Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 17
 f>riðjudag«r 18. apríl 1961 MORGVNBLAÐIÐ 1? ► Hæsta útborgunarverð Mjólk- urbús Flóamanna 3.54 á lítra Framleiðsluaukning 1.65 millj. kg, eða 5,79°lo Fjölmennur aðalfundur að Hvoli á Hvolsvelli AÐALFUNDUR Mjólkurbús Flóa manna var settur í félagsheimil- inu Hvoli á Hvolsvelli kl. 13,00 í gær. Fundarstjórar voru kjörn- ir Bjöm Bjömsson sýslumaður ©g Þorsteinn Sigurðsson á Vatns- ley.su. Varaformaður Mjólkur- búsins, séra Sveinbjörn Högna- son flutti skýrslu stjórnarinnar, en sem kunnugt er lézt stjórnar- formaður búsins, Egill Thoraren- Ben, á s.I. starfsári. Séra Svein- björn minntist í upphafi ræðu Binnar hins látna formanns og fór um hann miklum viðurkenning- arorðum. Þá minntist hann annars látins stjórnarnefndar- manns, Gísla Jónssonar hrepp- Btjóra á Stóru-Reykjum. Risu fundarmenn úr sætum til virð- ingar við hina látnu. Gott og happasælt ár 1' Þá hóf varaformaður lestur Bkýrslu stjórnarinnar. Sagði hann «ð á síðasta ári hefði verið varið 2% milljón króna til að fullgera hús mjólkurbúsins, svo og til kaupa á vélakosti. Þrjár bifreiðir hefðu verið keyptar á árinu, en þeirra í stað þrjár gamlar lagðar niður. Meðaltal starfsfólks hefði verið á árinu 72, og væri það 4 færra en síðasta ár. Mjólkur- aukning hefði orðið veruleg á ár- inu, útkoman væri því hag- kvæmari vinnubrögð, sem m. a. kæmu fram í minnkandi eftir- vinnu bæði við akstur og vinnu í búinu sjálfu. Þá kvað varafor- maður það ganga kraftaverki næst hve vel hefði tekizt að afla fjár til byggingar hinna nýju húsa búsins. Þakkaði hann öllum þeim, sem að þeim fjárútvegun- um hefðu staðið og beindi þó þakklæti sinu sérstaklega til Ingólfs Jónssonar landbúnaðar- ráðherra fyrir fyrirgreiðslu hans. Varaformaður benti á, að reikningsverð búsins á mjólkurlítra næmi 3,9586 grömmum fyrir hvern mjólkur- lítra og væri því reikningsverð- ið tæpir 6 aurar undir verðgrund vallarverði. Benti hann á, að ekki væru þó taldar með greiðsl- ur til sjóða mjólkurbúsins, sem næmu allmiklu af því, sem á milli bæri til þess að verðgrund- vallarverðið næðist. f lok ræðu sinnar kvað séra Sveinbjörn síðasta ár hafa verið gott og happasælt og bæri þar fyrst og fremst að þakka ár- gæzku til landsins. Skyrframleiðsla fer minnkandi Þá flutti Grétar Símonarson mjólkurbússtjóri reikninga bús- ins og skýrði þá. Ennfremur las hann útdrátt úr árskýrslu mjólk- urbúsins. Þar kemur fram að inn vegið mjólkurmagn á síðasta ári nemúr 30,085,344 kg. Aukningin frá síðasta ári er 1,647,819 kg eða 5,79%. Innleggjendur voru alls 1155. Síðan rakti mjólkurbússtjóri nokkuð skiptingu mjólkurinnar milli sýslna og hreppa. Þá gat hann þess, að skýritraanlaiðsla færi minnkandi og ætti sú holla vara í harðri samkeppni við önn- ur efni miður góð, en sem fram- leidd væru í handhægari umbúð- um. Kvað hann unnið sleitulaust að þvi að fá vélar til þess að koma skyrinu á markað í hag- kvæmum umbúðum, og stæðu — Utan úr heimi Framh. af bls. 12. eðra löggæzlumenn, því að lífs- viðhorf manna, sem var gegn- Býrt trúaráhrifum, tryggði það, eð enginn gerði náunganum mein eða ásældist eignir hans. — Klaustrin voru eins konar óopin ber stjórnaraðsetur, og jafnframt voru þau birgðastöðvar. í köld- «m kjöllurum þeirra var stöðugt geymt mikið af landbúnaðar- vörum, og þangað var leitað úr- lausnar, ef uppskeran -forást eitt og eitt ár. Þess vegna var aldrei um skort að ræða, segir Norbu I sögu sinni. • Endurholdgun og sálmaflakk Tíbet-búar trúa á sálnaflakk ®g endurholdgun — og í bókinni Begir Norbu frá þvi, er nokkrir virðulegir munkar fcomu einn góðan veðurdag á heimili hans og tjáðu foreldrunum, að hann i(Norbu) væri frægur, látinn munkur, endurholdgaður, — en jnunkur þessi hafði verið yfir- maður helztu klaustranna í land inu. — Drengurinn fylgist nú «neð munkunum og hlýtur upp- Ifræðslu í ýmsum klaustrum í Ihinum búddísku fræðum og í |>eirri sérstæðu háskólamennt, Bem menn geta hlotið í landi, þar sem efnlshyggjan er einskis megandi, en andinn er dýrkaður f óbifandi trú á sálræna krafta mannsins. Verzlunarmær ekki yngri en 20 ára, rösk og kurteis óskast við sérverzl un í Miðbænum. Uppl. sem til greina hvar unnið áður, aldur og menntun sendist Mbl. merkt „Verzlunarmær — 196“ Zja herb. íbúð I' Ung bamlaua hjón, óska eftlr að fá leigða tveggja herbergja i íbúð í haust (september), I helzt í Vesturbænum. Tilboð, merkt: „A-1045-K", sendist ! blaðinu fyrir næstu helgi. fiögfræðiskrifstofa ifSkipa- og bátasala) Laugavegi %9. Tómas Arnason. Vilhjálmui Arnason — Símar 24635, 1630/. f ,,háskóla" Norbus eru fjórar lærdómsdeildir — ein í læknis- fræðum, önnur í dulspeki, hin þriðja í rökfræði og hin fjórða í kappræðulist. — Auk alls þessa, er lögð áherzla á fádæma mikla minnisþjálfun hinna ungu — og kveðst Norbu hafa kunnað þúsundir lesmálssíðna utan að, þegar hann var aðeins fjórtán ára gamall. • Nýr Dalai Lama ,,fiimst“ Nokkrum árum eftir að Norbu hélt að heiman, fékk hið óbrotna heimili hans að nýju heimsókn gamalla og æruverðra munka. Að þessu sinni segja þeir samt ekki foreldrunum, að yngsti sonur þeirra sé hinn látni Dalai Lama endurholdgaður, eða neitt slíkt. — Foringi munkanna geng ur til eldhúss — þar sem yngsti sonurinn Tanchu, 2ja ára, hleyp- ur rakleitt til hans og grípur um talnaband, sem hangir um háls hans. En talnaband þetta hafði tilheyrt hinum látna Dalai Lama. Því næst setur munkurinn nokkrar smábumbur á gólfið. Þær eru allar nýjar og fagur- lega gerðar, nema ein, — en drengurinn snýr sér þegar í stað að þeirri gömlu og slitnu. Og einmitt hana hafði hinn gamli Lama átt. Nú á sama hátt teknir fram nokkrir stafir — og enn velur drengurinn hiklaust þann, sem hinn látni leiðtogi hafði átt. — Þegar svo þar að auki finnast á drengnum ýmis merki, þar á meðal fæðingarblettir, sem Dalai Lama endurholdgaður skyldi bera, eru munkarnir ekki lengur í neinum vafa um, að hann sé sá, er þeir leita að. Og hann er útnefndur leiðtogi Tíbets, Dalai Lama. □ □ □ Aðeins fjögurra ára gamall hélt hann innreið sína í höfuð- staðinn Lhasa, með mikilli við- höfn, þar sem hann tók við hyll- ingu þegna sinna með virðuleika þroskaðs manns, að sögn bróður hans. Og þegar hann óx upp, reyndist hann vitur, frjálslynd- ur og mjög dugandi leiðtogi. I • Loforðin minna en einskis virði Eftir að kommúnistar kom- ust til valda í Kína, snerust þeir til innrásar í Tíbet. íbúarnir reyndu að stöðva hina rauðu her skara með frumstæðum vopnum sínum, — en ,,her“ þeirra, sem raunar var aðeins dreifðir skæruliðaflokkar, lítt vopnum búnir, beið fullkominn ósigur — og landið var hernumið. í upphafi, segir Norbu, full- vissuðu Kínverjarnir Dalai Lama um það, að þeir hygð- ust ekki blanda sér í hina innri stjórn landsins, eða skipta sér af trúarbrögðum og siðum þjóð- arinnar, — en þessi loforð reyndust minna en einskis virði. Klaustur voru rænd og brennd til grunna, og Kínverjarnir unnu skemmdarverk í fjármálum landsins, hrundu af stað verð- bólguskriðu, svo að fjöldi fólks komst á vonarvöl. Á eftir skelltu þeir svo allri skuldinni á klaustrin og munkana, sögðu að þeir vildu halda fast við yfirstéttarkerfi í landinu, sem ylli því, að alþýðan hefði ekki til hnífs og skeiðar og lifði í volæði. — Munkarnir og aðrir embættismenn Tíbets neyddust til að gefa meira og meira eftir — og þar kom, að landið missti algerlega sjálfstæði sitt. • Þjóðin skal upprætt Jafnskjótt sendu kommún- istarnir milljónir kínverskra inn flytjenda til Tíbets, svo að hung- ursneyðin lagðist yfir eins og mara. Tíbetar urðu sjálfir að flýja til ófrjóustu og harðbýlustu héraða landsins undan hinum kinverska skara, sem flæddi yfir og settist að þar sem bú- sældarlegast var. Það getur ekki dulizt neinum, sem til þekkir, segir Thubtu Dschigme Norbu, — að hinir kín versku kommúnistar stefna mark vist að því að eyðileggja og beirrlínis uppræta Tíbet-þjóðina og beita til þess jöfnum höndum brottflutningi fólks i stórum stíl og aftökum — og jafnframt mergsjúga þeir Tíbet-búa efna- hagslega. 'k' Þannig farast m. a. bróður Dalai Lama orð í hinni nýút- komnu sögu sinni. Hún er neyð- aróp til heimsins um að koma til hjálpar „mínu hrjáða landi“, eins og höfundurinn kemst að orði, — áður eh það verður um seinan. Ef til vill er það nú þeg- ar of seint .... (Þýtt og endursagt.) Stjörnubíó sýnlr þessa dagana kvikmyndina „Sagan af blinda stúlkunni Esther Costello“. Er hún gerð eftir samnefndri met- sölubók eftir Nicholas Monsarrat. Joan Crawford, Rossano Brazzi og Heather Sears fara með aðalhlutverkin. vonir til að úr rættist. Þá kvað hann framleiðsluaukningu hafa orðið allmikla á smjöri á árinu, er ostafromleiðsla hefði dregizt saman. Marga fleiri liði, skýrslu og reikninga, ræddi bústjóri, en ekki vinnst tími til að rekja þá. Skal þó getið nokkurra. Niðurstöðutölur 144 millj. kr. Félagsmönnum var greitt fyrir mjólk á árinu alls kr. 84.203,546,70. Rekstur eigin bif- reiða félagsins, sem er alls 42, kostaðijkr. 10,259,987,58 og kvað mjólkurbússtjóri hækkimina nema 7,7% frá árinu áður. Niður- stöðutölur rekstrarreiknings eru tæpar 144 milljónir króna. Seld mjólk og mjólkurafurðir á árinu 140,6 millj. Hæsta útborgunar- verð til bænda nemur pr. líter 3,5389 kr. og er það 6,7% hærra en var á s.l. ári. — Kúafjöldi á framleiðslusvæðinu var 12087. Mjólkurmagn á hvern framleið- anda nam 26048 kr. Mjólkurmagn á hverja kú 2489 kg. Stjórnarkosning Að lokinni skýrslu varafor- manns og mjólkurbússtjóra var kjörið í stjórn. Úr stjórninni áttu að ganga séra Sveinbjörn Högnason og Sigurgrímur Jóns- son en þeir voru báðir endur- kjörnir. Ágúst Þorvaldsson alþm. var kjörinn í stjórnina í stað Egils heitins Thorarensens. Vara- menn voru kjörnir Einar Þor- steinsson og Þórarinn Sigurjóns- son. Miklar umræður Að lokinni kosningu flutti Stefán Björnsson forstjóri Mjólk ursamsölunnar í Reykjavík skýrslu um starfsemi hennar. Þá sagði Grétar Símonarson frá flokkun og meðferð mjólkurinn- ar á svæðinu og las upp nöfn þeirra, sem hlotið höfðu heiðurs- bréf fyrir framleiðslu 1. fl. mjólk ur. Næsti liður dagskrárinnar var skýrsla flutningsnefndar, er stjórnin skipaði vegna samþykkt- ar síðasta aðalfundar. Flutti Sveinbjörn Högnason skýrsluna. Miklar umræður urðu um málið og stóðu þær enn yfir er lands- símasambandi var lokað við Hvolsvelli í gærkvöldi. Kominn var þá þegar fram ein tillaga frá fulltrúum Hvolshrepps þess efn- is að bílar mjólkurbúsins skyldu flytja varning jafnt fyrir öll fyr- irtæki á Suðurlandi gegn ákveðnu gjaldi. Skyldi þetta koma til fbamkvæmda við samþykkt til- lögunnar. Búizt var við að fundur stæði nokkuð fnam á kvöld. — Eichmann Framh. af bls. 2. Við skrifborðið. Eichmann er ný tegund morð ingja, sem framkvæmir sína blóðugu iðju, sitjandi í fínum fötum bak við skrifborð. Sak- sóknarinn kvaðst aðeins vita um eitt morð, sem Eichmann hefði ssjálfur framið. Hann barði til bana Gyðingadreng, sem laumaðist inn í garð hans í Búdapest og var að stela ferskjum af trjánum. En það voru orð þessa manns, sem urðu upphaf gasklefanna miklu í fangabúðum nazista. Eichmann lyfti upp símtólinu óg járnbrautarlestirnar stefndu til útrýmingarbúðanna. Hann ritaði nafn sitt undir skjal og tugþúsundir manna voru dæmd ar til að tortímast Ábyrgð þýzku þjóðarinnar. Saksóknarinn lýsti því, hvem ig fangarnir voru rændir og pyndaðir, hárið var jafnvel skor- ið af þeim til að nota það við bólstrun. Síðan voru þeir flutt ir í hópum til aftökustaðanna. Enn voru líkin þó nokkurs virði, gullið var tekið úr tönn unum og giftingarhringirnir af baugfingrum þerra. Hausner sagði að þýzka þjóð in öll bæri auðvitað ábyrgð á hinum hræðilegu Gyðingaof- sóknum. Hitler komst til valda með því að notfæra sér Gyð- ingahatur Þjóðverja. Þegar Gyðingaofsóknir hófust eftir valdatöku nazista, mót- mæltu þúsundir þýzkra manna þessum aðförum, en meirihluti þjóðarinnar var þegjandi vithi að hræðilegustu glæpum í sögu mannkynsi»s. Tók öllum fram í glæpaverkum. Hér var Eichmann í essinu sínu, sagði saksóknarinn. Hann framkvæmdi skipanir yfirmanna sinna, en hann gerði miklu meira en það. Eichmann reis upp til mikilla valda fyrir það eitt, að hann tók öllum fram í glæpaverkum og hugmyndaflug hans var meira en annarra þeg ar finna skyldi upp sem fljót- virkastar og öruggastar aðferðir til að útrýma Gyðingum. Vegna þessa hafði hann al veg sérstöðu meðal þýzkra valda manna. Hann bar á sér sérstakt skjal undirritað af Hitler að öll um Gyðingum skyldi útrýmt. Sjálfur sjónarvottur. Hausner sagði að hugmyndin að gasklefunum hefði komið frá Eichmann. Honum fundust aðrar aðferðir alltof seinvirkar. Það eru sannanir fyrir því að Eichmann sá um byggingu þeirra, hann heimsótti útrým- ingarbúðimar í eigin persónu og horfði á hópa nakinna karla og kvenna og bama sem voru leidd inn í gasklefana. Þvínæst skipulagði hann hand tökur Gyðinga á öllu yfirráða- svæði nazista, allt frá Atlants- hafsströnd Frakklands austur á steppur Rússlands. Það kostaði mikla skipulagningu frá hans hendi að sjá um flutninga á Gyðingum jafnt og þétt til út- rýmingarbúðanna. Eichmann vissi alltaf nákvæmlega hvað þessum flutningum leið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.