Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 18. aprQ 1961 MORGVNBLÁÐIÐ 15 % — Landkönnuður FFramh. af bls. 10. sandur niður í þá og maður verður fljótt sárfættur. í rign ingum höfðum við eðlilega olíuföt og suðvesti. Við bjugg um jafna í noraku hróktjaldi. Tjald þetta reyndist mjög vel og var vel vatnshelt. Það hafði það líka til síns ágætis, að það tók lítið rúm, varla meira en þriðjung úr kofforti og þó gat það auk farangurs vel nægt fyrir þrjá menn. Það bar ekki sjaldan við, að stormar ætluðu að slíta tjald ið af okkur á nóttu og urðum við þá að fara út og bjarga því, með því að bera á það grjót eða festa það á annan hátt. Um matföngin segir Þorvald ur: Á öræfum höfðum við helzt til matar niðursoðið kjöt af ýmsu tagi, og ýmsan vana- legan mat. Við suðum við vín anda. Hann var miklu drýgn og þrifalegri í flutningum en steinolían, þó hann væri dýr ari. Við drukkum mikið kaffi þó það væri mjólkurlaust. Kjötsúpu úr Liebigsekstrakt notuðum við alloft. Þegar snæða skyldi, lögðum við eitt koffortið á hliðina í miðju tjaldi og höfðum það fyrir matborð, svo var hitað kaffi, soðin súpa og kjöt og brauð og ostur etinn á eftir og svo fékk maður sér tóbskspípu í ofanálag. Niðursoðinn matur er flestum leiðigjarn, nema hann sé margbreyttur. Seinni hluta sumars, þegar dinm\a tók á kvöldin, kvexktuin við á kertisstubb. Þegar veðrið var got.t var tjaldlífið yndislegt, náttúran stórkostleg og tilkomumikxl í kring og alltaf nóg að skoðu nýtt og fróðlegt. En svo vei'ð ur lífið líka allt annað, þegar ótíð er. Reynir þá oft á þolin- mæðina að vera aðgerðarlaus dag eftir dag vegna þoku og rigninga og fúlviðr'S og svo bætist kuldinn, lekinn og hroll urinn ofan á ólundina yfir að gerðaleysinu. Svo fer að drepa í gegnum tjaldið á ondanum, allt útsullast og blotnar, vatn ið fer að renna undir mann, og þá er nú fyrst góði gállinn á. Mikil frásagnargleði. Þannig hljóða fáeinar svip myndir úr Ferðabók Þorvald- ar og sýna nokkuð þá erfið- leika sem við var að striða. Alla þessa miklu fyrirhöfn lagði hann á sig til þess að kynnast landinu af eigin sjón og reynd og um landið og hina margháttuðu náttúru þ-:ss skrifar hann sína miklu ferða bók. En hún er ein alira skemmtilegasta og alþýðleg asta fræðibók sem samin hef ur verið. Þó hálf öld sé liðin frá því hún var samin, hrífur hún lesendann með sér'i ferða lag út um allt land og það er ekki amalegt að vera í komp- aníi með Þorvaldi. Hann gefur okkur sláandi heildarlýsingar á hverju þvi svæði sem hann er að skoða í það og það skipt ið, bregður upp myndurn af því hvernig náttúruöflin hafa verið að verki við að skapa landið, lýsir örnefnum og hvernig þau hafa orðið til, víkur að dýralífinu, fuglum og skordýrum, plöntum sem hann sér. Svo hverfur hann við og við með okkur inn í sögu þjóðarinnar á liðnum öld um og þjóðsagnir og lýsir at vinnuháttum. Dæmi um slíka skemmtilega frásagnarkafla eru óteljandi í öllum landslýs ingum hans og má rétt nefna sem dæmi, lýsingar hans á trjá rekanum á Ströndum, fugla- björgunum á Hornströndum, eldgosunum á Reykjanesi, frá sögn af mislingasumrinu, af tófunum í Selvogi, saga Gríms eyjar, brennisteinsnám við Mý vatn, frásögn af þjófnum, sem ætlaði að gerast útilegumajur á Arnarvatnsheiði, en varð svo hræddur við að mæta útilegu möni.um þjóðsagnanna að hann varð því fegnastur er hann var handtekinn og send ur á Brimarhólm, eða lýsing á Hengifossi á Héraði. V A. óþekktum slóðum. Allar þessar frásagnir og óteljandi aðrar eru glampandi af frásagnargleði og sýna glöggt auga Þorvaldar og yfir gripsmikla þe' iu. Á uppdrætti Björns Gunn- laugssonar voru öll stórfljótin Tungnaá, Skaftá og Hverfis fljót látin spretta upp á sama stað undan Skaftárjökli, enda var til þjóðsaga um að smala- maður hefði villzt inn á þessar útilegumannastöðvar og séð fljótin þrjú skiptast um stóran stein! Þorvaldur komst auðvitað að því að langt var á milli upp taka þessara fljóta og auk þess fann hann á þeim slóðum, eitt af stærstu stöðuvötnum lands- ins, sem enginn hafði haft hug mynd um að væri til og gaf því nafnið Langasjó. Er Þor- valdur þá í essinu sínu, þegar hann er að lýsa þessu leyndar dómsfulla gróðurlausa svæði, það er eins og við séum kom in til tunglsins. Hann varð fyrstur til að kanna að nokkru ráði Kerlingarfjöll, Veiðivötn, Torfajökul, heiðarnar og hraunin vestur af Langjökli, Ódáðahraun og mörg annes og útkjálka landsins og ótal mörg svæði önnur. V Sérfræði og almenn yfirsýn. Þótt Þorvaldur eyddi næstum 20 sumrum til þessara ferða sinna, fór hann tiltölu- lega hratt yfir. Hann hafði glöggt auga og góða þekkingu og var fljótur að draga skarp legar ályktanir um jarðmynd- unarsöguna. Hins vegar gafst honum ekki tækifæii til tíma frekra rannsókna svo sem að taka nákvæma jarðvegspró- fíla. Það hefur verið verkefni síðari tíma að hefja sérfræði lega rannsókn á ýmsum ein- stökum fyrirbrigðum, svo nokkuð það þýðingarmesta sé t.d. nefnt, rannsókn á surtar brandslögum, vikurlög og rannsókn móbergsins. Af þessum sökum er því ekki að neita að Þorvaldur hefur stundum komizt að rangri niðurstöðu um ýmis jarðfræðileg atriði og nú sann að með síðari rannsóknum að þar ber að líta nokkuð öðru- vísi á málið. Samt verður þetta Þorvaldi ekki til mikils álitshnekkis, þegar þess er gætt á hinn bóg inn hve risavaxið rannsókna- og fræðistarf hans var, og hve mikið hann vann að því að kynna þetta almenningi. Nú á þjóðin marga hina hæf ustu náttúrufræðinga, sem um langt skeið hafa lagt stund 4 sérfræðirannsóknir og leyst 6- tal leyndardóma um náttúm landsins. i Þó situr við það sama, að enn í dag eru bækur Þorvald ar eina heildarverkið um landafræði og náttúru íslands. Þær eru og búnar þeim kosti að samræma fræðilegar upp- lýsingar og skemmtilegt les- efni fyrir almenning. Liðnir eru tveir áratugir mestu bókaútgáfu og bóka- kaupa í sögu þjóðarinnar. Á- ætlanir um útgáfu landlýsing ar íslands hafa allar farið út um þúfur. Svo enn um sinn virðast hinar sérfræðilegu rannsóknir margra vísinda- manna lítið eiga að koma fyrir augu almennings. Hann ver6 ur enn um sinn að sækja sína vizku til Þorvaldar Thorodd- sen. —Þ.Th. Nýtt tannL.em með munnskol- unarefni í hverju rauðu striki Signal er fremra öllu öðru tannkremi. bví aðeins það gerir tennur vðar skínandi hvítar og gefur vður hressandi munnbragð. Sérhvert gott tannkrem hreinsar tennurnar, en hið nýja SIGNAL gerir miklu meira! Hvert og eitt hinna rauðu strika SIGNALS inniheldur Hexa- Chlorophene. Samtímis því, sem hreinsunarefni SIGNALS gætir og verndar tennur yðar, blandast þetta kröftuga rotvarn- arefni munnvatninu og drepur sóttkveikjur um Ieið og það hreinsar munninn. lega með SIGNAL og njótið Burstið því tennur yðar reglulega þar með bezta fáanlega tann- kremsins, sem inniheldur hvort- tveggja í senn, ríkulegt maga hreinsunar- og rotvarnarefna. Látið alla fjölskyldu yðar nota þetta nýja undra-tannkrem, með munnskolunarefni í hverju rauðu striki. Byrjið að nota SIGNAL strax í dag. Þetta er ástæðan fyrlr þvl, að SIGNAL I íniheldur munnskolunarefni í hver.í” rauðu striki. X—biG 1/IC 9658

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.