Morgunblaðið - 29.03.1961, Side 17

Morgunblaðið - 29.03.1961, Side 17
Miðvikudagur 29. marz 1961 MORGVNBLAfílÐ 17 — Útvarpsumræður / Framhald af bls. 1. / 4. spurningunni væri bezt svar að með samanburði á afrekum vinstri stjórnarinnar og viðreisn- arstjórnarinnar, sem á öllum svið um væri hinni síðarnefndu hag- stæður. Félagslegt öryggi vaxið Ragnhildur Helgadóttir gat tveggja mála, sem sérstaklega snertu konur og núverandi stjórn arflokkar hefðu beitt sér fyrir. I'yrir forgöngu Auðar Auðuns ihefði lögunum um fjármál hjóna vSrið breytt þannig, að nú giltu aðeins ein lög um þessi mál, en gömul og ranglát lög verið úr gildi felld. Þá hefðu nýleg-a verið sam- iþykkt lög um 1-aunajöfnuð íkvenna og karla, en það frv, var flutt af nokkrum þingmönnum 'Alþýðuflokksins í efri deild. Sam Ikvæmt þeim skal á árunum 1962' —1967 hækka laun kvenn-a til samræmis við laun k-arla í al- mennri verkakvennavinnu, verk- smiðjuvinnu og verzlunar- og skrifstofuvinnu. í sambandi við þetta mál minnti Ragn-heildur Helgadóttir á, að þeir sem mest hefðu sig nú í frammi af hálfu stjórnarand- stæðing-a í þessu máli, hefðu haft svo góða aðstöðu til þess að koma rnálinu fram sem hugsazt gæti án þess að aðhafast nokkuð. Þá minnti Ragnhildur á, að fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinn- ar hefði félagslegt öryggi borgar- anna vaxið stórleg-a með auknum almannatryggingum. Vegna um mæl-a stjórnarandstæðinga í fyrra Ikvöld um aðgerðir ríkisstjórnar- Snnar í húsnæðismálum, sagði -hún, að ríkisstjómin leitaðist við að leysa vanda þeirra á -grundvelli stefnu Sjálfstæðis- flokksins, þ.e.a.s. með því að stuðla að því, að fólk geti eign- azt sínar eigin íbúðir. Eina leiðin til fulls bata Magnús Jónsson ben-ti Karli Guðjónssyni, sem óskapazt hefði yfir því, að ríkisstjórnin stofnaði Rússl-andsviðskiptunum í hættu, á að ganga inn með Suðurlands- íbraut og virð-a fyrir sér alla rúss nesku bíl-ana, sem ekki gengju út, þrátt fyrir fríðindi kaupend- um til handa. Þá sagði Magnús, að aldrei befði stjórnarandstaða verið eins hóflaus og ábyrgðarlaus og nú- verandi stjórnarandstaða, enda ofbyði mörgum óbreyttum fylg- ismönnum henn-ar málflutningur henn-ar og hátterni. Magnús vék nokkuð að ferli vinstri stjórnarinnar. Kvað hann sögu hennar samfellda rauna- sögu að meginefni, þótt því væri auðvitað ekki að neita, að hún hefði látið nokkuð gott af sér leiða. Um efnahagsráðstafanir ríkis- stjórnarinnar á sl. ári sagði hann, að fylgismönnum stjórn- arinnar hefði vissulega verið -ljóst, að með þeim var Verið að marka stefnu, sem ekki væri líkleg til þess að vekja ánægju hjá neinum í fyrstu. En þeim fjölgaði nú óð- um, sem viðurkenni, að þótt skurðaðgerðin hefði verið sárs- aukafull, þá hefði hún verið eina leiðin til þess að ná full- um bata. Æ fleiri skildu nú, að ekki hefði verið um aðra leið að ræða. Næstu verbefni Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráóherra kvað þessar útvarpsum- ræður hafa orðið ríkisstjórninni og stuðningsflokkum hennar hag stæð-ar, því að þjóðin hefði átt þess kost að kynnast betur stefnu leysi stjójrnarandstöðunnar. Ljóst væri, að stjórnarandstað-an hefði engin úrræði tiltæk og hefði því te’.:ið þann kost að vera á móti öhu, sem ríkisstjórnin hefði fra.-n aC 'æia. Þf vék ráðherrann að þvi á'iaridi, sem hér ríkti, þeg-ar nú- verandi ríkisstjorn tók við vö'd- um öllum s-anngjörnum mönn- um væri nú lj Sst, að eins og koíii 1 Málþóf á Alþingi Stjórnarandstæingar héldu uppi miklu málþófi á þingi í allan gærdag, bæði í sam- einuðu þingi og neðri deild, bersýnilega annað hvort í þeim tilgangi að koma í veg fyrir, að þingið geti lokið störfum sínum fyrir páska eða þeim að knýja ríkis- stjórnina til að draga til baka mál, sem afgreiðslu þurfa að ná. f neðri deild var frv. til laga um síldarúúvegsnefnd til 2. umræðu. í efri deild urðu til- tölulega litlar umræður um frv., og engar við 1. umræðu í neðri deild. Báru málþófs- mennirnir það fyrir sig, að þá hefði ekki órað fyrr því, að af- greiða ætti frv. og þess vegna naumast rætt það. Og einn þeiira, Gunnar Jóhannsson, gekk meira að seg.ia svo langt að játa, að hann vissi í raun og veru ekki, hvort það horfði til bóta eða ekki, því að hann hefði elaki kynnt sér efni þess nægilega vel, en auðvitað var liann samt á móti því! — Áttu umræður um frv. að halda áfram að loknum útvarpsum- ræðum í nótt. í sameinuðu þingi var þings ályktunartillaga Benedikts Gröndal um úthlutun lista- mannalauna 1961 ásteitingar- steinn þeirra. Efni tillögunn- ar var það, að kosin skyldj 5 manna nefnd ti! að skipta f jár veitingu í f járlögum fyrir árið 1961 til skájda, rithöfunda og listamanna. Báru stjórnarand- stæðingar fram f jölda af breyt ingartillögum v*ð tillögu Bene dikts, en þó tókst að koma afgreiðslu hennar svo langt á- leiðis, að aðeins er eftir að greiða atkvæði um tillöguna og breytingartillö-gurnar. ið var, hefði aðeins verið um tvei.-nt að vei.a. Annars vegar það að láta hiiir.it koma og hios vegar það að tika upp nýja sfcinu, sem skapaði grundvöll að r.ý'i’m kjara j*’i’i-n þott hún yili ni'rkrum sársauka i fyrstu. I lok rœðu sinnar vék landbún- aðarráðherra að nokkrum naestu verkefnum stjórnarinnar. Sagði hann, að stjórnin mundi láta gera framkvæmdaáætlun fyrir næstu ár, í undirbúningi væri heildar- endurskoðun á vegalögum, unnið væri að heildaráætlun um sjálf- virk símakerfi um land allt, fram mundi fara athugun á hafn armálum með það fyrir augum að bæta hafnarskilyrði. Þá mundu verða gerðar ráðstafanir til aukinnár ræktunar og fram- fara í landbúnaðarmálum, lei-tast við að koma stoðum undir lána- sjóði land-búnaðarins og athugun færi fram á því, hvernig mætti auka tekjur af erlendum ferða- mönnum. Þá mundi athugað hvernig bezt mætti nýta sjávar- aflann og hvernig skipastóllinn verði bezt hagnýttur. Þá mundu flugmál íslands verða tekin til athugunar, enn fremur húsnæðis- mál og athugun mundi fara fram á því, hverig jarðhitinn yrði bezt hagnýttur, Ekki lifað um efni fram Helgi Bergs sagði, að efnahags- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar hefðu leitt til þess, að framleiðsla þjóðarinnar hefði dregizt saman. Aðalviðbára stjórnarinnar fyrir viðreisninni hefði verið sú, að þjóðin hefði lifað um efni fram. Þetta væri ekki rétt, heldur hefði þjóðin þvert á móti lagt meira fyrir en flestar aðrar þjóðir. Sigurvin - Einarsson spurði, vegna hugleiðinga Birgis Finns- sonar í fyrrakvöld um málþóf stjórnarandstæðinga að undan- förnu, hvort hrein einræðis- stefna væri að rísa upp innan ríkisstjórnarinnar? Síðan gerði Sigurvin nokkurn samanburð á fyrirheitum stjórn- arflokkanna fyrir kosningar og efndum þeirra eftir kosningar. Taldi hann, að þar væri allt á sömu bókina lært, eintóm svik. Dýrtíðarflóðið, vaxtabyrðin og lánsfjárkreppan útilokar allar framkvæmdir hjá þeim, sem eiga að lifa af launatekjum, sagði Sig- urvin. Samvinna um utanríkismál Ólafur Jóhannesson lýsti því yfir, að þáttaka Isldnds í Atlants hafsbandalaginu væri engan veg inn samrýmanleg hlutleysis- stefnu. En af þátttöku í banda- laginu leiði þó ekki, að hér þurfi ævinlega að vera her. Það hefði þvert á móti verið gengið út frá því, þegar íslendingar gerðust aðilar að bandalaginu, að hér þyrfti ekki að vera her á friðartímum. Afstaða fram- sóknarmanna til varnarsamnings ins hefði ætíð verið í samræmi við þessa yfirlýsingu. Fram- sóknarflokkurinn vildi ekki hafa hér her á friðartímum og ekki degi lengur en þörf væri á. Stefna hans væri því ó- breytt og fastmótuð. Þá lagði Ólafur Jóhannesson áherzlu á, að þrátt fyrir á- greining í innanlandsmálum þyrftu þeir stjórnmálaflokkar, sem aðhylltust sömu grundvall- arsjónarmið, að standa saman í utanríkismálum. — Ræðu sinni lauk hann með því að lýsa yf- ir, að hér þyrfti að mynda rík- isstjórn á breiðum grundvelli. Sigurður Ingimundarson gerði samanburð á efnahagsmálastefnu vinstri stjórn-arinnar og uppgjöf — Ræða Bjarna Framhald af bls. 13. úrræði til lausnar vandanum, sem yrði óviðráðanlegur, ef ekki yrði að gert. Háttvirtur þingmaður, Hermann Jónasson, lét og að því sinni ekki sitja við orðin ein. Hann fór úr for- sætisráðherrasessi, sem hann hafði að sögn síns gamla læri- meistara, Jónasar Jónssonar, talið sér áskapað að sitja og mikið á sig lagt til að öðlast á ný eftir fjórtán ára fjarveru. Hver trúir því, að Hermann Jónasson hafi gert það að gamni sínu að hverfa frá þeim völdum og vanda, sem hann þangað til taldi sig manna bezt færan til að fást við? Nei, það voru hvorki ofsjón- ir né ímyndanir hjá Hermanni Jónassyni, þegar hann hinn 4. des. 1958 sá hina nýju verð- bólguöldu rísa svo hátt, að hann kaus að hleypa stjórn- málafleyi sínu í strand, heldur en að sigla þann ógnarsjó. — Aldan grandaði vinstri stjórn- inni af því, að þar var hver höndin uppi á móti annarri og ekki samkonaulag um neitt. Og það bætir sízt hlut þeirra fé- lagsbræðra, þótt þeir lóti svo sem vandinn hafi enginn verið, þegar þeir sjá, að aðrir eru komnir vel á veg með að leysa það, sem þeir sjálfir töldu ó- viðráðanlegt. Hrakspár orðið sér til skammar Eða hvað segja menn um fullyrðingar Alþýðbandalags- manna þess efnis, að ekkert hafi þurft að gera, þegar þeir sjálfir í hinu orðinu færa rök að því, að þrátt fyrir ótal verk- föll, kauphækkanir, óhemju fjárfestingu og aukningu þjóð- artekna, þá hafi kjör launþega raunverulega stórversnað frá styrjaldarlokum? Að svo miklu leyti, sem þessi rökfærsla er rétt, hlýtur hún að leiða til hennar annars vegar og núver- andi stjórnarstefnu hins vegar. Hann gat um tillögur kommún- ista í vinstri stjórninni til að reyna að stemma stigu við hinni háskalegu þróun. Mundu komm- únistar ekki hafa fögur orð um allar þær ráðstafanir, ef andstæð ingar þeirra framkvæmdu þær. í lok máls síns gerði Sigurður ýtarlega grein fyrir skqðunum hagfræðings norska Alþýðusam- bandsins, Draglands, sem hér var í sumar á vegum launþega- samtakanna og lýsti stuðningi við viðreisnina. Alltaf við hlið kommúnista Friðjón Skarphéðinsson ræddi nokkuð um ábyrgðarlausa stjórn arandstöðu framsóknarmanna og kommúnista, og benti á, að þau undur hefðu nú gerzt, að fram- sóknarmenn legðu ítrustu stund á að standa við hlið kommún- ista í hverju einasta máli og létu áttavita þeirra algerlega ráða ferðinni. Þá ræddi Friðjón nokkuð um launajafnaðarlögin nýju. Lagði hann áherzlu á, að með þeim væri samningsréttur kvenna til þess að ná fullu jafnrétti á skemmri tíma en 6 árum, eins og lögin gera ráð fyrir, í engu skertur. Ákvæði þeirra tryggðu aðeins, að fullu jafnrétti yrði nóð eftir 6 ár. Emil Jónsson, sjávarútvegs- málaráðherra, lýsti því yfir, að stefna ríkisstjórnarinnar í vam- armálunum markaðist af því, hvað hverju sinni væri nauð- synlegt öryggi landsins og bandalagsþjóða okkar. Þá benti hann á, að stjórnar- andstæðingar reyndu að mikla mjög þá kjaraskerðingu, sem orðið hefur, en gleymdu hins vegar alveg að geta þess, að um áramótin 1958—59 voru þeir reiðubúnir til að lækka allt kaupgjald um 5—6%, aðeins ef þeir fengju að sitja áfram í ríkisstjórn. Þá gleymdu þeir í gagnrýni sinni á viðreisninni að geta þeirra hliðarráðstafana, sem gerðar hefðu verið og mið- uðu að því að draga úr sárasta broddi þeirra. Alfreð Gíslason kvað stjórnina ekki geta þrætt fyrir, að hún hefði þrengt kost bænda og annarrar alþýðu, lagt nýjan söluskatt á brýnustu nauðsynjar fólksins og hleypt erlendum fiskiskipum upp að landsteinun- um. En það vantaði svo sem ekki, að ríkisstjórnin hefði nóg af af- sökunum á takteinum, og væri það í samræmi við hið gamal- kunna, að árinni kennir illur ræðari. Órofa samstaða verka- manna nauðsynleg Lúðvík Jósefsson sagði, að sannarlega væri ekkert bata- merki í peningamálum þjóðar- innar, sem auðvitað væri ekki von, þar sem þjóðarframleiðsl- an ykist ekkert. Viðreisnin sæi fyrir því, að svo gæti ekki orð- ið. — Þá sagði Lúðvík, að búast mætti við því, að vinnustöðv- anir séu framundan, þar sem ríkisstjórnin skyti sér þar und- an öllum vanda. Hannibal Valdimarsson kvaðst frá öndverðu hafa litið á launa- jafnrétti kvenna sem mannrétt- indamál, eins og allir sæmilegir jafnaðarmenn hlytu að gera. Hin nýju lög, sem nú hefðu verið sefct um þessi efni, væru hreinasta smán. Stjórnarflokkarnir hefðu fellt allar tillögur stjórnarand- stæðinga, sem miðuðu að fullu launajafnrétti kvenna og karla, en í þess stað lamið þessa ómynd í gegnum þingið á seinustu dög- um þess. í lok ræðu sinnar hét Hannibal á alla verkamenn að sýna órofa samstöðu frá þessari stundu og vera við því búnir að knýja kröf- ur sínar fram með samtakamætt’ sínum. þess, að eyða verði þeirri mein- semd, sem hindraði kjarabætur. Sú meinsemd er verðbólgan, sem núverandi ríkisstjórn hefur markvisst ráðist gegn og reynir að eyða með sömu ráðum og ein hafa reynzt áhrifarík ann- arsstaðar. Fjarri fer, að því verki sé enn lokið. En hálfnað er verk þá hafið er, og mjög góður árang- ur er nú þegar kominn í ljós eftir rúmlega eins árs viður- eign. Hrakspár stjórnarandstæðinga hafa orðið sér til skammar. Á miðju síðastliðnu ári létu for- ystumenn stjórnarandstæðinga það hiklaust uppi, að stjórnin mundi hrökklast frá fyrir eða í síðasta lagi um áramót vegna þess, að viðreisnarkerfið mundi hrynja saman. Til frekari áhe^zlu þessu spjalli var í blöðum og á mannafundum hót- að með „Alþingi götunnar“ og „japönsku ástandi“. ef ríkis- stjórnin semdi við Breta um landhelgismálið. Stjórnin í sókn Margt hefur síðan verið spjallað innan þingsala og utan. En allir sjá, að stjórnin er nú í sókn en andstæðingar hennar fara hverja hrakförina eftir aðra. Sú útreið er sannarlega ekki því að kenna, að stjórnar- andstæðingar hafi verið orð- lausir. Nei, þeir hafa talað og talað, nótt sem nýtan dag. Þeg- ar ég hef hlustað á sumt af því, sem þeir hafa sagt, hefur mér komið til hugar það, sem haft er eftir kerlingunni: „Hvernig á ég að vita hvað ég hugsa fyrr en ég heyri hvað ég segi“. Hinir hreinskilnari stjómar- andstæðinga játa nú, að þeir sjái mikið eftir að hafa ekki hugsað sitt ráð áður en þeir töluðu. Á sínum tíma gáfust þeir upp fyrir þeim vanda, sem þeir sjálfir segja nú, að ekki hafi verið til. Síðan hafa þeir látið sér nægja að vera á móti því, sem aðrir hafa gert. Mér dettur ekki í hug, að nú- verandi ríkisstjórn sé gallalaus. En hún hefur reynt að gera sér grein fyrir þeim vandamálum, sem að steðjuðu. Síðan hefur hún íhugað með beztu manna ráði, hver úrræði væru fyrir hendi og ekki hikað við að taka þær ákvarðanir, sem hún var sannfærð um, að þjóðinni væru fyrir beztu. Launþegar eiga mest í húfi Reynslan hefur þegar sannað, að vandinn verður ekki leystur með því að þykjast ekki sjá hann né með úrræðum eða rétt- ara sagt úrræðaleysi stjórnar- andstæðinga. Hún á eftir að skera úr um, hvort okkur tekst svo sem hugur okkar stendur til. Vist er, að allir landsmenn eiga mikið undir því að tilraun okkar takist og engir þó meira en verkalýður og launþegar. Ef sæmilegt jafnvægi í efnahags- málum næst til frambúðar, skap ast þar með mestar líkur fyrir því, að almenningur verði, svo sem efni standa til, aðnjótandi hækkunar þjóðartekna. Viðleitni ríkisstjórnarinnar stefnir að því, að svo megi verða, jafnframt því sem hún miðar að því að tryggja grund- vöir núverandi atvinnuvega og fjölga þeim með hagnýtingu þeirrar orku, sem í landinu býr. Þar eygjum við nú meiri og framkvæmanlegri möguleika en nokkru sinni fyrr. Ef þá tekst að nýta, fást nýjar og traust- ari stoðir undir afkomu þjóðar- heildarinnar, svo að hún verður ekki eins háð veðurfari, sjávar- afla og verðlagi á einhæfri framleiðslu og verið hefur. Ég fullyrði, að þessir möguleikar eru fyrir hendi, um leið og ég játa, að ný verðbólga getur eytt þeim og enn ýtt okkur aftur á bak. En við skulum hvorki láta hrekjast aftur á bak né af leið, því að ef við höldum svo fram sem nú horfir, þá erum við vissuléga á leiðinni til bættra lífskjara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.