Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 3
r Þriðjudagur 18. apríl 1961 MORCVISniAÐIÐ 3 -K * p.... ............ Fregnir hafa nú borizt bardögum á Kúbu og virðist allt benda til þess, að hnfin s eé sú uppreisn sem José Miro ' ' '' ' sú Cardona — forseti byltingar- ráðs Kubu, sem aðsetur hefur i Bandarikj unum — tilkynnti % fyrir tæpri viku að gerð yrði’1; ' \ - ,f innan skamms. Sagði Cardona ; , , ,S ' þá í viðtali við fréttamenn, að ekki yrði gerð innrás á Kúbu | heldur uppreisn í landinu sjálfu. 1 baráttunni við Fulgencio Batizta á sínum tíma kom ]A" greinilega fram, að Castro var snillingur í skæruhernaði svo að ólíklegt þykir, að bylting- armenn beiti þeirri aðferð svo nokkru nemi í tilraun þeirra til að kollvarpa stjórn Cast- ros. Hinsvegar hafa byltingar menn haft um alllangt skeið yfir að ráða flokkum skæru- Verður kommúnism- inn Castro að faili? liða, sem hafa hafzt við í Es- cambry fjöllum og gert Cast- ro marga skráveifu. Fyrir skömmu tóku að ber- ast fregnir frá Havana um, að þessir skæruliðar ættu orðið í vök að verjast og hefði Cast- ro nú ákveðið að láta til skar ar skríða gegn þeim. Hermdu þær fregnir að hann hefði sent 30 þúsund hermenn til Escam bry-fjalla í þessu skyni og væru þeir vel búnir vopnum og sporhundum. Þá hafa bor- izt fregnir frá héraðinu Pinar del Eio um, að smáflokkar undir stjórn liðsforingja og hershöfðingja úr her Castros héldu sem óðast til fjallanna til liðs við skæruliða. Segir til dæmis, að sjóliðsforinginn, Andres Vazques, hafi farið með eitthvað á fjórða hundr- að manna og hersföfðinginn Bermudez hafi farið við hálft annað hundrað manna um Pinar del Rio héraðið til fjall anna. Af fregnum þessum, sem öðrum má ráða, að stuðn ingsmönnum byltingarmanna fari fjölgandi, — hvernig svo sem fara kann um uppreisn þeirra gegn Castro. Bandaríkin skerast ekki í leikinn. Kennedy, Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir því opinber- lega að Bandaríkjastjórn muni ekki skerast í leikinn, ef til átaka komi á Kúbu og hún muni reyna allt sem hún megni til þess að varna því, að bandarískir borgarar gerist sjálfboðaliðar í her bylting- armanna. Hinsvegar hefur Kennedy einnig látið að því liggja, að hann munf halda á- fram stefnu stjómar Eisen- howers — að veita einhverja aðstoð herflokkum kúbanskra útlaga, sem enga samvinnu hafi haft við Batizta, fyrrum einræðisherra. Hefur Kennedy tekið skýrt fram, að Banda- ríkjamenn muni aldrei brjóta alþjóðalög í stuðningi sínum við byltingarmenn. Aðstaða Bandaríkjamanna í Kúbumálinu er þeim afar erf- ið. Þeir telja, að kúbanskir út lagar, sem andvígir eru Cast- ro, hafi fullan rétt til að berj- ast gegn honum og fyrir frelsi lands síns — og leita tii»þess aðstoðar Bandaríkjamanna á 1 nákvæmlega sama hátt og Castro gerði, meðan hann barð ist gegn Batizta, en þá átti hann alla samúð Bandaríkja- manna. Þá mælir það með aukinni aðstoð Bandaríkja- manna við byltingarmenn að áframhaldandi völd Castros geta auðveldlega orðið til þess að búa í haginn fyrir uppreisn ir kommúnista í ýmsum Suð- ur Ameríkuríkjum og auð- velda Rússum og Kínverjum að hlutast til inn málefni þeirra. Ýmsir telja það aftur á móti mæla gegn aðstoð Banda ríkjamanna við byltingar- menn, að jafnvel óbein aðstoð muni veikja áhrif Bandaríkja manna hjá Sameinuðu Þjóð- unum og gera þeim erfiðara um vik að berjast gegn frek- ari íhlutun kommúnista i Laos og Suður-Vietnahm. Verður kommúnisminn Castro að falli? Það er löngu lýðum ljóst, að kommúnisminn hefur gleypt Castro-stjórnina með húð og hári. Nú er svo komið að 75% af utanríkisverzlun Kúbu fer fram við kommúnistaríkin á móti 2% í ársbyrjun 1960. Á síðasta ári hefur Kúba flutt inn meira en 30 þús. lestir vopna, sem metin eru á 50 miljónir dala, frá Austur- Evrópuríkjunum og 2.700 kúb- anskir flugmenn eru nú við þjálfun í Sovétríkjunum. Að vísu hefur þessu líkt verið háttað um sum önnur ríki, sem talizt hafa hlutlaus og aldrei gengið kommúnistum opinber- lega á hönd, en því er ekki svo varið um Kúbu. Á Kúbu er aðeins einn stjórn málaflokkur leyfður og sá flokkur nefnist Partido Social- ista Popular — hreinn komm- únistaf lokkur. F ory stumenn flokksins hafa til þessa látið sér nægja að vinna með Castro í skugga hans og nánustu sam starfsmanna hans úr bylting- unni, en nú eru þeir sem óð- ast að koma fram í dagsljósið í mikilvægum embættum rík- isins. Unglingaflokkar úr Partido Socialista Popular, hafa verið sameinaðir unglingaflokkum Castros og myndað samtök er nefnast „Hinir ungu uppreisn- armenn". Greinar sem birtast í málgagni Castros í Havana eru algerlega samhljóða grein um sem birtast í málgagni kommúnista þar — Hoy-, og ýmis ummæli Castros og nán- ustu samstarfsmanna hans síð- ustu vikur og mánuði sýna greinilega hvert stefnir. Sendiherra Kúbu í Moskvu, Faure Chomon sagði nýlega í ræðu í Havana, er hann var þar í heimsókn, að byltingar- Framh. á bls. 23. — Kúbumenn hlýða á I STAKSTEINAR \ukin forysta og sameining I Tímanum á sunnudaginn ec skýrt frá fundi í Framsóknar- félagi Reykjavíkur. Þar segir: „Síðan hófust almennar um- ræður og tóku þátt í þeim, auk frummæíenda (Kristjáns Thorla- cius), Jón S. Pétursson, örlygur Hálfdánarson, Sigurvin Einars- son, Einar Birnir, Ásgeir Sigurðs- son, Gunnlaugur Ólafsson, Jón ivarsson og Þráinn Sigurðsson. Og í umræðunum kom fram mik ili áhugi fyrir því að Framsókn- arflokkurinn ætti að taka aukna forystu í málum launastéttanna og sameina í auknum mæli sam- eiginlega baráttu þeirra og bænda og annarra smáatvinnurek enda, enda hefðu þessar stéttir um flest sameiginlegra hagsmuna að gæta“. Eins og menn sjá eru Fram- sóknarmenn nú farnir að nota orðatiltæki kommúnista, tala um sameiningu verkamanna og bænda og annarra smáatvinnu- rekenda, en hitt er ekki síður at- hygUsvert, að Framsóknarflokk- urinn segist nú ætla að leggja megináherzlu á aukna forystu f málum launastéttanna. Vitað er að Framsóknarmenn hafa að undanförnu skammað kommún- ista fyrir að láta ekki til skarar skriða með pólitísk verkföll og nú virðast þeir orðnir svo þreyttir á biðinni, að þeir segjast sjálfir ætla að taka forystuna. Samruni flokka Svo mikið er kommúnistadekr- ið nú orðið í Framsóknarflokkn- um, að engu er líkara en á döf- inni sé beinn samruni flokksins við kommúnista. Thorlaciusarnir virðast hafa töglin og hagldirnar í Framsóknarflokknum, enda heyrir það til stórtíðinda, ef í Tímanum birtist grein, sem túlk- ar skoðanir þeirra, sem berjast vilja gegn einræðis- og ofbeldis- stefnum. Einhver feimni er þó enn meðal Framsóknarmanna að viðurkenna opinberlega, að þeir hyggi á fullt samstarf við komm- únista. Þannig hefur Morgunblað- ið margsinnis spurt Timann að því, hvort stjórnarsamstarf yrði tekið upp með kommúnistum, ef þessir tveir flokkar fengju meiri hluta á Alþingi, en blaðið hefur aldrei fengizt til að svara þeirri spurningu. Er hér með enn einu sinni skorað á Tímamcnn að gefa ótvíræð svör við því, hvort slík samvinna sé fyrirhuguð. Ef enn er neitað að svara því, þá hljótum við að gera ráð fyrir að slík sam- vinna sé á döfinni. Að veikja varnir Framsóknarmenn þykjast að vísu enn styðja Atlantshafsbanda lagið, en í hinu orðinu segja þeir að við eigum að reka varnarliðið úr landi. Allir menn, sem eitt- hvað hafa fylgzt með heimsmál- um, vita það fullvel, að komm- únistar mundu leggja undir sig heimsbyggðina, ef þeir gætu gert það án þess að bíða afhroð í styrjaldarátökum. Þetta er óum- dcild staðreynd og ómótmælt af kommúnisíium sjálfum, enda í beinu samræmi við stefnu þeirra fyrr og síðar. Þannig er bað alveg ljóst, að varnir lýðræðisþjóðanna hafa til þessa tryggt lýðfrelsi okkar og annarra. Siðferði þeirra, sem þykjast styðja Atlantshafs- bandalagið en neita þó að Ijá því afnot af Keflavíkurflugvelli er því þannig: Við eigum að njóta góðs af vörnum annarra þjóða. Þær eru ekki of góðar til að tryggja frelsi okkar, en við skulum alls ekki leggja nokkurn hlut á okkur i þágu hinna sameiginle&u varna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.