Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 15
Sunnudag’.ir 12. marz 1961 MORGTJNBLAÐIÐ 15 I Sigríður Jónsdóttir > Minningarorð ENN hefur verið höggvið skarð í hinn stóra og góða barnahóp frú Ragnheiðar Grímsdóttur Thorarensen og Jóns heitins Hjaltalíns Sigurðssonar prófess- ors. Sigríður var fædd í Reykja- vík 12. júlí 1917 og andaðist í Landsspítalanum 8. þ. m. eftir langa og erfiða legu, þar sem hún sýndi fádæma þrek og kjark, enda var hún í eðli sínu jafnlynd og bjartsýn. Sigríður var sérkennileg og vel gefin kona, sem ánægju- legt var að kynnast. Manni leið alltaf vel í návist hennar og var unun að njóta með henni fagurra ljóða og laga, enda var hún listelsk og hafði fagra söngrödd. Hún var náttúrubarn og unni fögrum gróðri og var jnikill dýravinur. Sérstaklega dáði hún góða hesta, sem afi hennar, Grímur í Kirkjubæ, hafði kennt henni að fara með og umgangast. Sigríður var góð kona og mannvinur, sem alltaf tók svari lítilmagnans. Hún var barngóð og börn löð- Uðust fljótt að henni, því að hún kunni svo vel að tala við þau og láta þau öðlast sjálfs- traust, og frá því við vorum unglingar man ég hvað þau Undu sér vel í návist hennar. v Sigríður útskrifaðist úr Verzl- unarskóla íslands árið 1936 þar sem hún hafði áunnið sér virð- ingu og traust skólasystkina 'sinna sem góð, siðprúð og vel gefin stúlka. Að loknu námi vann hún nokkur ár við rönt- gendeild Landsspítalans, en fór síðan til Þýzkalands og dvald- ist þar um tíma til frekari menntunar. Það var gaman að koma á heimili foreldra hennar, þar ríkti glaðværð, gestrisni og menningarbragur. Hinn 9. des. 1939 giftist Sig- ríður Árna Skúlasyni læknis Arnasonar frá Skálholti, góðum dreng, sem reyndist henni vel til hinnztu stundar. Þau eign- uðust tvær indælar dætur, Ragnheiði og Sigríði Elínu. — Heimili þeirra Sigríðar og Árna var smekklegt Qg aðlað- andi. Hlýlegt viðmót þeirra og einlægni verður ógleymanlegt þeim, sem því kynntust. Nú að leiðarlokum þakka ég vinkonu minni fyrir langa og trygga vináttu og sendi öllum aðstandendum hennar mínar innilegustu samúðarkveðjur. „Vertu nú sæl, þótt sjónum mínum falin sértu, ég alla daga minnist þín“. Anna Helgadóttir. Rafvirkja vantar okkur nú þegar. Volti Sími 16458. P II I c o P H I L C 0 x PHILCO PHILCO P H I L C O AÐEINS 1U /0UTBORGUN ETTIRSTÖÐVAR Á 9 MÁMtillLIVI Hagkvæmir greiðsluskilmálar sem gera flestum kleift að eignast þessi vinsælu heimilistæki PHILCO 1478 PHILCO - FRYSTAR PHILCO kæliskápar PHILCO-BENDIX þvottavélar — 8 gerðir — Árs ábyrgð Frystiskápar 8 — 11 cub. fet. Frysti kistur 8,4 cub. fet. 5 ára ábyrgð — 10 gerðir — Staerðir: 4,5, — 6, — 7 — 8 — 8,4 — 10,5 — 11 — 12 cub. fet 5 ára ábyrgð Raftækjadeild 0. Johnson & Kaaber hf. Sími 24000 Hafnarstræti 1 V.í. 1951 Verzlunarskólanemendur útskrifaðir 1951 eru beðnir að mæta á áríðandi fundi í Storkklúbbnum miðviku- dagskvöld 15. marz kl. 9. >stjórnin. Slysavornadeildin Hraunprýði heldur fund þriðjud. 14. marz kl. 8,30 í Sjálfstæðis- húsinu. Venjuleg aðalfundarstörf —" Félagsvist — Kaffi. Stjórnin. Rýmingarsala Til 1. apríl n.k. seljum við úrvals Sófasett, Svefnsófa, Sófaborð, Skrifborð o. fl. með 20% AFSLÆTTI. Bólsturgerðin hf. Skipholti 19 (Nóatúnsmegin). Veiðileyfi Stórt fyrirtæki óskar eftir veiðileyfum í ám eða vötnum. Kaup á jörð með veiðiréttindum koma til greina. Vinsamlega sendið upplýsingar á afgreiðslu blaðsins fyrir 1. apríl, merkt: „Fyrirtæki". Raftækjainnflitjendur Maður sem hefur góða þekkingu á allskonar raf- tækjum óskar eftir að selja í umboðssölu allskonar raftæki og lampa. Hefi gott húsnæði. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. marz merkt: „Sölumaður — 1775“. ALIViliR - TEAK Nýkomið: Teak: 2" x 6" Álmur: 1" — IV2" — 2" Brenni: 1" — 14" — iy2" — 2" — 2%" — 3" Eik, dönsk iy4" — iy2" Oregon Pine: 3y4" 5y4" Honduras Mahogni: 1" — 1)4" %" Finnskur Birkikrossviður: Eik, dönsk iy4" — iy2" 3 — 4 — 5 — 6 — 10 m/m. Brennikrossviður: 4 m/m. Harðtex 1/8" Gatað Harðtex: 1/8" Gyptex %" o. fl. BENAULT DAULPHINE ★ Verð óbreytt 99.500.— ★ Bíllinn í dag COLUIHBUS HF. Brautarholti 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.