Morgunblaðið - 29.03.1961, Qupperneq 2
2
< MORGVNBLAÐIÐ
JL
Miðvik'udagur 29. marz 1961
Hagnýting skelfisks
Tillaga samþykkf á Alþingi
ALÞINGI samþykkti í fyrra-
dag með samhljóða atkvæð-
um þingsályktunartillögu
þeirra Sigurðar Bjarnasonar,
Jónasar G. Rafnars og Guð-
laugs Gíslasonar um hagnýt-
ingu skelfisks. Hafði fjárveit-
inganefnd fengið málið til
meðferðar og leitað um það
álits Fiskifélags íslands og
fiskideildar Atvinnudeildar
Aðalf. Sparisjóðs
Reykjavíkur og
nágrennis
AÐAL.FUNDUR Sparisjóðs R-
víkur og nágrennis var haldinn
i Þjóðleikhússkjallaranum s. 1.
laugardag. Af hálfu ábyrgðar-
manna sjóðsins voru kosnir í
stjórn Einar Erlendsson húsa-
meistari, Sigmundur Halldórsson
arkitekt og Ásgeir Bjamason
skrifstofustjóri. Bæjarstjórn R-
víkur mun í næsta mánuði kjósa
tvo menn til viðbótar í stjórn
sjóðsins og tvo endurskoðendur.
Hagur Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis stendur með mikl-
um blóma. Varasjóður hans nem
ur nú 7 milljónum króna og spari
sjóðsinnstæður voru um sl. ára-
mót 108 milljónir króna.
Helgitónleikar í
háskólanum
Á SKÍRDAG, fimmtudag 30.
marz, kl. 5 stundvíslega verður
tónlistarkyning í hátíðasal há-
skólans. Flutt verður af hljóm-
plötutækjum skólans ítölsk,
rússnesk og þýsk helgitónlist, allt
fró frumkristni, m. a. elzta söng-
gerð, sem til er við Faðirvorið.
Flutt verða og dæmi um Gregors-
söng og miðalda tónlist og enn-
fremur stuttir þættir úr verkum
eftir Palestrína, Schiitz eitt mesta
þýzkt tónskáld fyrir daga Bachs,
Buxtehude, Bach (úr hámessunni
í h-moll), Archangelsky o. fl. Er
hér bæði um að ræða einsöng,
tvísöng, fersöng og kórsöng. Efnis
skrá verður afhent við inngang-
inn.
Guðmundur Matthíasson tón-
listarkennari flytur ingangsorð
®g skýringar á verkunum.
Aðgangur er að vanda öllum
heimill.
háskólans. Mæltu báðir þess-
ir aðilar með samþykkt til-
lögunnar.
Jónas G. Rafnar var fram-
sögumaður fjárveitinganefndar
í málinu. Lagði nefndin einróma
til að tillagan yrði samþykkt.
Tillagan er svohljóðandi eins
og hún var samþykkt:
„Alþingi ályktar að skora á
ríkisstjómina að láta fram fara
í samráði við Fiskifélag Islands
og fiskideild Atvinnudeildar
háskólans rannsókn á skelfisks-
magni við strendur landsins.
Jafnframt verði athugaðir mögu
leikar á hagnýtingu skelfisks til
útflutnings og atvinnuaukningar
í landinu".
Frá borgarlækni:
Engir matareitrun-
arsýklar fundust
MÁNUDAGINN 20. þ.m., siðla
eftirmiðdags, barst mér kvört-
un um magakvilla, er sagður var
Þjá f jölda manns, sem neytt hafðj
matar á skemmtun í Sjálfstæðis-
húsinu laugardagskvöldið 1S. þ.
m. Var sjúkdómseinkennum lýst
þannig, að vel gæti bent til mat-
areitrunar.
Var strax haft samband við
lækna þá, er læknavakt höfðu
aðfaranótt sunnudags og þann
dag, en þeir höfðu ekki verið
kallaðir til neins af gestum þeim,
er í veitingahúsimi voru umrætt
kvöld, og ekki hefur heldur bor-
izt tilkynning frá öðrum læknuro
um matareitrun, eða grun urn
hana. Engar upplýsingar liggja
þannig fyrir frá læknum um út-
breiðslu eða einkenni veikinnar,
en skv. upplýsingum stjómar fé-
lags þess, er stóð fyrir umræddri
skemmtun, hafa 137 manns veikzt
af 177, er til hefur náðst af þeim,
er þátt tóku í borðhaldinu, sem
alls munu hafa verið 218.
Vegna þess hve tilkynning um
veikina barst seint, kom rann-
sókn á sjúklingum ekki til
greina. Jafnskjótt sem tilkynn.
ingin barst voru tekin sýnishom
af þeim matarleifum, er þá voru
eftir í veitingahúsinu, en ekki
náðist nema í lítinn hluta þeirr?
rétta, er neytt hafði verið um
kvölaið, og enga þá tegund, sem
líklegust er til að valda matar-
eitrun. Veizlumatur var „kalt
borð“ með einum heitum rétti.
Ennfremur hafa verið tekin sýn-
ishom til sýklarannsókna frá mat
reiðslufólki því, er starfaði í
veitingahúsinu þetta kvöld.
Niðurstöður rannsókna á fram
an greindum sýnishornum hafa
nú borizt frá Rannsóknarstofu
Háskólans. Engir sýklar fundust
í sýnishornunum, er skýrt gætu
veikindi þau, er hér hafa verið
rædd.
Við rannsókn málsins hefur
ekkj verið unnt að finna orsök
sýkingar þeirrar, er hér mun
hafa átt sér stað.
Rétt þykir að benda á óheppi-
lega tilhögun, er viðhöfð var við
framleiðslu matarins, en hann
var látinn standa á borðum í
samkvæmissölum í allt að 7 klst.
við hærra hitastig en geyma má
viðkvæman mat við, en matar
var neytt tvisvar á skemmtun-
inni.
Þótt ekkert sé hægt að full-
yrða um, hverja þýðingu þessi
háttur, sem hér var hafður á,
hefur haft i þessu tilfelli, skal
eindregið varað við þessari til-
högun, sem því miður virðist
vera að ryðja sér rúm hér. Að
lokum þetta: Aldrei verður nóg-
samlega brýnt fyrir þeim, er við
matvæli og neyzluvörur fást, að
viðhafa í smáu sem stóru full-
komið hreinlæti og fyllstu að-
gætni í hvívetna.
Reykjavík, 28. marz 1961.
Jón Sigurðsson.
Kópavogur
Stjómmála- og málfundanám-
skeið Týs í Kópavogi heldur á-
fram í kvöld, miðvikudagskvöld
29. marz kl. 20,30.
Fundurinn hefst á því, að Helgi
Tryggvason leiðbeinir um fram-
sögu. — Á fundinum mætir Þór
Vilhjáilmsson, lögfræðingur, for-
maður S.U.S. og flytur erindi um
ræðugerð. Á eftir verður mál-
fundur.
Félagar eru mjög eindregið
hvattir tii að mæta og taka þátt
í starfi félagsins. Einnig væri
framlag eldri Sjálfstæðismanna í
Kópavogi mjög vei þegið.
ÞESSI mynd var tekin austur
á Seyðisfirði hér á dögunum
af bátskelinni, sem brezki
áfengisþjófurinn notaði til að
ferja þýfið í út að togara sín-
um. Það var aðfaranótt 7.
marz, að brezkir sjómenn af
togaranum Dinas voru að
slarka í landi, og gerðist einn
þeirra þyrstur, þegar leið á
nótt, enda hét hann hinu vin-
sæla wisky-nafni Haig. Brauzt
hann þá inn í „rikið“ á Seyð-
isfirði og stal tveimur kössum
af wiskyi o. fi. Tók hann síð-
an bátkænu traustataki og
damlaði áleiðis að skipi sínu,
en ferjan fylltist, sökk og
brotnaði. Þannig ieit hún út,
þegar hún var endurheimt úr
greipum Ægis með þrettán
flöskum innbyrðis.
Myndina tók Leifur Haralds
son, Seyðisfirði.
Bandarískt skóla-
fólkíheimsókn
Á PÁSKAD AGSM ORGUN er
væntanlegur til Reykjavíkur hóp.
ur bandarísks skólafólks, er á-
kveðið hefir að dvelja hér í páska
fríinu.
Hér er um að ræða 15 ung-
linga á aldrinum 15—16 ára, 7
stúlkur og 8 pilta í umsjón
tveggja kennara. Auk þess eru
með í förinni tveir amerískir
fréttaljósmyndarar. Hópurina
kemur hingað með flugvél Loft-
leiða. t
Gísli Guðmundsson leiðsögu-
maður hefir skipulagt dvöl hópa
þessa hér á landi. Unglingarnir
munu búa á heimilum nemenda
úr 5. .og 6. bekk Verzlunarskól-
ans.
Þeir munu ferðast í boði Karla
kórs Reykjavíkur austur yfir fjall
m. a. til Þingvalla. Fræðsluráð
Reykjavíkur kynnir þeim skóla-
mál bæjarins og einnig er í ráði
að þeir fari til Akraness í kynn-
isför.
MÁLFUNDUR verkalýðsráða
Sjálfstæðisflokksins og mál-
fundarfélagsins Óðins fteliur
niður í kvöld.
Ungir Sjálf-
stæðismenn
ÞÓR, félag ungra Sjálfstæðís-
manna á Akranesi, spilar
Bingó á Hótel Akranesi mið-
vikudaginn 29. marz og hefst
kl. 8,30 stundvíslega. Glæsileg
verðlaun. Dansað til kl 1
60 milljón króna
gjöf til Kongó
Leopoldville, Kongó, 28. marz.
— (Reuter) —
ÓTTAZT er að þrír hermenn
frá Ghana í liði SÞ í Kongó,
sem saknað er síðan á föstu-
dag, hafi verið drcpnir í átök
um við Kongómenn í Kasai-
héraðí.
Á Ieið í sjúkrahús
Skýrt var frá því að jeppa-
bifreið, sem Ghanamennirnir
höfðu tii umráða, hafi fundizt
sundurskotin. Ghanamennirnir
voru á leið til sjúkrahúss með
særðan Kongóhermann og tvo
félaga hans. Höfðu þeir komið
þar að sem nokkrir Baluba-
hermenn voru að deila við
mann af Luluaættflokki, en
þessir ættflokkar hafa lengi átt
í erjum. Reyndu Ghanamenn-
irnir að stilla til friðar, en úr
því kom til átaka og særðist
Toppfundur í Moskvu
NA-átt og éljagangur var í
gær norðan lands og austan,
en hlýtt þokuloft suður und-
an. Hæðin yfir Grænlandi var
heldur vaxandi og búizt við,
að hún mundi ráða veðri hér á
landi fyrst um sinn.
Veðurútlitið kl. 22 í gær-
kvöldi:
SV-land til Breiðafjarða Qg \
miðin: NA gola og kaldi, létt-)
skýjað. Vestfirðir til NA-lands •
og miðin: NA kaldi, sumstað- \
ar stinningskaldi, snjóél. Aust S
firðir og SA-land og miðin: A- •
gola eða kaldi, sumstaðar snjó i,
koma fyrst, en úrkomulaust á S
morgun.
MOSKVU, 2«. marz, (Reuter). —
Leiðtogar átta þjóða Varsjár-
bandalagsins, komu í dag saman
tii fundar í Moskvu, og er talið
að þeir muni ræða ýms þau
vandamál, sem nú eru efst á döf-
inni í heiminum, þar á meðal
Laos, Þýzkaland og Berlín.
Ekkert hefur enn verið Iátið
uppi um ráðstefnu þessa og
flokksblaðið Pravda segir aðeins
frá komu sendinefndanna.
Á ráðstefnunni mæta flokks-
og stjórnarleiðtogar auk utanrík-
is- og varnarmálaráðherra allra
bandalgsríkjanna nema Albaníu.
Formaður albönsku nefndarinn
ar er Balluku varnarmálaráð-
herra, og telja menn að þetta sé
afleiðing þess að Albanir hallast
frekar að stefnu Kínverja varð-
andi sambúðina við Vesturveld-
in en stefnu Krúsjeffs, sem þeir
telja of friðsamlega.
Kínverjar hafa áheyrnarfull-
trúa á ráðstefnunni og er það
sendiherra þeirra í Moskvu, Láu
Hsiao.
Krúsjeff er nýkominn til
Moskvu úr ferð um landbúnaðar-
héruð Sovétríkjanna.
einn Balubamaðurinn. Lézt
hann á leiðinni í sjúkrahús, en
félagar hans tveir, sem í jeppa-
bifreiðinni voru, komu þangað
heilir á húfi. Ekkert hefur til
Ghanamannanna spurzt.
Frá hafnarborginni Matadi
berast fréttir um að þar safnist
nú saman birgðir til hers SI*
í Kongó, en SÞ-sveitirnar voru
hraktar úr borginni fyrir þrera
Vikum. Hafa yfirvöldin hótað
að selja birgðirnar ef SÞ leggi
ekki fram viðeigandi tollskjöl
vegna birgðanna.
11.200 lestir af hveiti
Bandaríkin hafa tilkynnt
að þau muni senda Kongó
að gjöf 11.200 lestir af hveiti
og eru fyrstu 700 lestirnar
þegar komnar til Matadi. —.
Annað skip með 700 lestir af
hveiti kom til Matadi í dag.
Talsmaður bandaríska sendi.
ráðsins í Leopoldville segir að
700 lestir af hveiti nægi til að
fæða alla íbúa Kongó utan Kat-
anga í eina viku. Ætlunin er að
þetta gjafahveiti verði selt i
brauðsölubúðum, og gefi Kongó.
stjórn um 60 milljónir króna
hagnað til að bæta efnahag
landsins.
STUTTGART, V-Þýzkal., 28.3.
(Reuter). — Saksóknarinn í Stutt
gart tilkynnti í dag að Otto Haupt
fyrrverandi liðþjálfi í stormsveit
um Hitlers haíi verið handtekinn
grunaður um að hafa myrt 100
manns í Danzig-Stutthoff fanga.
búðunum árin 1940—1944. Á
Haupt að hafa myrt fangana með
því að sprauta benzíni inn i
beirra.