Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐ1B Þriðjudagur 18. apríl 1961 fNiwgMitMátöfr Utg.: H.f. Arvakur. Rcykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur K •viráð Jónsson Lesbók: Arni Óla, simi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgieiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. SÓSÍALISMINN Á UNDANHALDI 17ið úrslit bæjar- og sveit-' * arstjórnarkosninga, sem nýlega fóru fram í Bretlandi, kom það í ljós, að Verka- mannaflokkurinn hefur enn tapað verulega fylgi þar í Jandi. Hinsvegar hafa bæði Ihaldsmenn og Frjálslyndir unnið á. Það er þannig auðsætt, að straumur kjósendanna ligg- ur enn frá sósíalismanum í Bretlandi. Er þetta mjög al- varlegt fyrir Verkamanna- flokkinn, sem orðið hefur að lúta í lægra hlut fyrir I- haldsmönnum við þrennar síðustu þingkosningar. Ef allt væri með feldu ætti flokkurinn nú að vera held- ur í sókn, þar sem stjómar- flokkur, sem setið hefur að völdum töluvert á þriðja kjörtímabil er að jafnaði byrjaður að tapa fylgi yfir til stjórnarandstöðunnar. — Bretar hafa yfirleitt haft þann hátt á á seinni áratug- um að skipta um stjórnar- forustu öðru hverju. Ástæða stöðugs þverrandi fylgis Verkamannaflokksins liggur í augum uppi. Brezk- um almenningi fannst að stjórn hans, sem mynduð var í lok heimsstyrjaldarinnar, færi alltof geyst í fram- kvæmd sósíalismans. Þess vegna reyndist flokknum ekki kleift að rótfesta hið mikla fylgi, sem hann fékk í kosningunum sumarið 1945. En hér kemur einnig ann- að til. Stöðugar væringar og klofningur hefur ríkt innan flokksins síðustu árin. Er nú svo komið, að á milli hægri og vinstri arms hans eru hafin mikil átök og jafnvel dregið til fulls fjandskápar milli einstakra leiðtoga hans. Loks hefur íhaldsmönnum þótt farnast vel í stjórnar- forystu sinni sl. þrjú kjör- tímabiL AÐ HVAÐA GAGNI ? Ivað sætir vissulega engri * furðu, þótt Rússar séu hreyknir af því vísinda- og tækniafreki sínu að verða fyrstir til þess að senda mannað geimfar út í geim- inn og umhverfis jörðu. Um svo merkan áfanga er hér að ræða í baráttu manns- andans fyrir því, að gera sér náttúruöflin undirgefin og kanna leyndardóma alheims- ins. En viðleitni sovétstjómar- innar og kommúnista um allan heim til þess að nota þetta tækniafrek í áróðurs- skyni er vægast sagt barna- leg. Sú viðleitni er enn ein sönnun þess, að kommúnist- ar meta gildi hvers hlutar fyrst og fremst eftir því, hvaða áróðursgildi hann hef- ur fyrir málstað heimskomm únismans, en láta sér hitt í léttu rúmi liggja, og líta á það sem algert aukaatriði, hvaða gagn mannkyninu megi verða af afrekum vís- indamannanna. En það er einmitt sú spum ing, sem fyrst og fremst hlýtur að vakna, þegar tek- izt hefur að koma mönnuðu geimfari út í geiminn og ná því aftur til jarðar, hvaða þýðingu hefur þetta fyrir líf og farsæld mannsins á jörð- inni? Hafa þær getgátur-^til dæmis við rök að styðjast, sem slá því fram, að tíminn kunni að líða hægar úti í himingeigmnum en á jörð- inni, og að mögulegt kunni að reynast að lengja líf mannsins verulega með því að koma upp nokkurskonar heilsuhælum úti í geimnum?! Margt bendir til þess að ekki líði á löngu áður en Bandaríkjamenn vinna hlið- stæð afrek á sviði geimrann- sókna og Rússar hafa nú unnið. Milli þessara tveggja stórþjóða stendur yfir mikið kapphlaup á þessu sviði. Má vel vera að það verði til góðs og leiði til meiri ár- angurs en ella hefði náðst. En á engu sviði virðist þó alþjóðleg samvinna eðlilegri og sjálfsagðari en einmitt á sviði geimrannsókna og geim ferða. Ef hagnýta á þekkingu mannsins og möguleika hans til þess að sigrast á óravídd um himingeimsins til góðs fyrir gervallt mannkyn og til þess að skapa frið og ör- yggi á jörðinni, ættu allar þjóðir að sameinast um þetta mikilvæga verkefni VAXANDI FERÐAMANNA- STRAUMUR TTorfur eru á mjög auknum ferðamannastraum hing- að til lands á komandi sumri. 1 hinni heigu borg, Lhasa, verður nú varla þverfótað fyrir hinum „rauðu" hermönnum Peking- stjómarinnar. Og nú þýðir Tíbetum ekki að horfa vonaraugum til hinnar einstæðu Potalahallar, sem sést gnæfa yfir herskarana hér á myndinni. Þar situr enginn Dalai Lama lengur. itt hrjáða laná‘ HEIL þjóð er að farast, hægt og bítandi — og við vitum Ástæða þess er fyrst og fremst sú, að miklu hag- kvæmara er fyrir útlendinga að koma hingað síðan gengi íslenzkrar krónu var skráð í samræmi við raunverulegt verðgildi hennar þá er þess einnig að gæta, að aukinn flugvélakostur ísl. flugfélaga gerir útlendingum auðveld- ara um vik að komast hingað og dvelja hér þann tíma, sem þeir óska. Loks hefur nokkuð verið unnið að því að bæta úr gistihúsaskorti hér á landi, enda þótt mikið bresti á að nokkru lokatakmarki hafi verið náð í þeim efnum. Veruleg bót verður að hinu nýja bændahóteli, þegar það tekur ti. «tarfa. En brýna nauðnsyn ber til byggingar gistihúsa af hóflegri stærð víðsvegar um landið og þá einkum í þeim landshlutum, sem erlendir ferðamenn sækja helzt til. Þá er það og hörmulegt að ekkert skuli gerast í gistihúsamálum Þing valla. Á þann stað koma fleiri menn, erlendir og inn- lendir en nokkurn annan stað á hverju sumri. En þar er veitingahús, sem er ger- samlega ófullnægjandi og raunar þjóðinni vansæmandi. Ástæða er til þess að fagna vaxandi ferðamanna- straum. Þjóðin rnirn hafa af honum töluverðar gjaldeyris- tekjur og þörfin fyrir nýjar gjaldeyrislindir er ekki sízt brýn, þegar horfur eru á verulegum aflabresti á vetr- arvertíð. Allt ber að sama brunni um það að við íslend- ingar getum ekki lengur byggt gjaldeyrisöflun okkar svo að segja eingöngu á brigðulum sjávarafla. Við verðum að fara nýjar leiðir, byggja upp nýjar atvinnu- greinar, hagnýta betur auð- lindir landsins, gera útflutn- ingsframleiðslu okkar fjöl- breyttari og verðmætarL varla af því, enda er fátt um fréttir þaðan. Það eru Tíbet- búar. Aðeins stöku sinnum berst einmana neyðaróp út fyrir járntjald það, sem kín- versku kommúnistaherrarnir Bróðir Dalai Lama skrifar um ómurleg órlög Tíhets í nýútkominni sógu síimií hafa reist umhverfis hið hrjáða land, en það er til lítils, því að enginn virðist geta aðhafzt neitt til bjargar — eða enginn þorir a.m.k. að gera neitt. — Þúsundir Tíbet búa hafa flúið ástkæra ætt- jörð sína eftir að hinir kín- versku kommúnistar hófu valdatöku sína þar, og í þeim hópi er andlegur og veraldlegur leiðtogi Tíbets, Dalai Lama, og fjölskylda hans, sem á nú hæli í Ind- landi. Nú hefir bróðir Dalai Lama, Thubtu Dschigme Norbu, skrif- að sögu sína, J>ar sem hann fjall- ar einnig um land sitt og örlög t>ess. Bókin er rituð í samvinnu við Austurríkismanninn Heinrich Harrar, sem þekkir mjög náið til í Tíbet. Hún er nýkomin út á ensku og nefnist „Tibet is My Country". • Harrer þaulkuunugur Tíbet Heinrich Harrer var í fjall- gönguleiðangri í Tíbet, þegar síð ari heimsstyrjöldin brauzt út. Englendingar tóku hann þá hönd um og settu hann í stofufangelsi í 'herbúðum í Dehra Dun í norð- anverðu Indlandi, — en honum tókst að flýja þaðan, ásamt ein- um vini sínum, og komast alla leið til Lhasa, höfuðstaðar Tíbets. Alla leiðina, um 2100 km, fóru þeir fótgangandi. Og það var svo sem ekki um neitt sléttlendi að fara — 50 fjallaskörð í um 5000 metra hæð, og eitt þeirra, „Gor- eng La“, er meira að segja 6000 m hátt. En þrátt fyrir ólýsanlega erfiðleika komust þeir félagar á leiðarenda og fengu góðar við- tökur í Tíbet, þar sem Harrer dvaldist síðan um tíu ára skeið og var m. a. um tíma eins konar ráðgjafi Dalai Lama. Er hann því manna kunnugastur mönn- um og málefnum 1 Tíbet. — Nokkru eftir að Dalai Lama og fjöHkylda Ihans flúðu ættland sitt, hitti Harrer bróður hans, Norbu, í New York. Þar samdist svo með þeim, að þeir skyldu vinna saman að bók um líf Nor- bus — og nú er hún sem sagt nýkomin út. • Nægjusemi ®g lífshamlngja Norbu og bræður hans eru synir óbreytts bónda, sem alla ekki hefir getað ímyndað sér, að nokkur úr sinni fjölskyldu ætti eftir að komast til æðstu valda og virðingar í Tíbet. — Við erum vönust því að líta á Tí- betbúa sem vanþróaða þjóð I flestum efnum — þjóð, sem lifir enn aftur í grárri forneskju, þiiitt fyrir ýmsar merkilegar menningarerfðir, sem við höfum heyrt misjafnlega mikið um. Og DALAI LAMA. — Myndln ti! vinstri var tekin, þegar hann var þriggja ára, eftir að munkamir höfðu „fundið“ hann sem hinn nýja leiðtoga. Hin myndin var tekin rétt áður en hann flúði Iand undan ofsóknum hinna kínversku kúgara. þótt sú skoðun, að Tíbet-búar lifi i rauninni langt aftur í öldum, breytist kannski ekki við lestur sögu Norbus, munu menn. spyrja sjálfa sig, hvort þeir Tí- betmenn hafi ekki í sannleika verið fullt eins ánægðir með lífið og tilveruna og við hin, sem stærum okkur af því að til- heyra háþróuðum menningar- þjóðum, sem svo kallast. Vissulega voru engir bílar, ekkert útvarp, ekkert rafmagns- Ijós i litla sveitaþorpinu, þar sem Norbu fæddist og forfeður hans höfðu lifað mann fram af manni — en fólkið saknaði þá ekki heldur þessara undra menn, ingarinnar. Bændurnir áttu eng- ar dráttarvélar og engar mjalta- vélar, en fólkið hafði yfirleitt nóg að bíta og brenna, og ef dæma má eftir hrifningarorðum Norbus um matseldarlist móður, hefir ekki s'kort fjölbreytni i mataræðinu. □ □ □ í þessu merkilega landi var ekkert starf fyrir lögreglu eða Framh. á bls. 17.,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.