Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.03.1961, Blaðsíða 3
Fimmíudagur 30. marz 1961 MORWISBIAÐIÐ T 3 Sr. Jon Anðuns, ddmprófastur: r ÞAÐ er ótrúlegt en satt, að á síðasta ári komu hvorki meira né minna en 466,114 börn á barnaleik- vellina í Reykjavík, sem um síðustu áramót voru 19 talsins. Og þar að auki er bæjarbúum séð fyrir 31 leiksvæði fyrir börn og unglinga. arar „húshjálpar" njóta reyk- vískar mæður ókeypis. □ □ □ Smábamagæzlan nær til allra barna á aldrinum 2—6 ára og við þessa gæzlu starfa nú 35 stúlkur ‘hjá Reykjavík- urbæ. Þetta er erfitt starf, því oft er barnahópurinn æði stór og erillinn mikill. Fjölsóttasti leikvöllurinn er við Rauðalæk. Þangað komu 39.682 börn á síðasta ári (samkv. fyrrgreindri talning- araðferð). Og litlu ,,gestirn- ir“ voru þar fleiri í maímán- uði en nokkum öðrum mán- uði, eða 4.650 talsins. — Leik völlurinn við Stakkahlíð var næstur í röðinni. Hann fékk 35.063 heimsóknir á síðasta ári — og þar næst kom völl- urinn við Skúlagötu með 32.881 barn. Fjórði í röðinni var sá við Ljósheima með 31.269 börn. Með sorgina að bakgrunni verð ur gleðin björtust. Með minning- ar langafrjádags í huga snertir fögnuður páskanna sálina dýpst. Yfir hugfallna, vonsvikna menn rann páskamorgunn með táknum og stórmerkjum, sem ekki var unnt að rengja. Hér var ekki teflt á hið tæpa vað vafa- samra bollalegginga. Vissa þess- ara manna, vottanna fyrstu, var 'byggð á bjargi staðreynda, sem þeir fengu að sjá og heyra og jafnvel þreifa á. Þeir sáu hið gersamlega óvænta og urðu að trúa. Og sannfæringuna færði þeim sjálfur hinn upprisni,' lif- andi lausnari. Á þessum grundvelli stendur kristin kirkja enn, stendur eða fellur ella. Og grundvöllurinn var lagður af rnanni, sem horfið hafði yfir dauðans djúp og kom sjálfur aftur til að sanna, að hann lifði þótt látinn væri. í>ar sem efasemdirnar grafa undan þessari staðreynd, er krist inni kirkju hætt. Á þessu bjargi staðreyndanna byggðu postularn ir hús, sem hrundi ekki, hvernig Nær hálf milljón heimsókna á barnaleikvellina sl. ár já, en börnin eru ekki svo mörg í Reykjavík, hugsar þú e. t. v. lesandi góður. Það er líka alveg rétt. En barnfóstr- urnar telja börnin tvisvar á dag, bæði fyrir og eftir hádeg ið. Börnin una sér vel á leik- völlunum, þar eru þau undir öruggu eftirliti barngóðra, en stjórnsamra stúlkna — og þess vegna er alltaf sægur bama á leikvöllunum. Sérstök smábarnagæzla er á 13 leikvallana og þeir eru á víð og dreif um allan bæ. Á þesum völlum annast tvær stúlkur börnin að jafnaði, frá 9—12 og 14—17 á sumrin, en tveimur tímum skemur í mesta skammdeginu. Og þess „Dömurnar" virðast þyngri en herramir. Grettisgötu-völlurinn er elztur þeirra allra, eða um það bil 45 ára gamall. Ljós- heima- og Kambsvellir eru nýjastir, fullgerðir 1959. Og enn stækkar bærinn og börn unum fjölgar stöðugt svo að enn eru nýir vellir 1 uppsigl- ingu. □ □ □ Fréttamaður Mbl, heim- sótti einn leil^vallanna á dög- unum — í fylgd með Jens Guðbjörnssyni, sem hefur yfirumsjón með öllum leik- völlunum fyrir hönd fræðslu stjóra Reykjavíkurbæjar. — Á leikvöllunum eru vistleg skýli þar sem gæzlukonurnar hafa aðsetur. Að vísu hafa þær ekki tíma til að setjast niður, þegar hvað mest er að gera, en nauðsynlegt er að hafa eitthvert afdrep, t. d. þegar hlúa þarf að börnun- um. Þetta eru myndarleg skýli, enda mjög nýleg á mörgum vallanna. Þar eru • salerni og oft er þar töluverð þröng, þegar kalt er í veðri, börnin mikið dúðuð — og seinlegt að hjálpa þeim. í föstruherberginu eru nauð synlegustu hjúkrunargögn, plástur til að líma á hrufluð nef og annað því um líkt. Þama er líka áhaldaherbergi, því Reykjavíkurbær hefur látið smíða geysimikið af leik-áhöldum fyrir leikvell- ina. Þar róla börnin sér, vega salt, fara í rennibrautir — og þau yngstu una sér vel í sandkössunum. □ □ □ Og þama er farið eftir sett- um reglum eins og alls staðar annars staðar: Foreldrar veða að sjá um fylgd fyrir böm sín til og frá leikvöll- urium — og sækja börnin á réttum tíma. Bömin verða að vera vel klædd. Það má held ur ekki ofbjóða litlu börnun- um með of langri dvöl á leikvelli, þegar veður er ekki upp á það bezta. Er foreldr- um skylt að fam eftir ábend- ingu gæzlukvenna hvað það snertir. Bömin hafa ekki með sér nesti og gæzlukonurnar ráða hvaða leikföng börnin mega hafa með sér inn á leikvöll. — Ef foreldrar fylgja ekki settum reglum og láta ekki skipast við að- varanir, geta gæzlukonur neitað að taka böm þeirra. En það kemur sjaldan eða aldrei fyrir, að grípa verði til slíkra ráðstafana, því sam- vinna foreldra og gæzlu- kvenna er yfirleitt mjög góð. □ □ □ Framh. á bls. 22 paa er gaman að renna ser a rassmum. sem stormar renginganna og steypiflóð ofsóknanna dundi á því. Þeir boðuðu aðeins það, seno þeir höfðu heyrt og séð. Foring- inn var kominn til þeirra aftur, var aftur með þeim, og uppris- inn fór hann fyrir þeim á sigur- för, sem á engan sinn líka í mann kynssögunni. • Vér horfum á þéssa menn, sem áður höfðu verið veikastir veikra en voru skyndilega orðnir að hétj um. Hvað hafði gerzt? Hér voru menn, sem komnir voru úr þröng um, dimmum dal, þar sem fjöll- in banna útsýn alla, og upp á tind, þar sem víðsýnið er enda- laust til allra átta. Nú sáu þeir hversu óendanlega dýrðlegri t»L veran er, en þá hafði áður grun- að, hversu víðlendari Guðs ver- öld. Upprisuundrin höfðu opnað þeim sýn yfir víðfeðmi veralda á bak við gröf og dauða. Nú varð þeim ljóst, að þrátt fyrir alla sína dýrð, er jörðin ekki annað en drungalegt, lítið dalverpi á hinu mikla megin- landi alheimsins. Lausnari þeirra var ekki dáinn, hann lifði í sama landi og þeir, aðeins hinum meg in fjallsins, sem lokaði dalverp- inu þeirra, og hann gat komið tM þeirra, nær sem þeir þyrftu ná- vistar hans við. Hvílíkt víðsýni þeim, sem áður höfðu naumast annað vitað en litla, þrönga dalinn. Þetta lifðu vottarnir fyrstu, þannig voru þeirra páskar. En hvað blasir við þér á þessum páskadegi, ef þú kemst á þenn- an sjónarhól, stígur upp á þenn- an tind? Vissulega ekki allar ráðgátur þínar í einu vetfangi leystar- Þess muntu þurfa að bíða lengi og leita lengi. En dásamlegt víð- sýni blasir þér við augum. Ver- öld, sem geymir vini þína, þá sem þú tregar og unnir mest. Fyr ir 100 árum var ungur sýslumað ur vestur á ísafirði. Hann missti konu, sem hann unni svo, að hún var honum óbætanleg. í ljóði, i sem hann kvað eftir hana látna, I eru þessi vísuorð: „Síðan Drottinn tók þig trúa, tvöfalt elska ég himininn". Hann stóð á sjónarhóli pásk- | anna, þessi maður, og nú átt þú, J á þessari hátíð, að sjá sömu sýn- j ir og hann, finna sama fögnuð og hann, sama sálarfrið. Og þessi nýja veröld, verður síðar heimkynni þitt. Þegar þú horfir yfir hana, færðu margar rúnir ráðnar um örlög þín, margt sem þú getur ekki skilið og ald- rei sætt þig við, meðan þú veizt ekki annað en dalverpið litla, sem nú er heimkyni þitt. Á þess um sjónarhóli fá nýja merking ýms þau rök þíns eigin lífs, sem áður voru þér hulin. Gleði þína og sorgir, sigra þína og ósigra, ljósa daga jafnt og dimmar næt- ur ævi þinnar sér þú í nýju ljósi. Og þegar þú ert kominn upp á þennan tind, sættir þú þig aldrei aftur við dalverpið eitt, hið þrönga, og þig undrar, að þú skyldir nokkurn tíma hafa unað við það eitt. „En dýpstu rökin þó eru ó- sögð enn“, í þeirri voldugu, víðu tilveru, sem við þér blasir af sjónarhóli páskanna, er Kristur hinn lifandi veruleiki, sem gefur ódáinsheimunum þeirra dýrð- lega gildi. Lausnari þinn, sem f litla dalverpinu lifir, og lausn- ari allra þeirra, sem fóru þá Bif- i röst, sem páskarnir brúa milli himins og jarðar. Láttu hann upprisinn leiða þig upp á tindinn og þar muntu sjá, hve miklu dásamlegri tilveran er en þú hefir annars hugmynd um, hversu víðari Guðs veröld, j dýpri speki hans, voldugri hans mikla miskunn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.