Morgunblaðið - 29.03.1961, Side 24
íþróttir
Sjá bls. 22
Rœða Bjarna
Benedikissonar
Sjá bls. 13.
EINS og blaðið skýrði frá sl.
fimmtudag er afli nú miklum
mun minni í verstöðvunum
sunnan og vestan lands en var
á sama tíma í fyrra.
Blaðið hefir nú aflað sér
upplýsinga um verðmun þann
sem er á aflanum nú og var i
fyrra og er þá miðað við afla
þann, sem kominn var á land
15. þ.m. bæði árin og hann met
inn að útflutningsverðmæti.
Þorskafli bátaflotans er nú
32 þús lestir, en var í fyrra 67
þús. lestir Verðmæti aflans nú
er 168 milljónir kr. en var
í fyrra 351,75 milljónir. Síld-
araflinn er nú 20 þús. lestir
og að verðmæti 75 milljónir
króna, en var enginn í fyrra
á sama tíma.
Aflaverðmætið er því 108,75
milljónum króna minna nú en
var í fyrra hinn 15. marz.
Verðmæti aflans er mjög
varlega áætlað og mun óhætt
að fullyrða að það nemur vart
minnu en 110 milljónum kr.,
sem bapast hefir fyrir hve
minna hefir verið dregið á
land það sem af er þessari
vertíð. Tölur þessar miðast við
óslægðan fisk, sem komið hef-
Holtavörðuheiði fœr
stórum bílum
STAÐ, Hrútafírði, 28. marz. —
Héðan fóru 15 flutningabílar suð
ur yfir Holtavörðuheiði í dag og
voru þeim til hjálpar tvær jarð-
ýtur og einn snjóplógur. Ferðin
gekk allvel og voru bílarnir 3
klst. á leiðinni í Fornáhvamm.
Áætlunarbílar frá Norðurleið
'komu síðar í þessa sömu slóð á
leið sinni norður og gekk þeim
ágætlega og gera ráð fyrir að
komast alla leið til Akureyrar í
kvöld, en þeir fá hjálp yfir Öxna
dalsheiði. Af hinum fyrrgreindu
bílum höfðu 6 verið tepptir hér á
Stað síðan á laugardag og sunnu-
dag. Nú er komið hér bezta veð-
Afhendir
trúnaðarbréf
HINN 24. marz sl. afhenti Pétur
Thorsteinsson, ambassador for-
seta Svisslands trúnaðarbréf sitt
sem sendiherra íslands í Sviss,
með búsetu í Bonn.
(Frá utanríkisráðuneytinu)
Jóhannes G^ir
Jónsson
MSTKYNNING Mbl. sýnir um
þessar mundir má'lverk eftir Jó-
hannes Geir Jónsson listmálara
í sýningarglugga blaðsins. Jó-
hannes Geir er í hópi hinna yngri
og efnilegustu listmálara okkar.
Hann hefur stundað nám í list
sinni bæði hér heima og í Kon-
unglega listaháskólanum í Kaup
mannahöfn. Hann hefur haldið
sjálfstæðar sýningar hér heima
og tekið þátt í samsýningum. Hef-
ur hann oft fengið ágæta dóma
fyrir verk sín.
Jóhannes Geir sýnir nú fjög’ur
©líumálverk í sýningarglugga
blaðsins. Eru þau öll í einkaeign.
ur og snjór er ekki mikill í byggð.
Hins vegar er mikill snjór á
Holtavörðuheiði og óhæP mun
að segja að eins og er, er ófært
nema stórum bílum.
— Magnús.
Lislkynning Mbl.
Mokafli á
Eyjafirði
DALVÍK, 28. marz. — Þótt
aðeins tveir netabátar leggi
hér upp afla sinn berst nú
meiri fiskur á land í hverri
sjóferð en áður eru dæmi til
og svo virðist sem alltaf sé að
aukast fiskmagnið bæði á
Gjögramiðum og eins á Ólafs-
firði, allt inn að Migindi.
I gær var bezti afladagurinn
fram til þessa. Fékk Hannes
Hafstein um 20 tonn og Máni
frá Skagaströnd 17 tonn. Átti
hann net sín á Ólafsfirði, en
Hannes út af Gjögrum, sum-
part var þetta tveggja nátta
íiskur.
Báðir þessir bátar leggja
upp á söltunarstöð Egils Júlíus
sonar. Aðrar stöðvar eru ekki
starfandi enn. Eins og kunnugt
er strandaði togskipið Björg-
vin um síðustu mánaðamót og
hefir verið í slipp á Akureyri
undanfarið. Er viðgcrðinni lok
ið og kom skipið til Dalvíkur
í gær og mun að öllum líkind-
um fara út í kvöld. — SPJ.
ir á land á svæðinu frá Horna
firði til Stykkishólms.
Góð sef-
ve'.ði
SL. NÓTT kom hingað til Akur-
eyrar norska íshafsbjörgunarskip
ið Salvator, en það er á þessum
tíma að hjálpar- og björgunar-
störfum með norsku selveiðiskip
unum í Vesturísnum. Hingað kom
skipið með sjúkan mann, er slas-
ast hafði á öxl og þurfti læknis-
aðgerðar. Skipsmenn segja að sel
veiðin hafi gengið mjög vel í ár
og mörg skip væru þegar farin
heim með fullfermi. önnur væru
í þann veginn að ljúka veiðum,
og fá fullfermi. Nokkur skip
hfðu fengið minna. Skipstjórinn
á Salvator telur þetta beztu sel-
veiðivertíð um árabil og þakkar
það einkum því að skipin fundu
selinn strax er þau komu á mið-
in. Veiðarnar hafa að mestu farið
fram milli Grænlands og Jan
Mayen. Veður hefur verið sæmi
legt, ísinn ekki mikið á hreyf-
ingu, en frost mjög hörð. Salvator
fór héðan laust eftir hádegi í dag.
Hafði þá verið gert að sárum
hins slasaða manns og fór hann
með skipinu aftur. — St. E. Sig.
Eldborg með yfir
1000 tn. síldar
HAFNARFIRÐI — í gær
fékk Eldborgin milli 1000 og
1100 tunnur síldar austur á
Selvogsgrunni, og var hún
eini báturinn héðan, sem var
þar með síldarnót. Er hér
um að ræða ágæta síld, er
verður söltuð og fryst.
Aðrir bátar eru með
þorskanet og hefur verið
fremur tregt hjá þeim und-
Verður hengdur
Addis Ababa, Eþíópíu, 28. marz.
— (Reuter) —
MANGHISTU Neway her-
foringi, fyrrum stjórnandi
lífvarðar keisarans, var í
dag dæmdur til opinberrar
hengingar fyrir þátt þann,
er hann átti að misheppnaðri
byltingartilraun í Eþíópíu í
desember sl.
Haínarfjörður
HAFNARFIRÐI. — Stefnir,
fél. ungra Sjálfstæðismanna,
heldur málfund í Sjálfstæðis-
húsinu í kvöld, og hefst hann
kl. 8,30. Þar flytur Eggert
Isaksson bæjarfulltrúi erindi
um gang bæjarmálanna. Stefn
is-félagar eru hvattir til að
fjölmenna og taka með sér
gesti.
Tveir aðrir herforingjar
yoru ákærðir með Neway og
hlutu þeir 15 og 10 ára
fangelsisdóma.
Byltingartilraunin var gerð 14.
desember meðan Haile Selassie
keisari var í opinberri heimsókn
í Brasilíu. Handtóku byltingar-
menn ýmsa leiðtoga þings og
stjórnar og lýstu því yfir að
Asfa Wassen ríkisarfi sonur Haile
Selassie tæki við af föður sinum,
án þess þó að ráðgast um það við
prinsinn. Kváðust byltingarmenn
ætla að binda endir á „3.000 ára
óréttlæti“.
Keisarinn hélt þegar heim frá
Brasilíu og stuðningsmönnum
hans tókst að bæla niður bylting-
una á tveim dögum.
Samkvæmt upplýsingum ríkis-
stjórnarinnar létu rúmlega 300
manns lífið og 800 særðust í bylt
ingunni.
Réttarhöldin fór fram fyrir opn
um dyrum og áttu ýms lönd þar
áheyrnarfulltrúa.
anfarið. I gær var þó all-
sæmilegur dagur, en þá voru
þeir með frá 6 tonnum og
allt upp í 40. — Togarinn
Júní kom af veiðum í gær
og var aflanum skipað hér á
land. — G. E.
Bæjarkeppni
HAFNARFIRÐI. — Á skírdag
fer fram bridgekeppni milli Hafn
firðinga og Selfyssinga og keppa
5 sveitir frá hvorum. Er þetta í
15. sinn, sem þessir aðilar heyja
keppni sín í milli og unnu Sel-
fyssingar í fyrra.
Keppnin fer fram hér í Hafn-
arfirði og verður spilað í Alþýðu-
húsinu. Hefst keppnin kl. 1,30.
Miklar annir við
Akranesliöfn
AKRANESI, 28. marz. — Allir
bátarnir hér eru á sjó nema einn,
auk nýja bátsins Haraldar, sem
enn er óráðið um hvaða veiði-
aðferð stundar. í gær lönduðu
þeir samtals 115 lestum. Afla-
hæstir og jafnir voru þrír, allir
með 14 lestir hver, þeir Sigurfari,
Fram og Svanur. Aldrei í manna
miíinum hefir verið eins mikið
um að vera við höfnina eins og
í dag. Hér er Reykjafoss og lestar
skreið og saltfisk. Útlent skip,
Alfa að nafni, losar salt og Hug-'
rún lestar tómar tunnur fyrir
síldarútvegsnefnd. í gær var Sel-
foss hér og lestaði freðfisk og
hvalkjöt. — Oddur.
SVONA var umhorfs í brezka
togaranum St. Nectan, þegar
hann kom inn til Seyðisfjarð-
ar eftir hrakningana um helg-
ina. Eins og skýrt var frá í
blaðinu í gær, var hann stadd
ur vestur af Grímsby á laugar
daginn, þegar hann fékk á sig
sjó, sem braut brúna og eyði-
lagði öll siglingatæki og loft-
skeytatæki. Stuttu eftir þetta
alvarlega áfall varð aff höggva
björgunarbátana frá skipinu
vegna ísingar. Skipstjóri þorffi
ekki aff sigla nálægf landi, en
sigldi austur meff norffur-
ströndum og suöur með Aust-
urlandi, unz neyðarmerki hans
sáust frá Borgarfirffi eystra.
Brezki togarinn Victrix fylgdi
honum svo til Seyffisfjarffar.
Ljósmyndari: Ólafur Björns
son ,Seyðisfirði.
Háskólaíyrirlest-
ur um trúarlegar
leikbókmenntir
DR. E. MARTIN Browne, leik-
stjóri og prófessor, mun flytja
tvo fyrirlestra í háskólanum um
trúarlegar leikbókmenntir. Fyrri
fyrirlesturinn var fluttur í gær-
kvöldi og nefndist hann „Early
Religious Drama“, en síðari fyr-
irlesturinn verður fluttur í
kvöld, klukkan 20,30 og
fjallar hann um „Modern Religi-
ous Drama“. Dr. E. Martin
Browne og kona hans, leikkonan.
Henzie Raeburn, les upp kafla úr
leikritum til skýringar.
Fyrirlestrarnir eru fluttir f
1. kennslustofu háskólans, og er
öllum heimill ókeypis aðgangur.
Enn jnínleflí
Á MÁNUDAGINN léku þeirl
Botnvinnik og Tal sjöttu skákj
sína í keppninni um heims-J
meistaratitilinn. Lauk henni \
meff jafntefli eftir 25 leiki.
Staffan er nú þannig aff Botn (
vinnik hefur 314 vinning, TalJ
2%.
110 milljón kr. tjón