Morgunblaðið - 29.03.1961, Síða 3
Miðvik'udagur 29. marz 1961
MORCVNBLAÐIÐ
3
1 DAG verður skemmti- ||
leg sýning opnuð á Lauga 11
vegi 26 (í húsi Ólympíu).
Hún nefnist „Húsgögn '|l
1961“, en að henni stend-
ur Félag húsgagnaarki- M
tekta. Þar sýna átta arki-
tektar nýjustu gerðir hús- ^
gagna sinna, en auk þeirra J
sýna margir aðilar, ýmsa
listmuni til híbýlaprýði.
Um páskaleytið í fyrra hélt
félagið fyrstu húsga^nasýn-
ingu sína, sem var mjög vel
sótt og vakti almenna athygli. |
Hún var haldin í fremur
þröngum 'húsakynnum, þegar
miðað er við stærð sýningar- '
innar. Þessi sýning er hins Húsgagnaarkitektarnir, sem teiknað hafa húsgögn á sýningunni. — Þeir eru, talið frá vinstri: ^
vegar á rúmgóðum stað, hef- Arni Jónsson, Gunnar Guðmundsson, Gunnar Theódórsson, Halldór Hjálmarsson, Helgi Hall- *
ur þrefalt stærri gólfflöt, eða gr;insson, Hjalti Geir Kristjánsson, Kjartan Á. Kjartansson og Þorkell G. Guðmundsson.
um 400 fermetra.
• Bjartur og léttur svipul
Ef einkenna ætti sýning-
una með einhverjum orðum,
væri helzt hægt að segja að
yfir henni 'hvíldi léttur og
bjartur blær, sem minnir
mann notalega á það, hve
smekkur fólks á húsgagnastíl
hefur breytzt til batnaðar
síðustu árin. Þeir tímar eru
liðnir, að hægt sé að ílytja
inn tröllauknar ullarjótamubl-
ur í tonnatali frá Kaupmanna
höfn. Tími grimmilegra og
forljótra Ijónsbrammastóla,
sem maður þorði varla að
koma nálægt, hvað þá setjast
í, af ótta við árás, er vonandi
allur. Fólk girnist nú stílhrein
og létt húsgögn. Sumum
finnst e. t. v. að unga fólkið
gangi of langt í ‘dálæti sínu
á tilgerðarlegum, nýtízku
húsgögnum, og rétt mun það
vera, að tízkusnobbið getur
orðið það sterkt, að menn
gleymi því, að stóll á fyrst og
fremst að vera setgagn, þægi-
legt hægindi. En almenningur
þarf ekki að kvíða því, að á
þessari sýningu sé tildrið í
hávegum. Þvert á móti virðist
manni, að vel hafi tekizt að
samræma kröfur notagildisins
og kröfur fegurðarskynjunar-
innar.
» íhaldssemi Reykvíkinga
Einn arkitektanna lét
þess getið til dæmis, að danskt
áklæði, sem enginn vildi líta
við hér fyrir átján árum,
þyki nú hæstmóðins. Mörland
inn er furðu seinlátur um
sumt, t. d. húsgagnatízku, þótt
annars staðar sé hann fljótur
að taka við sér, svo sem í
kventízku. Þegar spurt var,
Húsgögn 1961
hvort fólk úti um land væri
ekki seinna að taka upp hina
nýju húsgagnatízku, var því
svarað neitandi. Þótt Reykvík-
ingar væru oft fljótir að taka
upp nýja siði, væri þeir nokk
uð íhaldssamir á sviði hús-
gagnatízku, eins og í stjórn-
málum. Hins vegar væri ut-
anborgarfólk oft fúst að
kaupa eingöngu mjög nýtýzku
leg húsgögn, þegar það stofn
aði bú.
Húsgögn á sýningunni eru
úr öllum algengum smíðaviði,
eik. hnotu, Asíutekki, hinu
sterka Afríkutekki o. s. frv.
Lögð er þó á það áherzla af
sýningaraðilum að notast eins
mikið við íslenzkt hráefni og
unnt er.
• Þar kennir margra góðra
grasa
Sýningarsalnum er skipt
í 34 bása, þar sem auk hús-
gagna eru sýndir silfurmunir,
smeltimunir, vefnaður, leir-
kerasmíði, veggteppi, gólf-
teppi og alls konar ullariðn-
aður, sem sagt margir þeirra
hluta, sem eitt heimili mega
prýða.
Átta húsgagnaarkitektar og
fjórir aðrir aðilar hafa teikn-
að húsgögnin. Þar eru öll hús
gögnin af nýjum gerðum,
sem hvorki hafa verið sýndar
né seldar hérlendis áður. Alls
konar tegundir húsgagna eru
sýndar, húsgögn í borðstofu,
dagstofu, barnaherbergi og
svefnherbergi, borð, stakir stól
ar, ruggustólar o. m. fl.
Arkitektarnir átta, sem
teiknað hafa húsgögnin, eru
Árni Jónsson, Gunnar Guð-
Benedikt Guðmundssynir og
Axel Eyjólfsson og Manfred
Vilhjálmsson arkitekt teikn-
að húsgögn.
Silfurmuni hafa gert Jó-
hannes Jóhannessön, Hall-
dór Kristinsson, Asdís Sveins
dóttir, Reynir Guðlaugsson
og Jens Guðjónsson.
Leirkerasmíði er frá leir-
brennslunni Glit h. f. Smíðin
er eftir Ragnar Kjartansson,
Ragnheiði Jónsdóttur og Stein
unni Marteinsdóttur.
Svefnherbergishúsgögn teiknuð af Árna Jónssyni hús-
gagnaarktitekt. Sýnandi er Húsgagnaverzlun Árna Jóns-
sonar, Laugavegi 70.
mundsson, Gunnar Theódórs-
son, Halldór Hjálmarsson,
Helgi Hallgrímsson, Hjalti
Geir Kristjánsson Kjartan Á.
Kjartansson og Þorkell G.
Guðmundsson.
Auk þess hafa þrír hús-
gagnasmiðameistarar, Jón og
Smeltivinna er eftir Sig-
rúnu Gunnlaugsdóttur og Jó-
hannes Jóhannesson.
Listvefnaður er eftir Bar-
böru Árnason, Guðrúnu Jónas
dóttur og Ásgerði Ester Búa-
dóttur.
Ullariðnaður er frá verk-
smiðjum. Álafoss sýnir nýja
tegund húsgagnaáklæðis og
værðarvoðir. Húsgagnaáklæði
eru frá Últíma og Gefjuni, og
skinn frá Iðunni. öll gólfteppi
eru frá Vefaranum h. f., en
dúkar, sem skilja sýningar-
básana, eru frá Dúkaverk-
smiðjunni h. f. á Akureyri.
• Sýning í Múnchen
Félagi húsgagnaarkitekta hef-
ur verið falið að annast hlut-
deild íslands í hinni árlegu
hand- og listiðnaðarsýn-
ingu, sem haldin verður í
Múnchen 31. maí -— 11. júní.
Verða munir sendir af sýn-
ingunni „Húsgögn 1961“ til
Múnchen, þar sem íslenzka
deildin fær 40—50 fermetra
svæði.
Sýninganefnd „Húsgögn
1961“ skipa: Hjalti Geir
Kristjánsson, form., Gunnar
Guðmundsson, Gunnar Theo-
dórsson, Halldór Hjálmarsson
og Kjartan Á. Kjartansson.
Stjórn Fél. húsgagnaarkitekta
skipa: Hjalti Geir KristjánS-
son, formaður, Helgi Hall-
grímsson og Árni Jónsson.
Sýningin verður opnuð kl.
10 í dag og stendur í tíu daga.
Hún verður opin virka daga
frá kl. 2 til 10, og helgidaga
kl. 10—10.
Steimuui Marteinsdóttir virðir fyrir sér leirvasa frá Glit hf.
S T\KS T [ I \ \ S»
Austræn kjaraskerðing
Ein af ástæðunum til þess a3
ekki hafa orðið hérlendis svipað-
ar kjarabætur og í nágrannalöncL
unum, er sú, að íslendingar hafa
neyðzt til að kaupa dýrar og lé-
legar vörur fyrir austan járntjaid
til þess að geta selt þangað fisk-
afurðír. Bent hefur verið á það
hér i blaðinu, að íslenzkur al-
menningur verði t. d. að kaupa
strásykur hvorki meira né minna
en 2,50 kr. of háu verði hvert
kíló. Svipað er að segja um
ýmsar vörur aðrar, sem við höf-
um neyðzt til að kaupa í kommúo
istaríkjunum.
Þegar t. d. var farið að kaupa
þaðan ljósaperur, mun hafa látið
nærri að gjaldeyrisnotkun til
kaupa á þeirri vörutegund hafi
tvöfaldazt, enda er það alkunna,
hve lélegar Ijósaperur hafa verið
flufcfar til landsins að austan.
Margur fleiri iðnaðarvarningur
er álíka Iélegur.
Lélegir bílar
M. a. höfum við neyðzt til að
kaupa veruleggn fjölda af bifreið
um frá kommúnistaríkjunum,
bæði vörubilum og fólksbílum.
Bílar iþessir hafa reynzt misjafn-
lega, en yfirleitt þó miklu ver en
þeir bílar, sem hægt er að fá í
frjálsum löndum, ekki sizt vöru-
bílarnir, sem sumir hverjir hafa
verið hálfónýtir eftir 1—2 ára
notkun. Það er athyglisvert, að
stjórnarvöldin í kommúnistaríkj-
unum hafa lagt megináherzlu á
að við keyptum þessa vöru. Skýr
ir það sig sjálft hvers vegna slíkt
kapp er lagt á þetta. Varahluti
í bifreiðarnar er ekki hægt að
fá annars staðar en þar austur
frá og er þetta því talin hin ákjós-
anlegasta leið til að gera okkur
háða áframhaldandi viðskiptum
þar, þótt þau séu óhagkvæmari
en annars staðar. Auk þess hefur
verið talið æskilegt að láta allan
almenning kiynnast iðnaðarfram-
leiðslu kommúnistaríkjanna.
Hafa menn austur þar sjálfsagt
imyndað sér, að varan mundi líka
jafnvel og sú, sem fæst á frjáls-
um mörkuðum, þó að niðurstað-
an hafi orðið sú að þetta hafi
reynzt vafasöm landkynning.
Það fer ekkert á milli mála, að
veruleg kjaraskerðing hefur hér
á landi orðið af þessum viðskipt-
um og vonandi að utanríkisvið-
skipti okbar íslandinga geti orðið
hagkvæmari í framtíðinni.
Vitlaus fjárfesting
í ritstjórnargrein Þjóðviljans í
gær segir m. a. á þessa leið:
„Fjárfestingin er stjórnlaus og
vitlaus, þannig að hún dregur
framleiðslugetuna niður í stað
þess að auka hana“.
Má um þessi orð Þjóðviljans
segja, að bragð er að þá barnið
finnur. Kommúnistar hafa verið
aðalfrumkvöðlar þeirrar ofstjórn
ar efnahagslifsins, sem leitt hef-
ur tii hinnar vitlausu fjárfest-
ingar, þar sem ekkert tillit hefur
verið tekið til þess, hvort fyrir-
tæki gætu borð sig eða ekki, og
allt verið látið reka á reiðanum.
Nú hefur verið snúið af þessari
braut og er engum blöðum um
það að fletta, að miklar og varan-
legar kjarabætur munu nást,
þegar skynsamlegar er á málum
haldið. önnur meginástæðan til
þess að við höfum ekki getað náð
sömu kjarabótum og aðrar þjóðir
er einmitt þessi vitlausa fjárfest-
ing, sem Þjóðviljinn ræðir um.
Allt það eftrlitstildur og fjárfest-
ingarhömlur, sem hér hafa verið,
hefur stuðlað að óhagkvæmri
fjárfestingu. Og hin pólitísku
yfirráð meginhluta fjármagns
þjóðfélagsins hefur einnig leitt
til hins sama. Er vissulega ánægju
legt að kommúnstar skuli loks
vera farnir að skilja betta.