Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.04.1961, Blaðsíða 23
MORCVNBT.AÐIÐ 23 PrfSJudagur 18. apríl 1961 Cuðni Nikulás Sigurðsson V. 31. des. 1905. D. 8. apríl 1961 HANN LÉZT í Bæjarsjúkrahús inu 8. þ.in. eftir langvarandi veik indi. Guðni var fæddur hér í Ibænum 31. des. 1905. Foreldrar íhans voru Kristín Jónsdóttir og Sgurður Gíslason, sem lengst af 'bjuggu á Óðinsgötu 23. Guðni Var í foreldrahúsum þar til hann igiftist eftirlifandi konu sinni Ragnhildi Jónsdóttur Ólafsson- ar heitins rafvirkjameistara. Ragna og Guðni eignuðust 2 Ibörn, Jón sem stundar nám í Þýzkalandi, giftur dóttir Trausta Iheitins Ólafssonar efnafræðings og Fríðu gifta Ágústi Sigmunds- eyni múrara. Guðni stundaði verzlunarstörf laila sína tíð lengst af hjá öðrum utan 8 ár Við eigin verzlun. Síðustu árin Starfaði hann í Ingólfs Apóteki Ihjá Guðna Ólafssyni frænda sín um, sem reyndist honum með égætum. Mjög listfengur var Guðni, hann elskaði söng og tónlist, spilaði á píanó, samdi lög, málaði og teiknaði. Guðni Ibar sjúkdóm siinn með stakri ró og stillingu oft sárþjáður sagðist hann ekki finna.til. Hann gerði sér ljóst að hverju stefndi og óskaði oft að þetta færi að taka enda. Nú er þessu stríði lok ið hér og eins og hann trúði að til væri annað líf eftir þetta líf, þá veit ég að hann er nú tekinn til starfa. Ég votta eftirlifandi konu Ihans og börnum mína innileg- ustu samúð og bið guð að vernda þaú og styrkja. Vertu svo kært kvaddur af mér, systkinum þínum og vanda mönnum. Þorsteinn Friðriksson — Kennedy Framh. af bls. 8 ington-fréttamaður við þýzk an starfsbróður sinn, þegar þeir gengu út. „Ég hef aldrei séð hann ganga úr salnum fyrr. Hann hleypur alltaf“. Þýzki fréttamaðurinn brosti: „Adenauer hefur sjálf sagt haft svona góð áhrif á hann. Þeir sátu á fundi í Hvíta húsinu í allan morg un, eins og þú veizt“, svar aði hann — og brosti enn meira. Kennedy-orka. En staðreyndin er sú, að stundaskrá Bandaríkjaforseta er það þéttskipuð, að hann hefur aldrei tíma aflögu, varla til að fara á milli húsa. Þannig er það líka með ráð herrana og urðum við greini lega varir við það, þegar okkur gafst tækifæri til þess að hitta Dean Rusk, utan- rikisráðherra, að máli í morg un. Það var sama atorkan, sem var einkennandi í fasi hans, Kennedy-atorkan, sem menn tala nú um hér. Císli Einarsson héraðsdómslögmaður Málflutningsskrifstofa. Laugavegi 20B. — Í5iroi 19631. ■ Castro Framh. af bls. 3. stjórnin á Kúbu væri komm- únismanum holl. — Við og kommúnistar göngum og störid um saman, sagði hann, og hann hét því, að á næstu árum skyldi þróunin verða sú, að öll ríki Suður-Ameríku sner- ust til kommúnista. í desember sl. sagði Ernesto Guevara, sem nú er iðnaðar- málaráðherra Kúbu, en var þá aðalbankastjóri landsins, að Castro stjórnin tæki af heilum hug undir yfirlýsinguna, sem gefin var út eftir ráðstefnu fulltrúa 81 kommúnistaflokks víðsvegar úr heiminum. Gue- vara var þá staddur í Moskvu og sagðist viss um, að áður en langt um liði, yrðu allir Kúbu búar sameinaðir í einum flokki. Guevara hefur ekki fengið það orð á sig að vera eins óspar á meiningarlaus orð og Fidel Castro sjálfur, sem hefur slíkt yndi af málflutn- ingi að ræður hans geta orðið a. m. k. 4—5 klst. langar. áður en hann veit af. Því telja menn ástæðu til að fcaka orð Guevara alvarlega. Castro sagði sjálfur 1. febr. sl. í viðtali við fréttamenn L’ Unifca, sem er málgagn komm- únista á Ítalíu, að sósíalista- flokkurinn á Kúbu væri eini flokkurinn þar, sem lýst hefði nauðsyn róttækrar þjóðfélags- breytingar í landinu. í viðtal- inu sagði Castro m. a.: — Það er satt, að kommúnistar van- treystu okkur, byltingarmönn- um. Það var réttmætt van- traust, — algerlega rétt stefna, hugmyndalega og stjórnmála- lega — því að við, forystu- menn skæruliða, vorum þá enn uppfullir af borgaralegum hleypidómum, þrátt fyrir þá fræðslu, sem við höfðum feng- ið í marxískum fræðum. Við gerðum okkur ekki fullkom- lega ljósar hugmyndir komm- únismans, þótt við vildum allt til vinna að eyðileggja ein- ræðið. Síðar hittumst við. Þá skildi hver annan og við byrj- uðum að vinna saman. Kom múnistar hafa fórnað miklu blóði fyrir málstað Kúbu og nú vinnum við saman í bróð- erni. Þessi orð Castros brutu mjög í bága við það, sem hann sagði 21. maí — 1959. Þá bafnaði hann bæði kapítalísma og kommúnisma — kapitalisman- um af því, að hann ylli hung- urmorði þjóðr — kommún- isma vegn* þess, að hann bældi niður og kúgaði frelsið — frelsi manna, sem væri þeim svo dýrmætt. Kúbubúar gerðu sína eigin byltingu, sem var algerlega frábrugðin báð- um þessum stefnum — alger- lega sérstæð, sagði Castro. í ræðu, sem hann flutti 25. marz sl. sagði hann hinsvegar að byltingin héldi áfram skref fyrir skref. Hún hefði verið veik í upphafi, einkum hugmyndalega. Hún hefði átt sér marga stuðningsmenn og henni hefði verið sýnd mikil samúð, — en einkum vegna þess, sem hún hefði rutt í burt, en ekki þess sem hún hefði síðan framkvæmt, — því að byltinguna hefði í upphafi skort hugmyndalegan styrk. Þessi hálfgerða afsökunar- beiðni á hugmyndaleysi þeirra forystumanna byltingarinnar er afar athyglisverð. Castro hafði áður haldið því fram, ®ð bylting hans væri svo sér- stæð og sjálfstæð, að hún þarfnaðist hvorki hugmynda- kerfis, hers né stjórnmála- flokks. En nú hefur hann hall- azt að þessu öllu — Valið kommúnismann — að því er virðist til þess að geta lifað áfram. En allt bendir til þess, að kúbanska þjóðin sé honum ekki með öllu sammála — að það val hans verði honum ein- mitt að falli. — Tillögur FÍJ. Framh. af bls. 13. Álitur ársþingið aðild okkar að slíku bandalagi nauðsynlega til að tryggja, að ísland einangr- ist ekki frá hinum stóra og vax- andi markaði Vestur Evrópu. Skorar ársþingið á viðskipta- málaráðherra að skipa nú þegar nefnd fulltrúa frá samtökum framleiðenda, sem verða mundu honum til ráðuneytis í væntan- legum samningum og gæta mundu hagsmuna atvinnuveg- anna með því að vera tengiliður á milli þeirra og ráðherra í sam- 'bandi við afgreiðslu einstakra málaflokka. Útflutningur iðnvarnings Ársþing iðnrekenda 1961 bein- ir því til Alþingis: Að hið fyrsta verði settar skýr- ar reglur um endurgreiðslu að- flutningsgjalda á efnivörum, sem notaðar eru til framleiðslu á vörum til útflutnings. Að útflutningsfyrirtækjum verði að fullu endurgreidd að- flutningsgjöld, þegar vara er komin um borð í flutningstæki eða tollvörugeymslu. Viðskiptasamningar Ársþing iðnrekenda 1961 legg- ur til, að F.f.I. verði gefinn kost- ur á, að tilmefna fulltrúa í samn- Jarðýta og ámokstursvél til leigu. Vélsmiðjan Bjarg hf. Höfðatúni 8 — Sími 17184. Stúlka Ijósmyndavinna Stúlka óskast strax á ljóas- myndavinnustofu. Uppl. í dag kl. 5—6. Sveinn Bjömsson & Co. Hafnarstræti 22. Vesturgötu 12. Sími 15859. Laugavegi 40. Sími 14197. Nýkomið gott úrval af vor- og sumarkjólaefnum. — Verð frá kr. 33,- Fyrir sumardaginn fyrsta Barnaföt úr skozkum ullar- efnum: buxur, vesti, hattar, húfur, sokkar. Stærðir frá 1—7 ára. Tereleynepils. Stærð 1—7 ára. Póstsendum. Rithöfundur óskar eftir að fá upplýst um málverk eftir John Martin, sér- staklega málverkið „The Fall of Babylon". Vinsamlegast skrifið James Coats, 39 East 72nd Street, New York, N. Y., U.S.A. ■"'“"•grAN IT SÚ0RRV0G 20 /"f «3617? inganefndir utanríkisviðskipta til jafns við önnur samtök. Útboð Ársþing iðnrekenda 1961 bend- ir á þá þjóðhagslegu hagkvæmni, sem fengist, er riki, bæjarfélög og allir stærri verktakar og neyt endasamtök byðu jafnan út það efni og þjónustu, sem þau þarfri ast til framkvæmda sinna, og til bjóðendum jafnan tryggt að hag- kvæmustu tilboðunum verði tek- ið. Ég þakka af alhug öllum þeim, mörgu, sem gjörðu mér | daginn ógleymanlegan á 75 ára afmæli mínu. — Megi vernd guðs vera yfir ykkur öllum. Ingibjörg Teitsdóttir Mínar hjartans þakkir fyrir góðar gjafir, heillaskeyti og hlý handtök á, sextugsafmæli mínu. Snorri Ólafsson, Suðurgötu 63, Hafnarfirði. Verzluitarmaður Getur fengið atvinnu við verzlun í miðbænum. — Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf, send- ist afgr. Mbl. merkt: „Verzlunarstörf — 467“. Verzlunarhusnœði á Njálsgötu 86 (áður húsgagnaverzlunin Búslóð), er til sölu og laust nú þegar. Húsnæðið er sölubúð, 2 skrifstofur og 2 geymsluherbergi i kjallar. Stærð ca. 95. ferm. — Upplýsingar í síma 19342 kl. 6—8 á kvöldin. Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma ÞÓRUNN ELlN JÓNSDÓTTIR andaðist að Bæjaxspítalanum þann 17. aprfl. Jón Alexandersson, ErJa Þórdís Jónsdóttir, Valdimar Ólafsson, og börn. Maðurinn minn ÓLAFUR KLEMENSSON frá Borgarnesi lézt í St. Jósefsspítala Hafnarfirði 14. þ.m. — Kveðju- athöfn fer fram frá Fossvogskirkju kl. 1,30, miðviku- daginn 19. þ.m. Fyrir mína hönd, bama minna og tengdabarna. Hjörtfríður Kristjánsdóttir Maðurinn minn WILLIAM THOMAS MULLER andaðist að heimili sínu Eskihlíð 18, Reykjavík, mánud. 17. apriL Margrét Miiller. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÞÓRDfSAR BJARNADÓTTUR frá Stokkseyri Vandamenn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, snjAfröiar MAGNÚSDÓTTUR Ólafur Hákonarson, böm, tcngdabörn og barnaböm Hugheilar hjartans þakkir sendum við ykkur öllum nær og fjær, er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlá,t og jarðarför elskulega sonar okkar og bróður HARALDAR VIGNIS ANDRÉSSONAR Guð blessi ykkur öll. Foreldrar og systkini Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför bróður míns, JÓNS GUNNARSSONAR frá Reyðarfirði Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna. Sólborg Gunnarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.