt og bítandi s.l. IV2 ár, er vafalaust sú, að Kess em hefir neitað að viðurkenna kommúnistaflokk íraks, sem sýnt hefir sovétstjóminni mikla fylgispekt, og að hann hefir allt af fordæmt ofbeldisverk komm únista í Mosul og Kirkuk árið 1959, sem framin voru í sambandi við her-uppreisnina gegn Kass- em Síðan hafa kommúnistar smátt og smátt verið látnir víkja úr stjórn íraks, úr mikilvægum stofnunum og úr stjórnum verka lýðssamtakanna. Margir komm- únistar hafa verið gerðir höfð- inu styttri, að sagt er, — og enn fleiri hafa „horfið undir jörð- ina“, eins og það er kallað þ.e.a, s. þeir starfa síðan með leynd. Ar Vonbrigði í Kreml. Áróðurskóngar kommúnismans hafa aldrei áður vogað að ráðast opinberlega á stjórn Kassems fyrir það, að hann hefir ekki vilj að viðurkenna kommúnistaflokk íraks, en þeir hafa hins vegar iðulega beint geiri sínum gegn klofningararmi kommúnista- flokksins og leiðtoga hans, Dauld es-Sayegh. —Síðan Kassem tók völdin í landi sínu, hafa Sovét ríkin veitt Irak mjög mikla efna hagsaðstoð — en hún hefir greini lega ekki orðið til þess. póli- tíska ávinnings, sem Kreml-menn hafa eflaust vænzt. Það er því ofur eðlilegt, að þeir séu orðnir Kassem og mönnum hans all- gramir. í janúar sl. var talsvert veður gert út af því í Moskvu, að stað fest hafði verið samkomulag milli íraks og Sovétríkjanna varð andi efnahagsaðstoð og tækni- hjálp — og voru birtar stórar fréttir um það í blöðunum. Heima í írak minntist Kassem, „styrkþeginn", ekki einu orði á staðfestingu þessara samninga. Og nokkrum dögum áður, þegar „dagur hersins“ var hátíðlegur haldinn í írak, hafði hann ekki heldur getið hið minnsta um efna hagsaðstoð Sovétríkjanna, er haim gaf yfirlit um hag ríkisins í mikiili (ræðu. Þetta vakti grerpju í Kreml —• en Rússar veita Irak um helmingi meiri efnahagsaðstoð en Kína, ef miðað er við íbúafjölda svo eitthvað sé nefnt. — Kannske engin furða þótt Kreml-herrarnir teldu Kass em hafa móðgað sig herfilega. A" Orsakir „ósigursins". Ekki má skilja „ósigur“ Kreml í írak og vaxandi andstöðu Kass ems við kommúnista svo, að írak gerist nú hlynnt vesturveld unum — og ekki er heldur unnt að segja, að stefna þeirra eigi nokkurn þátt í sneypuför Rússa þar eystra. — Það, að Kassem og fylgjendur hans virðast hafa snú izt öndverðir gegn kommúnism- anum, mun að öðrum þræði eiga rót sína að rekja til ofbeldis- og hermdarverka kommúnista x Mosul og Kirkuk sem áður var á minnzt, — en að hinu leytinu mun orsakanna að leita í þvi, að kommúnistarnir hafa gengið í berhögg við og beinlínis unnið gegn hinni arabisku þjóðernis- stefnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.