Morgunblaðið - 29.03.1961, Side 12

Morgunblaðið - 29.03.1961, Side 12
12 ' MORGUNBLZÐIÐ Miðvik'udagur 29. marz 1961 Utg.: H.f Arvakur Reykiavik. Franikvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalotræti 6. Auglýsingar og afgveiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. LAUNAJÖFNUÐUR KARLA OG KVENNA LÖGFESTUR Drengurinn hvarf - njósnarinn fœddist ¥Tndanfarna daga hafa stað-' ^ ið yfir miklar umræður á Alþingi um launajöfnuð karla og kvenna. Þótt ótrú- legt sé stóðu aðalátökin um þetta réttlætismál milli þeirra tveggja kvenna, sem sæti eiga á Alþingi, þeirrar frú Auður Auðuns og frú Ragnhildar Helgadóttur ann- arsvegar og lei6toga komm- únista og Framsóknarmanna hinsvegar. Höfðu stjórnarand stöðuflokkarnir allt á horn- um sér gagnvart málinu en konurnar fluttu rök þess af festu og stillingu. Aðalatriði hinna nýju laga, sem samþykkt hafa verið um þessi efni eru þau, að laun kvenna skulu hækka til jafns við laun karla fyrir sömu störf í almennri verka- kvennavinnu, verksmiðju- vinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu. Skal fullum launajöfnuði náð í áföngum á 6 árum. Greiða skal sömu laun fyrir sömu störf, en ekki miða við mat á hvað séu jafnverðmæt störf. ★ Aðdragandi þess máls er sá, að árið 1953 báru 7 þing- menn Sjálfstæðisflokksins, þeir Sigurður Bjarnason, Magnús Jónsson, Jóhann Hafstein, Gunnar Thorodd- sen, Jónas G. Rafnar, Einar Ingimundarson og Kjartan J. Jóhannsson fram tillögu til þingsályktunar til stað- festingu samþykktar alþjóða- vinnumálastofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna. Á Alþingi því sem nú er að ljúka störfum fluttu síð- an þrír þingmenn Alþýðu- flokksins frumvarp um launa- jöfnuð kvenna og karla, sem nú hefur verið lögfest. í ræðu sem Ragnhildur Helgadóttir flutti á Alþingi um mál þetta sl. laugardag komst hún m.a. að orði á þessa leið: „Það getur vitanlega eng- um sanngjörnum mönnum blandazt hugur um réttmæti þess, að konum og körlum séu greidd sömu laun fyrir sömu vinnu. Deilan á und- anförnum árum hefur aðeins staðið um það, hvernig fram- kvæma mætti þetta með skynsamlegum hætti. Ég tel hiklaust að með þessu frum- varpi sé fengin hagkvæm og sanngjörn lausn á þessu mikilvæga réttlætismáli“. Fyllsta ástæða er til þess að taka undir þessi ummæli. Hinsvegar er það furðulegt, að málsvarar stjórnarand- stöðunnar á þingi skuli hafa gert allt sem í þeirra valdi stóð til þess að hindra fram- gang málsins. Jafnvel forseti Alþýðusambandsins, Hanni- bal Valdimarsson, hefur flutt hverja ræðuna á fætur ann- arri gegn því. Á það má einnig minna, að á valda- tímabili vinstri stjórnarinn- ar, þegar þessi maður var sjálfur félagsmálaráðherra hreyfði hann ekki hönd né fót til þess að koma launa- jafnrétti á. ÞRENGSLIN í MENNTASKÓL- ANUM Fvrengslin eru nú orðin svo mikil í hinu 115 ára gamla menntaskólahúsi í Reykjavík, að til stórra vand ræða horfir. í vetur stunda nær 700 nemendur í 28 deildum nám í skólanum. — Eru 17 deildir fyrir hádegi og 11 deildir (þ.e. þriðji bekkur) eftir hádegi. Næsta vetur verður hluti af 4. bekk að vera eftir há- degi og er þó óvíst að hægt verði að koma öllum deild- unum fyrir. Haustið 1962 verður það með öllu útilok- a&' og verður þá að vísa fjölda nemendá frá skólan- um, sem þar hafa rétt til setu, nema nýtt húsnæði verði þá fullbúið. Það er því að skapast stóralvarlegt ástand, ef ekkert verður að gert nú alveg á næstunni, þar sem reiknað er með að nemendurnir, með eðlilegri fjölgun, verði allt að 1000, að þremur áíum liðnum. Á sínum tíma var um það deilt hvort skipta ætti menntaskólanum, eða reisa eitt mjög stórt skólahús. Nú mun ekki deilt um þetta lengur. Gera þarf hvoru tveggja, að bæta starfsskil- yrði á hinni gömlu lóð menntaskólans, jafnframt því sem nýr menntaskóli verði reistur, og þá væntanlega á áður ákveðnum stað. Nauðsynlegt er að hefja framkvæmdir alveg á næst- unni við að reisa hús á bak við gamla menntaskólahúsið. Þar yrðu nokkrar almennar kennslustofur, auk sér- kennslustofu í eðlis- og efna- fræði, sem mjög skortir nú. Sumarið 1962 þyrfti svo að taka til við byggingu nýs menntaskólahúss. ENN ER RÆTT UM AFVOPNUN A llsherjarþing Sameinuðu ^ þjóðanna og • stórvelda- ráðstefnan í Genf um bann við atómvopnatilraunum er nú í þann mund að hefja að nýju umræður um afvopnun og bann við kjarnorkutilraun um. Allsherjarþingið ræddi það mál allt sl. haust, bæði á þinginu sjálfu og í nefnd- um, án þess að komast að nokkurri niðurstöðu, og jafn- vel án þess að nálgast minnsta árangur. Stórvelda- ráðstefnan í Genf hefur set- ið hálft þriðja ár og haldið nærri 300 fundi, einnig án þess að komizt yrði að nokk- urri niðurstöðu. Leiðtogar allra stórveld- anna í austri og vestri hafa marglýst því yfir, að þeir hafi einlægan áhuga á af- vopnun, og telji hana í raun og veru lífsnauðsynlega. En allar tilraunir til þess að ná samkomulagi um fram- kvæmd afvopnunarinnar hafa strandað á því, að Rúss ar hafa ekki viljað fallazt á raunhæft eftirlit með tak- mörkun vopnabúnaðar eða afvopnun. Hinsvegar hafa þeir flutt róttækar tillögur um að heimurinn skuli hafa afvopnazt á næstu fjórum ár um. Margt bendir til þess, að á meðan Rússar neita að fall- ast á eftirlit í sjálfum Sovét- ríkjunum með vopnabúnaði en krefjast þess hinsvegar að fá að halda uppi slíku eftirliti í Bretlandi og Bandaríkjunum, þá sé lítils árangurs að vænta af hinum orðmörgu ræðum á alþjóð- legum ráðstefnum um nauð- syn afvopnunar. Þ A Ð var ekki sá rétti Gordon Arnold Lonsdale, sem tók brosandi á móti 25 ára fangelsisdómi í London fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Um örlög Gordons Lons dales vita engir nema Rússar. En hver er þá maðurinn, sem situr nú í brezku fangelsi með félög lærði fljótt að meta konur og vín. Peningaskort þekkti hann ekki. Á bankareikningi hans í Sviss voru gildir sjóð- ir. HRINGURINN Og svo — í marz 1955 stóð Lonsdale ,,nemandi“ allt í einu á götu í London. Hann kom sér fyrir sem verzlunar- manni, aðaliega með „Juke- box“, sem eru plötuspilara- sjálfsalar fyrir veitingahús, og varð brátt vel þekktur, ekki Gordon Lonsdale, sem dæmdur var í 25 ára fangelsi. um sínum fjórum? — Það veit enginn nema hann sjálfur, og Moskva. Brezka leyniþjónustan er sannfærð um að fangí hennar er rússneskur borg ari. Leyniþjónustan telur einnig að hann eigi konu í Moskvu, Galyusha, sem hann hefur skrifazt á við á mikrofilmum. Þetta er saga Gordons, eftir því sem vitað er nú: Hinn rétti Gordon Lonsdale fæddist 27. ágúst 1924 í Ontario í Kanada, þar sem faðir hans var námuverka- maður. Móðirin var finnsk og hét Olga. Foreldrar Gordons skildu 1931 og hann fór heim til Finnlands með móður sinni. Þar bjuggu þau á svæði, sem Rússar fengu eftir heimsstyrj- öldina síðari. Síðan er ekkert um þau vitað. YFIRSJÓN RÚSSA í nóvember 1954 kom rúss- neskt flutningaskip til Van- couver í Kanada og þar laum- aðist maður nokkur í land. í vasanum hafði hann fæðing- arvottorð Gordons Lonsdales. Hann þóttist vera nemandi, fékk ökuskírteini og seinna kanadis'kt vegabréf er hann hugðist fara til Evrópu „til að læra kínversku." Vitað er með vissu að mað- urinn er ekki hin.. rétti Gordon Lonsdale, því við fæðingu hlaut Gordon skurð- aðgerð, sem njósnarinn Gordon sýnir engin merki. Þetta virðist eina yfirsjón rússnesku leyniþjónustunnar. Á öllum öðrum sviðum gerði hún hann að ,,hinum rétta Gordon Lonsdale". Hann fékk æfingu í því að vera „maður frá hinum vestræna heimi“. að venjast lifnaðarháttum kapitaliskra landa — og hann sízt hjá stúlkum. Hann var að verða reiðu- búinn að taka til starfa við sína réttu iðju. Hann komst í samband við Peter og Helen Kroger, ,,hringurinn“ var myndaður. Kroger hjónin voru bandarískir njósnarar, sem flúið höfðu land vegna ótta við handtöku fyrir njósnir. Þar gengu þau undir nöfn- unum Lorna og Maurice Coh- en. Þau komu til London árið 1955, settu þar upp bókaverzl- un og náðu sambandi við Lonsdale. SVIKARI MEÐ LEYNISKJÖL Svo voru það brezku með- limir njósnahringsins, Henry Houghton skritfstofumaður hjá flotanum og unnusta hans Ethel Gee, sem bæði höfðu aðgang að leyniskjölum. Brátt var fyrirskipununum frá Moskvu hlýtt, njósnahringur- inn fekinn til starfa. Houghton var áður undir- foringi í brezka flotanum og hafði startfað þar í 27 ár. En hann var löngu orðinn svik- ari við föðurlandið. Hann hafði um tíma gegnt þjónustu í sendiráði Breta í Varsjá og komst þar í samband við rússnesku leyniþjónustuna. Hann var sendur heim fyrir drykkjuskap og ó'heppilegt kunningjaval. » * * Fréttirnar tóku að streyma frá heimili Krogers hjónanna til Moskvu. Voru þær ýmist sendar á senditaeki, sem falið var í kjallara hússins, eða að fréttimar voru faldar í bók- um, sem Kroger sendi „við- s(kiptavinum“ á meginlxand- inu. Mikil ánægja ríkti í Moskvu en í Bretlandi voru allt * of margir sem töldu að „svona hlutir geta ekki komið fyrir hér“. (Johs. Aakard í Ekstrabladet)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.