Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.03.1961, Blaðsíða 13
r Sunnudagur 12. marz 1961 MORCV1SBLAÐ19 13 farið svo, að í hinu langa málþófi hafa fallið mörg óþurftarorð. Stjórnarandstæðingar hafa með öllu móti reynt að túlka sam- komulagið á hinn óhagkvæmasta hátt fyrir íslendinga. Þeir hafa gert sitt til að smíða vopn í hend- ur Breta, ef þeir síðar lentu í nýj- um deilum við íslendinga. Sem betur fer eru flest þeirra vopna baldlítil végna þess að efniviður- inn er feyskinn frá upphafi: Útúr I snúningar og einskis verðar rang- færslur. En söm er þeirra gerðin, sem leggja sig niður við þvílíka iðju. Var ekki farið að alþjóðalögum 1958? Frá fundi Alþingis um landhelgismálið. • Einna varhugaverðast er það, Andlát séra Friðriks ’ ' Þeir fslendingar eru örfáir sem heiðraðir hafa verið með því að reistar væru myndastyttur af þeim á almannafæri. Einsdæmi er, að svo sé gert um mann í lif- andi lífi. Sú undantekning er styttan af séra Friðrik Friðriks- syni og þótti öllum vel við eiga. Svo sem styttan sýnir var séra Friðrik mikill barna vinur og æskulýðsleiðtogi. Kirkjunnar menn, sem láta að sér kveða, eru ekki siður umdeildir en aðrir. Enginn vefengir þó, að séra Frið- rik hafi unnið ágætt verk í þágu íslenzks æskulýðs. Allir, sem hon- um kynntust báru til hans hlýjan hug og fáir voru betur þekktir með þjóðinni en hann. Agreiningur innan Framsóknar Þegar Framsóknarflokknum barst tillaga ríkisstjórnarinnar um lausn fiskveiðideilunnar við Breta, varð þar mikið írafár. Sumir héldu því strax fram, að þessi lausn væri íslendingum svo hagkvæm, að það væri fullkomið glappaskot, ef flc^ikurinn snerist gegn henni. Andstaða flokksins hlyti að verða honum stórhættu- ' leg. Af þessum sökum væri ráð- iegast, að flokkurinn þakkaði sjálfum sér hinn góða árangur og segði hann hafa náðzt fyrir bar- áttu Framsóknar og aðvaranir gegn undanhaldi í málinu. Þetta vildu hinir æðstu flokksforingjar ekki hlusta á. Þeir héldu því fram, að ef flokkurinn tæki nú málefnalega aðstöðu og styddi tillögu ríkisstjórnarinnar, þá mundi það fólk, sem alvarlega hefði tekið árásir flokksins gegn ■hverskonar samningum og jafn- vel viðræðum við Breta, snúast á sveif með kommúnistum. Fram sókn mundi þar með verða undir í samkeppninni við ,þá um það lausungarlið, sem gengið hefur á milli flokkanna undanfarin ár. Flokksbroddarnir börðu þennan vilja sinn fram, en við sára óánægju fjölda fylgismanna sinna. „Hefðum átt að krefjast samninga sl. vor“ Einn helzti foringi Framsóknar í mesta Framsóknarhéraði lands- ins, sagði þessa dagana við þann, er þetta ritar: „Ógæfa Framsðknar er sú, að við skyldum ekki s.l. vor krefjast þess, að samningar væru teknir upp við Breta“. Annar mikilsháttar Framsókn- ermaður sagði, að vitanlega væri hann og margir aðrir flokks- bræður hans sammála tillögu rikisstjórnarinnar, en flokks- böndin væru sterk í öllum flokk- REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 11. marz ——————— um. Menn vildu hvorki gera flokksforingjunum óþægindi né verða fyrir þeim óþægindum, er af því leiddi að rísa gegn þeim. Þessu ráði hafa þó ekki allir fulltrúi Framsóknar á Húsavík að greiða atkvæði með tillögu kommúnista gegn lausn deilunn- ar. Og vitað er um marga fleiri, sem tregðast hafa við því verk- efni, sem flokksforystan ætlaði þeim í andróðri gegn málinu. Skýring á málþófinu Þessi ólga innan Framsóknar er skýring á málþófi því, sem þing- menn flokksins beittu við með- ferð málsins á Alþingi. Lagt var fyrir þá, að þeir skyldu allir halda langar ræður um málið. Þessu hlýddu allir aðrir en Gísli Guðmundsson og Ólafur Jóhann- esson sem þagði í málþófinu og lét sér nægja þsð, sem hann hafði sagt við útvarpsumræðuna. Vitað var, svo sem raunin og varð, að mest í þessum ræðu- flutningi yrðu þýðingarlausar endurtekningar á fjarstæðum, sem enga stoð hafa. Með þessu voru ræðumennirnir neyddir til að verða sér til ævarandi skamm ar. Bókstafurinn blífur og ræð- urnar standa í Alþingistíðindum, síðari kynslóðum til hneykslunar og skops. Sú flokksnauðsyn að breiða með mælgi yfir ávirðingar flokksforystunnar var látin ráða. Með þessu á fyrst og fremst að sannfæra Framsóknarmenn hvar vetna um, að það sé flokksskylda að standa nú saman. Skapa á það andrúmsloft að engir eða sem allra fæstir þori að fylgja sinni eigin sannfæringu. „Mesta ógæfa íslenzkrar bændastéttar“ Forystumennirnir treysta þvi einnig, að þeir geti smám saman lagað sannfæringu fylgismanna sinna eftir eigin vild. Því miður er of mikið til í því, sem Páll Kolka segir hinn 9. mar^ s.l. í Morgunblaðinu: „Framsóknarflokkurinn er orð- in mesta ógæfa íslenzkrar bænda stéttar. Með hlutdrægum og ósönnum fréttaflutningi Tímans hefur hann unnið að því að þrengja sjóndeildarhring bænda, spilla tilfinningu þeirra fyrir réttu og röngu, æsa þá upp í að meta klíkuhagsmuni meira en þjóðarhag. Sem betur fer hefur honum þó ekki tekizt að fá nema nokkurn hluta bændastéttarinnar til liðs við sig og sem betur fer hefur hann ekki náð að gerspilla Öllum fylgismönnum sínum. Hver ný kynslóð Framsóknarmanna er þó æstari og ofstækisfyllri en sú næsta á undan, enda er það sann mæli, að lengi, getur illt versnað. Þeim fjölgar þar í sveit sem von- laust er að hafa nokkra heiðar- lega samvinnu við, því að grund- vallarskilyrði hennr er sann- girni og virðing fyrir rétti ann- arra“. Ný tegund þingvíta Flestir málþófsmenn létu sér lítt eða ekki bregða, þótt fáir hlustuðu á þá. Þeir komu með sínar skrifuðu ræður og þuldu þær mann fram af manni, klukku tíma eftir klukkutíma á nóttu sem degi, hvort sem nokkur hlust aði á þá eða ekki. Til voru þó þeir, sem ekki vildu una því að lesa þulu sína yfir tómum þing- bekkjum. Þessir sjálfumglöðu menn voru Skúli Guðmundsson og Hannibal Valdimarsson. Þeir höfðu lagt mikla vinnu í samtín- ing sinn, enda skein sjálfsánægj- an út úr þeim, þegar þeir báru hann á borð í þingsalnum. Þess vegna er skiljanlegt, að þeir vildu láta einhverja verða hans. vara. Þeir kröfðust þess því af forseta, að hann hlutaðist til um, að ráðherrar og stjórnarstuðn ingsmenn væru kvaddir til að hlýða á þá. Þá nærgætni höfðu þeir hins vegar við eigin flokks- menn, að þeir óskuðu ekki eftir, að þeir væru til kvaddir og vant- aði þá þó marga ekki síður en stjórnarliða. Óneitanlega er það fágætt að menn óski atbeina forseta til að afla sér áheyrenda með valdboði. Þeir, sem þannig þurfa að fara að, sanna þar með, að þingbræð- ur þeirra telja lítinn ávinning í að hlusta á þá. Raunar er það skylda þingmanna að sækja þing fundi, en sú skylda hefur hvorki fyrr né síðar verið talin fela í sér kvöð til að hlusta á hvaða leiðindarollu sem er. Hitt væri nær að koma á þeirri skipan, ef forseti þarf að dæma einhvern í þingvíti, að þau væru fólgin í því, að hinn vítti skyldi sitja óhagganlegur undir ræðum slíkra sem Skúla og Hannibals. Þjóðliættulegur málflutningur E. t. v. færa Framsóknarmenn sér í sinn hóp það til afsökunar, að þeir hafi ekki þurft að miða ákvarðanir sínar um afstöðu til tillögu ríkisstjórnarinnar við hagsmuni þjóðarinnar, vegna þess að þeir réðu hvort eð er engu um úrslit málsins. Hvernig sem menn meta þann hugsunarhátt út af fyrir sig, þá hefur því miður sem ýmsir málþófsmenn hafa lagt megináherzlu á, að gera sem minnst úr rétti íslendinga. Þeir hafa jafnvel gengið svo langt að halda því fram, að stækkun fisk- veiðilögsögunnar 1958 hafi ekki stuðzt við alþjóðalög og þess vegna hafi verið tekin sú ákvörð- un að skjóta henni ekki til Al- þjóðadómsstólsins. Þessi skýring hefur aldrei heyrzt áður. Ef hún væri rétt, mundi hún skýra margt af því, sem miður fór í með ferð málsins af hálfu V-stjórnar- innar. En hingað til hafa forsvars menn hennar aldrei viljað viður kenna annað en að þeir hafi þá verið í góðri trú um öruggan rétt Islands samkvæmt alþjóðalögum. Sem betur fer koma hinar nýstár legu yfirlýsingar þeirra ekki fram fyrr en núverandi ríkis- stjórn hefur tekizt að afla viður- kenningar brezku ríkisstjórnar- innar á 12 mílna fiskveiðilögsög- unni. Ella hefðu stjórnarandstæð- ingar nú lagt Bretum til það vopn, sem líklegast gat orðið þeim til sigurs í deilunni. Vildi fá Breta inn fyrir undir herskipavernd! Svo furðulegar sem þessar yfir- lýsingar stjórnarandstæðinga voru, þá var ósk Lúðvíks Jósefs- sonar ekki síður merkileg, sú, að Bretar hæfu að nýju veiðar innan fiskveiðilögsögu okkar undir herskipavernd. Lúðvík var svo hugað um þetta, að hann vildi jafnvel „semja“ við Breta um þetta og ofbauð ekki þótt sá samningur gilti næstu fjögur ár- in Þetta er ótrúlegt en samt satt. Tjóar Lúðvik ekki að reyna að hlaupast frá því héðan af, eins og hann þó nú þegar gerir sitt bezta til. Veiðum Breta undir herskipa- vernd var svo. háttað, að þeir völdu þau veiðisvæði, sem þeir töldu sér bezt henta og voru þar svo lengi sem þeim sjálfum lík- aði. Við athugun hefur komið i Ijós, að þessi veiðisvæði náðu kringum mest alla strandlengj- una, eins og sett var út á kort, er birtist 1 Morgunblaðinu s.l. fimmtudag. Auðvitað er fjar- stæða, að samningar væru gerðir af íslands hálfu um slíkar veiði heimildir til handa Bretum. Vafa- laust er Lúðvík það jafnljóst og öðrum. Þvílíkir samningar mundu vera eindæmi í veraldar- sögunni. Hvernig sem Lúðvík Jósefsson reynir að skýra burt þetta skraf sitt, afhjúpaði hann með því í eitt skipti fyrir öll, hvað var hans me.ta áhugamál í landhelgis- deilunni. Það var að magna hana sem mest, halda henn á því stigi, að hún yrði að langvarandi ásteitingarsteini milli íslendinga og Breta. Þar með þóttist hann hafa- komið fyrir þeirri tíma^s, sprengju, sem áður en yfir lyki mundi kljúfa ísland úr Atlants- hafsbandalaginu. Eyðilegging markaða Með þessu var þó ekki öllu lokið. í hinni sömu maraþons- ræðu sinni og Lúðvík lét uppi óskir um veiðar Breta í ís- lenzkri fiskveiðilögsögu undir herskipavernd, fjölyrti hann einnig um þann skaða, sem ís- lendingar hefðu af því, ef ísfisks- markaðir í Bretlandi og Vestur Þýzkalandi yrðu rýmri en verið hefur. Hann fór um það mörgum orðum, að af slíkri rýmkun mundi hljótast mikil þjóðarógæfa fyrir okkur. Eftir þeirri kenningu á það að vera íslendingum stórhættulegt, ef þeir geta valið úr mörkuðum. Að sjálfsögðu nota menn ekki ís- fiskmarkaðina nema því aðeins, að það virðist hagkvæmt hverju sinni. Eins og nú háttar til, er auðsætt, að framhald togaraút- gerðar hér getur verið háð því, að þeir eigi öðru hvoru kost á því að selja afla sinn í erlendum höfnum. Þar með er engan veg- inn sagt, að þeir hætti að leggja upp aflann hérlendis, Þetta fer eftir aflabrögðum og öðrum að- stæðum hverju sinni. Lúðvík vill ekki að sjómenn og útgerðar- menn eigi neitt val í þessum efnum. Hann vill loka dyrunum fyrir þeim í eitt skipti fyrir öll. Ástæðan leynir sér ekki. Á þerm- an veg hyggst hann gera ís- lendinga háðari mörkuðum í járntjaldslöndunum en við verð- um, ef við eigum fleiri kosta völ. Þessi hugsunarháttur ber vitni um meira ofstæki og þröng- sýni en menn hefðu fyrirfram ætlað að Lúðvík Jósefsson þyrði að láta uppi, því að hingað til hefur hann þó í öðru orðinu þótzt vera sérstakur vinur sjómanna og útgerðarmanna. Dýrðin fer af í augum gestgjafanna Allir viti bornir íslendingar vilja eiga vingott við Rússa ®g halda þar opnum mörkuðum fyrir vörur okkar. En allur þorri manna sættir sig ekki við að verða bundinn á viðskiptaklafa hjá járntjaldslöndunum. Menn vilja eiga margra kosta völ og geta valið það, sem bezt hentar. Lúðvík Jósefsson og félags- bræður hans hafa nú sannað ber- legar en nokkru sinni fyrr, að í þessu er grundvallarmunur á skoðunum þeirra og annarra ís- lendinga. Þjónustusemi þeirra við Sovétherranna er slík, að Lúð- vík Jósefsson opinberar á Alþingi að hann vilji loka sem flestum öðrum mörkuðum fyrir lands- mönnum. Jafnframt því, sem hann vill allt til vinna til að halda deilunni við Breta áfram. Skjótlega eftir útgáfu reglu- gerðarinnar 1958 fór Lúðvík í einskonar sigurför til Moskvu. Eftir Genfar-ráðstefnuna 1960, þar sem Lúðvík hegðaði sér sem aukafulltrúi Rússa, hélt hann austur fyrir járntjald og dvaldi þar margar vikur við mikla rausn gestgjafanna. Ekki er um að vill- ast að Lúðvík var talinii hafa unn ið mikið afrek. Það þótti bersýni- lega enginn smábógur, sem hafði tekizt að fara þannig með eitt mesta nauðsynjamál íslendinga, að það yrði til varanlegs fjand- skapar milli okkar. Nú óttast Lúðvík, að dýrðin falli af sér í augum hinna gestrisnu vina hans austan járntjalds

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.